Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 17 ferðalög ÞORGEIR Ólafsson og Anna Margrét Guðjónsdóttir fóru í byrjun júní til Ítalíu og ætluðu að eyða viku rétt vestan við Genova. „Við ætluðum að hafa það náðugt í þessum strandbæ en á fjórða degi fór að rigna og við ákváðum að leita að góða veðrinu,“ segir Þorgeir. „Ef ekið er eftir hraðbrautunum á Ítalíu er fljótfarið milli staða.Við fórum á Netið á hótelinu og sáum að í Tosc- ana var hið ákjósanlegasta verður. Stefnan var tekin á Populonia sem er skammt fyrir sunnan Livorno en þar stóð til að skoða rústir frá Etrúskum. Var það skemmtilegt? „Já, ég mæli eindregið með að fólk skoði þennan sögu- fræga stað þar sem varðveist hafa margar merkar minj- ar frá tímum Etrúska og þetta landssvæði er ein- staklega fagurt og merkilegt. Síðla dags fórum við að huga að næturgistingu og vild- um ekki dvelja í þessum fínu sjávarþorpum því þar er allt sniðið að ferðamönnum og okkar reynsla að sami matseðillinn sé alls staðar á slíkum stöðum. Við tókum því stefnuna inn í landið og fórum í eitt af þessum stórfenglegu fjallaþorpum, Campiglia Marr- ittima. Þar sátum við á torginu og spurðum þjóninn á kaffihúsinu hvar væri hægt að finna gistingu og mat- sölustað. Hann gaf okkur bækling um þorpið og þar voru taldir upp fjórir staðir.“ Römbuðuð þið strax á góðan stað? „Nei, því fyrsti staðurinn var fráhrindandi, mjög amer- ískur með blikkandi ljósum og við ákváðum að leita uppi næsta stað. Sá var einfaldlega lokaður. Það lá síðan við að við misstum af þriðja staðnum því eini vegvísirinn var lítið og ryðgað skilti úti við veg. Skiltið benti inn í skóg og þangað ókum við eftir kræklóttum malarvegi að óhrjálegu húsi með lélegum hlerum og garði í órækt. Við ákváðum eftir nokkra umhugsun að skoða hvort húsið væri með lífsmarki og þegar við erum að nálgast aðaldyrnar birtist í dyragættinni gömul kerling, grind- horuð og skorpin með hárið í hnút og sígarettu í munn- vikinu. Hún var í hvítum bol og með hvíta svuntu. Konan skildi ekki ensku en áttaði sig á því hversvegna við vær- um komin. Hún vildi endilega sýna okkur herbergin og við létum tilleiðast. Þegar inn kom blasti við ný veröld. Herbergin voru mjög falleg og snyrtileg og á rúmum dýrindis rúmfatnaður.“ Þorgeir segir að þegar þau hjón hafi verið að sækja far- angurinn í bílinn hafi hann spurt eiginkonuna hvers- vegna hún hafi léð máls á því að skoða húsakynnin. Hún segir að um leið og hún hafi séð konuna hafi hún séð að hún kynni að elda og nú ætti eftir að koma í ljós hvort það stæðist. Hafði eiginkonan rétt fyrir sér? „Kvöldverðurinn var í einu orði sagt stórkostlegur og sá albesti í ferðinni og betri en við höfum fengið fram til þessa. Þetta voru fimm eða sex réttir, hefðbundinn ítalskur kvöldverður í fjöllunum sem er mjög frábrugðið því sem býðst við sjóinn. Í matsalnum hittum við hollensk hjón en eiginmaðurinn hafði komið fimm árum fyrr á þennan stað og mundi hvað maturinn var ómótstæðilegur. Hann lagði á sig að aka frá Hollandi til þessa staðar til að bjóða konunni sinni út að borða.“ Var þetta dýr staður? „Það var tvöfalt dýrara að gista og borða þarna en á öðrum stöðum sem við heimsóttum. Við borguðum um 15.000 krónur íslenskar fyrir okkur sem líklega þykir dýrt á ítalskan mælikvarða.“ Ætlið þið aftur til Toscana? „Toscana grípur mann slíkum tökum að um leið og kvatt er fer mann að langa þangað aftur. Á þessum gisti- og veitingastað í Campiglia Marrittima gleymdi konan mín gleraugunum svo það er öruggt að við förum þangað aftur.“ Himnesk máltíð í litlu fjallaþorpi Gömul, grindhoruð og skorpin kona með sígarettu í munnvikinu birtist í dyragætt- inni og um leið vissi eiginkona Þorgeirs Ólafssonar að þessi ítalska kona kynni að elda góðan mat.  Gisti- og veitingahúsið Cappellaio Pazzo Via di San Vincenzo Campiglia Marrittima Toscana Sími: 0039 0565 838358 Þorgeir og Anna Margrét skipulögðu fríið á Net- inu. Þorgeir segir að vefslóðir ferðamálaráða héraðanna á Ítalíu séu mjög góðar og hægt sé að fikra sig áfram eftir þeim. Þorgeir og Anna Margrét fóru til Populonia sem er skammt fyrir sunnan Livorno en þar skoðuðu þau rústir frá Etrúskum. Vegvísirinn að þessu gisti- og veitingahúsi var lítið og ryðgað skilti úti við veg. Skiltið benti inn í skóg og þang- að var ekið eftir kræklóttum malarvegi uns komið var að óhrjálegu húsi með lélegum hlerum og garði í órækt. Þorgeir Ólafsson og Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir framan skakka turninn í Pisa. Eftirminnilegt veitingahús (Bíldudalur) Vetraráætlun Íslandsflugs 1. nóv. 2002 til 29. mars 2003 Vestmannaeyjar Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán-fös 07:30 08:00 08:15 08:45 þri-sun 12:00 12:30 12:45 13:15 daglega 16:45 17:15 17:30 18:00 Bókað hjá umboðsmanni í síma 481 3300 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Sauðárkrókur Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán/mið/fös 09:15 09:55 10:15 10:55 mán-fös/sun 18:30 19:10 19:30 20:10 Rútuferðir til Siglufjarðar í tengslum við flugið. Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453 6888 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Vesturbyggð Til Frá Brottför Koma Brottför Koma þri/fim 09:45 10:25 10:50 11:30 mán/mið/fös 11:30 12:10 12:35 13:15 sun 14:15 14:55 15:20 16:00 Rútuferðir til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar í tengslum við flugið. Bókað hjá Íslandsflugi í síma 456 2152 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Gjögur Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán/fim 14:00 14:50 15:15 16:05 Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453 6888 eða www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Hornafjörður Til Frá Brottför Koma Brottför Koma Mán/mið-fim 08:15 09:15 09:45 10:45 Fös/sun 13:45 14:45 15:15 16:15 Mán/mið-fim 17:15 18:15 18:45 19:45 Bókað hjá umboðsmanni í síma 478 1250 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Farþega- og vöruafgreiðsla í Reykjavík er hjá Flugfélagi Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.