Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 21 bílar RENAULT-verk- smiðjurnar kynntu ný- verið Mégane II, næstu kynslóð Renault Még- ane-fólksbílsins. Még- ane II hefur fjörlegt út- lit og eftir tveggja daga kynni og 500 km akstur er hann sannfærandi sem ferða- og borgar- bíll, röskur og snagg- aralegur, mjúkur og liggur vel. Í útliti er Mégane II nokkuð lágbyggður og næstum því síður á götu en hann er renni- legur. Framendinn er vel til þess fallinn að kljúfa loftið mjúklega og góður halli er á framrúðunni. Hlið- arnar eru örlítið kúptar eða ávalar og er heildarlínan skemmtileg blanda af ávölum línum og dálítið köntuðum hornum. Nægir þar að nefna t.d. ljósin sem eru með óhefð- bundnu lagi. Þá er afturendinn ekki síður sérkapítuli, brattur gluggi og örlítið útstætt skott. Má segja að fram- og afturendi bílsins gefi hon- um þetta sérstæða útlit sem telja má fjörlegt og frísklegt. Jafnvel má telja það fallegt en þó varð vart við það á ferðinni á dögunum að bíllinn vekur með mönnum misjöfn viðbrögð. Út- litið er að nokkru sótt í frumlega hönnun Avantime og Vel Satis. Nóg pláss hið innra Að innan er sami frískleikinn fyrir hendi. Mælaborið er allt kúpt og áberandi miðjustokkurinn hefur að geyma útvarpið, miðstöðvarrofa og nokkra aðra til og þar eru einnig smáhólf og hreyfanlegur öskubakki er þar sem sérstakt sæti ef vill. Gott er að taka á stýrinu og beint fram af ökumanni eru hefðbundnir hring- mælar fyrir snúningshraða og hraða, mælar fyrir hita og eldsneyti og upp- lýsingaskjár. Vel fer um ökumann undir stýri og sömuleiðis getur far- þegi í framsæti látið fara vel um sig. Í aftursæti er einnig ágætt pláss. Ýmsar vélagerðir eru í boði en einkum var ekið bíl með tveggja lítra og 136 hestafla bensínvél og með 1,9 lítra dísilvél sem er 120 hestöfl. Báð- ir bílar voru með sex gíra handskipt- ingu sem þróuð hefur verið af Niss- an. Auk þeirra verða boðnar 1,4 lítra og 1,6 l bensínvélar og 1,5 lítra dís- ilvél. Eins og fyrr segir gafst færi á að aka víða um götur og þjóðvegi í Lúx- emborg, Belgíu og Hollandi, alls um 500 km. Fékkst ágæt tilfinning fyrir mjúkri fjöðrun bílsins á mjög mis- jöfnum vegum, hraðbrautum sem krókóttum sveitavegum. Og þótt ís- lenskættaða malarvegi hefði ekki verið að finna á þessum leiðum gáfu mjóu og ósléttu sveitavegirnir öku- manni þá ágætu öryggistilfinningu að Mégane II væri mjög rásfastur. Er alveg óhætt að vingsa honum nokkuð hratt í svona króka enda fyr- irhafnarlaust með nákvæmu stýrinu. Ekki þarf heldur að kvarta yfir við- bragði í þessum knáu bílum og báðar gerðir eru með eindæmum hljóðlátar og fara vel með vindgnauð og vél- arhljóð þótt farið sé um hraðbraut á vel yfir 130 km hraða. Áhugaverð gírskipting Sex gíra skiptingin er áhugaverð. Renna má stönginni mjög liðlega milli gíra en þó verður að stýra henni nokkuð nákvæmlega þegar kemur að fimmta og sjötta gír. Sjötti gírinn er góður kostur á hraðbrautum en hann er samt oft notaður þótt ekki sé ekið nema á liðlega 100 km hraða þar sem það er unnt á minni háttar veg- um. Í heild má því segja að Mégane II sé afskaplega geðugt tæki og bíll sem óhætt er að halda með í hvaða ferð sem er. Næsta fátt vekur pirr- ing með ökumanni. Eitt má þó nefna sem er að heldur þröngt er að smeygja lúkunni niður með sætis- bakinu til að breyta stillingu á mjó- baki. Hefði það mátt vera aðgengi- legra. Ökumannssætið er á hinn bóginn með góðum stillingarmögu- leikum sem vitanlega er lykilatriði. Annað lykilatriði er verðið á bílnum þegar hann berst hingað til lands kringum áramót. Kemst það ekki á hreint fyrr en nær dregur. Mjúkur og snaggaraleg- ur Mégane II Morgunblaðið/jt Mégane II er fjörlegur í útliti. Mégane II var kynntur blaðamönnum nýlega þar sem ekið var um þéttbýli og sveitir í Lúxemborg, Belgíu og Hollandi. Jóhannes Tómasson fann sig vel heima undir stýri í Mégane II. joto@mbl.is Morgunblaðið/jt Mælaborðið er ágæt blanda af hefðbundinni uppröðun með frumlegu útliti. Morgunblaðið/jt Skottið opnast vel og er aðgengilegt. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Borð 184x108 cm 6x leðurstólar Tilboð 189.000,- Olga borðstofusett sparaðu fé og fyrirhöfn Audi A6 2.4 V6, f.skr.d. 05.01. 2001, ek. 19 þús., 4 dyra, sjálfskiptur, 16“ álf., leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 3.840.000. Alternatorar og startarar BÍLARAF HF., Auðbrekku 20 • S. 564 0400 • Fax 564 0404 í fólksbíla, báta, rútur, vörubíla, vinnuvélar o.fl., frá Valeo o.fl. Einnig viðgerðir á alternatorum og störturum. Kúplingar í rútur, vörub. frá Valeo. Olíumiðstöðvar, vélahitarar f. bíla, báta o.fl. Trumatic gasmiðstöðvar fyrir bíla, báta, húsbíla, fellihýsi, sumarhús o.fl. 12 v. blástur, thermostad. Vídeómyndavélar fyrir sendibíla o.fl. til að sjá fyrir aftan þegar bakkað er, fyrir báta að fylgjast með vélarúmi o.fl. Neðansjávarmyndavélar, hægt að sjá niður á 20 m dýpi, fyrir bátaeig., hafnir, björgunarsv., o.fl. o.fl. Örbylgjuofnar, kaffivélar o.fl. 12 og 24 volt. Spennubreytar úr 12 volt í 220 v., margar stærðir. Sólarrafhlöður, vindrafstöðvar fyrir sumarhús o.fl. umboðið umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.