Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝ gerð Nissan Terrano er komin á markað og er bíllinn lengri en áður og lægri og fæst nú með aflmestu vél sem nokkru sinni hefur verið boðin með bílnum. Að auki er bíllinn betur búinn en áður, bæði hvað snertir þægindabúnað og öryggisbúnað. Við prófuðum Terrano með 3,0 TDI vélinni og heitir hann þá Terr- ano Luxury. Lítilsháttar breytingar eru á bílnum utanverðum. Sjáanleg- astar eru þær á vélarhlífinni sem er hærri en áður til að rýma fyrir 3ja lítra samrásardísilvélinni, þeirri sömu og er að finna í stóra bróður Patrol. Að innan hefur mælaborðið verið tekið í gegn. Í Luxury-gerðinni er bíllinn leðurklæddur og með við- arklæðningu á miðjustokk og í kring- um hljómtæki og miðstöð. Að auki fylgir honum topplúga. Ökumaður situr hátt í bílnum og hefur góða yf- irsýn yfir veginn og umferðina. Gott rými er fyrir fimm fullorðna og í þriðju sætaröðinni fer ágætlega um tvo. Sama vél og í Patrol Fimm dyra bíllinn er sem fyrr boð- inn með þriðju sætaröðinni sem er felld niður í gólfið, en ekki til hlið- anna, þegar hún er ekki í notkun. Aukasætin tvö ganga því lítið á far- angursrýmið þegar þau eru ekki í notkun. Farangursrýmið er reyndar fremur lítið þegar sætin eru í notkun, eða 115 lítrar, en stækkar upp í heila 1.900 lítra þegar sætin eru ekki í notkun. Stóra breytingin á nýjum Terrano er náttúrulega nýja vélin. Þótt hún sé aðeins um 0,3 lítrum stærri að slag- rými en eldri 2,7 lítra vélin þurfti að gera gagngerar breytingar á vélar- hlífinni til að rýma fyrir vélinni. Þar með er komin bunga á vélarhlífina og stórt loftinntak sem nú er fyrir miðju á vélarhlífinni og þjónar því hlutverki að dæla lofti inn á millikælinn. Meðan 2,7 l vélin var að skila að hámarki 125 hestöflum og togi upp á 278 Nm við 2.000 snúninga á mínútu er 3ja lítra vélin að afkasta 158 hestöflum og toga heila 343 Nm við 2.000 snúninga á mínútu og strax 304 Nm við 1.600 snúninga á mínútu. Þessi vél ger- breytir eðli bílsins, að mati þess sem þetta skrifar. Bíllinn er orðinn kvikur og viðbragðsfljótur og notkunargildi hans hefur stóraukist. Þannig er bíll- inn núna gerður til að draga á eftir sér allt að þrjú tonn á eftirvagni með hemlum og hann er duglegur utan vega. Ekki sakar heldur að stærri vélin er sparneytnari en sú minni í blönduðum akstri og auk þess mun hljóðlátari og þýðgengari. Prófunar- bíllinn var með fjögurra þrepa sjálf- skiptingu með sport- og vetrarstill- ingu sem fer afar vel við nýju vélina. Þeim sem ekki þurfa á öllu þessu afli að halda stendur áfram til boða 2,7 l vélin og bíllinn er talsvert ódýr- ari í þeirri gerð. Sterkbyggður Terrano er byggður á sjálfstæða stigagrind og er því harðgerður og stífur bíll. Undirvagninn býður líka upp á að gerðar séu breytingar á bíln- um. Drifkerfið er hið sama og áður. Hefðbundið kerfi þar sem bílnum er að jafnaði ekið í afturdrifi. Í möl eða hálku er síðan skipt yfir í fjórhjóladrif með stöng í gólfinu. Drifskiptingin er dálítið stirð og tekur stund að venjast henni. Við erfiðari aðstæður er sett í lága drifið. Þar að auki er tregðulæs- ing í drifkerfinu. Terrano er fyrst og fremst snagg- aralegur borgarjeppi eða sjö manna fjölskyldubíll en harðger sem slíkur og drjúgur utan vega enda byggður á sterkri grind. Hann er jafnframt fremur auðveldur til breytinga og hefur verið breytt fyrir 33 og 38 tomma dekk. Hann ætti því að falla vel í kramið hér á landi. Nissan Terrano Luxury kostar beinskiptur 3.789.000 kr. og 200.000 kr. bætast við fyrir sjálfskiptinguna. Fyrir þetta fæst sjö manna fjöl- skyldujeppi, vel búinn og aflmikill og með góða jeppaeiginleika. Keppi- nautar eru helstir Land Rover Discovery, Mitsubishi Pajero, Suzuki Grand Vitara XL-7 og jafnvel hinn nýi Kia Sorento. Morgunblaðið/Kristinn Útlitsbreytingar eru ekki miklar. Aflmeiri og bet- ur búinn Terrano REYNSLUAKSTUR Nissan Terrano Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn. Viðarklæðning er í Luxury-útfærslu.         !"#$% &   '"# ( !""#$%&'%($#( )  *    ** ) * +/#0 ),/#  $''# - * ' + #.+ /# + /#0 + /0 /# 1* - * 1 + 2++ 34, 56'5- *71 + 8*  *#4, 9:3;+  3 < * + = 4+ > * 1,#+  ?,%#7 $)* (*(#0 $* % 1#23 3  $%..' */&- $$) $%.'' &  " 4  - 53   53 53 53 53 53 $ @ AAA  #8: - B: - # $(, ('' $*/- 6 #23 3  -%'.) */&$ *-- $%..( &   - 53 53 53 53 53   53 C  A AAA $+$ (&( $(/, 6%#23 3  -%$.) */&+ -$) $%&'' & $''7#3#1  % * 53   53 53 53     C  A AAA $*' (-' $(/+ % %#23 3  -%')' */)& ,.& )  " 4  - 53 53 53 53 53   53 $ $A AAA Morgunblaðið/Kristinn Terrano er smíðaður á grind og með háu og lágu drifi. Morgunblaðið/Kristinn Hlerinn opnast til hliðar og farang- ursrými er mikið. Morgunblaðið/Kristinn Vélin er hin sama og í Patrol. Vél: 2.953 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar, for- þjappa. Afl: 154 hestöfl við 3.600 sn./mín. Tog: 343 Nm við 2.000 sn./mín. Drif: Afturdrifinn með tengjanlegt fjórhjóladrif, lágt drif. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfskipting. Lengd: 4.722 mm. Breidd: 1.755 mm. Hæð: 1.850 mm. Eigin þyngd: 1.955 kg. Hröðun: 14 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 166 km/ klst. Eyðsla: 9,9 lítrar í blönd- uðum akstri. Dráttargeta: 2.000 kg kerra með hemlum. Hemlar: Diskar að framan, skálar að aftan. Fjöðrun: Snerilfjöðrun að framan, gormar að aftan. Farangursrými: 115/1.900 lítrar. Verð: 3.989.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason hf. Nissan Terrano Luxury

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.