Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög WIESBADEN, höfuðborg sam- bandsríkisins Hessen í Þýskalandi, er lítil borg að mati heimamanna. Eink- um þó samanborið við nágrannaborg- ina Frankfurt, miðstöð fjármála og viðskipta í Þýskalandi en borgir eins og Bonn, Köln og Darmstadt eru ekki langt undan. Wiesbaden er systur- borg Mainz og skilur Rínarfljótið borgirnar tvær að. Það er með þessar tvær borgir eins og fleiri systur að nokkur rígur einkennir samband þeirra þrátt fyrir mikla samvinnu, m.a. í samgöngum og orkudreifingu. Wiesbaden eignar sér um 270 þús- und íbúa og lætur lítið yfir sér í sam- anburði við volduga nágranna. En borgin kemur á óvart og óhætt er að mæla með stuttum heimsóknum þangað. Hvort sem landinn er á leið- inni í stutta borgarheimsókn út fyrir landsteinana eða á ferð um sveitir og vínræktarhéruð Þýskalands. Eflaust eru margir sem kjósa að dvelja í Frankfurt vegna stærðar hennar og mikilvægis í viðskiptalífinu en óhætt er að mæla með Wiesbaden, sem er eins og falinn konfektmoli í miðju Rínarhéraði. Þar er fjölmargt að skoða, úrval verslana og fjörugt næt- urlíf en að sama skapi er Wiesbaden nógu lítil til að hægt sé að skoða sögulegar byggingar, heita brunna, heilsulindir og rómantíska garða á tveimur jafnfljótum. Auk þess segja kunnugir að gestir þurfi ekki að vera jafnvarir um sig á kvöld- og nætur- röltinu í Wiesbaden og í Frankfurt eða öðrum stærri borgum Evrópu, þar sé glæpatíðni mun lægri. Það sem gerir Wiesbaden svo heillandi og raun ber vitni er sú stað- reynd að hún hefur löngum verið gæluborg þýsks aðals. Borgin hefur enn það orð á sér að laða til sín þotu- liðið, alla vega fólk sem á eitthvað meira en skiptimynt í vasanum. Þess vegna hefur verið mikið lagt í útlit borgarinnar í gegnum tíðina, í bygg- ingarlist, garða og viðhald gamalla bygginga. Lækningamáttur heitra linda Í borginni eru 26 allt að 67° heitar lindir en það var einmitt jarðhitinn sem fyrst gerði veg Wiesbaden mik- inn. Lækningarmáttur lindanna, gegn m.a. gigt og ýmsum líkams- meinum, drógu ríka fólkið til hennar. Rómverjar voru fyrstir til að nýta sér lækningamátt lindanna svo vitað sé en það var fyrst upp úr miðbiki 19. aldarinnar að efra lag þjóðfélagsins tók að fara í sérstakar heilsubótar- ferðir til Wiesbaden. Vilhjálmur II Prússlandskeisari heimsótti borgina reglulega til að nýta sér heitt lind- arvatnið til heilsubótar og bætti það svo um munaði orðspor borgarinnar fyrir evrópskt aristókratí á þeim tíma. Spilavítið í heilsulindinni Það eru ekki eingöngu heilsulind- irnar sem drógu til sín hina betur efnuðu og þá sem gjarna vildu vera það. Spilavítið í Wiesbaden hefur löngum verið þekkt úti um allan heim fyrir glæsileik sem að fullu jafnast á við aðrar stofnanir af sama tagi suður í Mónakó. Vísir að spilavítinu var fyrst settur á laggirnar árið 1810 og það varð fljótt leikstaður hinna ríku. Spilavítið í Wisebaden getur gortað af gestum eins og Richard Wagner og Fjodor Dostojewski og fleirum sem verða ekki taldir upp hér. Spila- vítið er í glæsilegri byggingu, Heilsu- lindinni (Kurhaus) sem byggð var ár- ið 1907 og hýsti eitt sinn heilsulind mikla og er því í daglegu tali kallað Spielbank im Kurhaus, „Spilavítið í heilsulindinni“. Hversu heilsusam- legt það kann að vera að stunda áhættuspil, það er svo annað mál! Þúsund veitingahús Þeir sem heimsækja borgina geta valið úr tæplega 1.000 veitingastöð- um í borginni og í nærliggjandi sveit- um við bakka Rínarfljóts. Þetta mikla úrval veitingastaða er ekki síst að þakka hvítvíns- og matarmenn- ingu svæðisins sem hefur þrifist í krafti þeirra fjölmögu gesta sem Wiesbaden hefur hýst. Að auki státar borgin af óperu, ballettsýningum og fjölda tónlistar- og myndlistarvið- burða ár hvert. Wiesbaden liggur í miðri Rínar- sveit (Rheingau) og gestir borgarinn- ar ættu ekki að láta fram hjá sér fara að skoða vínræktarhéruðin við bakka Rínarfljóts sem er lífæð þessa svæð- is. Fljótið flæðir frá vestri til austurs í Rínarsveit og frjósamir bakkar þess snúa beint á móti suðri á stóru svæði; sem er meginforsendan fyrir miklum gæðum þeirra vínberja sem ræktuð eru á svæðinu og svo hefur verið um aldir. Hvítvínsframleiðslan einkenn- ist af djúpri virðingu fyrir viðfangs- efninu, allt að því trúarlegri nálgun, sem byggist á aldalöngum hefðum. Staðbundinn brandari segir að vín- bændur svæðisins fæðist með annan fótinn styttri en hinn til að auðvelda þeim vinnuna á hæðóttum víngörðum Rínarbakka. Fyrir gesti Wiesbaden eru stuttar vínsmökkunarferðir við bakka Rínarfljóts ógleymanleg upp- lifun. Það er ekki laust við að Ís- lendingnum finnist hann hafa verið alls ófróður um hvítvín og fram- leiðslu þess eðaldrykkjar þegar hann heyrir um vínberjategundirnar, upp- skeruna og mismunandi framleiðslu- ferlið í formlegri vínsmökkun. Í Rín- arhéraði eru að auki fjöldamörg falleg þorp og litlir bæir sem eru þess virði að heimsækja, bæir sem virðast hafa staðnað í tíma og eiga lítið sam- merkt með stærstu borgum Þýska- lands. Wiesbaden Ríkisleikhúsið í Hessen sem byggt var árið 1894 en Wiesbaden er höfuðborg samnefnds sambandsríkis í Þýskalandi. Stytta af Schiller prýðir flötina framan við leikhúsið. Ljósmyndir/Dóra Magnúsdóttir Markaðskirkjan í miðbæ Wiesbaden en hún var byggð á árunum 1852— 1862. Borg evrópsks aðals í nútíð og fortíð Wiesbaden er einkum þekkt fyrir glæsilegt spilavíti og heilsulindir. Dóra Magnús- dóttir segir að borgin sé eins og falinn konfektmoli í miðju Rínarhéraði.        Nánari upplýsingar um Wiesbaden fást á slóðinni www.wiesbaden.de FERLIR, sem er göngu- og útivist- arhópur, að stofni til úr rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík, hefur farið fjölda gönguferða um Suðurnesin og fundið og skrásett ýmsar merkar menningarminjar á ferðum sínum. Margir á suðvesturhorninu fara upp á Keili bara til að ganga, en ým- islegt fróðlegt ber fyrir augu á leið- inni sem gerir gönguna skemmti- legri. Ómar Smári Ármannsson, einn af forsprökkum gönguhópsins Ferlis, deilir hér með lesendum því sem fyrir augu bar þegar hópurinn gekk nýlega hring frá Rauðhóli í Af- stapahrauni, að Oddafelli og inn með því að Driffelli, með Keili og áfram niður að Rauðhól. „Þessi gönguleið, sem tekur um tvær og hálfa klukkustund, er auð- veld, einkum með Oddafellinu og frá Keili niður að Rauðhóli. Þegar gengið er til vesturs norðan Oddafells, um svonefndan Oddafells- selstíg, er ljóst að þar fyrir innan hafa verið að a.m.k. tvö sel frá mis- munandi tímum en þau voru frá Minni-Vatnsleysu. Gengið er yfir fyrsta stekkinn þegar komið er að vikinu eftir fyrstu hæðina. Sér þaðan inn að Höskuld- arvöllum. Skammt frá stekknum er tótt og síðan annar hlaðinn stekkur á bak við hraunhrygg. Innar sjást vel tvær tóttir, sem nefna má Oddafells- sel nyrðra. Þar við virðist vera gamall brunn- ur. Fjórir stígar liggja yfir hraunið, sá fyrsti skammt fyrir innan fyrstu tóttirnar. Hann er greinilega mest farinn af fólki, sem gengur á Keili. Ef haldið er áfram inn eftir hraun- kantinum eru greinilegar tóttir, sem nefna má Oddafellssel syðra. Ofan þeirra eru fallega hlaðnar kvíar utan í hraunkantinum og svo- lítið ofar má sjá tvöfaldan hlaðinn stekk utan í kantinum.“ Ómar Smári segir að þarna sé líka einn mesti gufuhver landsins um tíma, en nú er þar einungis litskrúð- ug lægð í hraunið og smágufustrók- ur í henni miðri. Við hverinn er smá- gert hverahrúður í flögum við 4 eða 5 eldri hveraop. „Frá hvernum má sjá í suðaustri inn í Sogagíg þar sem Sogaselið er, þrjár tóttir selja og fallega hlaðinn stekk utan í norðurhlið gígsins og annar vestast í honum.. Þarna var sel frá Kálfatjarnarhverfi og jafnvel Krýsuvík. Í suðri sér inn á Selsvell- ina, en suðvestast á völlunum eru ein þrjú sel og tveir hlaðnir stekkir. Skammt úti í hrauninu er enn ein tótt og lítil kví. Á ská á móti á völl- unum austanverðum, undir hálsin- um, eru þrjár tóttir eldra sels. Á Selsvöllum var selstaða frá bæjum í Grindavík. Frá þessum stað er um klukkustunda greiðfær gangur inn eftir völlunum og til baka. Tveir læk- ir renna eftir völlunum. Einnig er auðvelt að ganga frá þessum stað til austurs upp í Sogagíg. Efsti stígurinn norður yfir hraun- ið liggur í átt að norðausturhorni Driffells og er hann stystur stíg- anna. Að honum gengnum og þegar komið er yfir hraunið er leiðin greið að uppgöngustíg á Keili.“ Ekki gamalt eldfjall Margir halda að Keilir sé gamalt eldfjall, en svo er ekki. „Hann hefur aldrei gosið. Strýtumyndað fjallið varð til við gos undir jökli og er úr móbergi með dólerít-klöppum efst uppi. Litlir mórauðir móbergstindar standa fyrir norðan rætur hans og eru þeir kallaðir Keilisbörn. Ef gengið er austur eftir stígnum, sem liggur að uppgöngunni að Keili, er komið að vörðu. Við hana má sjá gamlan stíg, Þórustaðastíg, sem liggur til norðurs niður að Þórustöð- um á Vatnsleysuströnd. Ef honum er fylgt kemur annar stígur inn á hann skammt norðar, Rauðhólssels- stígur. Liggur hann þar til austurs. Við hann er há og mjó varða. Stíg- urinn er vel greinilegur. Þegar komið er niður grasbrekk- ur og að hraunkanti liggur stígurinn norður með kantinum. Göngufólk á Keili styttir sér stundum leið með því að fara upp á hraunið þegar kom- ið er að sléttri klöpp og gengur síðan áfram þar til austurs sunnan Rauð- hóls. Ef hins vegar haldið er áfram niður með hraunkantinum liggur leiðin niður að Rauðhólsseli sem birtist í grashvammi undir hólnum. Sel þetta var frá Stóru-Vatns- leysu. Sagan segir að ekki hafi verið vært í selinu eftir sextándu viku sumars vegna draugagangs. Ekki er að sjá neitt vatnsból við selið, en þar nálægt má vel finna aðalbláberja- lyng í þröngum gjám. Í norðanverð- um hvamminum er yngsta tóttin og önnur eldri í honum miðjum. Þaðan er hægt að fylgja stígnum áfram til austurs með norðanverðum Rauðhól að upphafsreit.“ Gvendarborg Þegar ekið er til baka eftir Hösk- uldarvallavegi bendir Ómar Smári á að rétt sé líta til vinstri. „Uppi á klapparbrúnunum utan við nýja hraunið blasir við falleg hálffallin fjárborg, nefnd Gvendar- borg. Borgina hlóð Guðmundur Hannesson er seinast bjó á Ísólfs- skála og sá er sagður er hafa skotið síðasta hreindýrið á Reykjanesi.“ Margt að skoða þegar gengið er á Keili Gönguhópurinn Ferlir hefur skoðað tæplega þrjú hundruð göngu- og þjóðleiðir á Suð- urnesjum. Ómar Smári Ár- mannsson segir að fróðleik sé að finna við hvert fótmál og bendir þeim fjölmörgu sem ganga á Keili á að ýmislegt at- hyglisvert verði á vegi þeirra. Ljósmynd/Ómar Smári Ferlisfélagarnir Egill Bjarnason, Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Bergþóra Haraldsdóttir. Ljósmynd/Ómar Smári Tótt og gerði vestan Selsvalla.  Gönguferðin frá Rauðhól í Afstapahrauni, að Oddafelli og inn með því að Driffelli, með Keili og áfram niður að Rauðhól tók um tvær og hálfa klukku- stund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.