Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 25 bíó RÚSSLAND var ein af vöggum kvikmyndalistarinnar snemma á síð- ustu öld og nægir þar að nefna sígild verk Sergeis Eisenstein. Á tímum kommúnista í Sovétríkjunum má skipta rússneskum myndum í tvo meginflokka, þær sem þjónuðu stefnu valdhafa til vegsömunar hinu kommúníska þjóðskipulagi og þær sem gagnrýndu þetta þjóðskipulag undir rós og spegluðu í ýmsum kvik- myndaformum kreppu þess, gjarnan með táknrænum hætti. Myndir Andreis Tarkofskís má taka sem dæmi, en furðu mörg framúrskarandi kvik- myndaverk fengust gerð á þessum tíma, ekki síst undir lokin, þegar halla tók undan fæti fyrir komm- únismanum og hillti undir glasnost- ið. Þar stendur hin nístandi stríðs- ádeila Elems Klimov, Komið og sjáið, einna hæst. Þessar myndir fengust allflestar sýndar erlendis þótt þær færu fyrir lítið í heimalandinu og var Kvikmyndahátíð í Reykjavík helsta athvarf þeirra hérlendis. Þegar glasnostið síðan gekk í garð og rússneskir kvikmyndahöfundar gátu meira eða minna sagt allt sem þeim bjó í brjósti, þurftu ekki lengur að finna tjáningu sinni og túlkun útrás með felulitum og hálfkveðnum vís- um, sannaðist það sem oft hefur sannast áður, að listaverk verða stundum betri ef listamaðurinn læt- ur njótanda þess eftir hluta af sköp- uninni eða túlkuninni; stundum er betra að segja tveir plús tveir og láta aðra um að leggja saman. Innan um lítilsigldar ádeilumyndir og eft- iröpun amerískra afþreyingarmynda hafa engu að síður komið fram for- vitnileg rússnesk kvikmyndaverk á síðustu árum, sem fjalla um lífið í Rússlandi á ýmsum tímaskeiðum í sögu þjóðarinnar og hafa m.a. veitt innsýn í það hvernig mafíugrýla hef- ur tekið við af þeirri kommúnísku og má ekki á milli sjá hvor er verri. Það versta er hversu fáar af þess- um nýju rússnesku myndum hafa náð hingað til Íslands og gildir þar hið sama og um t.d. þýskar bíómynd- ir sem rætt var um á þessum stað fyrir viku. Mörg ár eru síðan rússn- esk kvikmynd hefur verið sýnd hér- lendis. Hinn fjárhagslega vannærða Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur að mestu setið hjá í þeim efnum í seinni tíð. Rússarnir eru hættir að koma. Þegar farið er að forvitnast um hvað sé helst á seyði hjá þessari gamalgrónu kvikmyndaþjóð kemur sitthvað athyglisvert í ljós. Vinsæl- asta myndin í Rússlandi um þessar mundir er Oligarch, sem segir sögu auðjöfursins Boris Berezofskís, sem óx úr sárri fátækt til geysilegra auðæfa og áhrifa á tímum glasnostsins, en hrökklaðist úr landi og er nú búsett- ur í London. Oligarch fékk sem nem- ur um 30 milljónum króna í kassann fyrstu sýningarvikuna, sem er met fyrir rússneska mynd. Þessi mynd er að hluta til gerð fyrir erlent fé. Þegar kommúnisminn féll snar- minnkaði ríkisstyrkur við rússneska kvikmyndagerð, sem þýddi m.a. að framleiðendur urðu að leita að fjár- magni annars staðar frá, t.d. Banda- ríkjunum, og hefja samframleiðslu í vaxandi mæli, auk þess að reyna að höfða æ sterkar til innanlandsmark- aðar með brokkgengri afþreyingu. Í raun er rússneskur kvikmyndaiðn- aður, eins og svo margt annað í at- vinnu- og listalífi landsins, vanmátt- ugur og fjárvana. Nú hefur menningarmálaráðherra Rússlands tilkynnt að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta ætli að þrefalda ríkisframlög til kvikmyndagerðar á tveimur árum eða upp í sem nemur 1,3 milljörðum króna, sem þykir veruleg upphæð í landi þar sem sjúkrahús geta ekki einu sinni greitt rafmagnsreikninga sína, eins og fram kemur í nýlegri grein í The Guardian. Þessi ákvörð- un er þó ekki skilyrðislaus. Henni er ætlað að breyta áherslum rússn- eskra kvikmyndagerðarmanna og forða því að metsölumyndirnar verði eins og Oligarch til að vekja athygli á óæskilegum fjármagnskúrekum eins og Berezofskí. Þvert á móti segir menningarmálaráðherrann, Míkhaíl Shviydkoi, að þær myndir muni njóta forgangs varðandi ríkisstyrki sem vegsami fornar rússneskar dyggðir, föðurlandsást og söguleg efni, en einnig myndir fyrir börn. Þannig virðast rússnesk stjórnvöld vilja snúa kvikmyndagerðinni aftur til þess miðstýrða efnisvals sem ríkti á tímum kommúnista. Rússar framleiða nú 57 kvikmynd- ir á ári, sem þrátt fyrir allt er merki- lega mikið miðað við lítil fjárráð al- mennings. Pútín forseti hefur lýst áhyggjum sínum yfir því að þetta sé aðeins 2% af bíóframboðinu. Menn- ingarmálaráðherrann vill því auka þessa framleiðslu upp í 100 myndir árið 2006. Þriðjungur þeirra verður fjármagnaður af ríkinu. Skiptar skoðanir eru eðlilega innan rússn- eskrar kvikmyndagerðar um þessa nýju stefnu stjórnvalda. The Guard- ian hefur eftir Alexander Litvinof, að- stoðarforstjóra hins gamalgróna framleiðslufyrirtækis Mosfilm, sem enn er það stærsta í Rússlandi: „Á tímum Jeltsíns var kvikmyndagerð okkar afar illa fjármögnuð. Pútín hef- ur lagað þessa stöðu verulega og rík- ið leggur til um 50% kostnaðar við kvikmynd. Og auðvitað hefur ríkið þar með rétt til að ákveða forgangs- röðina. Hetjan í rússneskum kvik- myndum 10. áratugarins var morð- ingi í ofbeldisfullum hasar þar sem allir deyja. Nýja hetjan er gáfuð, skynsöm manneskja sem vill auðga og bæta mannlífið í landi okkar.“ Þannig vega peningahagsmunir þungt í röðum framleiðenda. En sjálfsagt túlkar fulltrúi nýrrar kyn- slóðar rússneskra leikstjóra, Nikolaí Lebedef, betur afstöðu listamannanna til þessarar nýju pólitísku for- sjárhyggju: „Peningarnir mega ekki og eiga ekki að fara í að fjármagna einhvers konar nýja goðsögn um rík- ið, heldur sögur um mannleg gildi, um manneskjur.“ Svona fer nú sagan í hringi. En hvernig sem fer fyrir rússneskri kvikmyndagerð verðum við að fá að fylgjast með henni, ekki síst núna þegar flokkurinn virðist aftur byrj- aður að haga sér eftir speki Smirnoffs. Rússarnir þurfa að koma aftur upp á tjöldin hjá okkur. Nóg fáum við að sjá af amerískum partíum. Koma Rúss- arnir ekki? AP Þú ert sjálfur Pútín bak við tjöldin: Rússlandsforseti blandar sér í kvikmyndagerðina. „In America, you can always find a party. In Russia, the party always finds you,“ sagði Smirnoff vodkaframleiðandi. Því miður fann hann of mikið á sér til að unnt sé að þýða spekina. Þar fyrir utan á hún að lýsa liðnum tíma, þeim tíma þegar kommúnistagrýlan var jafn svaðaleg grýla hvort heldur var meðal kúgaðra Rússa eða óttasleginna Ameríkumanna. Um þessa grýlu gerðu þeir síðarnefndu kaldastríðskómedíuna The Russians Are Coming, The Russians Are Coming, eins og um innrás háskalegra geimskrímsla væri að ræða; reyndar tóku Rússar ein- att á sig þá táknrænu mynd í bandarísk- um vísindaskáldskap 6. og 7. áratug- arins. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson INNRITUN Innritað verður 1.–15. nóvember. Dagana 12., 13. og 14. nóvember veita sviðsstjórar og námsráðgjafar aðstoð við áfangaval og innritun. Aðra daga er tekið við umsóknum á skrifstofu skólans frá kl.9.00–15.00 Umsókn skal fylgja staðfest afrit af gögnum um fyrra nám. Fyrir námsmat á gögnum frá framhaldsskóla þarf að greiða 1.500 kr. Eftir að innritun lýkur verða sendir greiðsluseðlar til þeirra sem fá skólavist. ATH! þeir sem greiða á gjalddaga verða í forgangi varðandi gerð stundatöflu. á v o r ö n n 2 0 0 3 GÚSTA Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Upplýsingar um innritun ásamt umsóknar- eyðublaði er að finna á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu skólans í síma 522-6500. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í einstökum áföngum. Upplýsinga- og tölvusvið Byggingasvið Rafiðnasvið Hönnunarsvið Málmiðnasvið Almenn námsbraut Margmiðlunarskólinn Grunnnám fyrir: Bókband • Prentun • Grafiska miðlun • Ljósmyndun • Veftækni • Nettækni Sérsvið: Ljósmyndun • Prentun • Grafisk miðlun • Bókband Tölvubraut: Grunnnám • Forritun • Netkerfi Grunnnám tréiðna • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málaraiðn 1. og 3. önn Veggfóðrun • Tækniteiknun Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Símsmíði Listnámsbraut / Almenn hönnun • Fataiðnabraut, 7. önn • Hársnyrtibraut 2., 3. og 4. önn Málmtæknibraut • Gull- og silfursmíði Almennar námsbrautir • Tæknibraut / viðbótarnám til stúdentsprófs Margmiðlunarskólinn 1.2.3. og 4. önn Innritun í kvöldnám verður 3.4. og 6. janúar. – Nánar auglýst síðar. Innritun í fjarnám hefst 1. desember á fjarnam@ir.is Innritað verður á þessar brautir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.