Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 18
Nýr, aflmeiri og bet-
ur búinn Terrano
Terrano er fyrst
og fremst snagg-
aralegur borgar-
jeppi
FRÁ og með síðustu mánaðamótum verður
beitt refsingum ef ökumenn eru staðnir að því að
nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar. Í lög-
um sem tóku gildi 1. nóvember 2001 segir í 1. gr.:
„Ökumanni vélknúins ökutækis er við akstur
óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.“ Í
2. gr. sömu laga segir: „Eigi skal refsa fyrir brot
gegn 1. gr. fyrr en ár er liðið frá gildistöku lag-
anna.“ Þessi brot urðu refsiverð 1. nóvember síð-
astliðinn. Gera má ráð fyrir að sektarfjárhæðin
verði ekki lægri en 5.000 krónur. Töluvert hefur
verið um að lögreglan hafi á undanförnum mán-
uðum áminnt ökumenn vegna þessara brota. Síð-
ustu tíu daga hafa rúmlega 100 ökumenn verið
áminntir.
Skylt að nota
handfrjálsan búnað
Æ ALGENGARA verður að öryggispúðar séu ekki
settir í bíla eftir tjón og jafnvel eru dæmi um það að
tjónabílar séu keyptir af tryggingafélögunum hærra
verði vegna þess að ekki stendur til að setja nýja
púða í stað þeirra sem hafa sprungið út. Þetta kem-
ur fram í fréttabréfi Bílgreinasambandsins. Þar er
ennfremur bent á þjónustukaupalög þar sem segir
m.a. að útseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni,
skuli ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi
við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni.
Seljandi þjónustu skal gæta þess að hún sé í sam-
ræmi við almennar reglur, staðla, reglur sem stjórn-
völd setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda
um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vernda öryggi
neytenda.
Öryggispúðar ekki settir
í bíla eftir tjón
SAMTÖK bílablaðamanna í Danmörku hafa valið
Citroën C3 sem bíl ársins 2003. Kjörs á bíl ársins í
Danmörku er jafnan beðið með nokkurri eftirvænt-
ingu því það á sér stað skömmu áður en Bíll ársins í
Evrópu er valinn og hefur raunin orðið sú að dansk-
ir bílablaðamenn hafa hitt naglann á höfuðið. Í fyrra
völdu þeir t.a.m. Peugeot 307 sem bíl ársins sem
síðar var valinn Bíll ársins í Evrópu.
Danir velja Citroën C3
Frumgerðin er
prófuð í Þýskalandi
þessa dagana.
BMW er í óðaönn að fínpússa og prófa nýjan smájeppa sem á að koma
á markað árið 2004. Bíllinn, sem fær heitið X3, verður byggður á
undirvagni 3-línunnar og framleiddur í Austurríki. Nýlega náðust
myndir af frumgerðinni þar sem verið var að prófa hana á Nürburg-
hringnum í Þýskalandi. Ljóst þykir að BMW ætlar að beita sömu hug-
myndafræðinni gagnvart x-jeppalínunni og fyrirtækið hefur gert með
3- og 5-fólksbílalínurnar, þar sem stærðin hefur aðskilið bílana fremur
en útlitseinkenni.
Keppir við Freelander og CR-V
X3 mun etja kappi við bíla eins og Land Rover Freelander og Honda
CR-V. Vélarnar koma úr 3-línunni, þ. á m. tveggja lítra, 170 hestafla
bensínvél og þriggja lítra, 183 hestafla dísilvél. Búast má við að X3
verði eins og stóri bróðir mikill götubíll og meðal búnaðar verður m.a.
fjöðrun með aðlögunarhæfni sem viðheldur miklum stöðugleika í
beygjum og býður upp á stífa en um leið þægilega fjöðrun.
Allar gerðir X3 verða með sítengdu fjórhjóladrifi. Kerfið var þróað af
Land Rover en undir eftirliti BMW. Ráðgert var allt fram til ársins
2000, þegar Land Rover rann BMW úr greipum til
Ford, að X3 deildi undirvagni með næstu kynslóð
Freelander.
Stóru tíðindin með X3 eru þó kannski þau að bíll-
inn verður ekki markaðssettur sem hreinn lúxusbíll
og ætlunin hjá BMW er að ná til kaupenda sem hing-
að til hafa ekki talið sig hafa ráð á að eignast BMW.
BMW X3 á markað 2004
Drifkerfið er hannað af Land Rover.
ÞÚ ekur eftir veginum þegar barnið þitt fer að kveinka sér í
barnabílstólnum í aftursætinu. Með því að þrýsta á hnapp í
mælaborðinu sendir myndavél inni í bílnum mynd af barninu á
skjá í mælaborðinu og þú þarft ekki að snúa þér við og líta af veg-
inum til þess að kanna líðan barnsins. Þetta er ein af fjölmörgum
öryggistækninýjungum í Ford Taurus T2S hugmyndabílnum,
sem Ford kynnir um þessar mundir. Í bílnum er líka kynnt há-
tæknivædd árekstravörn.
Vörnin felst í því að rautt ljós kviknar á fremsta gluggapóst-
inum ef hætta er á árekstri. Þegar engin hætta er á ferðum er
gluggapósturinn grænn en ef aðvörunarbúnaður í bílnum skynj-
ar hættu fyrir framan bílinn, til hliðar við hann á blinda blettinum
eða aftan við bílinn, kviknar rautt ljós. Búnaðurinn nýtir sér bæði
ratsjá og myndavélar utan á bílnum til þess að skanna umhverfi
hans.
T2S, sem byggður er á Ford Taurus sem eingöngu er seldur í
Bandaríkjunum, er einnig með annan öryggisbúnað sem er nýr af
nálinni. Aftan á bílnum er t.a.m. árekstravarnarkerfi sem varar
ökumann við hugsanlegri aftanákeyrslu og forstrekkir bílbeltið
og dregur þar með úr líkum á meiðslum.
Gluggapósturinn skiptir um lit til
að aðvara ökumenn um hugs-
anlega hættu á veginum.
Ljós í gluggapósti
vara við hættu
Ódýrar og ljósnæmar mynda-
vélar eru á hliðarspeglunum.
TALSVERÐ aukning varð í sölu á nýjum bílum í október miðað við söluna
í sama mánuði í fyrra. Alls seldust 639 bílar í mánuðinum en í fyrra
seldist 501 bíll í október. Þetta er því 27,5% söluaukning en ennþá er
samdráttur í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu tíu mánuðina, alls 6,2%.
Söluaukning
í október
!"#
$%&'(
&)(
*)'
($+
(',
('&
('&
-)+
-''
$.)
$.-
$,$
$+'
$*-
$$.
),(
NÝR Ford Fiesta fékk fjórar stjörnur í árekstr-
arprófi sem framkvæmt var af þýsku bílasamtök-
unum ADAC og er á meðal bestu bíla í sínum flokki.
ADAC segir að niðurstaðan sé mjög góð og dregur
þá ályktun að ástæðan sé öryggiskerfi Fiesta sem
kallast IPS (Intelligent Protection System). Ford
Fiesta er búinn fjórum öryggispúðum sem hafa
tveggja þrepa virkni og blásast því mishratt út eftir
styrk árekstursins. Fiesta fékk 28 stig af 34 mögu-
legum og ef hann varprófaður með hliðargardínum
fékk hann 30 stig af 34 mögulegum en þær eru
aukabúnaður.
Góð útkoma í árekstrarprófi
Handfrjáls búnaður í bíla
fyrir flestar gerðir GSM síma.
Ísetning á staðnum.