Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR BIRTA Vefauglýsingar er nafn á fyrirtæki sem sett var á laggirnar í desember á liðnu ári. Fyrirtækið, sem er í eigu Magnúsar Orra Schram, sérhæfir sig í sölu á netauglýsingum fyrir margar af fjölsóttustu vefsíðum landsins. „Við erum að reyna að skapa fagmennsku í sölu á netauglýsingum á Íslandi,“ segir Magn- ús Orri. Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði í ágúst á liðnu ári en starfsemin hófst um miðjan des- ember. Magnús Orri hefur verið í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík í vetur og hann er ekki í vafa um að það hafi hvatt hann til að fara út í rekstur. „Ég var í mjög frjóu umhverfi og það hjálpar til þegar verið er að vinna að við- skiptahugmynd. Ég á þessum þrjátíu manna bekk í HR mikið að þakka,“ segir Magnús Orri og kveðst sannfærður um að miklir möguleikar felist í auglýsingum á Netinu. Auðvelt að ná til markhópa á Netinu „Það fannst mörgum skrýtið að ég skyldi hætta mér út í viðskipti með Netið, en að mínu áliti er núna rétta tækifærið. Netið er komið til að vera og hefur frábæra möguleika ef rétt er á málum haldið. Það er í raun ekkert nýtt undir sólinni og í minni viðskiptahugmynd er Birta í raun að færa vinnubrögð annarra miðla inná svið Netsins. Með einkarétt á sölu auglýsinga fyrir stóran hóp vefmiðla, getur Birta innleitt fagmennsku, ítarlegar markhópagreiningar og góða þjónustu.“ Kosti Netsins sem auglýsingamiðils telur Magnús Orri einkum felast í því hversu auðvelt er að ná til ákveðinna markhópa. Birta er að safna á einn stað gögnum, einkum um það hverjir það eru sem sækja tilteknar síður á Netinu. Það er helst gert með símakönnunum en einnig er stuðst við tölur úr samræmdri vef- mælingu fá Teljara.is. Með þessar upplýsingar á reiðum höndum segir hann Birtu geta að- stoðað fyrirtæki sem vilja auglýsa á áhrifarík- an og markvissan hátt. Birta hjálpi þannig aug- lýsendum að koma skilaboðum sínum á framfæri til þeirra markhópa sem þeim er ætl- að að ná til. „Segjum sem svo að fyrirtæki vilji ná til hópsins 20–30 ára með tiltekið áhugamál eða lífsstíl. Sökum þess hversu margir ólíkir vef- miðlar eru í samstarfi við okkur, getum við rað- að saman vefsvæðum og þannig gefið auglýs- andanum beinan aðgang að sínum tiltekna markhóp. Slagkraftur auglýsingarinnar getur því orðið mjög mikill en verðinu er stillt í hóf. Magnús Orri telur möguleikana vera enda- lausa og í raun hafa verið vannýtta hér á landi. „Netið gefur frábæra möguleika til beinna tjá- skipta við neytandann, sama hversu miklum upplýsingum þarf að miðla til hans. Staðreynd- in er sú að krakkar og unglingar í dag verja meiri tíma á Netinu en við að horfa á sjónvarp. Netnotendur eru að meðaltali 12–20 mínútur inni á hverri síðu. Það er því hægt að koma mun meiri upplýsingum til skila með góðri net- auglýsingu en með tíu sekúndna sjónvarpsaug- lýsingu.“ Netið hefur slitið barnsskónum Birta er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi og segir Magnús Orri viðbrögðin hafa verið frábær. „Netið hefur að sumu leytið slitið barnsskónum og við erum reynslunni ríkari um hvernig miðillinn virkar. Birta er hins veg- ar að vinna á faglegum nótum og með því að skapa gögn til að vinna eftir, samræma stærðir og verðlagningu og með faglegri vinnu í öðrum þáttum, erum við að gera Netið að raunhæfum valkosti fyrir auglýsendur sem vinna faglega,“ segir Magnús Orri að lokum. Fagmennska í netauglýsingum Morgunblaðið/Þorkell „Það er hægt að koma mun meiri upplýsingum til skila með góðri netauglýsingu en með tíu sekúndna sjónvarpsauglýsingu,“ segir Magnús Orri Schram, stofnandi Birtu, sem er fyrir miðri mynd. Brynjólfur Páll Schram, t.v., og Björn Skúlason starfa einnig hjá Birtu.      #  $  %  &   %'             !    "# $    9    ( !%  % & #' ()* #' +'  (,#' ++- (,#' ++- .  / # 0 ()* #' +    9    9   9   9  ) !%  ! 0+ 1!!0 / #    ! 0+ ! 0+ ! 0+ ()* #'      9    * & !   !&  + &  +   2, ) ,$00  0!, %,,$00 "  + ' 3$   + ' 4  + '   +*   5! +  6  2, +   +0++$++-7+ 0+84 +7&9 !  '   :      :         :    0 9 + 3* 7&9 ;0,#   :  :  :           :      : 0 9 + 3* 7&9 (,#   :         :          0 9 + 3* 7&9 2< #        :        :    :   0 9 + 3* 7&9 /)0+ 0 +0+   +84 +-+ :+7+7  , "# $  .00,#++=  .00,#+ +=  .00,#++=  !           -  > $-!#' ?  +@ ?  +@@ 2 8  0+ 2 8  0+ 2 8  0+ ()*0     9     9 . %  .00#' #' %$#' 60)* #'      & #' + 2<'0!+ ()* #'  9    9  9   9    NÝ stjórn landsnefndar Alþjóða- verslunarráðsins var kjörin á aðal- fundi ráðsins nýverið. Í stjórninni eru: Brynjólfur Helgason, formað- ur, Ari Edwald, Brynjólfur Bjarna- son, Friðrik Sophusson, Gunnar Svavarsson, Ingimundur Sigurpáls- son, Ingvar Kristinsson, Jón Ás- bergsson, Jón Helgi Guðmundsson, Ragnar Önundarson, Sigurður Helgason og Sveinn Hannesson. Lára Sólnes sér um daglegan rekst- ur ráðsins. Í fréttatilkynningu kemur fram að landsnefnd Alþjóðaverslunar- ráðsins var stofnuð 26. maí 1983 að tilstuðlan helstu hagsmunasamtaka atvinnulífsins, fyrirtækja og stofn- ana. Meginhlutverk landsnefndar Alþjóðaverslunarráðsins er að fylgj- ast með nýjum stefnum og straum- um í alþjóðlegu viðskiptalífi er varð- að geta íslenskt atvinnulíf. Lands- nefndin er aðili að Alþjóðaversl- unarráðinu (ICC) sem eru helstu alþjóðasamtök viðskiptalífsins með aðalstöðvar í París. Eitt meginhlut- verk ICC er að koma fram fyrir hönd viðskiptalífsins á alþjóðavett- vangi gagnvart öðrum alþjóðastofn- unum eins og ESB, EFTA, WTO og OECD. Ráðið hefur beitt sér í mál- efnum sem tengjast heimsviðskipt- um, t.d. innan WTO og OECD. Þá hefur Alþjóðaverslunarráðið reynt að hafa stefnumótandi áhrif á fundi G8 um mál sem tengjast alþjóða- viðskiptum. Það hefur einnig því mikilvæga hlutverki að gegna að vera umsagnaraðili hjá Sameinuðu þjóðunum en samstarf þeirra og ICC hefur aukist eftir að Kofi Ann- an tók við starfi aðalritara, að því er segir í fréttatilkynningu. Ný stjórn lands- nefndar Alþjóða- verslunarráðsins UM áramótin tók gildi nýtt fyrirkomu- lag á skipulagi og stjórnun Skýrr hf. Í nýju skipulagi fyrir- tækisins er lögð áhersla á ábyrgð tekjusviða við að afla sér tekna, skapa virði í rekstri og aðlaga sig að ytri áhrifum. Samkvæmt hinu nýja skipulagi er gert ráð fyrir fjórum tekju- sviðum og fimm stoðeiningum ásamt forstjóra og stjórn. For- stjóri og fimm framkvæmda- stjórar tekjusviða og fjármála mynda framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Stoðeiningum er síðan ætlað að vera stefnumarkandi hverju á sínu sviði og veita tekju- sviðum og öðrum stoðeiningum sérfræðiaðstoð sína. Framkvæmdastjórar hinna fjögurra tekjusviða fyrirtækisins eru Pálmi Hinriksson (Viðskiptalausnir), Atli Arason (Hug- búnaðarlausnir), Þorvaldur E. Sigurðsson (Rekstrarlausnir) og Magnús Böðvar Eyþórsson (Þjónustu- lausnir). Forstöðufólk hinna fimm stoð- eininga er Brynja Guðmunds- dóttir (Fjármál og upplýsinga- kerfi), Magna Fríður Birnir starfsþróunarstjóri, Stefán Hrafn Hagalín markaðs- og kynningarstjóri, Einar Ragnar Sigurðsson gæða- og öryggis- stjóri og Jóhann Kristjánsson þróunarstjóri. Forstjóri Skýrr hf. er Hreinn Jakobsson en stjórnarformaður fyrirtækisins er Frosti Bergsson. Skipulagsbreyt- ingar hjá Skýrr DÓTTURFÉLÖG Hf. Eimskipa- félags Íslands, Brim, Burðarás og Eimskip, tóku formlega til starfa um áramót. Tilkynnt var á síðasta ári að ætlunin væri að skipta félaginu í þrjár einingar nýtt skipurit kynnt. Breytingarnar gengu svo í gegn um áramótin. Burðarás ehf. sér um fjár- festingar, Eimskip ehf. hefur flutn- ingastarfsemi með höndum og Brim ehf. ber ábyrgð á rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja í eigu félagsins. Upp- haflega var ætlunin að sjávarútvegs- armurinn hlyti heitið Brimir en breyta þurfti nafninu vegna þess að það var þegar frátekið í firmaskrá. Móðurfélaginu, Hf. Eimskipa- félagi Íslands, er nú einkum ætlað að annast stefnumótun fyrir samstæð- una auk þess sem það er ábyrgt gagnvart hluthöfum sem skráð félag í Kauphöll Íslands. Þá hefur nýtt merki og slagorð verið tekið upp fyr- ir Eimskip, sem tákn fyrir þann ár- angur, samstarf og traust sem Eim- skip leggur áherslu á í samskiptum við viðskiptavini og meðal starfs- manna, segir í tilkynningu. Slagorðið – Greið leið – á að endurspegla loforð um skjóta og góða þjónustu. Eimskip ehf. tekur til starfa ● HLUTABRÉFASJÓÐUR Vesturlands tapaði 147 þúsund krónum á fyrstu sex mánuðum reikningsárs síns, 1. maí til 31. október í fyrra. Eignir sjóðsins eru tæpar 52 milljónir króna og er hlutafjáreign hans færð á markaðsverði í lok október. Sparisjóður Mýrasýslu á 42,1% í sjóðnum og Sparisjóður Ólafsvíkur 23,7%. Aðrir hluthafar eru 130 og eiga minna en 10% hver. Hlutabréfa- sjóður Vesturlands er skráður í Kaup- höll Íslands. 147 þúsund króna tap ● JÓHANN Óli Guðmundsson seldi um áramótin öll hlutabréf sín í Lífi hf., sem áður hét Lyfjaverslun Ís- lands. Um var að ræða 47.712.050 krónur að nafnverði, sem er 11,1% af heildarhlutafé félagsins. Kaup- andi bréfanna var Kaupthing Bank Luxembourg. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær mun Jó- hann Óli áfram fara með atkvæð- isrétt í félaginu. Ekki var gefið upp gengi hlutabréf- anna í þessum viðskiptum. Í árslok var gengið hins vegar 5,45. Söluverð bréfanna hefur því væntanlega verið um 260 milljónir króna. Jóhann Óli selur í Lífi hf. ● VERKFRÆÐI- og raunvísindadeild Háskóla Íslands hefur fengið til af- nota hugbúnaðarkerfi frá bandaríska fyrirtækinu National Instruments. Um er að ræða hugbúnaðarkerfin LabVIEW og MeasurementStudio ásamt hjálparkerfum fyrir tölvusjón, hreyfistýringar, iðnaðarstýringar, reglunartækni, hljóð og titring, int- ernet-fjarskipti og rauntímakerfi. Þessi nýju kerfi bæta mjög alla að- stöðu til raungreinakennslu og til kennslu í hugbúnaðargerð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. HÍ fær nýjan hugbúnað ● BYGGINGARFÉLAGIÐ Gígant hefur valið Miele-heimilistæki í byggingu sem fyrirtækið er að reisa við Suð- urhlíð 38 í Reykjavík. Gígant kaupir heimilistæki ● ATÓMSTÖÐIN og Olíufélagið hf. hafa gert samning um gerð á innraneti ESSO. Vefurinn er settur upp í nýrri út- gáfu af vefkerfinu Disill, útgáfa 3.01. Nýtt innranet ESSO STUTTFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.