Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NSJÁVARÚTVEGUR  Flest fyrirtæki í Dow Jones-hlutabréfavísitölunni eru það vel stæð fjárhagslega að þau geta haldið arðgreiðslum stöðugum þrátt fyrir tímabundið mótlæti eins og fyrirtæki hafa orðið fyrir undanfarið. Meiri tækifæri en áhætta í hluta- bréfum sem fylgja Dow Jones RÆÐUMAÐURINN sem stendur fyrir framan mig heldur á tímariti af Money Magazine, nánar tiltekið ársuppgjöri þess fyrir árið 1990. Hann veifar forsíðunni framan í áhorfendur og les orðrétt af henni: „22 bestu hlutabréfasjóðir síðasta árs.“ Að því loknu fleygir hann tímaritinu í gólfið, tekur upp annað og endurtekur leikinn, nema hvað í þetta sinn er það árs- uppgjör sama tímarits árið eftir og í þetta sinn er aðeins minnst á 15 bestu hluta- bréfasjóði síðasta árs. Svona heldur kynn- ingin áfram koll af kolli og alltaf fækkar þeim hlutabréfasjóðum sem mælt er með vegna góðrar ávöxtunar ársins áður. Síðan kemur ræðumaðurinn fram með áhuga- verða staðreynd. Ástæðan fyrir því að sjóðunum fækkaði stöðugt var sú að þeim sem höfðu staðið sig vel árið áður gekk oftar en ekki illa árið eftir. Þeim hluta- bréfasjóðum sem tímaritið mælti með sem bestu sjóðunum var í aðeins tveimur til- fellum mælt aftur með nokkrum árum síð- ar. Að fylgja sigurvegurum gærdagsins hafði reynst vera varhugaverð lausn við að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa og það er næsta ógerlegt að koma auga á sig- urvegara morgundagsins. Eftir þetta sagði ræðumaðurinn: „Rétt er að koma fram með stefnu sem hefur sannað sig í gegnum efnahagslegar sveiflur og mismunandi tískufyrirbrigði“. Á þessum tímapunkti var ræðumaðurinn jafnan búinn að vinna áheyrendur á sitt band og það eina sem hann þurfti til að fá salinn endanlega á sitt band var að koma fram með einfalda aðferð sem hafði staðist tímans tönn, til þess að fjárfestarnir í hópnum fjárfestu hjá honum. Þessi aðferð er notuð af mörgum verðbréfafyrirtækjum og gengur undir misjöfnum nöfnum þótt almennt sé notað heitið „Dogs of the Dow“, sem ég þýði lauslega sem „hunds- bitin Dow Jones-fyrirtæki“. Lausnin felst einfaldlega í því að kaupa þau 10 af 30 hlutabréfum mæld í Dow Jones-hluta- bréfavísitölunni sem eru með hæstu arð- greiðsluhlutföllin. Arðgreiðsluhlutfall er sá arður sem fyrirtæki greiðir til hluthafa sinna sem prósentu af markaðsvirði sínu. Ef fyrirtæki greiðir $2 í arð og gengi hlutabréfa þess er $100, þá er arðgreiðslu- hlutfallið 2%. Arðgreiðslur hjá stöndugum fyrirtækjum hækka almennt smám saman í samræmi við hagnaðaraukningu fyrir- tækisins en arðgreiðsluhlutfallið sveiflast meira með markaðsvirði hlutabréfa. Ef gengi hlutabréfa í ofangreindu dæmi lækk- ar úr $100 niður í $50 hækkar arðgreiðslu- hlutfallið upp í 4%. Árlega eru bréfin síðan seld og keypt eru þau bréf í staðinn sem þá eru með hæstu arðgreiðsluhlutföllin. Þessi boðskapur hefur að stórum hluta notið fylgis vegna vinsælda bókarinnar Beating the Dow eftir Michael O’Higgins. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér einföld; að synda á móti straumnum en fjárfesta engu að síður í stöndugum fyrirtækjum. Flest fyrirtæki í Dow Jones-hlutabréfavísitölunni eru það vel stæð fjárhagslega að þau geta haldið arðgreiðslum stöðugum þrátt fyrir tímabundið mótlæti (lög kveða á um að ekki megi greiða út arð nema af hagnaði eða uppsöfnuðum hagnaði). Því er það svo að almennt lækka slík fyrirtæki ekki upp- hæð arðgreiðslna þó að á móti blási um tíma. Hlutabréf lækka þó oftast sem hækk- ar arðgreiðsluhlutföll þeirra og gerir að hans mati kauptækifæri augljós. O’Higgins bendir á í bókinni að fjár- festar eru að stórum hluta að meta virði hlutabréfa í ljósi skammtímasveiflna á af- komu fyrirtækja en líta sjaldnast lengra fram á veginn. Fyrirtæki í Dow Jones- hlutabréfavísitölunni hafa aftur á móti staðist margvíslegt mótlæti í gegnum tíð- ina og hafa stjórnendur með reynslu og styrk í krafti stærðar sinnar. Því er það svo að oftar en ekki ná slík fyrirtæki sér á strik þó svo að tímabundið mótlæti skelli á með reglubundnum hætti. Nýlegt dæmi er það fyrirtæki innan Dow Jones-hlutabréfa- vísitölunnar sem hefur hæsta arðgreiðslu- hlutfallið, tóbaksframleiðandinn Philip Morris. Í byrjun ársins 2000, þegar bjartsýnin á mörkuðum var almennt í hámarki, var virði hlutabréfa fyrirtækisins aðeins um þriðj- ungur af því sem þau voru 12 mánuðum áð- ur. Mikil umræða um lögsóknir á tóbaks- framleiðendur t.d. í kringum myndina The Insider með Al Pacino í aðalhlutverki olli fjárfestum það miklum áhyggjum að arð- greiðsluhlutfall hlutabréfanna fór vel yfir 10%, jafnvel þó að forsvarsmenn fyrirtæk- isins væru bjartsýnir á framtíðarhagnað fyrirtækisins. Mitt í öllu fallinu á gengi hlutabréfa síðan þá hefur gengi bréfa Phil- ip Morris meira en tvöfaldast. Fyrirtækið hefur þó enn hæsta arðgreiðsluhlutfallið enda vofa ávallt lögsóknir yfir fyrirtækinu frá reykingamönnum og aðstandendum þeirra. Tölurnar tala sínu máli varðandi þessa einföldu aðferð. Þó að þeir fjárfestar sem fylgdu henni árið sem ég sá kynninguna, 1996, hafi líklegast verið lítt sáttir þegar gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjunum hækkaði sem mest, hefur ávöxtun þessarar aðferðar verið töluvert betri en meðal- ávöxtun Dow Jones-hlutabréfavísitölunnar síðastliðna áratugi. Þessi aðferð gæti auk þess orðið enn arðbærari í framtíðinni því hugsanlega verður frumvarp að lögum í ár sem minnkar skatta tengda arðgreiðslum í Bandaríkjunum. Beating the Dow er hnitmiðuð og auðles- in bók sem veitir einfalda innsýn í eina af bestu fjárfestingaraðferðum varðandi hlutabréfakaup og skynsamlega leið til að synda á móti straumnum. Hún er auk þess góð kynning á Dow Jones-hlutabréfavísitöl- unni, hvernig hún er samansett og fyr- irtækin innan hennar. ll HLUTABRÉF Már Wolfgang Mixa Synt á móti straumnum „Fyrirtækjum, sem mynda hluta af Dow-hlutabréfavísitöl- unni, fylgja jafnan meiri tækifæri en áhætta. Slæmar fréttir eru vanalega góðar fréttir því þær gera sterk hluta- bréf ódýr.“ (Michael O’Higgins, bls. 15 í bókinni Beating the Dow.) mixa@sph.is M IKILL vandi steðjar nú að í höfnum landsins. Úrelt skip og úr sér gengin liggja þar í stórum stíl, taka pláss í höfnunum, valda eigendum skipanna og höfnunum fjárhagstjóni og geta jafnvel verið hættu- leg. Engin úrræði hafa fundist til þess að farga þessum skipum samkvæmt heim- ildum í gildandi lögum.“ Þetta segir í greinargerð með frum- varpi til breytinga á lögum um varnir gegn mengun sjávar sem þingmennirnir Einar Kristinn Guðfinnsson og Kristján Pálsson lögðu fram á yfirstandandi þingi. Í frumvarpinu er lagt til að lögum verði breytt þannig að heimilað verði að sökkva úr sér gengnum skipum á sérstökum haf- svæðum og með sérstökum skilyrðum. Umhverfis landið, jafnt í höfnum sem annars staðar, er að finna óhreyfð skip, úrelt, ónýt og jafnvel án eigenda. Í mörg- un tilfellum er enginn vilji hjá eigendum til að fjarlægja úr sér gengna skips- skrokka sökum þess hve kostnaðarsamt það er talið vera. Samkvæmt lauslegri athugun umhverf- isnefndar Hafnarsambands sveitarfélaga á langlegu- og reiðuleysisskipum í höfn- um á Íslandi sem gerð var í desember 2000 kom í ljós að í höfnum landsins voru 158 verkefnalaus skip, þar af 88 fiskibát- ar, 14 skuttogarar, 38 smábátar og 20 önnur skip. Í Hafnarfjarðarhöfn þá 17 skip, í Vestmann höfn tíu skip og á H Hornafirði þrjú skip dæmi séu nefnd. Á Mjó einn skuttogari og á R annar. Í Grindavíkurhö skip, þar af sex fiskib trilla. Í Ísafjarðarhöfn þar af fimm fiskibátar, fimm skip, tveir skut fiskibátar. Ekki öll skipin í reiðuleysi Nauðsynlegt er hins v að taka fram að þess eru í mörgum tilvikum því að vera í reiðule Mörg þeirra hafa einfa lega ekki verkefni ýmsum ástæðum, s vegna samdráttar í afl heimildum ýmissa fis tegunda. Þó þessi skip verkefnalaus og óhreyfð í höfnunum la tímum saman er mörg þeirra vel við haldið þau jafnvel á sölusk Hins vegar er mjög lít markaður fyrir skip h á Íslandi sem og erlend is, markaðsverð mjög lágt og því lítil hreyf- ing á markaðnum. Í kjölfar svonefnds Valdimarsdóms í árs 1998 var krafa um ú fiskiskipa felld úr gildi stjórn fiskveiða. Dóm mjög fyrir endurnýju flotans en afleiðingin h að verkefnalausum fis hefur fjölgað til muna hafa t.d. bæst ný nó uppsjávarveiðiflotann skipum verið lagt í þei og safnast upp í höfn ýmsum tilvikum finnst andi að þessum bátum Svo virðist sem lagaum ig að eigendur skipa ge og skilið þau eftir án n ar. Siglingastofnun ber ir þrjú eða fimm ár færð síðast til skoðuna og gerð skipa. Í mörg kvóti verið færður af síðan seld kvótalaus ekki borið sig og fyr skipin orðið gjaldþrota mörg skipanna bíða ein Heimild felld brott Samkvæmt hinum sv samningi um verndun Á annað hundrað verkefnalaus og úrelt skip liggja nú í höfnum landsins og valda höfnunum verulegu fjárhagstjóni Úrelt og ónýt skip hrannast nú upp í höfnum landsins með tilheyrandi kostnaði, meng- unarhættu og óprýði, svo í óefni stefnir. Samkvæmt lögum er bannað að sökkva skipum í sæ og Helga Mar Árnasyni virðist sem úrræði til að farga skipunum á annan hátt séu takmörkuð. Reiðuleysi FRAMAN af síðustu öld, allt fram ááttunda áratuginn, var ekkert eftirlitmeð förgun skipa á sjó eða landi.Gömul tréskip voru jafnan brennd og stálskipum og stærri tréskipum sökkt í sjó. Það er alþekkt meðal sjómanna að skips- flök á hafsbotni skapi skjól fyrir fiska og botndýr og flökin auðgi og hjálpi í raun lífrík- inu í hafinu til að draga að sér dýralíf. Mörg dæmi eru þess að fengsæl fiskimið séu kennd við skip sem þar hafa sokkið. Nægir þar að nefna mið sem kennd eru við breska togarann Cesar sem sökk í Víkurál í kringum 1970 og svæði á Halamiðum sem kennt er við Menju sem sökk þar snemma á síðustu öld. Með nútímatækni eiga skipstjórnar- menn tiltölulega auðvelt með að komast hjá því að festa veiðarfæri sín í skipsflökum. Víða um heiminn er skipum auk þess sökkt á ákveðnum stöðum til að búa m.a. til æf- ingaaðstöðu fyrir atvinnu- og sportkafara. Árið 1972 fullgilti Ísland tvo alþjóða- samninga um varnir gegn mengun sjávar, annarsvegar Óslóarsamninginn svonefnda en hinsvegar Lundúnasamninginn. Samkvæmt þessum samningum varð óheimilt að sökkva skipum án leyfis stjórn- valda og var leyfi aðeins veitt ef tryggt væri að engin efni sem talin væru hættuleg lífríki sjávar væru í skipinu og að því skyldi sökkt á dýpi sem væri a.m.k. 2.000 metrar eða að staðurinn væri a.m.k. 150 sjómílur frá næsta landi. Skipi var síðast sökkt hér við land árið 1990, að því er fram kemur í BS-ritgerð Ósk- ars Sigurðssonar við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands frá árinu 1997. Þar kemur einnig fram að til ársins 1990 var algengt að úreltum skipum væri sökkt í sæ hér við land en breytingar í gerð og smíði skipa, ásamt nýjum viðhorfum í umhverfisvernd, hafi veru- lega breytt viðhorfum til þeirra aðferða sem notaðar voru við förgun skipa. Skipakirkjugarðar lítið            " "  # $ %  # $  )*   -#  # 2 ll FRÉTTASKÝRING Förgun fiskiskipa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.