Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 11
NÚ TEKUR fiskátið við, bæði heilsunnar vegna og til að hvíla sig á ketátinu um stund. Við leggjum nú til skelfisk og grjón, en að þessu sinni er soðningin sótt á netið á uppskriftir.is. Þar er að finna mikinn fjölda uppskrifta af öllu mögulegu tagi, en þessi, sem er kölluð skelfisk- og saffranrisotto, er einföld og til- tölulega fljótleg og að sjálfsögðu holl. Uppskriftin er ætluð fjórum. 100 g kræklingur, frosinn eða ferskur 50 g hörpuskel 50 g rækjur 4 stk humarhalar 200 g risottogrjón, t.d. Arborio 1 dl kjúklingasoð 1 dl rjómi 5 g ferskur rifinn parm- esanostur 2 msk ólífuolía til steikingar 1 stk laukur saffranþræðir eftir smekk UPPSKRIFTIN Saxið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr ólífuolíu. Bætið hrís- grjónunum út í og léttsteikið þau þar til þau verða hvít. Hellið kjúk- lingasoði yfir ásamt saffranþráðum og látið sjóða þar til hrísgrjónin eru tilbúin og vel límkennd. Hellið þá rjómanum yfir og parmesanost- inum, hrærið vel og kryddið með salti og pipar. Blandið rækjunum og kræklingnum saman við. Steikið humarinn og hörpuskelina og setjið með á diskinn. Berið fram með salati, til dæmis frise. Skelfisk- og saffranrisotto S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 B 11 NFÓLK  LOGOS lögmannsþjónusta hefur ráðið danskan lögmann, Peter Mollerup, til starfa hjá fyrirtækinu hér á landi. Gunnar Sturluson, hrl., framkvæmdastjóri LOGOS, segir að alþjóðavæðingin hafi leitt til þess að þörf hafi skapast fyrir erlenda lög- fræðinga á Íslandi, lögfræðinga sem hafi innsýn í erlenda markaði. Þar að auki segir Gunnar að eigendur LOGOS hafi einfaldlega áhuga á því að geta boðið viðskiptavinum sínum þjónustu erlendra lögfræðinga. Hann telur allar líkur á að erlendum lögfræðingum muni fjölga hér á landi á komandi árum. Peter Mollerup hóf störf hjá LOGOS lögmannsþjónustu 1. októ- ber síðastliðinn. Peter vann hjá IBM í Danmörku, en starfað síðan hjá lögmannsstofunni Gorrissen Feder- spiel Kierkegaard í Kaupmannhöfn frá 1999 þar til hann hóf störf hjá LOGOS, auk þess að vera stunda- kennari við lagadeild Kaupmanna- hafnarháskóla frá árinu 2000. Peter hefur mastersprófi í lögfræði (LL.M.) frá Kinǵs College í London með upplýsingatækni sem aðalgrein. Peter hefur sérhæft sig í lögfræði á sviði tæknigeirans. Hann segir að fjölmargir þættir í starfsemi fyrir- tækja hér á landi geri það að verkum að hentugt geti verið að erlendir lög- fræðingar komi að málum. Þar vegi þyngst margvíslegir samningar ís- lenskra fyrirtækja við erlenda aðila. Innsýn í erlenda markaði, þekking á lögum og reynsla á því sviði á við- komandi stað og tungumálið séu augljósir kostir í slíkum málum. Því til viðbótar megi og nefna að almenn upplýsingagjöf fyrirtækja á erlend- um tungumálum fari stöðugt vax- andi sem og ýmis samskipti milli landa. Þar komi þekking erlendra lögfræðinga að góðum notum. Það sé hins vegar ekki stærðin sem skipti öllu máli heldur gæði þjónustunnar. Stærsta stofa landsins LOGOS varð til við samruna A&P Lögmanna og Málflutningsstofu í ársbyrjun 2000. Málflutningsstofan var elsta starfandi lögmannsstofan í landinu, stofnuð árið 1907 af Sveini Björnssyni, sem síðar varð forseti Íslands. Gunnar segir að A&P Lög- menn hafi hins vegar verið stærsta lögmannsstofan hér á landi er stof- urnar sameinuðust, en LOGOS sé nú stærsta stofan og hafi á að skipa 24 lögfræðingum og 15 öðrum starfs- mönnum. Helmingur lögfræðing- anna séu jafnframt eigendur stof- unnar. Að sögn Gunnars var strax ákveð- ið þegar LOGOS tók til starfa að skerpa á þjónustu fyrirtækisins við viðskiptalífið. Megin áherslur LOGOS eru þjónusta við atvinnulíf- ið, s.s. hvers kyns málefni félaga, lántökur, samkeppnismál, Evrópu- réttur, hugverkaréttur verktaka- réttur vátrygginga- og skaðabóta- réttur, flutningaréttur, stjórnsýslu- réttur, og fleira. Fyrirtækið er aðili að tveimur al- þjóðlegum samtökum lögmanns- stofa, Lex Mundi og Terralex. Sam- tals eru 125 lögmannsstofur með yfir 8.000 lögfræðinga í 155 löndum að- ilar að Lex Mundi en 145 lögmanns- stofur eru aðilar að Terralex með yf- ir 10.000 lögfræðinga í 93 löndum. Gunnar segir að aðild LOGOS að þessum samtökum skipti miklu máli og auðveldi vinnu fyrirtækisins ef mál komi upp þar sem þörf sé á sér- stakri aðstoð erlendra lögfræðinga. Mikil reynsla sem nýtist vel „Þá má nefna að áreiðanleikakann- anir vega þungt í starfsemi LOGOS,“ segir Gunnar. „Það gætir oft ákveðins misskilnings varðandi áreiðanleikakannanir því lögfræð- ingar koma mun meira að þeim mál- um en fólk gerir sé almennt grein fyrir. Hlutverk lögfræðinga í þessu sambandi er að skoða þau atriði sem ekki eru sýnileg í ársreikningum sem endurskoðendur sjá um. Oft þarf að skoða atriði sem ekki eru sýnileg í ársreikningum og þar koma lögfræðingar til skjalanna. Þeir fara í gegnum samninga s.s. um einka- leyfi og vörumerki, leyfissamninga um hugbúnað, samninga við birgja, kröfur sem fyrirtæki kunna að eiga yfir höfði sér frá starfsmönnum, við- skiptavinum eða viðsemjendum og fleira. Einnig má nefna ráðningar- samninga, leigusamninga og samn- inga um fjármögnun rekstrar. Þetta eru allt atriði sem geta haft veruleg áhrif á útkomu fyrirtækis þegar upp er staðið og skipta miklu máli við ákvarðanatöku kaupanda eða yfir- tökufélags. Kosturinn við að hafa eins stóra stofu og LOGOS er, er sá að hér er aðgangur að mörgum ein- staklingum sem hver um sig hefur ákveðið sérsvið, reynslu eða þekk- ingu, sem getur nýst í þessari vinnu. Ég held að starfsemi lögfræðinga á þessu sviði muni frekar aukast í framtíðinn en hitt, því lögfræðingar eru farnir að vinna mikið með stjórn- endum fyrirtækja í viðskiptamótun. Það hefur minnkað að lögfræðingar séu eingöngu kallaðir til í lok stórra ákvarðana til að lesa yfir eða til að taka á deilumálum þegar þau hafa skapast.“ Að sögn Gunnars skiptast tekjur LOGOS þannig að tæpur helmingur er fyrir almenna ráðgjöf til handa fyrirtækjum hér á landi, um fjórð- ungur kemur af störfum fyrir er- lenda aðila, málflutningur skilar um 20% af tekjunum og innheimtudeild um 4%. Samstarf við aðra sérfræðinga Í samstarfi við dönsku einkaleyfa- stofuna Plougmann & Vingtoft í Kaupmannahöfn rekur LOGOS fyr- irtækið A&P Árnason, sem sérhæfir sig í vernd uppfinninga, vörumerkja og annarra hugverksréttinda. Þar starfa 11 manns, m.a. líffræðingur, efnafræðingur, eðlisfræðingur, verkfræðingur og lögfræðingur. Peter Mollerup segir að hann telji að samstarf LOGOS og A&P Árna sonar styrki LOGOS mikið. „Með samstarfinu getur LOGOS boðið upp á ráðgjöf tæknisérfræðinga á sviði hugverkaréttar ásamt lög- fræðiráðgjöf. Þróunin hefur einnig verið í þessa átt erlendis, til að mynda í Danmörku,“ segir Peter Mollerup. Danskur lögmaður hjá LOGOS Þörf hefur skapast fyrir erlenda lögfræðinga hér á landi að mati framkvæmdastjóra LOGOS Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS lögmannsþjónustu, og Peter Mollerup, sem hefur lokið lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla. MÚRBÚÐIN hefur verið flutt í nýtt húsnæði á Smiðjuvegi 72 í Kópavogi. Múrbúðin var áður í Súðavogi og er í eigu verktakafyrirtækisins Gólflagna, sem hefur um árabil verið með efnissölu en hefur starfrækt Múrbúðina frá því síðasta vetur. Múrbúðin selur ABS flotefni og múr- vörur frá Optiroc ásamt öðrum múrvör- um, málningu og verkfærum. Við opnun verslunarinnar á nýja staðnum í síðasta mánuði var vöruúrval aukið og má með- al annars nefna Serpo og Dekaflex flísa- lím, Marshalltown handverkfæri, Collo- mix blandara og BetoMix steypuhrærivélar. Ingólfur Bjarnason er verslunarstjóri og segir hann að höfuðáhersla sé lögð á hraða vöruafgreiðslu og sanngjarna verðlagningu á viðurkenndum vörum. Engar verðhækkanir séu fyrirhugaðar á árinu 2003 og í sumum tilfellum hafi verð lækkað. Náðst hafi hagstæðir samningar við birgja vegna magn- innkaupa sem viðskiptavinir Múrbúð- arinnar muni njóta góðs af. Múrbúðin eykur vöruúrval FYRSTA námskeiðið í tengslum við Nýsköpun 2003, samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, verður í Vestmannaeyjum mánudaginn 3. febrúar næstkomandi. Aðstand- endur keppninnar munu standa fyrir samtals 13 námskeiðum í öll- um landshlutum í febrúarmánuði og verður síðasta námskeiðið á Höfn í Hornafirði 19. febrúar. Aðr- ir staðir þar sem námskeið verða haldin eru Reykjanesbær, Selfoss, Ísafjörður, Akureyri, Sauðárkrók- ur, Akranes, Snæfellsbær, Egils- staðir og Reykjavík, en þar verða þrjú námskeið. G. Ágúst Pétursson, verkefnis- stjóri Nýsköpunar 2003, sér um námskeiðin að undanskildum nám- skeiðunum í Reykjavík, sem verða á vegum KPMG endurskoðunar. Ágúst segir að reynslan af þeim námskeiðum sem haldin voru í tengslum við þær þrjár samkeppn- ir um gerð viðskiptaáætlana, sem haldnar voru á árunum 1999–2001, sé mjög góð. Þátttaka hafi ávallt verið mikil. Hann segir að til við- bótar við framangreind námskeið sé fyrirhugað að halda eitt vandað fjarnámskeið í lok febrúar, sér- staklega ætlað fólki á völdum stöð- um á landinu þar sem ekki verða haldin námskeið. Að Nýsköpun 2003 standa Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins, KPMG, Háskólinn í Reykjavík, Morgunblaðið, Íslandsbanki og Byggðastofnun. Auk þess eru Sím- inn, Eimskip, Samherji og Nýherji stuðningsaðilar keppninnar. Skila- frestur í Nýsköpun 2003 er til 31. maí 2003. Námskeiðin verða auglýst nánar fljótlega en einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu keppninnar, sem er www.nyskop- un.is. Nýsköpun 2003 víða um land Fyrsta námskeiðið í tengslum við verkefnið haldið í Vestmannaeyjum í byrjun febrúar  GUÐNI Guðnason tæknifræðingur tók við stöðu forstöðumanns flokkunarfélagsins Det Norske Veritas á Íslandi núna um áramótin, en Agnar Erlingsson verk- fræðingur, sem gegnt hefur þessari stöðu síð- an skrifstofan var stofnuð 1. okt. 1979, lét þá jafnframt af þeim störfum. Agnar mun þó væntanlega gegna tilfallandi verk- efnum fyrir fyrirtækið eitthvað áfram í óákveðinn tíma eftir því sem henta þykir. Guðni fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1960. Hann lauk 4. stigs prófi frá Vélskóla Íslands 1981 og BS-prófi í tæknifræði í Helsingør Teknikum í Danmörku 1987. Ár- ið 1991 réðst hann til Det Norske Veritas í Reykjavík sem eftirlitsmaður skipa. Árin 1996–2000 starfaði hann við skrifstofu DNV í Liverpool, Bretlandi, en hóf þá aftur störf hjá DNV í Reykjavík. Hann hefur einn- ig unnið tímabundið fyrir DNV víðar um heim, m. a. í Kristiansund í Noregi og Durban í Suður-Afríku og víðar í Afríku. Guðni er kvæntur Rósu Sólrúnu Jóns- dóttur bókasafnsfræðingi og eiga þau tvo syni saman. Breytingar hjá Det Norske Veritas á Íslandi  KRISTJÁN Sverr- isson hefur verið ráðinn sem forstjóri Balk- anpharma Holding AD, dótturfyrirtækis Pharmaco hf. frá og með 1. janúar nk. og og tekur hann við starfinu af Sindra Sindrasyni, forstjóra fjárfestinga Pharmaco. Kristján hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra Pharmaco-samstæðunnar og mun gera það áfram. Kristján er fæddur árið 1956. Hann gekk til liðs við Glaxo (síðar Glaxo- SmithKline) árið 1990 sem vörusérfræð- ingur á sviði öndunarfæralyfja. Hann varð framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis GlaxoWellcome á Íslandi 1997. Árið 1999 gekk hann til liðs við GlaxoWellcome í Finnlandi sem viðskiptastjóri og var skipaður framkvæmdastjóri árið 2000. Eftir samruna fyrirtækisins við Smith- KlineBeecham, varð hann markaðsstjóri hjá GlaxoSmithKline í Svíþjóð. Kristján nam hagfræði, íslensku, rússnesku og kennslufræði við Háskóla Íslands og lauk prófi 1983. Kristján Sverris- son forstjóri Balkanpharma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.