Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 B 7 NSJÁVARÚTVEGUR  n voru naeyja- Höfn í svo að óafirði var Reyðarfirði öfn voru sjö bátar og ein voru sjö skip, , og á Siglufirði ttogarar og þrír vegar i skip m fjarri eysi. ald- af .s. la- ski- p séu liggi ang- gum og krá. till ér d- g - s slok úreldingu i í lögum um murinn liðkaði un fiskiskipa- hefur orðið sú kiskipum . Þannig ótaskip í en eldri irra stað unum. Í vart eig- og skipum. mhverfið sé þann- eti gengið frá borði nokkurrar ábyrgð- að afskrá skip eft- eftir að þau voru ar, allt eftir stærð gum tilfellum hefur skipunum og þau en útgerð þeirra rirtækin sem áttu a. Ljóst er því að nfaldlega förgunar. vokallaða OSPAR- n Norðaustur-Atl- antshafsins, sem undirritaður var í París árið 1992 og tók gildi árið 1998, er Íslend- ingum, Norðmönnum, Frökkum og Spán- verjum gefinn frestur til ársloka 2004 til að hætta að sökkva ónýtum skipum. Þeg- ar flutt var stjórnarfrumvarp árið 1996 um breytingu á lögum um varnir gegn mengun sjávar, var ætlunin að styðjast við þessa heimild úr OSPAR-samningn- um. Alþingi ákvað hins vegar að fella brott heimildina, án sýnilegrar ástæðu og án þess að það væri í raun rökstutt í nefndaráliti. Í frumvarpi þeirra Einars Kristins og Kristjáns er lagt til að tekið verði upp það fyrirkomulag sem stjórnarfrumvarpið frá árinu 1996 gerði ráð fyrir og OSPAR- samningurinn heimilar, þ.e. að gefin verði heimild til að sökkva þessum skipum til ársloka árið 2004, enda yrði sú leið án efa langtum hagkvæmari en aðrar aðferðir til að leysa vandann. Norðmenn hafa til dæmis farið þessa leið. Mikill kostnaður við förgun Á yfirstandandi þingi var einnig lögð fram þingsályktunartillaga um að fela umhverfisráðherra að láta kanna hvort unnt sé að nýta úrelt og ónýt skip á einhvern hátt en ella hvað það kosti að flytja þau burt og farga þeim og jafn- framt hvort það borgi sig að endurvinna brotamálm, timbur og plast úr skipsskrokk- unum. Samkvæmt upplýsingum úr um- hverfisráðuneytinu hefur þetta ekki verið kannað, enda málið nú til umfjöllunar hjá um- hverfisnefnd Alþingis. Engu að síður má ætla að kostnaður við að farga skipum sé umtalsverður. Samkvæmt áðurnefndri at- hugun umhverfisnefndar Hafnarsam- bands sveitarfélaga er talið að í þessum 158 bátum og skipum, sem nú liggja óhreyfð í höfnum landsins, séu um 70 þúsund tonn af járni. Kostnaður við förgun stál- skipa er nú talinn vera um 15 þúsund krónur á hvert tonn og því yrði kostnaðurinn við förgun þessara skipa sam- tals rúmur einn milljarður króna. Þannig myndi kosta 4,5 milljónir króna að farga 300 tonna stálskipi, eftir að búið er að að losa úr því öll mengandi efni, búta það niður og koma stál- inu til förgunar. Fjárhagslegar forsend- ur hafa ekki verið fyrir hendi svo hægt sé að búta skipin niður og koma þeim í brotajárn. Skipin liggja því í höfnunum, valda kostnaði og óþægindum og taka þar dýrmætt viðlegupláss. Kostnaður við gerð viðlegukanta er verulegur, hver metri í hafnarbakka kost- ar á bilinu 1,2 til 1,3 milljónir króna. Ef þessi 158 skip og bátar lægju hvert fram af öðru tækju þau upp um 5 kílómetra af viðlegurými, en 2–3 kílómetra ef um algenga við- legu væri að ræða þar sem bátar liggja hver utan á öðr- um. Eins má teljast líklegt að umrædd skip liggi þar í höfn- unum þar sem kyrrast og skjól- sælast er, enda ekki hreyfð mikið og höfð þar sem minnst hætta er á að þau slitni upp. Eins hefur í mörgum tilvikum gengið illa að innheimta hafn- argjöld af útgerðum viðkomandi skipa, enda útgerðir þeirra oft gjaldþrota eins og áður segir og komið hefur fyrir að erfiðlega gengur að finna hina eiginlegu eigendur þeirra. Þá hefur komið fyrir að úrelt og úr sér gengin skip hafi hreinlega sokkið í höfnum og kostnaður við að koma þeim á flot þá fallið á höfnina sjálfa. Sömuleiðis sinna starfsmenn hafnanna eftirliti með skipunum, fara um borð í þau til að gæta að leka og dæla úr þeim sjó ef þarf, með tilheyrandi kostn- aði. Lítil mengun frá skipum sem sökkt er í hafið Lítil mengun fylgir því að sökkva skipum í sæ, að því gefnu að bú- ið sé að fjarlægja úr þeim öll olíuefni, rafgeyma o.fl. sem vald- ið getur skaða á umhverfinu. Hins vegar er erfitt að fjarlægja öll mengandi efni úr skipunum, s.s. málningu, einangrunarefni og plastefni en mengun af völdum þeirra er langt undir viðmiðunarmörkum. Ís- lendingar hafa hins vegar lengi barist gegn því á alþjóðavettvangi að úrgangi sé varpað í hafið. Meginsjónarmiðið í OSP- AR-samningnum er að hafið sé ekki not- að sem förgunarkostur eða úrgangskista. Því telja margir að þó ekki fylgi mengun skipsflökum á hafsbotni, sé ekki verjandi að sökkva skipum frekar en bílflökum eða húsabrotum, enda sé kostnaður við förg- un þeirra aðeins brot af framleiðslukostn- aði. Þegar við framleiðslu vöru þurfi því að huga að förgun að loknum líftíma hennar en varpa ekki vandanum á kom- andi kynslóðir. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingis- maður, segir að ef frumvarp hans og Kristjáns Pálssonar verði samþykkt, þurfi væntanlega að setja sérstaka reglu- gerð þar sem kveðið væri á um að öll mengandi efni væru fjarlægð úr skip- unum áður en þeim væri sökkt í sæ. Enn fremur að fyrirfram séu ákveðin, í samráði við fulltrúa sjómanna og útvegsmanna, þau svæði þar sem bátarn- ir mega liggja og þess gætt að þeir séu utan hefðbundinnar veiði- slóðar. „Þar með væri fullnægt þeirri sjálf- sögðu skyldu að förg- un skipanna ylli ekki mengun og um leið komið í veg fyrir að þau gætu valdið hættu á veiðislóð. Það leikur enginn vafi á því að hægt er að haga málum þannig að engin mengun hlýst af skipum sem sökkt er í hafið. Af því yrði vissulega einhver kostn- aður en hann yrði hverfandi samanborið við þann sem hlytist af því að láta eyða þessum skipum með öðrum hætti.“ Förgunargjald líkleg leið En það má ljóst vera að ekki er hægt að sökkva öllum þeim skipum sem nú liggja í reiðuleysi í höfnum landsins, slíkt yrði aðeins gert til að taka kúfinn af þeim vanda sem nú steðjar að. Auk þeirrar leiðar sem bent er á í frumvarpinu er bent á þann möguleika að senda skipin úr landi til förgunar eða að greiða sérstak- lega fyrir förgun þeirra. Einar segir að þá þurfi að finna aðila sem getur tekið slíkt að sér og væntanlega þurfi að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu. „Þetta mundi kosta verulegt fé og því óhjákvæmilegt að finna leið til þess að standa undir því. Ekki er ólíklegt að upp kæmi hugmynd um förgunargjald sem útgerðir þyrftu að greiða, líkt og förg- unar-, endurnýtingar- og spilliefnagjöld þau sem innheimt eru af einstaklingum og atvinnurekstri. Má ætla að þetta gjald þyrfti að vera umtalsvert til þess að standa undir kostnaði við förgun hér- lendis eða erlendis,“ segir Einar Kristinn. Vaxandi vandi Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir vandann vera vaxandi. Hann nefnir sem dæmi að í Hafnarfjarðarhöfn liggi tveir togarar, Olga sem skráð er í Eistlandi, og Bravo sem skráður er á Bíldudal. Þessir togarar taki viðlegupláss í höfninni sem kosti hátt í 100 milljónir króna. Útgerð Bravo sé gjaldþrota og því sitji höfnin í raun uppi með skipið. „Við höfum hugsanlega þau úrræði að láta bjóða skipið upp, kaupa það jafnvel sjálfir og láta draga það til út- landa og selja í brotajárn. Þessu fylgir vitanlega mikill kostnaður en við höfum ekki reiknað dæmið til enda.“ Trébáturinn Hrauney sökk í Hafnar- fjarðarhöfn í júní árið 1999 en þar hafði báturinn legið frá árinu 1993 og höfðu ekki verið greidd hafnargjöld af honum í á annað ár. Báturinn maraði í hálfu kafi í höfninni í tvo mánuði en kostnaður við að ná honum á þurrt var um 2–3 milljónir króna. Hrauney endaði að lokum á ára- mótabrennu á Ísafirði. Már segir að hafn- irnar hafi ekki tekjustofn til að mæta slíkum kostnaði og því sé brýnt að finna lausn á vandanum. „Við höfum til að mynda lagt til að gera mætti eigendur skipanna ábyrga, rétt eins og húseig- endur eða bíleigendur, og jafnvel krefja þá um sérstakar förgunartryggingar. Það yrði eflaust nokkuð hörð aðgerð en vand- inn er vissulega fyrir hendi og á honum þarf að taka,“ segir Már. m .................. S v o v i r ð i s t s e m l a g a u m h v e r f i ð s é þ a n n i g a ð e i g e n d u r s k i p a g e t i g e n g i ð f r á b o r ð i o g s k i l i ð þ a u e f t i r á n n o k k - u r r a r á b y r g ð a r. .................. hema@mbl.is í höfnunum 35 skipum sökkt Samkvæmt flakaskrá Siglingastofnunar Ís- lands hefur 35 skipum verið sökkt í sæ frá árinu 1972 og 9 skipum verið fargað með því að sigla þeim í strand. Af þessum 44 skipum var aðeins 22 skipum sökkt á sér- stökum förgunarstöðum, eða skipa- kirkjugörðum, sem Siglingastofnun ákvað og hafa þau því nokkuð nákvæma stað- arákvörðun. Flestum skipum var sökkt í skipakirkjugarði djúpt suður af Reykjanesi. Staðsetning annarra skipa sem sökkt var er nokkuð ónákvæmari, enda virðist það ekki hafa hentað eigendum skipanna að draga skip sín á tilætlaða staði og sökkva þeim þar og skipunum því verið sökkt annars staðar þar sem tilkostnaður var minni. Svo virðist sem flestum þeirra hafi verið sökkt á Syðra-Hrauni, skammt norður af Sandgerði og einnig norður af Stóra-Erni við Vest- mannaeyjar. ð notaðir       ! #     & #  '( *%   # + )  $ ,'' *   .  "   / !!( ((01 (0 (20 ('0 ( ( 03 0 (0' '0'(0                         ''0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.