Morgunblaðið - 12.01.2003, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Silhouette er framleitt til að virka á þau
svæði líkamans sem eru mest útsett
fyrir fitu og uppsöfnun á fituvef, svo
sem mjöðmum, rasskinnum, lærum og
á kviðnum. Silhouette inniheldur 4%
súrefni sem gefur öflugt nudd og nær-
ingu til að losa um fitu og úrgangsefni
innan frá, viðheldur heilbrigðri, teygj-
anlegri og fallegri húð. Gefur öfluga
rakagjöf sem endist allan daginn. Vinn-
ur á sliti undan og eftir meðgöngu og
einnig eftir megrun.
...fegurð & ferskleiki...
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi, býður upp á Karin
Herzog súrefnismeðferðir fyrir andlit og líkama.
www.karinherzog.ch
Náðu toppformi
með Silhouette
fyrir sumarið
Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.
Þetta erindi hefur löngumverið talið eitt fegursta íHávamálum. Það lýsirþeirri lífsskoðun að ekki sénóg að búa við gott líkam-
legt atgervi og hafa góða heilsu, held-
ur verði maður einnig að gæta sóma
síns og lifa lastalausu lífi. Það fer vel á
því að rifja það upp í upphafi samtals
við Hilmar Örn Hilmarsson, nýkjör-
inn allsherjargoða.
Hilmar Örn gekk í Ásatrúarfélagið
árið 1974 á 16 ára afmælisdaginn
sinn. Þá fékk hann að heyra hefð-
bundinn kveðskap hjá forvera sínum,
Sveinbirni Beinteinssyni. „Hann opn-
aði hjá mér ýmsar gáttir,“ segir
Hilmar Örn. „Ég kynntist honum
hægt og bítandi og myndi segja að við
höfum verið orðnir vel málkunnugir
1976. Ég var feiminn við hann svona
til að byrja með. Ári eftir að ég gekk í
félagið var ég beðinn um að rista
rúnakefli fyrir þá sem ætluðu að mót-
mæla einhverri stóriðjuframkvæmd.
Þeir vildu að ég risti rúnir til að ákalla
ýmsa guði til að stoppa þetta, þar á
meðal Þór. Ég sagði að ég væri nú
ekkert viss um að Þór væri á móti
stóriðju – þekkjandi hann. Þá brosti
Sveinbjörn breitt og við náðum sam-
an upp úr þessu. Þetta kveikti okkar
vinskap. Og hann neitaði einmitt að
yrkja við sama tækifæri.“
Þannig að hann var ekki á móti
stóriðju?
„Jú, hann var það, held ég. Hann
var mikill náttúruverndarsinni, en
vildi að við færum rétt að. Það þýðir
ekkert að vera alltof kaþólskur í því
hvaða guði maður velur á móti hinum
og þessum hlutum.“
En hvað olli því að þú gekkst 16 ára
í Ásatrúarfélagið?
„Ég var kominn með brennandi
áhuga mjög ungur. Þegar ég var 10
ára 1968, þá var Einar Pálsson, sem
ég kalla alltaf frænda minn, með fyr-
irlestur í Norræna húsinu um það
sem hann kallaði rætur íslenskrar
menningar. Ég gerðist ákafur fylg-
ismaður hans, elti hann á röndum og
sökkti mér ofan í allar hans kenning-
ar. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég
hafði alla tíð mikinn áhuga á trúar-
brögðum og las mér mikið til í þeim
efnum. Það hélst fram eftir öllu. En
ég steig eitt gráðugt hliðarspor og
gerðist handgenginn guðinum
Mammon, því ég ákvað að láta ferma
mig 14 ára til að fá trommusett. Það
var séð fyrir því, því ég fékk átta ein-
tök af Íslenskum þjóðháttum eftir
Jónas frá Hrafnagili og fjórtán eintök
af Sjálfstæðu fólki. Þannig var mitt
trommusett. Ég sneri því frá villu
míns vegar og hallaði mér aftur að
trúnni.“
Voru foreldrar þínir ásatrúar?
„Nei, þeir voru góðir og gildir með-
limir þjóðkirkjunnar, eins og öll mín
fjölskylda. En mín sérviska var alltaf
vel liðin og alveg frá því ég var krakki
hef ég fengið að fást við það sem ég
hef viljað og fengið góðan stuðning í
því. Fjölskyldan var líka í vinfengi við
mikla og góða presta, sem hafa haft
gaman af því að þrátta um trúmál við
mig og mér var stundum alveg um og
ó hvað mér þótti þeir vera óstöðugir í
trúnni. Það hjálpaði mér að taka af-
stöðu á eigin forsendum.“
Ertu trúaður?
„Ég er afskaplega trúaður. Ég
fann þessa trú hjá mér mjög sterkt
sem barn. Ég hef einhvern tíma sagt
að ég hafi skipt um trú eins og sokka
á tímabili, því mér fannst gaman að
vera hindúi á mánudögum, búddisti á
þriðjudögum, aðhyllast íslam á mið-
vikudögum o.s.frv. Það er af hinu
góða að taka fyrir þessi trúarbrögð,
sjá þræðina sem liggja sameiginlega í
gegnum þau og líka það sem aðskilur
þau. Ég hef alltaf fundið fyrir þessari
sterku trúarþörf. Svo leitar maður
sér að sínum stað í tilverunni. Fyrst
maður er Íslendingur, þá er ásatrúin,
þessi forni átrúnaður, á margan hátt
inngreypt í tungumálið. Við erum
með máltök og hugtök sem liggja eins
og rauður þráður í gegnum þessa
gömlu trú og gömlu hugsun, eins og
að vera drengur góður, hreinskiptinn
og sannur í sér. Þetta hefur borist til
okkar um aldirnar. Mér finnst við
aldrei hafa orðið almennilega kristin í
þeirri sterku merkingu – að vera
kristin. Kristnitakan var viðskipta-
legs eðlis á sínum tíma og hinar fornu
frásögur skiptu okkur alltaf miklu
máli. Fram á 19. öld var verið að ríf-
ast um þessa hryllilegu heiðnu arf-
leifð, sem kemur til okkar í gegnum
rímurnar. Það var haldið á lofti forn-
um hetjum, guðum og vættum. Jafn-
vel prestar ortu stóra bálka upp úr
goðsögunum og afrit af Eddukvæð-
unum voru fjölskyldugersemar sem
fólk flutti með sér til nýja heimsins.“
Heldurðu að þú hefðir getað talað
Þorgeir ljósvetningagoða ofan af
ákvörðun sinni?
„Nei, ég hefði staðið með honum.
Því þetta var eina rétta ákvörðunin
við þessar kringumstæður. En mér
finnst gott að menn máttu blóta á
laun. Svo var hægt að bíða þangað til
umhverfið breyttist og það gerðum
við.“
Þú nefndir einhvers staðar að þið
sækið ekki trúfélaga heldur sæki þeir
til ykkar. Er það í dúr við að blóta á
laun – að þið sækið ekki út á við eins
og önnur trúarbrögð?
„Nei, ég segi ekki beint blóta á
laun. En kristni er eingyðistrú sem er
fyrir hinn breiða fjölda. Þar er
strangt kveðið á um hvernig fólk á að
hegða sér. Heiðnin er aftur á móti
fjölgyðistrú fyrir einstaklinginn, þar
sem hver maður trúir á sinn hátt.
Hverjum manni er í sjálfsvald sett
hvernig hann trúir, hvernig hann
rækir sína trú og á hvað hann trúir.
Menn geta valið út einn guð eða heitið
á annan guð. Það er alltaf verið að
búa til flokkslínur í trúarbrögðum, en
þær eru ekki fyrir hendi í ásatrú.
Þegar fólk hefur fundið á sér að það
hneigist í þessa átt, að heiðni skipti
það máli, þá er það líka búið að gera
upp við sig hvert það stefnir og þá
kemur það til okkar.“
Ertu fylgjandi aðskilnaði ríkis og
kirkju?
„Já, ég er það raunar. Mér finnst
að fólk eigi að geta valið. Ég vil þjóð-
kirkjunni ekki neitt nema gott og
finnst hún gegna mikilvægu hlut-
verki. En hún er ekki fyrir mig og það
eru margir á sama báti og ég í þeim
efnum.“
Finnst þér að ríkið eigi að veita
jafnari stuðning til trúarbragða?
„Trúfélögum er mismunað mjög
mikið. Sóknargjöld hafa lækkað
ískyggilega til þeirra söfnuða sem
standa fyrir utan þjóðkirkjuna, þann-
ig að við sitjum ekki við sama borð.
Mér finnst það mjög slæmt, því á
tímabili fannst mér góður vilji hjá
stjórnvöldum að hafa jafnræði milli
trúarbragða. En sum virðast aðeins
réttari en önnur.“
Nú hefur verið hálfgerð Sturlunga-
öld hjá Ásatrúarfélaginu áður en þú
tókst við.
„Já, það hafa komið upp deilur hjá
Ásatrúarfélaginu áður, þó þær hafi
kannski ekki farið jafn hátt, en verið
alveg jafn erfiðar og afdrifaríkar. En
þannig er í pottinn búið að þegar ég
gekk í félagið voru þar 40 manns. Nú
eru þar um átta hundruð manns.
Þannig að umfang starfseminnar hef-
ur vaxið það mikið að við verðum
stundum að staldra við og endur-
skipuleggja það.“
Talað var um að lögin væru óskýr
og misbrestur á því að góð festa ríkti
hjá félaginu varðandi fjármál, félaga-
tal, lagabreytingar og skráningu
fundargerða.
„Já, þetta er það sem dómsmála-
Finnst við
aldrei hafa
orðið almenni-
lega kristin
Morgunblaðið/Golli
’ Ég steig eitt gráð-ugt hliðarspor og
gerðist handgenginn
guðinum Mammon,
því ég ákvað að láta
ferma mig 14 ára til
að fá trommusett. ‘
’ Ég trúi á æðrimátt sem birtist okk-
ur í fjölbreytileika
náttúrunnar og
mannlífsins. ‘
’ Tolkien fann tilþess að Englendinga
skorti goðafræði,
eins og margar þjóð-
ir í Norður-Evrópu.
Það er búið að svipta
þær fortíðinni og rit-
skoða hana grimmi-
lega í burtu. ‘