Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 6

Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir BJÖRGVIN Mýrdalmun keppa fyrir Ís-lands hönd í mat-reiðslukeppninni Bocuse d’Or, sem haldin verður í Lyon í Frakk- landi síðar í þessum mánuði. Björgvin hélt í byrjun vikunnar til Frakklands þar sem hann verður í eins konar æfingabúð- um hjá franska matreiðslu- meistaranum Philippe Girardon, sem rekur veitingahús skammt suður af Lyon. Girardon kom til Íslands sem gestakokkur í Perl- unni fyrir tæpum áratug og hef- ur haldið góðum tengslum við íslenska kokka síðan og m.a. að- stoðað alla keppendur Íslands á Bocuse d’Or. Björgvin er 24 ára gamall og verður því yngsti keppandinn á Bocuse d’Or að þessu sinni. Ald- urinn hefur hins vegar ekki hamlað Björgvini til þessa. Hann vann sigur í keppninni um titilinn matreiðslumaður ársins árið 2000 einungis ári eftir að hann útskrifaðist úr kokkanámi. Hann varð í þriðja sæti í keppni norrænna matreiðslumeistara árið 2001 og nú er sem sagt komið að því að keppa á heims- meistaramóti kokka, Bocuse d’Or. Björgvin hefur starfað við veitingahús allt frá fjórtán ára aldri. Undanfarin ár hefur hann starfað í Perlunni og á Grillinu sem og í veiðihúsum. Frá því í september hefur hann hins vegar ekki gert neitt annað en að undirbúa sig fyrir keppnina í Frakklandi. Hann hefur, líkt og fyrri keppandi, fengið aðgang að æfingaeldhúsi hjá fyrirtækinu Ísbergi í Sunda- borgum og þar hefur hann unn- ið að því að þróa fram keppn- isréttina og elda þá síðan aftur og aftur og aftur. Miklu skiptir að hvert handtak sé þaulæft. Kokkarnir hafa fimm klukku- stundir og 35 mínútur til að koma réttunum frá en þurfa þá einnig að verka jafnt kjöt sem fisk og undirbúa allt hráefni frá grunni. Að þessu sinni verður eldað úr norskum sjóbirtingi og frönsku nautakjöti, lund og hala. Ég átti þess kost á dög- unum að sjá afraksturinn hjá Björgvini og það fer ekki á milli mála að hann hefur lagt gíf- urlega vinnu í undirbúninginn. Hvert smáatriði úthugsað og réttirnir frumlegar útfærslur á sígildum þemum. Hann er þriðji Íslendingurinn sem keppir á Bocuse d’Or en áður hafa þeir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson tekið þátt í keppninni með frábærum árangri. Sturla lenti í fimmta sæti og Hákon í því þriðja. Þessi árangur hefur vakið áhuga erlendra fjölmiðla og komu kanadískir sjónvarps- menn frá stöðinni Food Net- work til Íslands til að fylgjast með undirbúningi Björgvins í tengslum við þátt um keppnina. Björgvin er raunar ekki alveg ókunnugur keppninni heldur, hann var aðstoðarmaður Sturlu árið 1999. Engin matreiðslukeppni í heiminum fær jafnmikla athygli og Bocuse d’Or, sem kennd er við meistarakokkinn Paul Bocuse, sem stofnaði hana og heldur enn um taumana. Tug- þúsundir gesta og hundruð fjöl- miðlamanna fylgjast með keppninni og andrúmsloftið er líkast því sem gerist á æsi- spennandi íþróttaleikjum þar sem aðdáendur hvetja sína menn til dáða. Dómarar að þessu sinni verða ekki af lakari gerðinni. Formaður dómnefndar er Guy Savoy, sem rekur sam- nefndan veitingastað í París, og einnig mun t.d. Ferran Adria, sem rekur þriggja stjarna stað- inn El Bulli skammt frá Barce- lona, eiga sæti í dómnefndinni. Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Áslaug Björgvin á Bocuse d’Or Á fimm klukkustund- um á að töfra fram tvírétta þrettán skammta máltíð frá grunni úr sjóbirtingi og nautakjöti. matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  CHILIPIPAR og cayennepipar er alls óskyldur hinum eiginlega pipar. Hann er fenginn úr fræ- hylkjum runna sem er upprunninn í Mið- eða Suð- ur-Ameríku. Sömu ættar er paprikan (þess má geta að á ítölsku ber chilipipar nafnið „peperonc- ino“, sem þýðir lítil paprika). Tegundirnar eru líka missterkar eftir stærð ávaxtanna, cayennepipar er hvað smávaxnastur og jafnframt sterkastur, papr- ikan mildust. Spánverjar kynntust chilipipar af Aztekunum í Mexíkó og fluttu með sér til Evrópu. Þetta sterka krydd hefur löngum verið mikið notað af fátæku fólki, því agnarögn af þessu kryddi getur gert margt óætið ætt. Fræhylki plantnanna eru þurrkuð og síðan möl- uð í fíngert duft. Cayennepipar er yfirleitt blanda af nokkrum chilipipartegundum. Í Ameríku er chili- pipar notaður í óskyldustu rétti, svo sem bauna- rétti (chili con carne), hrísgrjónarétti, kjöt-, fisk- og grænmetisrétti. Í uppskriftinni hér á eftir er chilipiparinn not- aður ferskur. Chilipipar Morgunblaðið/Áslaug Þessi réttur rífur úr manni hrollinn. 400 g spaghettí 3 msk. ólífuolía 2 hvítlauksgeirar 1 rauður pipar (chili) 1 msk. söxuð steinselja Hitið heilan, flysjaðan hvítlauk í olíunni ásamt söxuðum piparnum, þar til hvítlauk- urinn er orðinn nokkuð brúnaður (en alls ekki brenndur). Sjóðið spaghettíið „al dente“ í söltu vatni, sigtið og færið í upp- hitaða skál. Veiðið piparinn og hvítlaukinn upp úr olíunni og blandið henni varlega saman við pastað. Þeir sem þora borði einnig piparinn og hvítlaukinn! Stráið steinselju yfir. SPAGHETTÍ MEÐ OLÍU, HVÍTLAUK OG CHILI  BJÖRGVIN Mýrdal hefur opnað heimasíðu um keppnina og undirbúning sinn fyrir hanna. Hana má nálgast á hinni ágætu heimasíðu þeirra freistingarmanna á www.freisting.is/bocuse. Einnig er hægt að fá upplýsingar um keppnina á heimasíðunni bocusedor.com. Heimasíða um Bocuse d’Or

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.