Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 B 11 ferðalög M eð hverjum fórstu til Austurríkis um jólin? „Við fórum stórfjölskyldan, foreldrar mínir, systkini og þeirra börn og svo eig- inmaður minn, Ægir Birgisson, og börn- in okkar, Andrea Líf og Guðmundur Birgir.“ Fóruð þið á eigin vegum? „Já, við flugum þann 20. desember til Kaup- mannahafnar og þaðan til Zürich í Sviss og ókum svo til St. Anton í Austurríki. Þetta er lítill og nota- legur skíðabær. Ég hafði ekki prófað að skíða þar fyrr en núna um jólin en heillaðist af staðnum þegar ég var stödd þar í fyrra um sama leyti og þar var haldið heimsmeistaramótið í alpagreinum.“ Hvað gerðuð þið um jólin? „Það var mjög jólalegt í St. Anton, snjór, jólaljós og austurrísk jólastemning sem er alveg einstök. Jólin eru háannatími á þessum slóðum og fólk þarf að panta gistingu með löngum fyrirvara. Bretar voru áberandi svo og Svíar, Danir og Hollendingar. Við vorum á skíðum fram yfir hádegi og á aðfanga- dagskvöld fórum við á hótel sem heitir Sport hotel og þar borðaði fullorðna fólkið frábæra sjö rétta máltíð en börnin fengu að panta það sem þau vildu.“ Auður segist hafa tekið með jólaljós til að skreyta herbergið og síðan voru valdir nokkrir pakkar sem teknir voru upp á aðfangadagskvöld. Annars voru pakkarnir opnaðir heima á gamlárskvöld. Voru fleiri Íslendingar á þessum slóðum? „Við hittum eina fjölskyldu sem var á skíðum á Lech- svæðinu. Kosturinn við þetta skíðasvæði í St. Anton er að það er hægt að skíða milli nokkurra skíðasvæða og það gera margir. Skíðasvæðin sem hægt er að fara yfir á frá St. Anton eru St. Christoph, Stuben, Zurs og Lech.“ Auður segir að St. Anton sé mjög krefjandi og skemmtilegt skíðasvæði en ekki fyrir algjöra byrj- endur. „Þessi staður hentar þeim sem eru vanir.“ Hafið þið oft verið í útlöndum á jólum? „Nei, aldrei áður en við höfum töluvert farið á skíði á öðrum árstímum. Mér fannst það góð tilbreyting að vera í Austurríki um þessi jól. Ég efast um að ég gæti hugsað mér að vera fjarri Íslandi öll jól en það er gaman að breyta til.“ Voruð þið heppin með gistingu? „Já, við vorum ánægð, hótelið var í miðbænum og aðeins um 100 metra gangur í skíðalyfturnar. Flest hótel í bænum eru rekin af fjölskyldum og þau eru mátulega stór og notaleg.“ Á að fara annað á skíði á næstunni? „Nú bíðum við bara eftir góðu skíðafæri á Akureyri en þangað förum við gjarnan á skíði.“ Ellefu manna stórfjölskylda ákvað að breyta til um jólin og fara á skíði til St. Anton í Aust- urríki. Auður Björk Guðmundsdóttir er ein úr fjölskyldunni. Auður Björk Guðmundsdóttir segir að frá þessu skíða- svæði sé hægt að skíða inn á önnur þekkt skíðalönd. Horft yfir litla skíðabæinn St. Anton í Austurríki en þar var mjög jólalegt um að litast í desember. Systurnar Ingunn og Auður Björk ásamt dóttur Auðar, Andreu Líf. Héldu jól í litlum skíðabæ í Austurríki  Gagnlegar vefsíður fyrir áhugasama: www.stantonamarlberg.com og www.arlberg.com og www.skiarlberg.com Á HINN bóginn fór ég að velta fyrir mér að það væri þá eins gott að ekki yrðu miklar rigningar hér í Damask- us á næstunni því þá hrekkur síminn minn úr sambandi og tjóir ekki að reyna að gera neitt í því meðan vatnið fossar úr loftinu. Það er einn síma- viðgerðarmaður í hverfinu mínu í Sjalan og sá hefur hvorki undan né telur hann ástæðu til að flýta sér sér- staklega nema maður gauki að hon- um aukapeningi. Auðvitað er okkur ljóst að í augna- blikinu eru verulegar blikur á lofti en samt er ekki á Sýrlendingum að finna að þeir séu plagaðir af stríðshræðslu. Þeir héldu upp á nýárið með bravör og gleði og síðan gengur allt sinn vanagang. Þegar gengið er á þá og spurt hvað þeir haldi að gerist í Sýrlandi í tækni- legu og fræðilegu og hernaðarlegu tilliti ef atlagan verður gerð svara flestir því til að væntanlega verði flóttamannastraumur frá vesturhluta Íraks yfir austurlandamærin til Sýr- lands og raunar hefur fjöldi Íraka sem hafa komið til Sýrlands síðustu mánuði margfaldast. Og raunar koma þeir fljúgandi líka því flogið er einu sinni til tvisvar á dag milli Damaskus og Bagdad. Vélar eru full- ar hingað og fara tómar eða allt að því til baka því sýrlenska sendiráðið í Bagdad virðist mun sveigjanlegra en það íraska varðandi veitingu vega- bréfsáritana. Íraska og bandaríska sendiráðið nánast hlið við hlið Gæslan við bandaríska sendiráðið hefur margfaldast allra síðustu vikur og var hún þó ærin fyrir. Þeir varð- menn bera allir vopn núna en áður var látið duga að þeir sem næst væru inngangi í þetta virki sem bandarísku sendiráðsbyggingarnar eru væru vopnaðir. Þótt ég hafi búið áður í Damaskus hef ég svo sem aldrei sérstaklega leitt hugann að því hvar íraska sendi- ráðið væri hér í borginni. Mér þótti mikil írónía í því þegar ég uppgötvaði á röltinu á dögunum að það sendiráð er í svo sem þriggja mínútna fjarlægð frá því bandaríska svo það er ekki langt að fara ef menn hafa á annað borð einhvern áhuga á því að rabba saman um heimsmálin. Þegar ég kom heim aftur eftir stutt jólafrí á Íslandi beið mín á stigapall- inum kærkominn hlutur, þessi indæli litli rafmagnsofn sem mun nú von- andi ylja mér í svalanum hér á næstu vikum. Ég hafði beðið um þennan ofn nokkrum sinnum en húseigendamóð- irin benti mér á að þetta væri full- mikil tilætlunarsemi þar sem ég hefði einn rafmagnsofn fyrir, ég hefði feng- ið þrjár kaffikrúsir, tvö glös og fjóra hnífa og meira að segja stóran pott sem ég gæti raunar matreitt í fyrir tuttugu manns. En hún hefur fyllst skilningi og göfuglyndi á nýja árinu. Ritarinn karlmaður Svo bætti ég nokkrum myndum við á fjölskylduvegginn, stillti upp fögr- um kertastjaka sem ég hafði fengið að gjöf heima og að svo búnu er mér ekki til setunnar boðið með að halda áfram með mína arabískutíma og „rannsóknarvinnu“ um stöðu sýr- lenskra kvenna. Ég nýt aðstoðar Im- an Shaher, ljúfrar drúsakonu sem ég hef komist í kynni við og aðaltúlks ut- anríkisráðuneytisins og rithöfundar- ins Bouthania Shaaban. Þegar ég hringdi fyrst í hana varð ég hissa og kát yfir því að heyra að ritarinn henn- ar er karlmaður. Það eitt sagði mér töluvert um stöðu kvenna í Sýrlandi. Dagbók frá Damaskus Tilætlunarsemi að biðja um rafmagnsofn Óneitanlega er andrúmsloftið á svæðinu mínu að verða nokkuð sérstætt. Alls konar áætlanir eru samdar um hvernig við Norðurlandabúar eigum að bregðast við ef Bandaríkjamenn ráðast á Írak, skrifar Jóhanna Krist- jónsdóttir, og norrænu sendiráðin í Damaskus eru í óða önn að skrá þá ríkisborgara sína sem ekki hafa sinnt um það sjálfir. Hvert ertu að fara? Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigu bílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.