Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 14
Glæpamaðurinn og geð- læknir hans snúa aftur Gamanmyndin Analyze That frumsýnd hér- lendis um helgina  TVEIR bandarískir stórleik- arar virðast hafa haft erindi sem erfiði út á leikstjórnarbrautina. George Clooney hefur fengið fína dóma fyrir frumraun sína sem leikstjóri Confessions Of a Dangerous Mind og nú berast jákvæðar fréttir af myndinni Sonnysem Nicolas Cage stýrir og kemur fram í sem aukaleik- ari. Myndin gerist í New Orleans snemma á 9. ára- tugnum og segir frá ungum manni sem snýr heim eftir að hafa gegnt herþjónustu. Móðir hans rekur ófélega símavændisþjónustu og heldur við gamlan melludólg en sonur hennar vill snúa baki við því líf- erni öllu. Aðalhlutverk leika Brenda Blethyn, Harry Dean Stanton og Mena Suvari. Frumraun Cage talin efnileg  GAMANLEIKARINN vinsæli úr sjónvarpsþáttunum Friends, Matthew Perry, hefur reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu í nokkr- um gamanmyndum sem ekki hafa talist til stórtíðinda. Hann vill nú reyna að breyta um kúrs, kannski í ljósi þess að Friends er trúlega að renna sitt skeið á enda. Perry hefur tekið að sér að leika á móti Robin Tunney í dram- anu Fever, sem fjallar um par á krossgötum. Mynd- in er gerð utan Hollywood-veldisins og er frumraun klipparans Mia Goldman í leikstjórn og skrifar hún einnig handritið. Áður mun þó Perry leika í fram- haldi gamanmyndarinnar The Whole Nine Yards. Matthew Perry í alvöru lífsins SKYNJUN okkar á raunveruleik- anum, ef ekki raunveruleikinn sjálf- ur, er, svo við gerumst enn heim- spekileg í upphafi árs, bæði efni og form allrar sköpunar. Svokallaðar leiknar bíómyndir moka auðvitað líka úr þessum haugi og mynda úr honum það sem höfundar þeirra reyna að miðla. En heimildarmyndin er milli- liðalausari; hún sviðsetur ekki, a.m.k. ekki svo nokkru nemur, veruleikann, býr hann ekki til með leikurum og undantekningar – og ég tel raunar að hin unga sjónvarpsstöð Skjár 1 hafi, einkum fyrst í stað, gert einatt skemmtilegar og nýstárlegar til- raunir með snöggsoðnar heimild- armyndir – en reglan hefur engu að síður verið þessi, að mínu mati. Þegar sérstök stutt- og heimildar- myndadeild var sett á laggirnar inn- an Kvikmyndasjóðs Íslands í árs- byrjun 2001 sagði nýráðinn deildarstjóri hennar, Kristín Pálsdóttir, í samtali við Morgunblaðið m.a. að hún vildi ekki síst stuðla að gerð „gagn- rýninna heimildarmynda um menn og málefni nútímans“. Núna, tveimur árum síðar, sjáum við af fyrstu upp- skerunni hversu vel hefur tekist til og hversu mikil nauðsyn var að slík deild sé starfandi. Við sjáum líka hversu mikilvæg ný og ódýrari tækni, sú stafræna, hefur reynst. Íslenskar heimildarmyndir hafa gengið í end- urnýjun lífdaganna og gefið okkur nýja innsýn í íslenskt mannlíf. Nægir að nefna frá því árið áður bísalýsingu Þorfinns Guðnasonar í Lalla Johns, og á nýliðnu ári þrjár ferðir án fyrirheits milli Íslands og umheimsins þar sem eru Varði Goes Europe eftir Grím Há- konarson, Leitin að Rajeev eftir Rúnar Rúnarsson og Birtu Fróðadóttur og Noi og Pam og mennirnir þeirra eftir Ásthildi Kjartansdóttur, öskubuskuævintýrið úr fegurðarsamkeppni Í skóm drekans eftir Hrönn og Árna Sveinsbörn, og nú síðast en ekki síst hina mögnuðu jað- arlífsmynd Ólafs Sveinssonar Hlemmur. Alveg sér á parti var svo hin fallega hylling Erlends Sveinssonar til föður og listamanns í Málarinn, en önnur lista- mannslýsing, Möhöguleikar eftir Ara Alexander Ergis Magnússon um Sigurð Guð- mundsson, var einnig fersk og lífmikil. Því miður missti ég af alþjóðlegri heimildarmynd Hrafnhildar Gunn- arsdóttur Hver hengir upp þvottinn? og Hljóðlátri spengingu, mynd Þórs Elís Pálssonar um Magnús Pálsson mynd- listarmann. Allar þessar myndir teljast meðal þeirra athyglisverðustu sem hér hafa verið sýndar undanfarin misseri og allar falla þær undir skilgreiningu Griersons um „skapandi umfjöllun um veruleikann“. Fyrir örfáum árum hefði verið óhugsandi að svo margar heimildarmyndir væru sýndar á kvik- myndatjaldi við góða aðsókn og færu ekki beint í sjónvarp. Nú verður ís- lenskur raunveruleiki, heldur ekki al- þjóðlegur raunveruleiki, óumflýj- anlegur í íslenskum kvikmyndum. Og það sem meira er: Við viljum ekki flýja hann. en skrásetji það ekki vélrænt. Sá er hinn leiði sannleikur um ís- lenskar heimildarmyndir gegnum tíð- ina að oftar en ekki hafa þær flokkast undir langar fréttamyndir en ekki sköpun; þær hafa speglað og skrásett og eru því frekar hráefni en fullunnin afurð. Því miður hefur íslenska sjón- varpið frekar ýtt undir þessa aðferð en hitt. Fjár- og tímaskortur hefur valdið því að „heimildarmyndir“ fyrir sjónvarp hafa yfirleitt einkennst af viðtölum sem klippt eru saman við annað skjót- og auðfengið myndefni, annaðhvort úr safni eða af vettvangi þar sem „kameran hefur verið látin ganga“, eins og stundum er sagt. Og viðfangsefnin hafa yfirleitt verið úr fortíðinni, sögulegir atburðir, bú- skaparhættir, náttúrulíf, menn og málefni, oft upplýsandi, en sjaldnar áhrifamikil í framsetningunni. Frá þessu eru vitaskuld ýmsar leikmyndum og skrifuðum leiktexta. Hún þarf að fanga andrúmsloft og einkenni þess efnis og umhverfis sem hún vill lýsa eins og það er eða, öllu heldur, eins og kvikmyndagerð- armaðurinn skynjar það. Sá sem fyrst skilgreindi heimild- armyndina var gagnrýnandinn John Grierson; hann hafði áður notað hug- takið „documentary“ í umsögn um Moana, mynd brautryðjanda þess- arar listgreinar, Roberts Flaherty, árið 1926, en orðið er komið úr frönsku, „documentaire“, sem notað var um ferðamyndir. Grierson sagði að heim- ildarmynd væri „skapandi umfjöllun um veruleikann“. Síðan hafa margir orðið til að reyna frekari skilgrein- ingar; sumir gera þá kröfu að heim- ildarmynd hafi til að bera mat á fé- lagslegu umhverfi og stuðli að breytingum þess til hins betra og aðrir flokka hana undir listræna fjölmiðlun, bæði til fræðslu og skemmtunar. En hvernig sem menn kjósa að skilgreina þessa grein kvik- mynda verður hún tæpast verulega áhrifamikil nema að höfundurinn beiti listrænum meðulum, end- urskapi viðfangsefnið með mynd- málinu út frá persónulegri skynjun, Aftur til raun- veruleikans Hlemmur: Á jaðri íslensks samtíma. „Raunveruleikinn er hækja fyrir fólk sem ekki getur höndlað eiturlyf,“ sagði dóp- istinn, rétt fyrir meðferð. Raunveruleik- inn verður sem sagt ekki umflúinn, hvað sem við reynum að flýja hann og hvernig sem við reynum það; við sitjum í það minnsta uppi með raunveruleika flóttans. Árið 2002 var árið sem íslenskir kvik- myndagerðarmenn fóru að sýna ýmis af- brigði okkar raunveruleika með einbeitt- ari, afdráttarlausari hætti en áður. Árið 2002 var að stóru leyti ár íslensku heim- ildarmyndarinnar. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson  Í GAMANMYNDINNI Banger Sisters, sem frumsýnd verður í næsta mánuði, fara hinar sí- ungu Óskarsverðlauna- leikkonur Goldie Hawn og Sus- an Sarandon með aðalhlutverkin. Þær leika tvær vinkonur, sem hittast á ný eftir tuttugu ár. Önnur er ennþá villt, en hin er orðin ráðsett hús- móðir. Sú villta byrjar á því að rifja upp gömlu góðu dagana þegar þær voru rokkgrúppíur með heldur ófyrir- séðum afleiðingum. Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush fer einnig með hlutverk sérvitrings, sem lendir í slagtogi með þeim stöllum. Þroskast í ólíkar áttir Banger Sister: Gömlu grúppí- urnar Susan Sar- andon og Goldie Hawn. TVÆR íslenskar systur á tán- ingsaldri, Hildur og Svava, hafa alla sína ævi búið á Stöðvarfirði, þar til Svava ákveður að halda til Reykjavíkur. Með hálfum huga fylgir Hildur í fótspor hennar og ekur til höfuðborgarinnar með Agga, kærasta Svövu. Þegar bíll þeirra bilar á miðri leið taka Hild- ur og Aggi upp ástarsamband. Hildur er uggandi yfir afleiðing- um þessa sambands og snýr aftur heim til Stöðvarfjarðar. Þar tengjast örlög hennar seli með dulrænum og afar „íslenskum“ hætti. Á þessa leið mætti lýsa sög- unni í kvikmyndinni Salt sem boðið hefur verið á Forum-dag- skrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín í næsta mánuði. Hins veg- ar segir höfundurinn, Brad Gray, að sú saga sem hann lagði upp með við gerð myndarinnar hafi tekið sína eigin stefnu, bæði við tökurnar og eftirvinnsluna, þann- ig að þessi söguþráður birtist okkur ekki með hefðbundnum hætti. Íslensk saga, amerískur höfundur Brad Gray heitir fullu nafni Bradley Rust Gray og er banda- rískur að uppruna. Hann settist hér að fyrir fimm árum og hóf undirbúning að gerð Salts. Gray hafði dvalist í Reykjavík árið styrk frá Kvikmyndasjóði Ís- lands en án árangurs. Brad Gray segir að það sem réði úrslitum um að Salt varð að raunveruleika hafi verið hin ódýra stafræna tökutækni og velvild og aðstoð fjölmargra Íslendinga, ekki síst heimamanna á Stöðvarfirði, Sauðárkróki og Hofsósi þar sem myndin var að mestu tekin. Áhöld hafa verið um að tækist að fullgera hana vegna fjárskorts og óljóst hvort nægilegt fé fengist svo þiggja megi boðið frá Berlín vegna millibilsástands í málefn- um Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands. „Þetta hefur verið mikið basl og áhyggjur,“ segir hann, „en Þorfinnur Ómarsson hefur verið mjög hjálplegur og nú tel ég að við getum farið til Berlínar, þótt við þurfum í raun meira fé. Þetta boð er ekki aðeins góðar fréttir fyrir okkar mynd heldur íslensku myndirnar yfirleitt og landið sjálft, enda lít ég á Salt sem íslenska mynd. Við gerðum hana á óvenjulegan hátt og tók- um áhættu við hvert fótmál. Hún er ekki hefðbundin afþreyingar- mynd og að komast inn í Forum þýðir fyrir mig að áhættan var þess virði, að fólk þar kann að málari, fyrrum myndlistarkenn- ari hans, Svava Björnsdóttir, leikur móður stúlknanna en þá eldri, Svövu, sem fer til Reykja- víkur, leikur Melkorka Huldu- dóttir. Eiginkona Grays, So Young Kim, er framleiðandi myndarinnar og hljóðmaður en skólafélagi hans frá Kaliforníu, Anne Misawa, var tökustjóri. Fast starfslið við tökurnar var því aðeins þrennt, en við eftir- vinnsluna hefur Gray notið full- tingis íslensku klipparanna Sig- valda Kárasonar og Elísabetar Ronaldsdóttur hjá Cut’n’Paste. Þá er þess að geta að aðalpersón- urnar, Aggi og Hildur, eru í sög- unni með sína eigin tökuvél; þau taka myndir hvort af öðru og af ferðalaginu. Þetta myndefni, auk polaroid-ljósmynda, 8 mm mynda sem So tók og myndefnis af sel- um sem vinur þeirra, Matthías Bjarnason, tók, er svo klippt saman í frásögninni. Óvenjulegt ævintýri Gerð Salts, sem tekin var á fimm vikum sumarið 2001, hefur verið óvenjulegt ævintýri, því framleiðslufjármagn var í algjöru lágmarki. Sótt var þrívegis um 1993 og stundað nám í högg- myndalist við Myndlista- og handíðaskólann. Þá fæddist hug- myndin að Salti. Gray hafði þreif- að fyrir sér við gerð tilrauna- mynda á súper 8 mm filmu og myndbönd þegar hann stundaði myndlistarnám við Auburn Uni- versity vestra en hóf síðan nám í kvikmyndagerð við British Film Institute í London og háskólann í Suður-Kaliforníu. Fyrsta stutt- mynd hans, Hitch, sem fjallar um tvo vini á ferðalagi og hvernig vinátta þeirra þróast í óvænta átt, var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í New York árið 1999, vann til verðlauna á Sund- ancehátíðinni og fékk síðan kvik- myndahúsadreifingu í Banda- ríkjunum. Fyrsta leikna bíómynd hans heitir You Know og var gerð í Japan, en Salt bar hann til Ís- lands og stefnir nú til Berlínar. Brad Gray talar ekki íslensku og skrifaði grunnhandritið því á ensku. Það var svo í höndum leik- aranna að tileinka sér leiktextann og færa inntak hans yfir á sína eigin íslensku, eftir því sem atrið- in, persónurnar og aðstæðurnar innblésu þeim. Enginn leikar- anna í Salti er atvinnumaður í faginu. Brynja Þóra Guðnadóttir, sem er nemi í ljósmyndun, leikur aðalhlutverkið, Hildi, Davíð Örn Halldórsson, sem leikur Agga, er Hin óvenjulega saga bak við bíómyndina Salt, sem boðin er á Forum í Berlín Myndin sem tók sína eigin stefnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Salt í fæðingu: Brad Gray og So Young Kim við klippitölvuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.