Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 B 7
nnum sérstakt ólán og meira
vo að hægt væri að leggja
nað á.
íklegast þykir að Egyptar
einfaldlega skilið leikmenn-
fimm eftir heima, ekki viljað
ga þeim í Danmörku þar sem
nir og Egyptar mætast í riðla-
pni á heimsmeistaramótinu í
túgal eftir rúma viku.Verður
fróðlegt að sjá hvort leik-
nnirnir fimm, sem allir eiga að
a í byrjunarliði Egypta, verða
i búnir að jafna sig á hné-
ðslunum.
ptar
Íslendingum
Ljósmynd/NF
gardaginn.
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins, hefur ekki
jafnað sig á meiðslum sem hann
varð fyrir í öðrum leiknum við
Slóvena á dögunum. Þá tognaði
hann á innanverðum lærvöðva á
hægri fæti. Af þeim sökum gat
hann ekki leikið af fullum krafti
á fjögurra landa mótinu í Dan-
mörku um helgina. „Meiðslin er
erfið viðureignar, en ég er í
meðferð vegna þeirra. Á milli
finn ég ekkert fyrir en þegar í
átök í leikjum er komið þá
myndast spenna í vöðvanum
sem veldur sárum verkjum,“
sagði Dagur í samtali við Morg-
unblaðið. „Það verður bara að
gefa þessu tíma til að jafna sig,“
segir Dagur og tengir þessi
meiðsli ekki við náratognun sem
hann varð fyrir á æfingu skömmu
fyrir heimsbikarmótið í Svíþjóð í
haust. „
Þau meiðsli voru í hinum fæt-
inum. Þetta er bara eitthvað sem
er að elta mig um þessar mundir,
því miður,“ sagði Dagur sem lát-
inn var hvíla í leiknum við Egypta
í gær vegna meiðslanna.
Dagur er
ennþá meiddur
„DANIR léku drama-handknattleik gegn
Íslendingum í Helsinge,“ segir í danska
Ekstra Bladet á sunnudagsmorguninn,
daginn eftir níu marka sigur á Íslend-
ingum, 32:23. „Danmörk verður í verð-
launabaráttu á HM, segir greinarhöf-
undur m.a. „Haldi danska liðið áfram að
leika eins það hefur gert eru skemmti-
legar stundir framundan í Portúgal. Eins
og fyrr segir er danska liðið hlaðið lofi í
blaðinu en ekki minnst mikið á íslenska
liðið, aðeins sagt að það hafi verið leikið
sundur og saman í síðari hálfleik, eftir að
bensínstífla hafi gert vart við sig í vél
danska liðsins á kafla í fyrri hálfleik er Ís-
lendingum tókst að jafna metin og komast
yfir eftir frábæra byrjun Dana.
Allt varð
rautt og hvítt
„ÞAÐ hefur alltaf verið gaman að sjá
danska landsliðið fara á kostum gegn
sterkum þjóðum, en aldrei sem nú,“ segir
í grein í BT um viðureignina. Þar eins og
annarsstaðar danska liðinu hælt á hvert
reipi og vintað í Torben Winther, lands-
liðsþjálfara Dana því til staðfestingar.
Greinarhöfundur segir íslenska liðið hafa
leikið mjög vel lengst af fyrri hálfleik og
veitt því danska verðuga keppni. „En þeg-
ar komið var fram í síðari hálfleik, þá
varð allt rautt og hvítt, algjör einstefna.“
Markverð-
irnir frábærir
Í POLITIKEN og Jyllands-Posten eru
leiknum einnig gerð góð skil. Þar eru
menn sammála um að danska liðið sé klárt
í slaginn á HM. Undanfarnir vináttuleikir
við Júgóslava, Frakka og Íslendinga, sem
allir hafa unnist, sýni að Danir eigi sér fáa
alvarlega andstæðinga á handknatt-
leiksvellinum um þessar mundir. Vart sé
veikan blett að finna í spilinu, vörnin sé
sterk og markverðirnir frábærir. Allt
leggist því á eitt um gera Dani bjartsýna
vegna væntanlegs heimsmeistaramóts.
Ekki er farið mörgum orðum um ís-
lenska liðið í leiknum. Helst sagt að það
hafi veitt því danska góða mótspyrnu í
fyrri hálfleik, en þegar tókst að loka fyrir
sendingar og markskot Ólafs Stef-
ánssonar þá hafi björninn verið unninn.
„Íslendinga-
baninn“ kemst
ekki í liðið
MICHAEL Bruun Pedersen, markvörður,
sem reyndist Íslendingum óþægur ljár í
þúfu í úrslitaleiknum um bronsverðlaunin
á Evrópumóti landsliða í handknattleik
fyrir ári hlaut ekki náð fyrir augum Torb-
ens Winther, landsliðsþjálfara, þegar
hann valdi 16-manna keppnishóp sinn sem
fer á heimsmeistaramótið. Pedersen kom
lítið við sögu á EM í fyrra, nema í leiknum
Íslendinga en þá sló hann í gegn og varði
hvorki fleiri né færri en 23 skot, þar af
eitt vítakast og lagði grunninn að sigri
Dana og bronsverðlaunum á mótinu. Ped-
ersen varð að láta í minni pokann í sam-
keppni við Peter Nörklit, markvörð BM
Altea á Spáni, um hvor skyldi verða Kasp-
er Hvidt til halds og trausts á HM.
Skemmti-
legir dagar
framundan
Sören Stryger, einn af leik-
mönnum danska liðsins.
dsliðsins, það reiddi sig mjög á
ileika og krafta Ólafs Stefáns-
ar. „Í síðari hálfleik lagði ég
áherslu á að halda Ólafi niðri,
þess þó að taka hann úr um-
, það tókst. Þá hef ég einnig
ð vel yfir leikfléttur íslenska
ns og veit að ef hægt er að
a fyrir að menn leysi inn á lín-
þá er það gott. Vörn okkar
aði fyrir slík atriði í síðari hálf-
og tókst vel að halda aftur af
nsku línumönnunum, þar með
paðist vandi í sóknarleiknum
við náðum að nýta okkur vel.
ég tek það skýrt fram að mitt
er það að þrátt fyrir níu
ka sigur okkar gefi það ekki
a mynd af getumun þjóðanna,
n er minni en úrslitin í þessum
segja til um,“ sagði hinn al-
legi og hægláti landsliðsþjálfari
a, Torben Winther.
ægður
Dagur segir ljóst að til þess aðíslenska liðið nái árangri
verði það að leika jafnari og betri
leiki. „Við náðum
því gegn Pólverjum
í fyrsta leiknum á
þessu móti og það
sýndi okkur við get-
um haldið einbeit-
ingu, leikið á okkar línu frá upp-
hafi til enda. Þá lékum við betur
en gegn Slóvenum heima þannig
að það er ljóst að við getum þetta
alveg. Það þarf bara að ná þessum
atriðum fram leik eftir leik. En
þrátt fyrir að við séum allir afar
óánægðir með úrslitin þýðir ekkert
að hengja haus, þetta var enginn
heimsendir þótt sárt hafi það ver-
ið,“ sagði Dagur Sigurðsson fyr-
irliði.
Verðum allir að
taka okkur taki
„Botninn datt algjörlega úr leik
okkar í síðari hálfleik, við misstum
bara allt úr höndum okkar. Þetta
var alveg hreint furðulegt,“ sagði
Patrekur Jóhannesson, vonsvikinn
eftir viðureignina við Dani. „Svona
rétt eftir leik er erfitt að segja af
hverju þetta gerðist, af hverju
þessi mikli munur var á leik okkar
í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði
Patrekur og átti erfitt með að
dylja vonbrigði sín. „Ég hélt að
sjálfstraustið hefði aftur komið
upp í liðinu eftir góðan sigur á Pól-
verjum, en síðan kemur þetta og
það eru mikil vonbrigði. Í heild
gerðum við alltof mikið af aulam-
istökum, svo sem röngum send-
ingum. Það er ljóst að við verðum
allir sem einn að taka okkur í gegn
ef árangur á að nást á heimsmeist-
aramótinu. Þessi leikur var hörð
ábending til liðsins. Það er enn
nokkur tími til stefnu fram að HM
og eins gott að nota hann vel, því
það er ljóst að mörg atriði þarf að
laga,“ sagði Patrekur Jóhannesson.
Verðum að leggja
hart að okkur
„Við gerðum alltof mikið af mis-
tökum og færðum andstæðingun-
um kjörin marktækifæri á silfur-
fati og nánast gáfum þeim
sigurinn,“ sagði Róbert Sighvats-
son línumaður eftir leikinn við
Dani. „Það vantaði yfirvegun í all-
an leikinn hjá okkur. Það er hlutur
sem örugglega er hægt að laga, en
við höfum því miður ekki náð því
enn sem komið er.“ Róbert sagði
Dani vera með sterkt og skemmti-
legt lið sem alls ekki mætti gera
mikið af mistökum gegn, það refs-
aði grimmilega. „Fyrir hönd Dana
er ég bjartsýnn á þeir komist mjög
langt í keppninni, en við verðum að
leggja mikið á okkur fram að
keppni til þess að ná viðunandi ár-
angri á HM,“ sagði Róbert Sig-
hvatsson, sem skoraði þrjú mörk
af línunni í leiknum
Gáfumst alltof
fljótt upp
„EFTIR slæman upphafskafla tókst okkur að snúa við blaðinu og
leika fínan handknattleik nærri því til loka fyrri hálfleiks. Þegar við
lentum þremur mörkum undir snemma í síðari hálfleik fannst mér
við gefast upp,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska lands-
liðsins, eftir Danaleikinn. „Það er kannski erfitt að finna eina ein-
hlíta skýringu á þessari uppgjöf, en það verður að segjast eins og er
að hún varð alltof snemma, við áttum að halda einbeitingu og reyna
til hins ýtrasta allt til loka, en sú var alls ekki raunin og því töpuðum
við svo stórt sem raun ber vitni.“
Ljósmynd/NF
Ólafur Stefánsson ekki ánægður með gang mála gegn Dönum.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Kaupmanna-
höfn
„VIÐ lékum hraðan og
skemmtilegan handknattleik
frá upphafi til enda,“ sagði
Christian Hjermind, hægri
hornamaður Dana. „Íslenska
liðinu tókst að halda í við okkur
framan af en þegar á leið þá
kom munurinn á liðunum í ljós.
Við erum með stærri hóp og
jafnara lið og getum þess vegna
haldið okkar striki frá upphafi
til enda. Íslendingar eru ekki
með jafngóða menn á vara-
mannabekknum, við getum ein-
faldlega leikið á fleiri strengi,“
segir Hjermind sem leikur með
Rúnari Sigtryggssyni hjá
spænska stórliðiinu Ciudad
Real. Og Hjermind bætir við;
„Þegar við leikum við Íslend-
inga þá leggja menn sig alltaf
fullkomlega fram, jafnvel í æf-
ingaleikjum, við viljum bara
ekki fyrir nokkurn mun tapa
fyrir Íslendingum.“
Of mikill munur
„Þótt okkur hafi ekki tekist
að leika eins vel og við getum
allra best er enginn vafi á við
erum með talsvert betra lið en
Íslendingar,“ sagði Lars
Christiansen, besti leikmaður
Dana gegn Íslendingum.
„Fjögurra til fimm marka mun-
ur gefur ef til vill betri mynd af
þeim mun sem er á þjóðunum
um þessar mundir.“
Viljum
ekki tapa
fyrir Ís-
lendingum