Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 13. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LÁRUS ORRI FÉKK NÓG AÐ GERA Á MÓTI UNITED / 5 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS NOKKUÐ ljóst virðist vera hvaða 16 leikmenn muni skipa íslenska landsliðið á HM í Portúgal ef marka má leikina þrjá á fjögurra landa mótinu í Danmörku um helgina. Af þeim átján leikmönnum sem fóru út komu Róbert Gunnarsson, línumað- ur, og Birkir Ívar Guðmundsson aldrei við sögu þótt þeir fengju að verma varamannabekkinn hvor í sínum leiknum. Sennilegt má því telja að þeir heltist úr lestinni þegar HM-liðið verður tilkynnt á morgun. Þá liggur í augum uppi að eftirtaldir sextán leikmenn verði sendir á mót- ið: markverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson og Roland Valur Eradze. Horna- og línumennirnir Gústaf Bjarnason, Guðjón Valur Sig- urðsson, Róbert Sighvatsson, Sigfús Sigurðsson og Einar Örn Jónsson og útileikmennirnir Patrekur Jóhannes- son, Sigurður Bjarnason, Gunnar Berg Viktorsson, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson, Rúnar Sigtryggs- son, Snorri Steinn Guðjónsson, Heið- mar Felixson og Ólafur Stefánsson. Tólf af þessum hópi voru í íslenska liðinu á EM í Svíþjóð fyrir ári síðan. Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, vildi alls ekki staðfesta að þetta yrðu þeir sex- tán leikmenn sem færu til Portúgal á HM, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Sagðist hann ætla að gefa sér einn til tvo daga til þess að velta stöðunni fyrir sér áður en haldið verður til Svíþjóðar á miðviku- dag þar Ísland leikur síðasta und- irbúningsleikinn fyrir HM við heima- menn í Landskrona síðdegis á fimmtudag. Ljósmynd/NF Hornamaðurinn Gústaf Bjarnason er kominn framhjá varnarmönnum Egyptalands í gær og skor- ar eina mark sitt í leiknum á fjögurra landa mótinu í Danmörku. Ísland vann Egypta, 35:25. Birkir og Róbert heltast úr lestinni Marel lánaður til Lokeren BELGÍSKA 1. deildar- liðið Lokeren hefur náð samkomulagi við Stabæk um að fá landsliðsmann- inn Marel Baldvinsson að láni til 30. júní í sum- ar.Þrír íslenskir lands- liðsmenn eru fyrir hjá Lokeren Arnar Þór Við- arsson, Arnar Grétarsson og Rúnar Kristinsson. „Við sáum hann leika á móti Anderlecht í Evr- ópukeppninni í haust og vorum mjög hrifnir af honum. Arnar Viðarsson og Arnar Grétarsson mæltu líka eindregið með honum. Marel er stór og sterkur leikmaður og það er einmitt þannig leik- maður sem við vorum að leita eftir. Okkur hefur tekist að ná samkomulagi við Stabæk um að fá hann lánaðan út þetta tímabil með möguleikum á kauprétti eftir það. Við erum mjög ánægðir með þá Íslendinga sem við höfum og vonandi eiga eftir að koma fleiri ,“ sagði Willy Verhoost, framkvæmdastjóri Lok- eren við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.