Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                                       !" #    VINNA við verðmat SÍF og SH stendur nú yfir samkvæmtsamþykktum beggja félaganna. Ákveðið var að fram-kvæmdastjórar félaganna og endurskoðendur mætu verð-mætið svo hægt væri að meta hlutföll félaganna í hinu sam- einaða fyrirtæki, verði sameining niðurstaðan. Þessi hópur manna er nú á ferðalagi milli helztu starfsstöðva félaganna beggja. Þeir hafa skoðað hinn fjölbreytta verksmiðjurekstur SÍF í Frakklandi, sem felur í sér reykingu á laxi og ótal öðrum afurðum, mikla vinnslu í fiskréttaverksmiðju og vinnslu á ferskum afurðum og salt- fiski. Þaðan lá leiðin til að skoða fiskréttaverksmiðjur Coldwater í Bretlandi og vinnslu á ferskum afurðum. Loks heldur hópurinn, sem er undir forystu Gunnars Arnar Kristjánssonar og Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra félaganna, vestur um haf og skoðar starfsemi Coldwater í Everett og verksmiðju í Cambridge og fiskréttaverksmiðju SÍF í Newport News. Mat á verðmæti sölu- skrifstofa félaganna víða um heim verður unnið með öðrum hætti. Verðmatið mikilvægt Það er afar mikilvægt við sameiningu svo stórra fyrirtækja sem þessara að mat á verðmæti þeirra sé unnið með sama hætti hjá báðum félögunum. Meta þarf birgðir með sama hætti, við- skiptavild, vörumerki, útistandandi skuldir og svo framvegis. Þetta ráku menn sig nokkuð harkalega á þegar SÍF og ÍS voru sameinuð fyrir nokkrum misserum. Eftir sameininguna kom í ljós að birgðir og fleiri þættir höfðu ekki verið metnir á sama hátt hjá báðum fé- lögunum og fyrir vikið gekk samruninn ekki eins greiðlega fyrir sig og ætlað hafði verið og samlegðaráhrif og rekstrarbati varð ekki eins skjótur og talið hafði verið í fyrstu. Það tók töluverðan tíma fyrir hið sameinaða félag að rétta þetta misræmi af. Það má reyndar segja sem svo að hvort vægi félaganna verði metið jafnt eða annað örlítið verðmeira en hitt, virðist ekki skipta öllu máli. Velta SÍF er aðeins meiri en velta SH en á hinn bóginn hefur SH verið að skila meiri hagnaði. Eimskip er stærsti hluthafinn í SÍF og næststærsti í SH og hlutur Eimskips í sameiginlegu félagi yrði um 30%. Eimskip mun því ráða ferðinni ásamt Landsbankanum sem á 25% í SH og er auk þess aðal- viðskiptabanki beggja félaganna. Hagsmunir þessara tveggja aðila munu því væntanlega ráða mestu við sameininguna. Það eru eig- endur félaganna sem ráða ferðinni og komi þessir tveir sér saman um gang mála, eins og ráða má af fyrri yfirlýsingum þeirra, ætti fátt að koma í veg fyrir sameiningu og eitt eða tvö prósent til eða frá ættu ekki að ráða úrslitum. Það má svo í framhaldinu velta því fyrir sér hver kunni að verða formaður stjórnar hins nýja félags. Allt bendir til þess að Eimskip muni geta ráðið því, hugsanlega með fulltingi Landsbankans. Hvort Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, eða Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss, sest í stólinn eftirsótta liggur auðvitað ekki fyrir. Núverandi formaður stjórnar SÍF, Frið- rik Pálsson, er þar sem fulltrúi Burðaráss. Hann gæti því einnig komið til greina eins og fleiri. Morgunblaðið/Golli Innherji skrifar Vandasamt verðmætamat Það er mjög mikilvægt að mat á verðmæti þeirra sé unnið með sama hætti hjá báðum félögunum innherji@mbl.is ll BANKAR ● FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað Birgi Ísleif Gunnarsson til að vera bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðla- banka Íslands frá 1. febrúar næstkomandi til 31. júlí 2006. Halldór Árnason, skrif- stofustjóri í forsæt- isráðuneytinu, segir að ástæðan fyrir því að Birgir Ísleifur hafi ekki verið skipaður í embætti til fullra fimm ára, eins og vani sé, sé sú að hann verði sjötugur á árinu 2006. Halldór segist ekki vita til þess að ákvörðun hafi verið tekin um skipan þriðja bankastjóra Seðlabankans í stað Finns Ing- ólfssonar, sem hætti störfum hjá bank- anum 1. október síðastliðinn til að taka við starfi forstjóra VÍS. Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, var settur bankastjóri bankans, tímabundið, frá og með sama tíma. Birgir Ísleifur skipaður bankastjóri til 2006 Birgir Ísleifur Gunnarsson ◆ ◆ ● ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka verðtryggða vexti bankans um 0,2 pró- sentustig. Auk þess lækkaði bankinn vexti verð- tryggðra útlána 21. desember sl. um 0,1 prósentustig. Frá því í júní hefur Ís- landsbanki lækkað verðtryggða útlánsvexti um samtals 0,9 prósentustig. Lækkun verðtryggðra útlánsvaxta bankans sam- svarar lækkun ávöxtunarkröfu á markaði á sama tímabili, að því er segir í frétta- tilkynningu. Íslandsbanki lækkar vexti ● ÞAU leiðinlegu mistök áttu sér stað í Morgunblaðinu í gær að þar kom fram að árleg viðurkenning Félags kvenna í at- vinnurekstri yrði afhent í gær, miðvikudag. Hið rétta er að viðurkenningin er afhent í dag, fimmtudag, kl. 17 í Súlnasal Hótel Sögu. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Viðurkenning FKA er veitt þeim aðila, einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, fé- lagasamtökum, eða stjórnvaldi sem þykir best að slíkri viðurkenningu komið fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna og/eða hefur verið konum í atvinnurekstri sérstök hvatning eða fyrirmynd. Markmiðið með viðurkenningunni er að heiðra þann aðila sem að mati sérstakrar dómnefndar félagsins þykir best hafa til hennar unnið, svo og til að vekja athygli á konum í eigin atvinnurekstri og þeirra mikilsverða fram- lagi til efnahags- og atvinnulífs. Fyrir tveimur árum bætti FKA einnig við tveimur öðrum viðurkenningum; þakkarvið- urkenningu og hvatningarviðurkenningu. Viðurkenning FKA afhent í dag ÍSLENSKU skipafélögin munu væntanlega skoða mögu- leika á norðaustursiglingaleið- inni milli Atlantshafs og Kyrra- hafs ef sú leið verður fær. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sem sat tíu ára afmælis- fund Barentsráðsins í Kirkenes í N-Noregi dagana 10.–11. janúar síðastliðinn, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. mánudag að norðaustursiglingaleiðin bjóði upp á mikla möguleika í framtíð- inni, m.a. fyrir Íslendinga í tengslum við viðskipti við Asíu, ef takast mun að þróa þar sigl- ingar með samkeppnishæfum hætti þrátt fyrir ísinn. Áhugaverð og spennandi tækifæri Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Eimskips ehf., segir ljóst að norðaustursigl- ingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs sé landfræðilega áhugaverð. Hann segir að kann- að hafi verið hvort hægt væri að halda þessari siglingaleið opinni og hjá Eimskip hafi verið fylgst með þeim málum. Ef það takist að finna leið sem sé hagkvæm og almenn skip muni geta nýtt sér hana, þá muni Eimskip skoða þennan möguleika í samstarfi við sína samstarfsaðila. Knútur Hauksson, aðstoðar- forstjóri Samskipa, segir að það séu ýmis spennandi tækifæri í siglingum milli Evrópu og Asíu. Hann segist hins vegar ekki sjá að norðaustursiglingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs verði fær á næstunni. Kristinn Kjærnested, sölu- stjóri Atlantsskipa, segir að fyr- irtækið kanni öll sóknarfæri sem bjóðist, sama hvar sé í heimin- um. Það eigi og við um það sem fjármálaráðherra hafi nefnt. Norðausturleiðin gæti verið áhugaverð ll ERLENT ◆ ORKUVEITA Reykjavíkur og Penninn hafa undirritað samn- ing um að allur skrifstofubún- aður í nýju húsnæði Orkuveit- unnar við Bæjarháls verði frá Pennanum. Um er að ræða stærsta samning sinnar teg- undar hér á landi, að því er seg- ir í fréttatilkynningu. Um er að ræða 170 vinnu- stöðvar alls auk 250 skjalaskápa og jafnmarga starfsmanna- skápa og skrifborðsstóla. Enn- fremur keypti Orkuveitan húsgögn í kennslurými, bókasafnshillur og móttökuborð í afgreiðslu og gestastóla í húsnæðið. Orkuveitan valdi í húsnæði sitt nýja íslenska húsgagnalínu Fléttu Plús, sem hönnuð er af Valdimari Harðarsyni, arkitekt. Húsgögnin eru smíðuð í trésmiðjum Pennans í Reykjavík og á Selfossi. Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu samninginn. OR kaupir húsgögn af Pennanum Stærsti samningur sinnar tegundar DIKTA ehf., myndvinnslu- deild Loftmynda ehf. og fag- vinnsla Hans Petersen hf. voru sameinaðar um síðustu áramót. Sameinað félag ber nafnið Dikta. Markmið með sameiningunni er að ná hagræðingu í rekstri og samlegðaráhrifum og mynda um leið nýtt og öflugt fyrirtæki í rekstri stafrænnar mynda- smiðju, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að sérstaða Diktu er myndprentun í ljós- myndagæðum eftir stafrænum gögnum. Til þess hefur Dikta vélbúnað sem lýsir með ljósleið- ara- eða lasertækni á ljósmynda- pappír og ljósakassafilmur. Eigendur Diktu eftir þessar breytingar eru ásamt fyrri eig- endum, þeim Kristjáni Pétri Guðnasyni og Christopher Lund, Loftmyndir ehf. og Hans Petersen hf. Sameining í myndvinnslu Sameining um síðustu áramót. Frá hægri: Christopher Lund, Trausti Rún- ar Traustason, Gústaf Guðmundsson og Antonio Otta Rabsasca. ● BANDARÍSKA verðbréfaeftirlitið, SEC, hef- ur tekið bókhaldsaðferðir fyrirtækisins Rayt- heon Aircraft til skoðunar. Raytheon Aircraft er dótturfélag Raytheon Co. Reuters- fréttastofan greinir frá þessu. Kögun hf. er í samstarfi við fyrirtækið Thales Raytheon Systems, TRS, um smíði hugbúnaðar fyrir ratsjárstöðvar NATO hér á landi, sem Raytheon CO. á helming í. Reuters segir að athugun SEC á bókhaldi Raytheon Aircraft nái til tímabilsins frá 1997 til 2001 og að hún sé áfall fyrir Raytheon Co. Í tilkynningu frá Raytheon segir að fyr- irtækið muni veita SEC alla þá aðstoð sem farið verði fram á. Raytheon Aircraft til athugunar hjá SEC ll ATVINNUREKSTUR ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.