Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Nöfn skipta minna máli í dag þegar óttinn hefur verið alþjóðavæddur. Ábyrg fiskveiðistjórnun hefði getað komið í veg fyrir hrun þorskstofnsins í Norðursjó. Hvaða áhrif hefur stríð við Persa- flóa og niðurskurður í Norðursjó? MARGIR hafa áhyggjur af því hver verði áhrif hugsanlegra stríðsátaka á hlutabréfa- markað, þó að í þeim hópi séu líklega fáir sem munu lenda, eða gætu lent, í hringiðu átakanna. Sumir fjárfestar kunna að bíða eftir öruggum merkjum um átök til að geta fest fé sitt í fyrirtækjum sem hafa haslað sér hvað bestan og mestan völl í framleiðslu vopna. Það má hagnast á mismunandi hlut- um. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rekja í löngu máli núverandi aðstæður og hvaða áhrif átök gætu haft á hlutabréfaverð. Stuttaraleg upptalning verður að duga. Út- litið á verðbréfamarkaði er ekki alls kostar bjart í upphafi þessa árs. Hlutabréf lækk- uðu almennt í verði á síðasta ári. Ástæður voru margar og mismunandi, t.d. minnkandi hagnaður fyrirtækja, stjórnmálalegt- og efnahagslegt ástand var víða erfitt og versn- andi, og viss trúnaðarbrestur (traustrof ) á milli fjárfesta annars vegar og fjármálafyr- irtækja, stjórnenda og leiguliða þeirra í hópi endurskoðenda hins vegar. Hugsanlegt stríð fyrir botni Persaflóa eykur ekki á bjartsýni manna. Nokkur óvissa er um hversu mikið líf muni hlaupa í hagvöxt í Bandaríkjunum, sem er eins konar aðalvél í heimsbúskapnum, og mikilvæg fyrir Evr- ópu og Japan. Mörg evrópsk hagkerfi eru í e.k. mini-kreppu og ástandið í Japan er bæði gömul saga og ný. Á sama tíma er stjórnmálaástandið í mörgum löndum S- Ameríku, s.s. Venezuela og Argentínu, áhyggjuefni. Upptalningunni í framan- greindum örfáum línum er varla sæmandi að halda áfram enda eru efnisþættirnir að meginstofni fengnir að láni úr fréttabréfi innlends fjármálafyrirtækis fyrir 12 árum, en með nauðsynlegum breytinum og við- bótum því enda þótt sagan endurtaki sig þá er hún sjaldnast alveg eins. Eitthvað sem nýja hagkerfis trúboðið hlýtur a.m.k. að taka undir, jafnvel þó að trúboðarnir séu margir hverjir í fríi. Það er þó ekki frítt við að manni finnist vera farið yfir lækinn til að sækja vatnið í framboði á ástandslýsingum, þegar forn og sæmilega nýtileg útgáfa finnst í rykföllnu fréttabréfi. Eins og nærri má geta er áðurnefndur pistill skrifaður stuttu áður en (fyrra?) stríðið við Íraka hófst í kjölfar innrásar þeirra í Kúveit. Eðli- lega ber olíuverð á góma og jafnvel er seilst svo langt í vangaveltum að reynt er að geta sér til um áhrif á íslensk hlutafélög. Spurt er; gæti eftirspurn eftir þjónustu flugfélags frá landi sem ekki er aðili að stríðinu aukist? Í dag þætti svipuð spurning líklega ekki mjög úthugsuð. Tólf ára gamla spurningin hitti þó að einhverju leyti naglann á höfuðið. Seint á árinu 1991 hljóðaði ein af forsíðufyr- irsögnunum í útbreiddu dönsku dagblaði, þar sem rekstur flugfélaga var til umfjöll- unar; „það er bara litla Flugleiðir sem gerir það gott“. Skríbentinn hefur ekki getað stillt sig um að setja orðið „litla“ fyrir fram- an fyrirtækjanafnið. Samanburðurinn rétt- lætti auðvitað orðanotkunina og svo er e.t.v. hægt að fallast á að þjóð sem vinnur aðra þjóð með tólf marka mun í knattspyrnuleik geti leyft sér nokkra drambsemi í garð hinnar í nokkurn tíma. En allt um það var rekstur Flugleiða mun betri en rekstur þeirra félaga sem til umfjöllunar voru, og American Airlines og British Airways voru miklu óheppilegri nöfn en Icelandair. Nöfn skipta minna máli í dag þegar óttinn hefur verið alþjóðavæddur. Déjà vu? loftur@ru.is HINN gífurlegi niðurskurður á fiskveiði- heimildum í Norðursjó er nú farinn að segja til sín. Evrópusambandið hefur samþykkt 45% niðurskurð á þorskveiðiheimildum á helztu fiskimiðum Breta á þessu ári og verða sjómenn að binda báta sína mánuðum sam- an. Forystumenn í brezka sjávarútveginum munu hitta Tony Blair, forsætisráðherra, á næstunni til að kynna honum stöðu mála. Samtök sjómanna hafa þegar farið fram á tafarlausa fjárhagsaðstoð og ljóst er að mörg fiskvinnslufyrirtæki munu leggja upp laupana. Þá eru samtökin að kanna hvort grundvöllur sé fyrir málssókn á hendur brezka ríkinu eða Evrópusambandinu vegna takmörkunar á atvinnufrelsi. Formaður Samtaka skozkra sjómanna, Alex Smith, segir að það verði gagnlegt að hitta Blair og framkvæmdastjóri þeirra, Hamish Morrisson, segir að þar fái þeir tækifæri til að skýra afstöðu sína til fram- komu Evrópusambandsins. „Við verðum að breyta afstöðu okkar til þess hvernig við semjum við ESB, en eins og er eru sam- skiptin óviðunandi,“ segir hann. Skozkir sjómenn hafa ákveðið að sækja um opinbera styrki um næstu mánaðamót til að bæta þeim sjómönnum skaðann, sem þurfa að binda báta sína langtímum saman. Þá þurfi einnig nothæfa áætlun um hvernig hægt sé að byggja fiskistofnana upp á ný. Morrison segir að til viðbótar því að rústa afkomu sjómanna, leiði niðurskurður ESB ekki til uppbyggingar fiskstofnanna. Því vill hann samvinnu við brezk stjórnvöld um aðr- ar leiðir til fiskverndar. Um 10.000 manns vinna við skozka fisk- iðnaðinn og fjárfesting í honum nemur 32,5 milljörðum íslenzkra króna. „Við viljum halda eins mörgum í vinnu og mögulegt er og við munum berjast fyrir sérhverri stöðu. Ef við missum hæfasta fólkið, snýr það aldr- ei til baka í fiskiðnaðinn,“ segir Robert Milne, framkvæmdastjóri Samtaka fisk- framleiðenda í Skotlandi. Það er mikið í húfi, en svona harkalegum aðgerðum hefði vel verið hægt að afstýra með ábyrgri fiskveiðistjórnun og að grípa fyrr inn í. Fyrir vikið verður skellurinn meiri. Þorskafli minnkar um nær helming og munar um minna þrátt fyrir að árlegur þorskafli Breta hafi aðeins verið um 40.000 tonn. Atvinnuleysi og gjaldþrot hjgi@mbl.is ll STRÍÐSÁTÖK Loftur Ólafsson ll SJÁVARÚTVEGUR Hjörtur Gíslason ◆ Á LVER Fjarðaáls sf. á Reyðarfirði verður, að sögn Jakes Siewerts, talsmanns Alcoa, fullkomnasta og umhverfisvænasta álver fyr- irtækisins til þessa. Það getur líka orðið dýrasta álver sögunnar, en fyrir- tækið gerir ráð fyrir að stofnkostnaður muni svara til um 90 milljarða íslenskra króna. Samhliða álverksmiðjunni reisir Lands- virkjun Kárahnjúkavirkjun, sem sjá mun henni fyrir rafmagni. Landsvirkjun hefur gert mat á arðsemi og fjárhagslegri áhættu vegna virkjunarinnar. Matið var framkvæmt þannig að áætlað var fjárstreymi vegna fram- kvæmdarinnar og það núvirt með tilliti til ávöxtunarkröfu, þ.e. þeirrar ávöxtunar sem almennt er talið að fjárfestingar á borð við virkjunina eigi að bera. Miðað var við að ávöxtunarkrafan væri jöfn vegnum fjármagnskostnaði Landsvirkjunar (e. WACC, „Weighted Average Cost of Cap- ital“). Fyrirtækið fjármagnar sig með tvenn- um hætti; annars vegar með eigin fé og hins vegar lántöku. Lántaka er 75% fjármögnun- arinnar, en eigið fé 25%. Í matinu er gert ráð fyrir að kostnaður vegna lántöku, þ.e. vextir, sé 5,5%. Kostnaður vegna eigin fjár, þ.e. ávöxtunarkrafa á eigið fé, er talinn eiga að vera 11%. Fjármagnskostnaður, með tilliti til þessara hlutfalla, er því 0,75 * 5,5 + 0,25 * 11 = 6,875%. Þetta svarar til um 5% raunávöxt- unar, miðað við verðbólgu á mælikvarða framleiðendavísitölu í Bandaríkjunum. Áhöld um ávöxtunarkröfu Niðurstaða matsins er að raunávöxtun verði 5,5% og nái því þessari ávöxtunarkröfu. Sjóð- streymi, að teknu tilliti til þessarar ávöxtun- arkröfu, er jákvætt um 6,6 milljarða króna. Þetta þýðir að tekjur vegna virkjunarinnar í framtíðinni eru hærri en gjöld og stofnkostn- aður. Því er talið að fjárfestingin borgi sig, en þess ber að geta að áhöld hafa verið um hvort ávöxtunarkrafan í mati Landsvirkjunar hafi verið of lág. Bent hefur verið á, að í skjóli ábyrgðar hins opinbera á lánum Landsvirkj- unar njóti hún betri vaxtakjara en ella. Rétt væri, í útreikningum á ávöxtunarkröfu, að gera ráð fyrir þeim vöxtum sem fyrirtækið þyrfti að greiða án ábyrgðarinnar, enda greiði Landsvirkjun aðeins fyrir hana að hluta. Auk þess liggja að baki matsins ýmsar umdeilanlegar forsendur. Frávik hefðu mikil áhrif Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að stofn- kostnaður fari ekki fram úr áætlun, en Landsvirkjun gerir ráð fyrir um 95 milljarða framkvæmdakostnaði. Það mat er byggt á til- boði ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo í aðrennslisgöng og stíflu, sem nemur samtals helmingi stofnkostnaðar. Í næmnigreiningu, sem birt er í skýrslu sem nefnd gerði fyrir eigendur Landsvirkj- unar, kemur fram að frávik í stofnkostnaði myndu hafa mikil áhrif á arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar. Ef stofnkostnaður hækkaði um 10%, upp í um 105 milljarða króna, myndi raunávöxtun lækka úr 5,5% í 4,8% og núvirði sjóðstreymis verða neikvætt um tæpa 2,5 milljarða. Því verður að teljast mjög mikil- vægt að kostnaðaráætlanir standist. Þó ber að geta þess, að í kostnaðaráætluninni er gert ráð fyrir að ófyrirséð útgjöld nemi 13 millj- örðum, eða 14%, þannig að e.t.v. eru litlar lík- ur á að hún standist ekki. Mikilvægasta forsendan er álverð, en orku- verð, og þar með tekjur vegna virkjunarinn- ar, er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Í mat- inu er gert ráð fyrir því að álverð verði 1.564 dollarar á tonnið árið 2007, þegar framleiðsla á að hefjast. Áætlað er að það lækki um 0,45% árlega á líftíma virkjunarinnar. Breytingar á þessari forsendu hafa mjög mikið að segja um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, samkvæmt næmnigreiningunni. Ef það verður 10% lægra en gert er ráð fyrir á samningstím- anum (1.390 dollarar 2007) minnkar arðsemin um 9,7 milljarða króna, eða 0,8 prósentustig, og verður 4,7%. Núvirt sjóðstreymi verður því neikvætt um rúma 3 milljarða króna. Ef álverð lækkar um 0,55% á ári, í stað 0,45%, minnkar sjóðstreymi um tvo milljarða að núvirði, niður í 4,5 milljarða. Ef orkusala minnkar um 2%, um tæplega 100 gígawatt- stundir á ári, minnkar sjóðstreymið um tæp- lega 1.900 milljónir að núvirði. Ef orkusölu seinkar um eitt ár og hefst ekki fyrr en í ágúst 2008 fer hreint núvirði Kárahnjúkavirkjunar úr 6,6 milljörðum króna niður í 1,4 milljarða. Að sjálfsögðu hafa frávik í hina áttina öfug áhrif, af svipaðri stærðargráðu. 21–26% líkur á að krafa náist ekki Af þessu er ljóst, að mikilvægt er að forsend- ur mats Landsvirkjunar standist. Í fyrr- nefndri skýrslu eigendanefndar segir að Landsvirkjun hafi fengið fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár til að gera hermilíkan af sveiflum í helstu stærðum sem máli skipti, m.a. álverði, vöxtum og gengi gjaldmiðla. „Líkanið lýsir innbyrðis tengslum þessara stærða, en inniheldur jafnframt tilviljana- Áhöld um arðsemi og áhættu Sitt hefur sýnst hverjum í umræðu um arðsemi væntanlegrar Kárahnjúkavirkjunar. Ívar Páll Jónsson kynnti sér þessa risavöxnu framkvæmd Landsvirkjunar. Í LÁNSHÆFISMATI Standard & Poor’s á Lands- virkjun, sem veitir fyrirtækinu sömu einkunn og íslenska ríkinu, segir að ef ekki væri fyrir ábyrgð eigenda fyrirtækisins á skuldbindingum þess væri einkunnin „barely investment grade“, eða sem svarar til svokallaðrar BBB einkunnar. Sú ein- kunn er lægsta einkunnin sem telst vera „invest- ment grade“. Með eigendaábyrgðinni er hún nú A+, eða hin sama og hjá íslenska ríkinu. Eftir því sem lánshæfismat er lægra þarf fyrirtæki að öllu jöfnu að borga hærri vexti. Í arðsemismati vegna Kárahnjúkavirkjunar ger- ir Landsvirkjun ráð fyrir að greiða að jafnaði 5,5% nafnvexti, að inniföldu 0,25% ábyrgðargjaldi vegna eigendaábyrgðarinnar. Eftir því sem næst verður komist myndi Landsvirkjun að öllu jöfnu þurfa að greiða allt að 1,5% hærri vexti ef ekki væri fyrir ríkisábyrgðina. Þó eru sérfræðingar Núvirt tap án EKKI fannst sérfræðingur í helstu bönkum landsins til að tjá sig um hvort ávöxtunarkrafa Landsvirkjunar til Kárahnjúkavirkjunar væri of lág. Leit- að var til þeirra allra; Íslandsbanka, Búnaðarbanka, Kaupþings og Lands- banka. „Vil ekki tjá mig“ k s a k a a t k u t ll FRÉTTASKÝRING Stóriðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.