Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 B 9 NÚR VERINU S K E L F I S K B Á T A R SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. GRETTIR SH 104 210 38 5 Stykkishólmur KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 3 104 44 5 Stykkishólmur ÞÓRSNES II SH 109 146 27 5 Stykkishólmur ÞÓRSNES SH 108 163 36 5 Stykkishólmur TÍU nemendur luku skipstjórn- arprófum við Stýrimannaskólann í Reykjavík á haustönn. Skipstjórn- arprófi 3. stigs eða farmannaprófi luku 8 nemendur og 2 luku skip- stjórnarprófi 1. stigs. Skipstjórn- arpróf 3. stigs veitir alþjóðleg rétt- indi til skipstjórnar á flutninga- og farþegaskip. Eftir breytingu á námstilhögun yfir í áfangakerfi ár- ið 1998 er nám til loka skipstjórn- arprófa 3. stigs ein önn að loknu skipstjórnarprófi 2. stigs, sem flest- ir ljúka að vori. Til þess að ljúka skipstjórnarprófi 3. stigs verður viðkomandi af hafa lokið skip- stjórnarprófum 1. og 2. stigs og ljúka sumir nemendur prófinu sam- hliða 3. stigs prófinu. Við Stýrimannaskólann eru frá gamalli tíð fjölmörg hefðbundin verðlaun sem velunnarar skólans og gamlir nemendur hafa gefið í 111 ára sögu skólans síðan 1891. Af þeim nemendum sem luku nú far- mannaprófinu náði Guðmundur Rúnar Jónsson, Mosfellsbæ, bestum námsárangri og hlaut hann í verð- laun Farmannabikarinn og verð- launapening Eimskip, sem gaf á sínum tíma bikarinn sem far- andverðlaun. Guðmundur Rúnar hlaut einnig verðlaunaúr, áletrað armbandsúr af bestu gerð, úr sjóði Guðmundar B. Kristjánssonar, fyrrv. siglingafræðikennara við Stýrimannaskólann í 40 ár. Guð- mundur Rúnar fékk einnig verð- laun úr Verðlaunasjóði Páls Hall- dórssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans frá 1900–1937, fyrir „kunnáttu, háttprýði og skyldurækni“ við námið. Eins og undanfarin ár færði Skerpluútgáfan öllum útskrift- arnemum áritað eintak af Sjó- mannaalmanaki Skerplu fyrir árið 2003. Í stuttu ávarpi, sem skólameist- ari flutti áður en skírteini voru af- hent minntist hann á söguleg tíma- mót í sögu Stýrimannaskólans í Reykjavík, þegar Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra undirrit- aði hinn 5. desember sl. þjónustu- samning á milli menntamálaráðuneytisins og Menntafélagsins ehf. til 5 ára, sem tekur gildi 1. ágúst nk. Að Mennta- félaginu standa Landssamband ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sam- tök íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK), og Samorka, samtök orku- framleiðenda í landinu. Auk full- trúa þessara fyrirtækja eiga forseti Farmanna- og fiskimannsambands Íslands og formaður Vélstjóra- félags Íslands sæti í stjórn félags- ins. Af þessu leiðir að starfsemi skólanna á vegum mennta- málaráðuneytisins verður lögð nið- ur og öllum fastráðnum starfs- mönnum skólanna verður sagt upp störfum með a.m.k. þriggja mán- aða fyrir og eigi síðar en 1. maí 2003. Öllu starfsfólki hefur eftir undir- skrift samningsins verið sent bréf, þar sem því er boðin endurráðning hjá hinu nýja félagi á þeirra for- sendum og því heitið, að skólarnir muni að öðru leyti en nýjum rekstr- araðila og breyttri yfirstjórn starfa eins og verið hefur. Forsvarsmenn fyrrgreindra félaga sögðu við und- irskrift samningsins hinn 5. desem- ber sl., að markmið þeirra með breytingu á rekstrarformi væri fyrst og fremst að efla skólana, treysta og auka tengslin við at- vinnulífið og námið verði áfram undir eftirliti starfsgreinaráðs sjávarútvegs og siglinga og menntamálaráðuneytisins. Um þetta sagði Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari við braut- skráningu nemendanna: „Við verð- um að treysta því að staðið verði við gefin fyrirheit og með því að at- vinnuvegirnir bera meiri ábyrgð verði hér boðið upp á enn fjöl- breyttara nám og meiri möguleika fyrir ungt fólk sem vill snúa sér að sjávarútvegi en er í dag. Með öðr- um orðum að námið fái meiri breidd en verið hefur. Sú breidd sem hefur t.d. verið í námi vél- stjórnarmanna hefur verið lykillinn að því að fleiri nemendur hafa sótt Vélskóla Íslands á undanförnum árum en nám í Stýrimannaskól- anum.“ Guðjón ræddi síðan þá hug- mynd, að í Sjómannaskóla Íslands yrði komið upp Háskóla sjávar- útvegs og siglinga eða Fræðasetri sjómanna og allra þeirra sem koma að þessum atvinnuvegi, bæði til lands og til sjávar. Þarna yrði að- setur skipstjórnar- vélstjórnar- og tæknináms, fiskvinnslu, haffræði, fiskifræði, náms í veiðarfæragerð, veiðarfærarannsóknir, flutn- ingafræði kaupskipa, (shipping), markaðsfræði sjávarafurða, hafn- arstjórn, nám í alþjóðlegu skipaeft- irliti og hafnarríkisskoðun og t.d. fyrstu áfangar í vélaverkfræði í vélasölum Vélskóla Íslands. Sumt af þessu námi yrði hugsanlega að- eins ein önn, en val og fjölbreytni gæti gefið mikla möguleika og myndi laða ungt fólk að. Nemendur og kennarar við Stýrimannaskólann í Reykjavík á haustönn 2002. Talið frá vinstri: Jóhann Elíasson, stundakennari og fjármálastjóri, Tryggvi Gunnarsson kenn- ari, Eysteinn Sigurðsson kennari, Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson, lauk 3. stigi, Jón H. Magnússon kennari, Bergþór Hávarðsson, lauk 2. og 3. stigi, Hjörleifur Hjörleifsson kennari, Örvar Ólafsson, Bjarni Rúnar Baldursson, lauk 3. stigi, Benedikt Blöndal kennari, Jón Þór Bjarnason, kennari og áfangastjóri, Pálmi Jónsson, Guðmundur Birkir Agnarsson, Guðmundur Richard Guðmundsson, Ágúst Þorsteinsson kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari. Tíu ljúka skipstjórnarprófum RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Útgerðarmenn — skipstjórar Allt til netaveiða Erum með á lager mikið úrval af þorska-, ufsa- og ýsunetum. Gott verð. Gerum tilboð í magninnkaup. Vorum að fá ódýru grásleppunetin. Upplýsingar í síma 520 7309. ATVINNA Skipstjóri óskst Skipstjóri óskast á 220 tonna dragnótabát sem gerður er út frá Suðurlandi og Suðausturlandi. Upplýsingar í síma 864 2692. SALA Icelandic UK, dótturfyr- irtækis SH í Bretlandi, gekk vel á síðasta ári að sögn framkvæmda- stjórans Magna Þórs Geirssonar. Hann segir að veltan hafi verið svipuð og árið 2001, en aukningin í veltu milli áranna 2000 og 2001 var veruleg, fór úr 31 milljón punda í 41, eða úr fjórum milljöðrum í 5,3. Icelandic UK selur fyrst og fremst sjófryst þorskflök og rækju, en auk þess sjófrysta ýsu og land- frystar afurðir. Fiskurinn fer að langmestu leyti í þjóðarrétt Breta, fisk og franskar. Magni segir að sala á rækju hafi í magni talið aukizt um 10% á síð- asta ári og telji hann það góðan ár- angur því markaðurinn hafi verið þungur. Því miður hafi verð á rækju lækkað nokkuð á síðasta ári og því sé ekki um verðmætaaukn- ingu að ræða á heildina litið. Tekið á gæðamálunum „Salan á sjófrystu flökunum hefur gengið vel. Við leggjum mikla áherzlu á vörumerkið okkar Ice- landic og það hefur skilað góðum árangri, einkum vegna þess að við höfum tekið mjög vel á gæðamálum heima á Íslandi í samvinnu við SH þjónustu, sem við rekum að hluta til. Við tókum upp þá nýbreytni nú um áramótin að veita sérstök gæðaverðlaun fyrir sjófrystar af- urðir og þetta allt hefur leitt til mikilla gæða. Gæðin leiða svo aftur til þess að betur gengur að selja flökin. Salan var mjög góð í desem- ber, enda borða Bretar þá mikið af fiski og frönskum. Janúar er lakari sölumánuður, en þó að mikið af flökum hafi komið frá Íslandi um áramótin hefur salan gengið vel hjá okkur, einkum í þorskinum. Mikið framboð af ýsu Staðan í ýsunni er verri. Framboð á sjófrystri ýsu hér í Bretlandi hef- ur verið að aukast, en markaðurinn er bæði svæðisbundinn og tak- markaður. Færeyingar hafa aukið ýsuveiðar og kvótinn á ýsu á Ís- landi hefur verið aukinn sem og í Barentshafi. Þá er rétt að benda á það að sjófrysta ýsan frá Íslandi hefur lengst af nær eingöngu farið til Bandaríkjanna. Sá markaður er nú orðinn yfirfullur og því leitar ýsan í auknum mæli hingað,“ segir Magni. Áhrif til lengri tíma Spurður um áhrif niðurskurðar á þorskkvótanum í Norðursjó segir Magni að til lengri tíma litið muni niðurskurðurinn hafa einhver áhrif á markaðinn, mest þá á þann hátt að verð haldist uppi. Bretar hafi veitt mjög lítið af þorski síðustu ár- in, aðeins um 40.000 tonn og sá fiskur hefur nær eingöngu farið ferskur í dreifingu og hefur því ekki verið í beinni samkeppni við okkur í fyrsta fiskinum. „45% nið- urskurður á 40.000 tonnum er held- ur ekki mikið magn, þó að hann komi mjög illa við marga, sér í lagi þá sem stunda veiðarnar hér,“ seg- ir Magni Þór Geirsson. Gæðin hjá Icelandic UK greiða fyrir sölunni „STJÓRN Eldingar mótmælir harðlega aðför Hafrannsóknastofn- unarinnar að útgerð línubáta á norð- anverðum Vestfjörðum. Samkvæmt fréttum af fiskiríi allt í kringum land- ið er óvenjumikið um smáfisk í aflan- um. Það er því athyglisvert að af sex fyrstu lokunum á þessu ári eru þrjár á línubáta á norðanverðum Vestfjörð- um, til viðbótar tveimur reglugerðar- hólfum sem eru á svæðinu. Við velt- um því fyrir okkur hvort þetta sé svar Hafró við gagnrýni okkar á stjórn stofnunarinnar.“ Þetta segir m.a. í ályktun stjórnar Smábátafélagsins Eldingar á norðan- verðum Vestfjörðum. Þar er mót- mælt skyndilokun á Vestfjarðarmið- um, þar sem hlutfall smáþorsks, eða þorsks undir 55 sentimetrum, við mælingu á afla þriggja báta var hærra en 25%. Félagið hefur sent Hafrannsóknastofnuninni bréf þar sem fram koma efasemdir um að þorskur á þessu kaldsjávarsvæði, sem er á bilinu 45-55 sentimetrar, hafi ekki náð 4 ára aldri. Nauðsynlegt sé að vanda til verka, þegar ákvörðun sé tekin um að loka á allar línuveiðar hjá bátum sem gerðir eru út frá byggðarlögum, enda eigi þeir allt sitt undir útgerð þeirra. Í bréfinu er þess farið á leit við Hafrannsóknastofn- unina að sendur verði eftirlitsmaður til frekari athugana á svæðinu. Nauð- synlegt sé aldursgreina fiskinn þann- ig að enginn vafi leiki á að ekki sé ver- ið að loka á veiðar þar sem fiskur er eldri en 4 ára, þó hann sé undir lengd- arviðmiðunarmörkum. Í ályktuninni segir ennfremur að á undanförnum öldum hafi það verið al- kunn staðreynd, að fiskur hafi alist upp á Vestfjarðamiðum, en jafnframt hafi miðin verið nýtt af heimamönn- um og útlendingum. „Á undanförnum árum hafa Vestfirðingar verið að byggja upp flota smábáta og aflað sér fiskveiðiheimilda í þeim flokki. Það hefur því mjög alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf á svæðinu ef banna á línuveiðar meira og minna innan við 16 mílur. Það er með öllu óviðunandi að útgerð og fiskvinnsla, sem eru undirstöðuatvinnuvegur hér, eigi það undir duttlungum örfárra manna hvernig þeir beita því valdi sem þeim er fært með lögum um skyndilokanir vegna smáfisks í afla,“ segir í ályktun Eldingar. Mótmæla skyndi- lokunum Smábátafélagið Eld- ing vill að smáfiskur verði aldursgreindur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.