Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI EKKI er óeðlilegt að stjórnmála- menn velti hugtakinu trausti fyrir sér því allir sækjast þeir eftir trausti kjósenda og þegar það glat- ast finna þeir fyrir því með persónulegri hætti en flestir aðrir. Traust er hins vegar ekki síður mikilvægt hugtak í við- skiptalífinu þar sem tiltrú neyt- enda á vörum og þjónustu ræður úrslitum um vöxt og viðgang fyrirtækja og traust fjárfesta á verð- og hlutabréfa- mörkuðum er afgerandi þáttur í verðmyndun. Bráðnauðsynlegt er því fyrir stjórnendur í atvinnulífinu að vera vel upplýstir um hvaða áhrif breytingar á trúnaðartrausti almennt geta haft. Hryðjuverk, spilling og brostnar væntingar Á síðastliðnum misserum hafa ýms- ir atburðir grafið undan almennu trúnaðartrausti fólks. Má þar nefna hryðjuverk, bókhaldssvik (sbr. En- ron og World.com), óvissu um ör- yggi lyfja (t.d. nýjar upplýsingar um hormónalyf fyrir konur), brostnar væntingar til Internets- ins, hneykslismál innan kaþólsku kirkjunnar og almenna efnahags- lægð í heiminum. Ekki er ólíklegt að atburðir sem þessir grafi einnig undan trúnaðartrausti almennings til fyrirtækja og vörumerkja og því mikilvægt fyrir atvinnulífið að meta hvaða áhrif þetta muni hafa á virkni boðmiðlunar við markaðssetningu vöru og þjónustu. Systurstofa Nonna Manna/Yddu, FCB World- wide, ákvað að kanna hvaða breyt- ingar hefðu orðið á trúnaðartrausti almennings til að nýta við ráðgjöf fyrir viðskiptavini. Undir yfirskrift- inni „The Truth About Trust“ voru framkvæmdar bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknir á 15 stöð- um í heiminum, þar með talið á Ís- landi (sjá töflu), með það að mark- miði að öðlast skilning á eftirfarandi spurningum: Hvernig hefur almenningur víðs vegar um heiminn brugðist við ofangreindum atburðum? Hvaða áhrif hefur dvín- andi trúnaðartraust á fyrirtæki og pólitískar og samfélagslegar stofn- anir? Hvaða áhrif hefur dvínandi trúnaðartraust á vörumerki? Hver eru áhrifin á boðmiðlun auglýs- enda? Hvernig og hverju á að miðla til að ná árangri? Hefur boðmiðlun misst áhrif sín við þessar nýju að- stæður? Hvaða áhrif mun allt þetta hafa á boðmiðlun til langs tíma? Glatað sakleysi Mjög margir álíta að ekki sé lengur hægt að treysta í blindni hvort heldur sem er fyrirtækjum, stofn- unum eða vörumerkjum. Segja má að almenningur hafi glatað sakleysi sínu. Í reynd virðist sem almennt traust sé að verða lúxus sem fáir geta leyft sér algjörlega öfugt við það sem viðgekkst fyrir aðeins ör- fáum misserum. Kannanirnar sýna umfangsmiklar breytingar í lífsvið- horfi almennings sem nú treystir ekki bara mun meira á sjálfan sig heldur virðist meðvitað leita að sinni eigin útgáfu af sannleikanum í sínum „eigin“ afmarkaða heimi. Góðu fréttirnar fyrir auglýsendur eru þær að vörumerki virðast vel- komin í þennan „heim“ en þó með verulegum skilyrðum. Til dæmis kemur í ljós að vörumerki sem tengjast of mikið ímynd fyrirtækja- samsteypna (e. corporate) eiga und- ir högg að sækja. Almenningur álítur að stöðugt sé erfiðara að átta sig á sannleikanum þar sem á honum dynji æ fleiri áreiti sem hefur verið hagrætt af aðilum sem eiga fjárhags- og mark- aðslegra hagsmuna að gæta. Þessi aukna vitund um eðli upplýsinga- flæðisins hefur leitt af sér viðhorfs- breytingu. Krafa dagsins er „um- búðalausar upplýsingar“. Sem dæmi um breytingu í fjölmiðlanotk- un sem þetta hefur leitt af sér eru hinir fjölmörgu raunveruleikaþætt- ir sem náð hafa gífurlegum vin- sældum úti um allan heim en þeir eru allir byggðir á hráum umbúða- lausum upplýsingum í stað vand- lega framleiddra þátta sem algeng- astir hafa verið fram að þessu. Nýjar leikreglur fyrir auglýsendur Bæði eigindlegu og megindlegu rannsóknirnar leiddu í ljós marg- víslegar niðurstöður sem sköpuðu grundvöll fyrir vegvísa um skyn- samlega mótun boðmiðlunar til að byggja upp samband við almenning í ljósi breyttra aðstæðna (sjá mynd). Meðal annars kom í ljós að mörg þeirra hefðbundnu orða sem mikið eru notuð í auglýsingum og kynningarstarfi hafa misst áhrifa- mátt sinn, sérstaklega hvað varðar uppbyggingu á trausti. Ástæða þessa er sú að neytendur eru orðnir miklu sjóaðri í að greina og túlka boðmiðlunaráreiti en flestir gera sér grein fyrir. Þeir greina upplýs- ingarnar m.a. út frá gagnsæi þeirra, framsetningu og einlægni. Þeir auglýsendur sem eru líkleg- astir til að ná árangri við þessar breyttu aðstæður eru þeir sem skilja að blæbrigði og tónn skila- boðanna geta sagt meira en orðin sjálf. Ljóst er að umtalsverðar breytingar hafa orðið á viðhorfi og hegðun almennings úti um allan heim sé litið til þeirra niðurstaðna sem hér hafa verið reifaðar. Þeim fylgja bæði hættur og tækifæri sem vert er fyrir auglýsendur að huga að við markaðsstarf sitt á næstunni. $         !     %  &     ! "!   # !    #$ %&  " !'( %)    *+ % #   +  #$#   # $$,     ' $! # !%  ' - $      .  /  0!  - 1"   # ! -  23$ !   !!  $$  4 +  (      5     # 67  #   8  9 :    $     2;  '-$$ + $     <,  $  $    = +  #"   26   $# !  >   + ! ( ??, $   + # !$ & 6 &  $'&' $! # !       ! : #&$!#  ! $  !% !%-  , ' ( ) * + , - $  <   !+ !    >   #"   $+- & >    !+ %   # @ '(!  ??, $ 3"+!!  -   20$ & 3"+!!  + $ 26 ! $$ &$ A! +&  B  "  -  $ >+$+ !   ! !   2 1$$ !%  $  !     Traust – leitin að sannleikanum Að undanförnu hefur hugtakið traust verið nokkuð áberandi í op- inberum umræðum hér á landi, skrifar Hallur A. Baldursson, ekki síst stjórnmála- umræðum. . &C $ $ $ $ $    . &>   DEF) + +   / 0 "#$  "%& &   "'  "( ) * "%&+ $ ",$ "-./&  ", 0  1 1& 1 "2 $  "& (& "3 $  21%  "'4 5 "6  $  1   3  "7  "89$  hallur@nm.is Höfundur er framkvæmdastjóri Nonna Manna/Yddu. KAUPÞING banki hefur aukið hlut sinn í sænska bankanum JP Nordiska í 92,7%. Þar sem bankinn hefur eignast meira en 90% í JP Nordiska mun hann fljótlega hefjast handa við að beita innlausnarrétti sínum gagnvart minnihlutaeigend- um JP Nordiska og eignast þar með alla hluti í bankanum. Vegna þessa verður óskað afskráningar JP Nordiska af kauphöllinni í Stokk- hólmi. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að Kaupþing banki mun beita innlausnarrétti sín- um gagnvart minnihlutaeigendum í JP Nordiska og eftir atvikum kaupa hluti á kauphöllinni í Stokkhólmi með það að markmiði að eignast alla hluti í hinum sænska banka. Kaupþing banki hefur einnig ákveðið að hlutast til um að JP Nordiska verði afskráð af Kauphöll- inni í Stokkhólmi í tengslum við fyr- irhuguð kaup bankans á öllum hlut- um í JP Nordiska. JP Nordiska mun annast um atriði er lúta að inn- lausnarréttinum sem og því ferli sem fara mun fram í tengslum við afskráningu. Óskað eftir afskrán- ingu JP Nordiska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.