Morgunblaðið - 19.01.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.01.2003, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Föðurfólk hennar var frá Prag, og faðir henn- ar var liðsforingi í austurríska hernum. Fjöl- skyldan átti mjög arðvænlegt vefnaðarvöru- fyrirtæki, en þegar Hitler komst til valda urðu þau að yfirgefa heimili sitt eins og flestir gyð- ingar. Þau fengu ekki vegabréf, en sendu dæt- urnar, móður mína og systur hennar sem þá voru börn að aldri, til ættingja í Sviss. Þaðan tókst systrunum að flýja og skömmu síðar for- eldrum þeirra. Eina landið sem þau gátu farið til var Ísrael, en þó var það ekki heiglum hent að komast inn í landið og þau lentu í lífshættu þegar skothríð dundi á bátnum sem flutti þau. Bretar á svæðinu höfðu sagst mundu taka á móti gyðingum, en þegar arabar sáu hversu margir innflytjendurnir voru, tóku þeir fyrir það og Bretar settu bann við fleiri innflytj- endum. Fólkinu mínu tókst þó að komast inn í landið en skömmu síðar lést afi minn. For- eldrar hans höfðu þá verið fluttir í útrýming- arbúðir nasista í Buchenwald þar sem þau lét- ust. Móðir mín, fimmtán ára og auralítil, fékk vinnu og var afar heppin. Hún talaði þýsku, frönsku og ensku, lærði auk þess hebresku og arabísku mjög fljótt eins og fólk gerir á þeim aldri, og varð fyrsti ritari Ben-Gurions, fyrr- um forsætisráðherra Ísraels.“ Lék sér með perlur Dorrit fæddist árið 1950 og ólst upp ásamt systur sinni Tamöru en Sharon, yngsta syst- irin, fæddist síðar í London. Húsið í Jerúsal- em var stórt, enda þurfti það að rúma um tutt- ugu manns, stórfjölskylduna og fólk sem aðstoðaði við húshaldið. Faðir hennar hafði tekið við fyrirtæki fjölskyldunnar og eflt mjög viðskiptin. Hann seldi gimsteina víðsvegar um heim og einnig til helstu konunga arabaríkj- anna. Í borginni héldu átök milli stríðandi afla áfram og börn vöndust hljóðum sprengjunnar. Dorrit segir að enn finnist henni sem menn séu að berjast einhvers staðar þegar þeir fagna áramótum með tilheyrandi spreng- ingum. En systurnar ólust upp við gott atlæti. Dorrit lærði snemma á skíðum enda hefð fyrir þeirri íþrótt í móðurættinni, fjögurra ára gömul lærði hún að sitja hest, hún fór í ballett og í tónlistarskóla þar sem hún lærði á píanó. „Þá voru aðeins tvö píanó í borginni. Annað átti afi minn og hitt var í breska sendiráðinu. Afa þótti tilhlýðilegt að dæturnar lærðu á pí- anó. Við vorum þess vegna þau fyrstu í borg- inni sem eignuðust píanó og einnig þau fyrstu sem fengu sér kæliskáp! Ég var send í skóla sex ára gömul en mér gekk illa að læra að lesa svo kennarinn kallaði á föður minn og sagði að það væri ekkert hægt að kenna mér. Lesblinda var enn óþekkt þeg- ar ég var að alast upp. Faðir minn reiddist og tók mig úr skólanum. Ég fékk einkakennara en tók litlum framförum hjá honum. Hins veg- ar eyddi ég miklum tíma með föður mínum og ferðaðist með honum. Á endanum var það hann sem kenndi mér að lesa og skrifa.“ Ég spyr hvers vegna honum hafi tekist það sem kennaranum tókst ekki? „Líklega af því að hann þekkti vandamálið af eigin raun, vissi hvaða aðferðir voru væn- legastar til árangurs. Hann fræddi mig auk þess um allt milli himins og jarðar enda fróður maður og vel lesinn. Hann getur lesið sjö forn tungumál sem nú eru útdauð, auk ensku, hebresku, arabísku, þýsku og frönsku og hef- ur í áratugi lagt stund á fornleifafræði. Safn hans er eitt mikilvægasta einkasafn fornminja sem til er frá þeim svæðum sem fjallað er um í Biblíunni og eru flestir munirnir 2.000 til 8.000 ára gamlir. Meðal annars innsigli ýmissa konunga sem getið er um í Gamla testament- inu og eini gripurinn sem til er og menn telja að geti tengst Örkinni hans Nóa. Faðir minn hefur unnið mikið að rannsóknum með fjölda prófessora og fræðimanna víða að úr veröld- inni, sérfræðingum í tímum Gamla og Nýja testamentisins. Hann var og er góður kennari og ég hef lært mikið af honum.“ En hvernig varst þú sem barn? „Klifrandi upp um alla veggi ef ég man rétt. Synti líka mikið, en svo komu stundir sem ég las, og þá helst sögu. Mestum tíma varði ég þó með föður mínum í versluninni. Skoðaði gim- steina og fagra hluti, lék mér með perlur. Ég man að ég velti því mikið fyrir mér hvað lista- maðurinn hefði verið að hugsa þegar hann bjó til gripina. Og faðir minn kenndi mér að greina þá. Líttu á þessa perlu, sagði hann, sérðu ólíka liti hennar? Taktu smaragðinn, hvers konar líf er í honum? Og þannig hafði honum einnig verið kennt.“ Hann hefur haft mikil áhrif á þig? „Hann gerði það og ég ákvað mjög snemma að feta í fótspor hans. Ég var líka hænd að föð- urömmu minni. En ætli ég hafi ekki verið fyr- irferðarmikil og ófeimin fram að tólf ára aldri. Þá varð ég ósköp feimin enda þá nýflutt til London, talaði litla ensku og átti enga vini. En foreldrum mínum fannst þau ekki geta skapað dætrum sínum öryggi og góða framtíð í Ísrael, svo þau tóku þá ákvörðun að flytjast til Eng- lands.“ Fjölskyldan settist að í London, dæturnar fóru í skóla og foreldrarnir komu aldagömlu fyrirtækinu af stað á nýjan leik í Hilton-hóteli þar sem það er enn. Fljótlega fór Dorrit að starfa í versluninni. „Ég var farin að selja gimsteina með foreldrum mínum fjórtán ára gömul. Á þeim tíma töluðu menn um sveifluna í London, nýja tíma í tónlist og tísku, og fólk kom hvaðanæva úr heiminum. Hilton-hótelið var fyrsta nýtískulega hótelið sem byggt var í borginni, hið eina sem hafði loftkælingu, og þar vildu flestir vera sem einhvers máttu sín. Ég man eftir auðugum Bandaríkjamönnum og Grikkjum sem komu inn í verslunina á krókódílaskóm, keyptu demanta glaðir og reifir, komu svo næsta dag og vildu skila þeim, höfðu þá tapað öllu í spilavítunum og kenndu steinunum um. Elísabeth Taylor kom inn einn daginn og fjárhættuspilari frá Las Vegas þann næsta. Og þegar arabísku olíufurstarnir fóru að koma til London versluðu þeir við okk- ur því foreldrar mínir töluðu arabísku og þeir þekktu líka ættina. Var faðir þinn einn helsti demanta- kaupmaður Englands? „Því verða aðrir að svara,“ segir hún. Þegar ég sé að mér verður ekkert ágengt í þeim efnum sný ég mér að listum og spyr hvort það sé ekki rétt að hún hafi snúið sér að þeim á ákveðnum tíma? „Listir eru mér ástríða en ég hef ekki skap- að list. Það komu margir auralitlir gyðingar til okkar, frá Rússlandi og ýmsum stöðum í Evr- ópu, og það eina sem þeir áttu og gátu selt voru listaverk. Ég lærði að meta gildi lista- verka eins og gæði gimsteina. Það kom mér til góða síðar. Gerði upp gamla kastala Þegar ég var sextán ára samdi mér illa við móður mína. Hún vildi ekki að ég væri úti eftir klukkan tólf á kvöldin sem mér þótti afar óréttlátt því fjörið í „Lundúnasveiflunni“ byrj- aði aldrei fyrr en eftir miðnætti. Svo ég fór að heiman. Ég þurfti auðvitað að afla tekna strax og hafði því lítinn tíma til að íhuga hvert hug- urinn stefndi. Ég hóf störf í fataverslun, vann þar um tíma, en fór svo í skóla. Ég sótti öll námskeið í Victoria & Albert Museum, lærði listfræði, innanhússarkitektúr, skreytingar og hönnun. Fyrirtækið sem ég starfaði síðan hjá sameinaðist fyrirtæki eins þekktasta innan- hússarkitekts landsins, David Higgs, og af honum lærði ég margt. Ég var tuttugu og tveggja ára þegar ég var beðin um að gera upp og innrétta einn merkasta kastala 17. aldar, Meryworth-kastala í Kent. Vinnan tók mig þrjú ár, hverjum hlut fylgdi leit og heimilda- vinna. Fleiri verkefni fylgdu svo í kjölfarið og ég gerði upp mörg merk og söguleg hús. Í tæp tíu ár vann ég sem innanhússhönnuður.“ Dorrit gifti sig þegar hún var tvítug og bjó með eiginmanni sínum þar til þau skildu tíu ár- um síðar. En hún starfaði líka sem blaðamaður hjá breska tímaritinu Tattler og hvernig kom það til? „Þau hjá Tattler voru búin að biðja mig nokkrum sinnum um að koma í viðtal en ég baðst alltaf undan því. Það þótti víst merkilegt að ég skyldi hafa verið fær um að taka kast- alann í gegn ekki eldri en ég var. Árin liðu og enn var ég beðin um viðtal svo það endaði með því að ég féllst á að snæða hádegisverð með ritstjóranum sem er vel metin kona. Það varð ekkert viðtal úr þeim samræðum en hins veg- ar spurði hún hvort ég væri ekki til í að skrifa fyrir blaðið. Ég féllst á það og skrifaði svo fyr- ir tímaritið um menn og málefni. Um þær mundir var ég farin að starfa aftur hjá foreldrum mínum og ferðaðist mikið, fór vikulega til Mið-Austurlanda til að kaupa og selja. Ég var í tvöfaldri vinnu og bjó ein. Ég hafði átt bandarískan vin en hann lést úr krabbameini.“ Örlagatónar Hádegisverður hjá góðri vinkonu breytti högum Dorrit Moussaieff. Vinkona hennar hringdi og bauð henni til hádegisverðar, með þriggja mánaða fyrirvara. Sagði að forseti Íslands yrði meðal gesta, hvort hún gæti komið? Dorrit sagðist því mið- ur þurfa að afþakka boðið, hún yrði ekki í London í mars, hún þyrfti að fara á skart- gripasýningu í Basel og ætlaði á skíði á eftir eins og hún væri vön. Hún fór þó ekki til Sviss þegar til kom, faðir hennar þurfti að fara í hjartaaðgerð og hún vildi vera nálægt honum. Vinkona hennar ítrekaði þá boðið, hringdi daglega þegar á leið, en Dorrit sagðist vilja dvelja hjá föður sínum á sjúkrahúsinu, borða með honum hádegis- og kvöldverð. En daginn sem boðið var haldið, stuttu fyrir hádegi, sagðist móðir Dorrit ætla að borða hádeg- isverð með föður hennar. Þá hringdi Dorrit til vinkonunnar og spurði hvort boðið stæði enn? „Ákaflega tilviljunarkennt allt saman,“ seg- ir hún. „Þegar Ólafur Ragnar heyrði að ég væri blaðamaður spurði hann hvort ég vildi ekki skrifa grein um Ísland. Hann sagði mér frá landinu og eftir því sem á frásögn hans leið fékk ég meiri áhuga. Ég sagðist þó ekki geta komist til landsins fyrr en eftir hálft ár. Og þar með lauk viðræðum okkar. Þegar við kvöddumst grunaði hvorugt okkar að við ætt- um eftir að sjást aftur. En daginn eftir þegar ég var á leið til föður míns, gekk ég fram hjá stað þar sem minning- artónleikar um Yehudi Menuhin stóðu yfir. Mér hafði verið boðið á tónleikana en ekki komist. Þeim var að ljúka en ég ákvað að skjótast inn og skrifa nafn mitt í gestabókina. Ég gat ekki stillt mig um að hlusta á síðustu tónana, settist aftast og lét fara lítið fyrir mér, enda í gallabuxum og peysu meðan aðrir tón- leikagestir skörtuðu smóking og samkvæm- iskjólum. Tónleikunum lauk, forsetinn sem sat á fremsta bekk, stóð fyrstur manna upp og við horfðumst í augu. Við spjölluðum aðeins saman eftir tón- leikana og ákváðum að hittast aftur ef við gæt- um.“ Leyfist mér að spyrja hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn? „Ekki við fyrstu sýn en má vera að slíkt hafi gerst við aðra sýn.“ Eruð þið lík, eigið þið eitthvað sameig- inlegt? „Ég er ólík öllum mínum vinum og það gild- ir einnig um Ólaf Ragnar. En við höfum svipað gildismat. Lífsmátinn er ekkert ólíkur, við reykjum hvorugt og kunnum að meta kyrrð- ina. Við höfum bæði áhuga á íþróttum og sögu og þar með eru sameiginleg áhugamál upp- talin, enda eru uppruni okkar og uppeldi afar ólík. En það sama átti reyndar við um föður minn og móður. Kannski bætum við hvort annað upp.“ Hvað vissir þú um Íslandi áður en þú komst hingað? „Ég vissi að þið væruð mikil fiskveiðiþjóð, kannaðist við Íslendingasögur, Halldór Lax- ness, Björk, og hafði heyrt að næturlíf væri fjörugt.“ Hún segir að fjölskylda Ólafs Ragnars hafi tekið sér vel þegar hún kom til Íslands. „Þær tóku mjög vel á móti mér dæturnar Tinna og Dalla og einnig dætur Guðrúnar Katrínar af fyrra hjónabandi, Þóra og Erla. Það hjálpaði mér mikið. Eldra fólkið tók mér varlega í fyrstu. Sumir létu það vera að heilsa mér. En það er skiljanlegt, þjóðin hafði átt dásamlega forsetafrú þar sem Guðrún Katrín var, og nú var allt í einu ókunn kona í fylgd forsetans. En viðmót fólks breyttist mjög fljótt og nú mæti ég bara hlýju og vinsemd.“ Mér þykir það ekki undarlegt þegar hlý kona sem Dorrit á í hlut en íslenskukunnátta hennar kemur mér á óvart. Hún segir mér að hún hafi haft kennara í byrjun en því miður fái hún litla talþjálfun, fæstir tali við hana ís- lensku. „Meira að segja fimm ára börn svara mér á ensku þegar ég ávarpa þau á íslensku! Á flugvellinum, í verslunum, hvar sem ég kem er töluð við mig enska, nema þegar ég fer í heimsóknir með Ólafi Ragnari út á land. Þar talar fólkið við mig íslensku. Ég nýt þess að fara út á land.“ En hún fer landa á milli til vinnu. „Ég er með skrifstofu í London og á mína við- skiptavini. Ég sel skartgripi, hanna þá stund- um sjálf og ferðast enn mikið. Þegar stund gefst skrifa ég fyrir Tattler, þó sjaldnast und- ir nafni núorðið. Oft flýg ég til London í byrj- un vikunnar og kem hingað aftur á fimmtu- dagskvöldum en stundum er ég hér í nokkrar vikur í senn.“ Ég segist hafa heyrt að hún hafi tíma fyrir útivist og íþróttir þrátt fyrir annir og hún neitar því ekki. Segist fara í gönguferðir, leik- fimi, sund, og reyni að komast á skíði og hest- bak sem oftast. Mér sýnist á öllu að hún lifi af- ar heilbrigðu lífi? „Ætli það ekki. En ég er veik fyrir súkku- laði. Má bjóða þér mola?“ Íslenskur útsaumur í London Stærsta konfektaskja sem ég hef á ævi minni séð er sett fyrir framan mig. Ítalskt konfekt. Nokkrir molar eftir á botninum. Ég fæ mér aðeins einn. Maður verður að hemja sig. „Hefurðu smakkað ekta enskan jólabúð- ing?“ spyr hún, og þegar ég neita því fer hún fram í eldhús, kemur með einn fjórða part af kolbrúnum búðingi á kringlóttum diski og bið- ur mig í guðsbænum að láta óaðlaðandi útlit hans ekki villa um fyrir mér. „Þetta er lostæti og nú þarf ég að kveikja í honum með ko- níaki,“ segir hún, fer aftur fram og kemur með logandi, hálflokaða pönnu og hellir fimlega úr henni yfir búðinginn. „Þetta gerum við til að fá rétta bragðið. Það eru þurrkaðir ávextir í honum. Ég bjó hann til fyrir þrem mánuðum en svona búðing má geyma í þrjú ár. Gömul ensk hefð. Öllum finnst hann vondur nema mér og Ólafi Ragn- ari.“ Mér finnst hann bara nokkuð góður og tel ekki útilokað að menn geti ánetjast bragðinu. „Íslenski maturinn er sá besti í heimi,“ seg- ir hún þá. „Mun betri en sá franski og ítalski. Ég held að Íslendingar átti sig ekki á því. Grænmetið, osturinn og skyrið eru afbragð og Morgunblaðið/Þorkell Ég spyr hvaða ferð með forsetanum hafi verið henni eftirminnilegust og hún svarar að bragði: „Á Snæfellsnes.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.