Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 12
Rapparinn Eminem þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik Kvikmyndin 8 Mile eftir Curtis Hanson frumsýnd hérlendis um helgina.  NÚNA eftir helgina hefjast tökur vestra á mynd- inni Surviving Christmas þar sem Ben Affleck leikur auðugan yfirmann í hljómplötuiðnaðinum sem kvíðir einmanalegu jólahaldi og ferðast þess vegna til æskuheimilis síns og borgar fjölskyldunni sem þar býr nú til að þykjast vera fjölskylda sín. Christina Applegate leikur dótturina á heimilinu, Catherine O’Hara er móðirin og James Gandolfini faðirinn. Leikstjóri Surviving Christmas er Mike Mitchell (Deuce Bigalow: Male Gigolo). Affleck vill lifa jólin af  TÖKUR eru hafnar í Bretlandi á kvikmyndinni Blind Flight, sem byggist á metsölubókinni An Evil Cradling eftir Brian Keenan, en þar lýsir hann því þegar hann og landi hans John McCarthy voru í haldi mannræningja í Líbanon á 9. áratugnum. Ian Hart leikur Keenan og Linus Roach er McCarthy. Sá síðarnefndi segir að „samband Brians og Johns var svo náið og djúpt að einstakt er og við Ian erum heillaðir af því ögr- andi verkefni að flytja það upp á tjald“. Blind Flight verður frumraun leikstjórans John Furse sem einnig samdi handritið í félagi við Brian Keenan. Furse segir myndina vera „í senn fang- elsisdrama og ástarsögu um leit að einstaklings- frelsi í óvenjulegum aðstæðum“. Sönn gíslasaga kvikmynduð  HINIR misheppnuðu uppvakningar Dark Castle- fyrirtækis Joels Silver og Roberts Zemeckis á gömlum hrollvekjum hljóta að hafa valdið þeim sem öðrum vonbrigðum. Fyr- irtækið er þó ekki af baki dottið og er nú að hefjast handa við dýrustu mynd sína til þessa, yfirnátt- úrulega spennumynd með stjörnunum Halle Berry og Penelope Cruz í aðal- hlutverkum. Myndin heitir Gothika og leikur Berry þar geðlækni sem vaknar einn vondan veðurdag sem sjúklingur á sjúkrahúsinu þar sem hún starfar og er ákærð fyrir morð sem hún minnist ekki að hafa framið. Cruz leikur einn meðsjúklinga hennar. Leikstjóri hefur enn ekki verið ráðinn að verkinu. Berry og Cruz til liðs við Myrkrakastalann Halle Berry: Hroll- vekjandi hremming.  HINN aldni franski meistari Alain Resnais byrjar í næsta mánuði tök- ur á fyrstu mynd sinni í fimm ár, Pas Sur La Bo- uche, sem er gamansamur söngleikur, byggður á gam- alli óperettu frá árinu 1925. Resnais skrifar sjálfur handritið sem snýst um farsakenndan ást- arþríhyrning og meðal leik- enda verða Audrey Tautou (Amelie), Sabine Azema, Pierre Arditi, Lambert Wilson og Daniel Prevost. Síðasta mynd Resnais, On Connait la Chanson, sópaði til sín Cesarverðlaununum, franska Ósk- arnum, árið 1998. Resnais syngur og gantast Audrey Tautou: Syngur og leikur hjá Resnais. ÞEGAR Miramax ákvað að gefa grænt ljós á myndina Spy Kidsog fá höfundinn og hasarmyndaleikstjórann Ro- bert Rodriguez til að leik- stýra handritinu sínu, hvarfl- aði ekki að nokkrum manni að útkoman yrði ein af vinsæl- ustu myndum ársins 2001. Enda er efnið harla óvenjulegt og fjallar um barnunga spæjara sem bjarga heim- inum. Enn á ný í Spy Kids 2, sem væntanleg er í bíóhúsin, leggja ungu spæjararnir Carmen og Juni Cortez land undir fót og halda til eyju þar sem eitthvað meira en lítið dularfullt er á seyði. Ásamt Gary og Gerti og öðrum ungnjósnurum finna þau kol- óðan vísindamann, sem búið hefur um sig á eyjunni. Þaðan hyggst hann ná heims- yfirráðum og gengur með heldur óhugnanlegar áætlanir í kollinum. Undir slíkum kring- umstæðum er ekki ónýtt að eiga foreldra, sem eru þrælsjóaðir í njósnabrans- anum og líður ekki á löngu uns Cortez-hjónin eru mætt í slaginn, sem verður bæði tví- sýnn og gamansamur. Betur má ef duga skal því Cortez- krakkarnir verða að kalla á afa og ömmu til liðs við sig ef heimurinn á ekki að fara í hundana. Með aðalhlutverk fara Antonio Banderas, Carla Gugino, Alexa Vega, Daryl Sabara og Steve Buscemi. Spy Kids í nýjum ævintýr- um Spy Kids 2: Alexa Vega og Daryl Sabara. gerð sé að fá í magann í miðjum uppganginum. Fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaupmanna- höfn vakti máls á þessu í fréttaskýringaþætt- inum Speglinum nýlega. Tilefnið var deila sem nú stendur um tilteknar styrkúthlutanir Dönsku kvikmyndastofnunarinnar til Zentr- opa-fyrirtækis Lars von Triers og Peters Aalbæks Jensens, sem er stórveldi í danskri kvikmynda- gerð, og í framhaldi af því um það úthlut- unarfyrirkomulag sem stofnunin vinnur eftir. Auk svokallaðrar 60/40 mótvirðisreglu fara út- hlutanir stofnunarinnar eftir ákvörðunum starfsmanna hennar, „konsúlenta“; þeir hafa vald til að ákveða hvaða umsækjendur fá styrki og hversu háa. Nú hafa átta dönsk framleiðslufyrirtæki skrifað bréf til kvik- myndastofnunarinnar og menntamálaráðherr- ans í tilefni af augljósum vináttu- og hags- munatengslum viðkomandi „konsúlents“ Mikaels Olsens og umsækjandans Peters Aalbæks Jensens; Berlingske tidende hefur vakið athygli á því að bæði fyrir og eftir að Olsen gegndi embætti „konsúlents“ hafi hann unnið fyrir Zentropa sem handritshöfundur og framleið- EKKERT lát virðist vera á uppgangidanskrar kvikmyndagerðar. Hún vinnursæta sigra víða um lönd og styrkir jafnt og þétt stöðu sína á heimamarkaði. Danska kvikmyndastofnunin áætlar að í fyrra, 2002, hafi Danir keypt um 3,6 milljónir aðgöngumiða á innlendar bíómyndir; það er álíka og 2001, sem var algjört metár í danskri kvikmynda- sögu. Þetta þýðir að danskar kvikmyndir hafa milli 27 og 28% markaðshlutdeild, sem telst af- ar gott andspænis ofureflinu að vestan. Upp- gangur er góður, en verra er ef hann leiðir til niðurgangs. Svo virðist sem dönsk kvikmynda- andi og þar fyrir utan séu þeir Aalbæk Jensen nánir vinir. Því séu háar styrkveitingar hans til fyrirtækisins óeðlilegar eða a.m.k. tor- tryggilegar, og er þar sérstaklega talað um munnlegt loforð Olsens um að styrkja Dancer In the Dark von Triers um 12 milljónir danskra króna löngu áður en styrkumsókn hafði fengið venjulega umfjöllun. Í bréfi fyrirtækjanna er farið fram á að þessu úthlutunarfyrirkomulagi sé breytt svo koma megi í veg fyrir tengsl af þessu tagi sem leiði til mismununar og van- hæfis. Aalbæk Jensen brást hinn versti við þessu bréfi og hafði í hótunum við bréfritara, en það er önnur saga. Nú er að vísu ekki ljóst hvaða stefnu þetta deilumál tekur hjá Dönum, en í síðustu viku sendu danskir framleiðendur, þ.á m. Aalbæk Jensen, sem eitthvað hefur þá róast, frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segjast vilja leita allra leiða með Dönsku kvikmynda- stofnuninni til að finna starfsgrundvöll svo ekki einu sinni „grunur um vanhæfi“ geti vaknað. Stjórn Dönsku kvikmyndastofnunar- innar hefur í greinargerð til mennta- Tökum við dönsku veikina? SJÓNARHORN Árni Þórarinsson „Ég treysti honum ekki. Við erum vinir,“ sagði Bert- holt Brecht á viðkvæmu augnabliki. Þau geta orðið mörg, viðkvæmu augnablikin, þegar vinátta er ann- ars vegar og hagsmunir hins vegar. Þá vakna gjarn- an spurningar um hagsmunaárekstra, hags- munatengsl, vanhæfi, jafnvel spillingu. Í KJÖLFAR frumsýningarinnar mun myndin fara á milli erlendra kvikmyndahátíða áður en hún verður frumsýnd á Íslandi á næstu mánuðum. Forsýningin í London var á vegum breska kvikmyndasjóðs- ins Film Council sem tók þátt í fjármögnun myndarinnar, en Nói albinói er með fyrstu mynd- um á erlendri tungu sem Film Council leggur lið; meðal nýlegra mynda sem sjóðurinn hefur stutt eru Gosford Park og Bend It Like Beckham. „Þeir hafa trú á þessari mynd og vildu fá að for- sýna hana, okkur fannst það gaman og gáfum okkar leyfi,“ sagði Skúli Malmquist, framleið- andi hjá kvikmyndafélaginu Zik Zak sem stendur að gerð mynd- arinnar. „Þetta er mjög þekkt kvikmyndahús í London, rétt við Leicester Square. Hér er alls ekki um neitt glamúr-leikhús að ræða, sem er fínt, enda væri ann- að úr stíl við myndina.“ Meðal meðframleiðenda Nóa albinóa er Sol Gatty-Pasqual fyr- ir hönd kvikmyndafyrirtækisins The Bureau, sem starfrækt er í London og framleiddi m.a. The Warrior sem fjölda viðurkenn- inga hefur fengið. Sol var við- stödd forsýninguna og hafði þetta að segja um samstarfið í samtali við Morgunblaðið: „Ég hitti Dag Kára á kvikmyndahátíð fyrir þremur árum. Ég varð mjög hrifin af stuttmynd hans Lost Weekend og sagði við hann í kjölfarið: Endilega hringdu í mig ef þig langar að gera mynd í fullri lengd. Nokkru síðar hringdi svo Skúli [Malmquist] í mig og samstarfið hófst.“ Á svipuðum tíma tók nýr fram- kvæmdastjóri við taumum hjá Film Council, sem að sögn Sol kom sér vel, því hann opnaði dyr sem áður höfðu verið lokaðar; fjármögnun mynda sem leiknar eru á erlendri tungu. „Þeir sýndu þar ákveðið hugrekki og okkur tókst að fá þá inn í verk- efnið.“ Nói albinói er fyrsta langa myndin sem The Bureau tekur þátt í að framleiða, en Sol lauk kvikmyndanámi fyrir þremur ár- um og rekur nú fyrirtækið ásamt frönskum félaga sínum. „Það er talsverð samkeppni í þessum bransa en ég held að við höfum verið tiltölulega heppin. Okkar áhugi liggur á sviði svonefndra leikstjóramynda, listrænna mynda, í stað meginstraums- mynda eða söluvænlegri verka. Ég hef mikla trú á Nóa albinóa og nú þegar hefur hún verið tek- in inn á þýðingarmiklar kvik- myndahátíðir. Ég trúi því að hún muni gera það gott, við erum líka með góðan umboðsaðila sem hef- ur jafnóbilandi trú á verkinu og við. Það er engin spurning að Dagur Kári er miklum hæfileik- um búinn og þessi mynd ber list- rænni sýn hans frábært vitni. Á vinnslutímanum vorum við í góðu sambandi, við ræddum saman um verkefnið, en ég fór hins vegar ekki á tökustaði til þess að skipta mér af. Hugsjón leikstjórans var sett ofar öllu og við vissum að hann vissi alveg hvað hann var að gera.“ Aðspurð um sérkenni Nóa alb- inóa í samanburði við aðrar myndir sem bjóðast áhorfendum í bíóhúsum í álfunni, kímdi Sol og svaraði: „Myndin er náttúrulega á íslensku, sem er út af fyrir sig mjög spes! En annars er styrkur myndarinnar sá að hún er full- komlega hún sjálf. Hún hefur sína eigin sögu, sínar eigin skýr- ingar á því hver Nói er, og svo framvegis. Þessi mynd fylgir ekki formúlu annarra og hún ber með sér ferska sýn á tilveruna, bæði í sjálfri kvikmyndanálgun- inni sem og í efnistökum. Lost Weekend hafði líka þennan eig- inleika, sitt sérstaka andrúms- loft, sem segir allt sem segja þarf um Dag Kára sem leikstjóra.“ Áður en forsýningin í Prince Charles hófst hlýddu áhorfendur myndarinnar á lifandi flutning raddaðra, íslenskra þjóðlaga á tröppum bíóhússins og voru þar á ferð vaskir, ungir menn úr Ís- lendingakórnum í London. Vís- uðu þeir gestum svo syngjandi veginn inn í rauðbólstraðan bíó- salinn þar sem við tóku á tjaldinu vestfirsk fjöll, rammíslenskar skipafréttir, veggfóðraður ein- manaleiki, Nói með lopahúfuna sína og stemmningstónlist Slow- blow. Menn vöknuðu ekki aftur til heimsborgarveruleikans fyrr en undir þróttmiklu lófaklappinu í lokin. Forskot á sæluna Íslenska kvikmyndin Nói alb- inói eftir Dag Kára Pétursson var forsýnd í Prince Charles- kvikmyndahúsinu í London á mánudagskvöld, en formleg frumsýning myndarinnar verður á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Rotterdam nú í vikunni og keppir hún þar um tígurverðlaunin, ein norrænna mynda. Sigur- björg Þrastardóttir var á forsýningunni. Tomas Lemarquis í hlutverki bæjarvillingsins og albínóans Nóa: Meðal gesta á forsýningunni í Lundúnum voru fulltrúar Miramax, New Line, BBC og Channel 4.  Í MIÐJU eldhafi sem gæti orðið honum að aldurtila lítur slökkviliðsmaður um öxl og veltir fyrir sér lífi sínu og starfsferli. Þetta þætti ekki gæfulegt í raunveruleikanum en í Hollywood er allt hægt og svona eru efnisforsendur dramatískrar myndar frá Disney sem fer í tökur með vorinu. Myndin heitir Ladder 49 og verða John Travolta og Joaquin Phoenix í aðal- hlutverkunum. Leikstjórinn heitir Jay Russell. Það er annars af Travolta að frétta að í apríl verður frumsýnd myndin Basic þar sem hann leikur með sínum gamla Pulp-Fiction-félaga Samuel L. Jack- son undir stjórn Johns McTiernan. Endurmat í eldsvoðanum John Travolta: Það brennur…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.