Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 B 11 bílar MARGIR jeppar eru búnir driflæs- ingum í afturdrifi. Breyttir jeppar hafa auk þess gjarnan læsingu í framdrifi sem kemur þá í stað venju- legs mismunadrifs. Stundum er sagt að alvörujeppi sé ekki fullkláraður nema hann hafi læsingu í fram- og afturhásingu sem tryggi að tiltækt afl berist til allra hjóla í einu. Nokkrar gerðir driflæsinga eru til en í grófum dráttum má segja að þær séu tvenns konar: Handstýrðar og sjálfvirkar. Handstýrðar driflæsingar Nokkrar gerðir driflæsinga eru til sem hægt er að tengja og aftengja að vild. Eru þær kallaðar hand- stýrðar driflæsingar. Þær hafa ein- ungis tvær stillingar. Annars vegar venjulegt ólæst mismunadrif og hins vegar læst, þar sem hjól á sömu hás- ingu snúast alltaf jafn hratt. Allar gerðir handstýrðra driflæs- inga virka í grundvallaratriðum á sama hátt, þ.e. þegar læsingin er sett á fasttengjast afturöxlarnir við mismunadrifshúsið og geta hjólin á þeirri hásingu þá alls ekki snúist á misjöfnum hraða. Munurinn á handstýrðum driflæs- ingum felst í þeirri aðferð sem notuð er við að læsa og aflæsa. Rafmagnslæsing Lítill rafmótor, sem festur er utan á drifið, er tengdur við færslugaffla inni í drifinu. Gafflarnir tengja og af- tengja öxlana við mismunadrifs- húsið. Kostir rafmagnslæsinga eru að þeir eru auðveldir í notkun. Ör- yggisbúnaður sér til þess að læs- ingin sé notuð rétt. Gaumljós sýnir hvort læsingin hafi náð gripi. Ókost- irnir eru þeir að gæta þarf að tær- ingu á húsi utan um rafmótorinn. Barkalæsing Færslugafflar inni í drifinu, sem tengja eða aftengja öxlana við mis- munadrifshúsið, eru færðir til með handfangi inni í bílnum. Milli hand- fangsins og driflæsingarinnar er barki svipaður handbremsubarka. Kostir barkalæsingar eru þeir að þetta er traustur og einfaldur bún- aður. Ókostirnir eru þeir að barkar og færslubúnaður geta hætt að virka í miklu frosti þegar krapi og ís hleðst á undirvagninn. Loftlæsing Loftlæsing tengist á sama hátt og barka- og rafmagnslæsing nema hvað notaður er loftþrýstingur við sjálfa tenginguna. Kostirnir eru þeir að loftlæsingar fást í margar gerðir jeppa og eru einfaldar í notkun. Ókostirnir eru þeir að loftkerfi þarf að halda raka- og lekafríu. Enginn ör- yggisbúnaður tryggir rétta notkun né sýnir gaumljós hvort læsingin hafi gripið. Notkun handvirkra driflæsinga Handvirkar driflæsingar eru ekki notaðar í venjulegum akstri, einungis við mjög erfiðar aðstæður þar sem hætta er á spóli og stöðvun af þeim sökum. Hana skal setja á ef bíllinn festist, við akstur upp hála brekku, í ósléttu landi og á snjó. Skynsamlegt er að tengja læsinguna áður en bíll- inn festist þannig að hann komist frekar yfir hindrunina. Tenging og aftenging driflæsingar Þegar setja skal driflæsingu á er best að stöðva bílinn og kúpla frá, tengja læsinguna og aka síðan af stað. Alls ekki má tengja læsinguna í átaki eða á mikilli ferð. Þá skapast hætta á að skemma driflæsinguna. Eftir að læsingin hefur náð gripi má aka eins hratt og aðstæður leyfa. Athugið þó að aksturseiginleikar jeppa breytast við læsingu; bíllinn verður stífari í stýri, varasamur í beygjum á hálum vegi þar sem hann á til að skríða út úr hjólfari ef ekið er með fullu átaki í beygjuna. Sjálfvirkar driflæsingar Sjálfvirkum driflæsingum má skipta í tvo flokka; diskalæsingu og tannhjólalæsingu. Diskalæsing, stundum kölluð tregðulæsing, leitast ávallt við að halda hraða hjólanna sem jöfnustum en gefur þó eftir við mikið álag og einnig of lítið álag. Til að diskalæsingar virki sem skyldi er nauðsynlegt að nota sérstaka smur- olíu. Diskalæsingar geta verið vara- samar í hálku. Tannhjólalæsing heldur hins vegar alltaf fullu átaki á hjólunum. Hún er alltaf tengd en til að vega upp mis- mun hraða milli hjóla sleppir hún því hjóli sem snýst hraðar en drífur hitt. Dæmi um slíkar læsingar eru NoSpin og LockRight. Kostir tannhjólalæs- ingar eru þeir að ekki þarf að hafa áhyggjur af því hvort læsa eigi drifi eða ekki. Ókostirnir eru þeir að hún er alltaf tengd, líka þegar ekki hentar að hafa drifið læst, t.d. við akstur á hálum vegi eða innanbæjar. Tann- hjólalæsing í framdrifi getur reynst hættuleg í hálku. Driflæsingar Jeppahornið Úr Jeppabók Arctic Trucks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jeppamenn sem vilja reyna bíla sína þurfa að leggja á sig töluvert ferðalag til þess að komast í snjó. Fimm jeppabifreiðar á vegum Fjallasports héldu á Lang- jökul til þess að reyna nýja tegund dekkja, svokölluð kevlar-dekk. Er bílsætið rifið? H.S. Bólstrun er öflugt fyrirtæki sem býður upp á alla almenna bólstrun þar sem gæði og verð fer vel saman. Tökum að okkur bílsætaviðgerðir, mótorhjólasæti, húsbílaklæðningar og hverskonar saumaskap. www.bolstrun.is/hs H.S. Bólstrun ehf. Auðbrekku 1 Kóp. S. 544 5750 Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Traust dráttarbeisli Einnig allar gerðir af kerrum Víkurvagnar ehf. • Dvergshöfða 27 Sími 577 1090 • www.vikuvagnar.is ÖRUGG Þ JÓNUSTA ÁRATUGA REYNSLA Gerðu betur í vetur Teflon húðun Fólksbíll 10 þús. Jeppi 13 þús. Pantaðu tíma og gerðu innkaupin í Kringlunni á meðan Kringlubón sími 568 0970 Bifreiðaverkstæði Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333 Bílalakk Bílalakk 3M Bílasprautun og réttingar Smiðshöfða 12 - 110 Reykjavík Símar 557 6666 - 897 3337 Gerum við fyrir öll tryggingafélög Gerum við allar tegundir bifreiða Þjónustuaðili fyrir: Útvegum bílaleigubíla Bílgreina Sambandið Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðir Ármúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Sími 554 0040 - Fax 554 6144 Kársnesbraut 100 v/Vesturvör Netfang: bilklaedi@mmedia BIFREIÐASMÍÐI KLÆÐNINGAR BREYTINGAR Tjónaskoðun SMÁAUGLÝSINGAR Aðeins 1.689 kr. án myndar og 2.948 kr. með mynd. Við myndum bílinn fyrir þig. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is MMC Pajero GLS 3200 DID, f.skr.d. 11.07. 2000, ek. 62 þús. km., 5 dyra, sjálfskiptur, leðurinnrétting, varadekkshlíf, sóllúga, dráttarkrókur o.fl. Verð 3.850.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.