Morgunblaðið - 31.01.2003, Qupperneq 8
ROBBIE Fowler gekk í gær end-
anlega frá samningum sínum við
Manchester City og fer beint í leik-
mannahóp liðsins sem mætir WBA í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
á morgun. City greiðir Leeds tæpar
400 milljónir króna fyrir Fowler en
sú upphæð getur hækkað um allt að
helming ef hann nær vissum leikja-
fjölda fyrir Manchester City.
LEEDS hefur ennfremur sam-
þykkt að selja Jonathan Woodgate
til Newcastle fyrir 1.400 milljónir
króna og gert er ráð fyrir að Wood-
gate gangi frá sínum samningi við
Newcastle í dag. Það eru enda síð-
ustu forvöð því leikmannamarkaðn-
um er lokað á miðnætti í kvöld og eft-
ir það fá félögin ekki að kaupa
leikmenn fyrr en að tímabilinu
loknu.
PAUL Hegarty var í gær sagt upp
störfum sem knattspyrnustjóra
skoska liðsins Dundee United, sem
Arnar Gunnlaugsson leikur með.
Hegarty tók við liðinu í nóvember og
hafði aðeins stýrt því í 14 leikjum.
Dundee Utd. situr nú á botni deild-
arinnar. Arnar hefur engin tækifæri
fengið með Dundee Utd. síðan Heg-
arty var ráðinn en nú gæti hagur
hans vænkast. Ian McCall, sem
stýrði 1. deildarliði Falkirk, tók við
af Hegarty strax í gær.
SPÆNSKUR landsliðsmaður í
knattspyrnu, Salva Ballesta, er
kominn til liðs við Guðna Bergsson
og félaga í Bolton Wanderers í láni
frá spænsku meisturunum Valencia
út þetta tímabil. Ballesta var marka-
kóngur á Spáni tímabilið 1999–2000
með Racing Santander og skoraði 19
mörk fyrir Valencia á síðasta tíma-
bili en hefur átt erfitt uppdráttar hjá
félaginu í vetur og löngum vermt
varamannabekkinn.
VALIERY Brumel, fyrrverandi
heimsmethafi í hástökki karla, lést í
Moskvu í vikunni, 60 ára gamall, eft-
ir langvarandi veikindi. Brumel vann
óvænt silfur í hástökki á Ólympíu-
leikunum í Róm árið 1960, aðeins 18
ára gamall. Fjórum árum síðar vann
hann gullið á Ólympíuleikunum í
Tókýó en tveimur árum áður varð
hann Evrópumeistari.
BRUMEL setti sex sinnum heims-
met á árunum 1961 til 1963 og stökk
hæst 2,28 m og stóð það met hans í
átta ár. Árið 1965 lenti Brumel í mót-
orhjólaslysi og slasaðist alvarlega á
fótleggjum og var um tíma óttast að
taka þyrfti hluta af þeim af. Til þess
kom ekki og Brumel náði sér svo vel
að hann keppti á ný árið 1970 og
stökk þá m.a. 2,06 m sem þótti mikið
afrek eftir það sem á undan var
gengið.
GABRIELA Szabó, ólympíumeist-
ari í 1.500 og 5.000 m hlaupi kvenna
frá Rúmeníu, hefur verið dæmd af
rúmenskum dómstól til að greiða
löndu sinni, Violeta Beclea, jafnvirði
5.000 dollara, nærri 400.000 krónur,
vegna ummæla sem Szabó lét falla í
garð Becleu, en Szabó sagði hana
vera ófríða.
BECLEA fór fram á jafnvirði
150.000 dollara, um 12 milljónir
króna, í miskabætur sem hún segir
að auk óþæginda hafi ummæli Szabó
komið í veg fyrir að sér væri boðið að
keppa á mörgum alþjóðlegum frjáls-
íþróttamótum.
FÓLK
ÚTLIT er fyrir að knattspyrnulið Leifturs/Dalvíkur fái
til sín tvo unga leikmenn frá Watford í Englandi fyrir
baráttuna í 1. deildinni í sumar. Rúnar Guðlaugsson,
forsvarsmaður liðsins, staðfesti það við Morgunblaðið í
gær.
„Það eru ákveðnir leikmenn hjá Watford í myndinni
hjá okkur en málið er á frumstigi ennþá. Vonandi
gengur þetta eftir og við væntum þess um leið að
mynda nánari tengsl við Watford,“ sagði Rúnar.
Dalvíkingurinn Heiðar Helguson leikur með Watford
og Rúnar sagði að hann ætti sinn þátt í þessum sam-
skiptum við félagið.
Frá Watford til Leifturs/Dalvíkur?
Jóhannes Karl vakti athygli fyriráræði sitt og baráttugleði. Hann
var geysilega grimmur í návígjum
sem aftasti miðjumaður Aston Villa í
leiknum og var óragur við að skjóta
á mark Middlesbrough af löngu færi.
Hann hafði átt ein fjögur góð skot
áður en hann skoraði svo óvænt úr
aukaspyrnunni eftir hálftíma leik.
Taylor sagði við fréttastofuna
AFP í gær að það hefði verið Guðjón
sem sagði honum frá syni sínum.
„Ég var heppinn því ég þekki föður
hans mjög vel síðan hann var lands-
liðsþjálfari. Hann kom á minn fund,
og ég ber mikla virðingu fyrir hon-
um. Ég vissi að hann væri að tala um
sinn eigin son, en ég vissi líka að sem
fagmaður hefði hann ekki hrósað
honum eins og hann gerði, ef hann
tryði ekki fullkomlega sjálfur á getu
piltsins. Það var ekki nógu traust-
vekjandi fyrir suma að Jóhannes
skyldi aðeins hafa spilað fimm leiki á
tímabilinu og við hefðum ekkert séð
til hans sjálfir. Þetta snerist því um
að meta orð föður hans og fá piltinn
til okkar í þrjá daga,“ sagði Taylor.
Hinn reyndi stjóri Villa, sem á sín-
um tíma keypti annan íslenskan
harðjaxl, Heiðar Helguson til Wat-
ford, segir að ef Jóhannes haldi
áfram að spila eins og hann gerði í
Middlesbrough muni hann krefjast
þess af stjórn félagsins að hún reiði
af hendi peninga til að kaupa hann af
Real Betis. Til þess þarf að selja
leikmenn en bæði Kólumbíumaður-
inn Juan Pablo Angel og Tyrkinn
Alpay eru til sölu.
„Ef Jóhannes heldur sínu striki,
sem ég reikna fastlega með, erum
við með forkaupsrétt sem ég vona að
við getum nýtt okkur. Ég skil vel af-
stöðu stjórnarinnar, við verðum að
selja fyrst og kaupa svo, en þegar
maður nær í 22 ára leikmann sem
gerir það sem vænst er af honum, er
ég viss um að fjármagn verður reitt
fram til að kaupa hann. Það hefur
ekki verið rætt um kaupverðið en við
erum fyrstir í biðröðinni og ég tel að
við verðum það áfram, en nú snýst
þetta allt um að Jóhannes haldi
áfram á þessari braut og sýni stuðn-
ingsmönnum okkar hvað í honum
býr,“ sagði Taylor.
Næsta tækifæri Jóhannesar er á
sunnudag. Þá leikur hann væntan-
lega sinn fyrsta heimaleik þegar
Aston Villa tekur á móti Blackburn.
Guðjón Þórðarson gekk á fund Grahams Taylors og benti honum á son
sinn, Jóhannes Karl, sem skoraði í fyrsta leik sínum með Aston Villa
„Vona að við getum
nýtt forkaupsréttinn“
GRAHAM Taylor, knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarfélags-
ins Aston Villa, segir að það hafi
verið vegna vináttu sinnar við
Guðjón Þórðarson, fyrrum knatt-
spyrnustjóra Stoke City, sem
hann hafi fengið son hans, Jó-
hannes Karl Guðjónsson, til liðs
við sig. Jóhannes Karl kom til
Villa á leigu frá Real Betis í síð-
ustu viku og sló í gegn á þriðju-
dagskvöldið þegar hann skoraði
mark af rúmlega 30 metra færi í
sínum fyrsta leik í úrvalsdeild-
inni, gegn Middlesbrough.
SIGUR Chelsea á Leeds var eitt-
þúsundasti sigur liðsins í efstu
deild ensku knattspyrnunnar frá
því að það vann sinn fyrsta leik
23. september árið 1907. Þá lagði
Chelsea liðsmenn Newcastle, 2:0.
Eiður Smári Guðjónsson hélt
upp á tímamótin með því að skora
sitt fimmtugasta deildamark í
Englandi – með glæsilegri bak-
fallsspyrnu.
Chelsea er tíunda liðið til þess
að vinna 1.000 leiki í efstu deild
enskrar knattspyrnu. Liverpool
er efst með 1.606 sigurleiki í
3.512 viðureignum. Everton er í
öðru sæti, hefur unnið 1.591 leik
af 3.897. Arsenal er í þriðja sæti
með 1.532 sigra í 3.512 leikjum. Í
fjórða sæti er Aston Villa en liðið
bætti sigri númer 1.490 við í
fyrrakvöld þegar það lagði
Middlesbrough, 5:2, á útivelli.
Aston Villa á að baki 3.563 leiki í
efstu deild.
Í fimmta sæti er Manchester
United með 1.420 sigra í 3.156
leikjum. Því næst koma New-
castle og Sunderland jöfn með
1.162 vinninga, Newcastle í 2.918
leikjum en Sunderland í 2.909.
Manchester City hefur haft betur
í 1.124 leikjum af þeim 2.998
leikjum sem liðið hefur háð í efstu
deild og næst kemur Tottenham
með 1.111 sigra í 2.772 viður-
eignum. Því næst er Chelsea.
Það lið sem er næst þessum
áfanga er WBA, sem Lárus Orri
Sigurðsson leikur með. Liðið
vantar átta sigra upp á að vera
komið með 1.000 sigurleiki.
Chelsea í 1.000
sigra klúbbinn
Blades Sports Photography
Jóhannes Karl Guðjónsson í sínum fyrsta leik með Aston Villa –
gegn Middlesbrough – í baráttu við Joseph Desire Job.