Morgunblaðið - 03.02.2003, Page 1

Morgunblaðið - 03.02.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A PELE ÞURFTI 25 TILRAUNIR, EIÐUR EINA / B5 SNORRI Steinn Guðjónsson hitti forráðamenn hins fornfræga þýska handknattleiksliðs, Grosswaldstadt, í Lissabon á sunnudag þar sem und- irritaður var samningur til tveggja ára. Snorri Steinn sagði að aðeins ætti eftir að ganga frá einu smáatriði í samningi hans en að öðru leyti væri allt klappað og klárt. „Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá þessu máli. Markmiðið hjá mér er að komast inn í hlutina á fyrsta árinu og átta mig á hlutunum. Ég fer ekki til Þýskalands fyrr en í sumar þegar keppnistíma- bilinu er lokið með Val. Það eru spennandi tímar framundan hjá Val, við erum með í baráttunni á öllum vígstöðvum,“ sagði Snorri Steinn og bætti því við að hann hlakkaði til að fara heim til Íslands og fara að leika handknattleik á ný. „Það er mikil reynsla að upplifa svona keppni og hvað það þarf til þess að ná árangri, en það er líka langt síðan ég lék al- vöruleik og ég bíð spenntur eftir því að hitta félagana í Val og spila hand- bolta á ný,“ sagði Snorri sem var á leikskýrslu í einum leik íslenska liðs- ins en var að öðru leyti fyrir utan lið- ið. Morgunblaðið/RAX Króatar komu skemmtilega á óvart á HM í Portúgal með því að leggja Spánverja í tvíframlengdum leik í undanúrslitum og Þjóðverja í úrslitaleiknum, 34:31. Hér hampa þeir verðlaunagripnum í Lissabon í gærkvöldi. Allt um HM á B2, B3, B6, B7, B8, B9, B10 og B12. Snorri samdi við Gross- waldstadt Portland San Antonio á eftir Patreki PATREKUR Jóhannesson er með nokkur járn í eldinum. Lið Essen, sem hann hefur leikið með undanfarin sex ár, hefur boðið honum nýjan samning, hann er með samningstilboð upp á vasann frá þýska liðinu Grosswallstadt, því sama og Snorri Steinn Guðjónsson geng- ur til liðs við fyrir næstu leiktíð, og í gær óskaði þjálfari spænska liðsins Portland San Antonio eftir því að fá að ræða við Patrek með hugsanlegan samning í huga. Patrekur staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að þjálfari spænska liðsins hefði haft samband við sig en frekari viðræður við spænska liðið myndu eiga sér stað einhvern næstu daga. Meðal leikmanna Portland San Antonio eru Frakkinn Jackson Richardson og Júgóslavinn Nedeljko Jovanovic en þeir léku stór hlutverk með liðum sínum á heimsmeistaramótinu. Stefán Gíslason til liðs við Keflvíkinga STEFÁN Gíslason skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við Keflvíkinga og leikur með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Stefán, sem er 22 ára Eskfirðingur, lék síðast með Grazer AK í aust- urrísku úrvalsdeildinni en hætti þar um áramót. Áður lék hann með Austfjarðaliðinu KVA, unglingaliði Arsenal, þá KR í eitt sumar, og spilaði þá 12 leiki í efstu deild, 18 ára gamall, og síðan með Ströms- godset í Noregi í þrjú ár en þar lék hann 40 leiki í úrvalsdeildinni. „Mér líst virkilega vel á mig í Keflavík, bæði á þjálfarann og leik- mannahópinn, eftir að hafa æft með liðinu í janúar. Þetta er ungur og skemmtilegur hópur, ég verð þarna með eldri mönnum sem verð- ur nýtt fyrir mig! Það er ljóst að liðið ætlar sér beint upp í úrvals- deildina á ný og það verður gaman að taka þátt í þeirri baráttu,“ sagði Stefán við Morgunblaðið eftir undirskriftina í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.