Morgunblaðið - 03.02.2003, Page 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 B 3
mótinu í handknattleik í Portúgal þar sem hann skoraði 58 mörk
Morgunblaðið/RAX
Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Júgóslövum og farseðlinum á Ólympíuleikana í Aþenu.
ÓLAFUR Stefánsson varð
þriðji markahæsti leikmaður
heimsmeistarakeppninnar,
skoraði 58 mörk í 9 leikjum Ís-
lands. Þar af gerði Ólafur 35
mörk í fjórum leikjum í milli-
riðlum og leikjum um sæti en
hann hafði sig lítið í frammi í
fyrstu leikjunum og gerði t.d.
aðeins eitt mark gegn Ástralíu,
4 gegn Grænlandi og 3 gegn
Katar. Ólafur skoraði því 50 af
þessum 58 mörkum í leikjunum
sem virkilega skiptu máli.
Carlos Perez, Kúbumaður í
liði Ungverja, varð markakóng-
ur með 62 mörk, einu marki
meira en Hussein Zaky frá
Egyptalandi, sem lék tveimur
leikjum minna.
Þessir urðu markahæstir á HM:
Carlos Perez, Ungverjalandi 62
Hussein Zaky, Egyptalandi 61
Ólafur Stefánsson, Íslandi 58
Alexei Rastvortsev, Rússl. 52
Ivan Simonovic, Slóveníu 50
Markus Baur, Þýskalandi 50
Stefan Kretzschmar, Þýskal. 49
Laszlo Nagy, Ungverjalandi 49
Florian Kehrmann, Þýskal. 47
Petar Metlicic, Króatíu 45
Christian Schwarzer, Þýskal. 44
Grzegorz Tkaczyk, Póllandi 41
Antonio Ortega, Spáni 41
Eduard Kokcharov, Rússl. 41
Daniel Narcisse, Frakklandi 40
Jakob Larsen, Grænlandi 39
Lars Christiansen, Danm. 39
Guðjón V. Sigurðsson, Ísl. 39
Moustapha Taj, Marokkó 38
Ahmed Al Saad, Katar 38
Patrick Cazal, Frakklandi 38
Sasa Sestic, Ástralíu 36
Bruno Sousa, Brasilíu 36
Stefan Lövgren, Svíþjóð 36
Johan Pettersson, Svíþjóð 36
Carlos Resende, Portúgal 36
István Pasztor, Ungverjal. 36
Pascal Hens, Þýskalandi 36
Alexander Touchkin, Rússl. 35
Slavko Goluza, Króatíu 35
Magnus Wislander, Svíþjóð 33
Patrekur Jóhannesson, Ísl. 33
Blazenko Lackovic, Króatíu 33
Nedeljko Jovanovic, Júgósl. 32
Einar Örn Jónsson, Íslandi 32
Eduardo Coelho, Portúgal 32
Fernando Hernández, Spáni 32
Ivano Balic, Króatíu 32
Talant Dujshebaev, Spáni 31
Mirza Dzomba, Króatíu 31
Juan Garcia, Spáni 30
Alberto Entrerríos, Spáni 30
Eric Gull, Argentínu 29
Mariusz Jurasik, Póllandi 29
Renato Sulic, Króatíu 29
Dragan Sudzum, Júgóslavíu 29
Dragan Skrbic, Júgóslavíu 29
Ólafur
þriðji á
marka-
listanum
STEFÁN Arnaldsson og
Gunnar Viðarsson voru
varadómarar á úrslitaleik
Þjóðverja og Króata á
heimsmeistaramótinu í
handknattleik í Lissabon í
gær.
Þeir félagar dæmdu
undanúrslitaleik Spán-
verja og Króata á laug-
ardaginn og fengu mikið
lof fyrir frammistöðu
sína. Einkunn þeirra
hljóðaði upp á 88 stig og
fyrir úrslitaleikinn sem
Svíarnir Jan Boye og
Bjarne Jensen dæmdu í
gær var þetta hæsta ein-
kunn dómara á mótinu.
Hæst er gefið 100 stig en
meðaltalið í keppninni
voru 77 stig.
Stefán og Gunnar sögðu
við Morgunblaðið í gær að
leikurinn hefði verið sá
stærsti sem þeir hafa
dæmt á ferlinum. „Það er
engin spurning og okkur
var sýndur mikill heiður
að fá þetta verkefni. Und-
anúrslitaleikirnir eru oft
miklu erfiðari að dæma
heldur en til dæmis úr-
slitaleikurinn sjálfur og
þessi leikur líður mönnum
seint úr minni sem á
horfðu. Við vitum ekkert
um næstu stórmót en hug-
ur okkar stefnir á Ólymp-
íuleika og vonandi gengur
það eftir,“ sögðu þeir fé-
lagar þegar Morgunblaðið
náði tali af þeim í hálfleik
í úrslitaleiknum.
Stefán og Gunnar
fengu toppeinkunn
Ég er ákaflega hrærður og stolt-ur af liðinu og er í sigurvímu
eins og strákarnir. Þeir fóru lengri
leiðina í átt að markmiðunum sem
þeir settu sér fyrir mótið og það
var frábært að sjá hvernig þeir
spiluðu þennan leik við Júgóslava.
Ég er mjög ánægður með árangur
liðsins í keppninni. Sjöunda sæti í
heimsmeistarakeppni er frábær ár-
angur að mínu mati. Við vorum
eina Norðurlandaþjóðin sem komst
í 8 liða úrslitin og erum eina Norð-
urlandaþjóðin sem er búin að
tryggja sig inn á Ólympíuleikana.
Við sem að liðinu stöndum getum
því ekki verið annað en mjög
ánægðir.“
Aðspurður hvort árangurinn á
EM í fyrra þar sem liðið varð í 4.
sæti og 7. sæti á HM virki ekki sem
vítamínsprauta á handboltann
heima á Íslandi segir Guðmundur;
„Það virkar ekki bara sem vítamín-
sprauta fyrir handboltann heldur
allt íþróttastarf í landinu. Góður
árangur landsliðsins og meiri pen-
ingar til HSÍ spilar saman. Það
kemur meira inn í kassann enda
ekki vanþörf á þar sem liðið er að
keppa á stórmótum ár eftir ár. Það
kostar helling af peningum en ég
vil ekki vera að hugsa um peninga
á þessari stundu heldur langar mig
að fagna og gleðjast með strákun-
um.“
Guðmundur segist vera bjart-
sýnn fyrir hönd landsliðsins; „Ég
hef mikla trú á þessum drengjum
og þetta er lið sem er búið að
sanna sig. Ég tel það hafa burði til
að vera áfram í fremstu röð. Liðið
er upp til hópa á góðum aldri en
með eðlilegri endurnýjun á þetta
lið að halda sér á toppnum,“ sagði
Guðmundur, formaður HSÍ.
Stoltur og hrærður
ÞAÐ var létt yfir Guðmundi Ingvarssyni, formanni HSÍ, þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum eftir leikinn við Júgóslava í gær. Sig-
urinn tryggði hans mönnum sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu á
næsta ári og því tekur íslenska liðið þátt í tveimur stórmótum á
næsta ári en í janúar fer úrslitakeppni Evrópumótsins fram í Slóv-
eníu.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Handknattleiks-
sambands Íslands, Einar Þorvarðarson, var
brosmildur er hann var tekinn tali eftir 32:27
sigur íslenska landsliðsins gegn Júgóslövum í
gær í Lissabon og sagði leikinn hafa verið
góðan endi á keppninni sem hann taldi hafa
verið langa og stranga en Einar er jafnframt
aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Við
erum himinlifandi að hafa náð sjöunda sætinu
og tryggt okkur á næstu Ólympíuleika,“
sagði Einar.
Einar sagði að heimsmeistarakeppnin væri
öðruvísi uppbyggð en Evrópumeistaramótið í
Svíþjóð þar sem við þurftum ekki að bíða eft-
ir leikjum líkt og gerðist í Caminha í milliriðl-
inum. „Við upplifðum EM í Svíþjóð sem
hraðaupphlaup en hér í Portúgal höfum við
haft góðan tíma af og til á milli leikja. Það má
spyrja sig að því hvort það sé kostur eða galli.
Það hefur skort aðeins á einbeitingu leik-
manna í undanförnum leikjum en að þessu
sinni gekk allt saman upp,“ sagði Einar og var
ánægður með varnarleikinn og markvörsluna
gegn Júgóslövum. „Menn settu sig í ákveðnar
stellingar fyrir þennan leik þar sem Ólympíu-
sætið var í húfi. Vissulega geta lið frá Evrópu
tryggt sér sæti á ÓL með góðum árangri í
næstu Evrópukeppni sem fram fer í Slóveníu
eftir tæpt eitt ár. Það var hinsvegar ekki sú
leið sem við vildum fara að okkar markmiði.
Það var gaman að sjá hve vel hópurinn vann
að þessu marki í dag, við þjöppuðum okkur
saman og stefndum allir í sömu átt. Miðað við
þann áhuga sem er hjá íslensku þjóðinni á ís-
lenska liðinu finnst mér við eiga stóran hlut í
þjóðarsálinni og framundan eru tvö stórmót,
EM í Slóveníu í upphafi ársins 2004 og sex
mánuðum síðar eru Ólympíuleikarnir. Við
getum ekki annað en horft björtum augum
fram á veginn,“ sagði Einar Þorvarðarson.
Horfum björtum augum
fram á veginn
Einar Þorvarðarson
CHRISTIAN Schwarzer,
línumaðurinn sterki í liði
Þjóðverja, var í gær valinn
besti leikmaður heimsmeist-
arakeppninnar í handknatt-
leik. Schwarzer var geysi-
lega öflugur með þýska
liðinu í öllum leikjum keppn-
innar.
Úrvalslið keppninnar var
jafnframt tilkynnt á meðan
úrslitaleikurinn fór fram.
Þar áttu Þjóðverjar flesta
fulltrúa, þrjá. Liðið er þann-
ig skipað:
Markvörður: Henning Fritz,
Þýskalandi.
Línumaður: Christian
Schwarzer, Þýskalandi.
Vinstra horn: Eduard
Kokcharov, Rússlandi.
Hægra horn: Mirza
Dzomba, Króatíu.
Skytta vinstra megin: Pat-
rick Cazal, Frakklandi.
Leikstjórnandi: Enric Mas-
ip, Spáni.
Skytta hægra megin: Carlos
Perez, Ungverjalandi.
Perez varð markakóngur
HM og skákaði Ólafi í bar-
áttunni um skyttustöðuna.
Schwarzer
sá besti