Morgunblaðið - 03.02.2003, Side 6

Morgunblaðið - 03.02.2003, Side 6
HM Í PORTÚGAL 6 B MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Stefánsson setti lands- leikjamet í leiknum gegn Júgóslöv- um, er hann skoraði 12 mörk. Ólaf- ur hefur tíu sinnum skorað tíu mörk eða meira í landsleik, en hann og Kristján Arason áttu gamla metið. Ólafur náði fyrst að rjúfa tíu marka múrinn í leik gegn Sviss 1996, er hann skoraði 11/7 mörk í sigurleik, 23:21. Hann skoraði 12/2 mörk gegn Makedóníu 2000, 38:22. Ólafur skoraði fimm sinnum tíu mörk eða meira í leik í fyrra – 11 gegn Noregi, 12 gegn Egyptalandi, 11 gegn Þýskalandi, 11 gegn Sviss og 10 gegn Júgóslavíu. Í ár hefur hann skorað 11 mörk gegn Svíþjóð, 10 mörk gegn Þýska- landi á HM og svo 12 gegn Júgó- slavíu. Aðeins einn annar landsliðs- maður hefur náð að skora meira en tíu mörk gegn Júgóslavíu. Það er Valdimar Grímsson, sem skoraði 11 mörk gegn Jú- góslövum á HM í Kumamoto 1997, 27:18. Enginn landsliðsmaður á eftir að end- urtaka afrek þeirra Ólafs og Valdimars, því að framvegis leika Júgó- slavar undir nafni Serbíu og Svartfjalla- lands. Valdimar hefur sjö sinn- um skorað yfir tíu mörk í landsleik og Sigurður Valur Sveinsson fimm sinnum. Ólafur setti nýtt markamet Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson skorar gegn Júgóslavíu. Það braust úr gífurlegur fögnuðurhjá íslensku leikmönnunum þegar úrslitin lágu ljós fyrir. Eftir tvo tapleiki á undan var þungu fargi létt af mönnum og mark- miðið sem upp var sett áður en haldið var til Portúgals náðist, það er verða í einu af sjö efstu sætunum og tryggja keppnisrétt í Aþenu. Ekki var að sjá að tapleikurinn á móti Rússum hafi setið í íslensku leikmönnunum. Þeir hristu af sér slyðruorðið um leið og frönsku dóm- ararnir flautuðu leikinn á og gáfu Júgslövum til kynna að þeir voru mættir með það eitt að markmiði að sigra. Fyrstu fjögur mörkin voru ís- lensk og í stöðunni 6:2 eftir átta mín- útna leik var ekki laust við að smá óhugur gerði vart við sig en þessi sama staða kom upp í leiknum við Rússa. En íslensku strákarnir ætl- uðu ekki að brenna sig aftur á sama hlutnum. Þeir héldu 100% einbeit- ingu, vinnslan í vörninni var frábær og Guðmundur Hrafnkelsson þakk- aði fyrir það með því að verja hvert skotið á fætur öðru. Markvarsla Guðmundar ásamt snjöllum leik Ólafs Stefánssonar gerði það að verkum að Íslendingar náðu sex marka forskoti, 9:3 og 11:5. Júgó- slavar náðu að rétta sinn hlut með góðum leikkafla. Þeir minnkuðu muninn í tvö mörk, 14:12, og höfðu tök á að minnka hann niður í eitt mark en Aron Kristjánsson sá til þess að svo varð ekki þegar hann stakk sér á milli júgóslavnesku varn- armannanna og tryggði þriggja marka forskot í leikhléi. Íslendingar héldu áfram að þjarma að Júgóslövum í upphafi síð- ari hálfleiks. Ólafur, Patrekur og Aron skoruðu þrjú fyrstu mörkin og þegar mun- urinn var orðinn sjö mörk, 21:14, eft- Sigfús Sigurðsson stekkur upp og fagnar í leiknum gegn Júgóslavíu Aðrir á myndinni eru Guðjón Valu Sigurðsson, Dagur Sigurðsson, Ólaf ur Stefánsson og Aron Kristjánsson Ólympíusætið hafðist á glæsi- legan hátt FARSEÐILLINN á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári féll Íslend- ingum í skaut eftir öruggan sigur á Júgóslövum, 32:27, í leiknum um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Lissabon í gær. Íslendingar léku klárlega sinn besta leik í keppninni. Með vilj- ann að vopni og hungrið í að komast til Aþenu sýndi íslenska liðið allar sínar bestu hliðar. Léttleikinn og samheldnin í herbúðum Ís- lendinga ásamt stórleik Ólafs Stefánssonar og Guðmundar Hrafn- kelssonar var of stór biti fyrir Júgóslava að kyngja og fljótlega í síð- ari hálfleik má segja að þeir hafi kastað hvíta handklæðinu inn á völlinn. Þeir áttu engin svör við stórgóðum leik Íslendinga og mættu einfaldlega ofjörlum sínum.                           !"# $#% &&  & $#  '(                          !  ) ) ) )  )  ) ) * )  )  )+ ) ))* )) )) )) ))) +** +** ,-   ./% 0,-   '0,-   12  ./% #  0,-   3!4# '0,-   ( 12  ./%   & 5 6&  #  7#  $809# ( % #     :# ( ( #( :# ( ;# #<(! !( # ((# ( # = 1& $ =                                ,-   <#%< ( >  ./%<0 ./%<0 ? !<0 ? !<0 12 <0 ? !<0 ? !<0 '0,-   <0 2#(<0  <0 ./%<0 ?  <0 #  <0 ?  <0 ./%<0 #  <0 <@#<0 ,-   12  12  ./% 3!4# 0,-   0,-   2#(   A #/  2#( #  @# ./% ?  ./% ,-   B   ) ) ) ) )       )  ) * * * * * * * * + * * *  * *  *  * * *  * *   * * *  * + * * *  ** ** **  ** **    ** **   )  ** ) **   C ++C+ )C +C++ C C+ C+ +*C) *C+ +C++ + C+ +C) +C) +C+ +C+ +C+  +B +B Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Lissabon SIGURÐUR Bjarnason átti góða inn- komu í mörgum leikjum íslenska landsliðsins á HM. Hlutskipti Sigurðar á Evrópumótinu í fyrra var að fylgjast með leikjum íslenska liðsins frá áhorf- endabekkjunum en mistök urðu í skráningu þar sem láðist að skrá nafn Sigurðar á keppnislistann. „Þú getur rétt ímyndað þér að það hefur verið skemmtilegra hjá mér núna en í fyrra. Það hefur verið rosa- lega gaman að taka þátt í mótinu og ánægjulegt að okkur skyldi takast að ná ólympíusætinu,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið en Sigurður var með ís- lenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona ári 1992. Sigurður sagði að stundin sem leik- mennirnir áttu saman í búningsklef- anum rétt fyrir leikinn við Júgóslava hefði skipt sköpum en þar tók Ólafur Stefánsson af skarið og hélt ræðu yfir hausamótunum á meðspilurum sínum. ,,Eftir að Guðmundur þjálfari var búinn að halda sínu ræðu þá stóð Óli upp og bað okkur um að koma í hring og hélt tölu sem ég ætla ekki segja hvert innihaldið var í en þessi orð hans verkuðu geysilega vel á okkur og ég fann þegar við gengum til leiksins að við vorum tilbúnir allir sem einn. Orð Óla skiptu sköpum enda sást að við byrjuðum leikinn eins og grenjandi ljón. Þetta sem Óli gerði sýndi hversu mikill leiðtogi hann er í liðinu.“ Orð Óla í klef- anum skiptu sköpum RÉTT áður en leikur Íslendinga og Rússa hófst á laugardag kom það í ljós að íslenska liðið þurfti að skipta um keppnistreyjur þar sem rauði keppnisbúningurinn var of líkur þeim hvíta og rauða sem Rússarnir voru í. Leikmenn íslenska liðsins skiptu um búninga rétt áður en leikurinn hófst en illa gekk þó að finna treyju nýliðans Snorra Steins Guðjónssonar en hún fannst þó um síðir. Snorri Steinn kom hinsvegar ekki við sögu í leiknum. Íslenska liðið skipti hinsvegar ekki um keppnisbuxur og lék því í rauðum buxum og bláum treyjum. Skipt um peysur ir tæpar átta mínútur má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Íslendingar léku af mikilli yfirvegun og áræðni og héldu mótherjum sínum í heljar- greipum. Íslenski varamannabekk- urinn geislaði af gleði. Stemningin var frábær í íslensku sveitinni og löngu áður en leiktíminn var úti voru menn farnir að fagna sætum og gríð- arlega góðum sigri. Eins og áður segir áttu Guðmund- ur Hrafnkelsson og Ólafur Stefáns- son stórleik. Guðmundur varði hátt í þriðja tug skota, þar á meðal þrjú vítaköst, og Ólafur var potturinn og pannan í sóknarspili íslenska liðsins þar sem hann gat skorað mörk nán- ast að vild ásamt því að búa til mörk fyrir samherja sína. En sigurinn var þó mikið til líka að þakka ákaflega samheldnu liði þar sem menn börð- ust allir fyrir einn. Vörnin var lengst af góð þar sem Sigfús og Rúnar náðu loks saman og segja má að hver og einn einasti leikmaður hafi staðið fyrir sínu. Aron Kristjánsson var mjög lífleg- ur og lék líklega sinn besta leik í keppninni – var sterkur í vörn og heyfanlegur í sókn, Patrekur skilaði fínum leik. Hann var traustur í vörn- inni og var óragur að taka af skarið í hröðum sóknum íslenska liðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.