Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rúnar var sá leikmaður sem kvaðhvað mest að og hreinlega lék við hvern sinn singur. Hann splundr- aði oft vörn andstæð- inganna með leikni sinni og stórkostleg- um sendingum. Þeg- ar Rúnar er í þessum vígamóði, þá leika samherjar hans vel. Leikmenn Lokeren létu óska- byrjun La Louviere ekki slá sig út af laginu, en heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mín. Þeir tvíefldust við það og tóku leikinn í sínar hendur og áttu hreinlega næstu fjörutíu mínúturn- ar. Rúnar hafði ekki heppnina með sér, er fast skot hans hafnaði á stöng. Heppnin var heldur ekki með Arnari þór Viðarssyni, sem náði ekki að koma knettinum í netið í upplögðu færi. Það var Bangoura, sem hefur heldur betur vaknað til lífsins eftir að Marel Baldvinsson kom til Loke- ren, sem braut ísinn og jafnaði, 1:1. Rúnar skoraði næstu tvö mörkin – það seinna eftir að Marel hafði skall- að knöttinn til hans, 3:1. Í seinni hálfleik gáfu leikmenn Lokeren of mikið eftir og kom La Louviere aftur inn í leikinn og náði að minnka muninn, 3:2, og voru leik- menn liðsins oft nær því að jafna. Það var svo Bangoura sem gull- tryggði sigur Lokeren, 4:2. Eins og fyrr segir átti Rúnar stór- leik. Marel lék mjög vel, en er auðséð að hann þarf að bæta úthaldið. Hann var tekinn útaf á 76. mín. Arnar Þór og Arnar Grétarsson sýndu mjög góða spretti. Rúnar með stórleik og tvö mörk RÚNAR Kristinsson átti enn einn stjörnuleikinn með Lokeren, þeg- ar liðið lagði La Louviere að velli á útivelli í belgísku 1. deildar- keppninni í knattspyrnu, 4:2. Rúnar skoraði tvö mörk fyrir Lokeren, byrjaði leikinn með fjóra Íslendinga í liðinu. Leikmenn liðsins voru með sýnikennslu – sýndu áhorfendum hvernig á að leika knatt- spyrnu, þannig að hún verði árangursrík. Þeir fóru á kostum í fyrri hálfleik og það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp eins góðan leik hjá Lokeren. Rúnar Kristinsson Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu ÞÓRÐUR Guðjónsson átti mjög góðan leik í liði Bochum í 2:1-sigri liðsins á Bayer Leverkusen. Klaus Toppmöller, þjálfari Leverkusen og fyrrum þjálfari Þórðar hjá Boch- um, sá Þórð í miklu stuði en Skaga- maðurinn var mjög áberandi í liði Bochum, sérstaklega í síðari hálf- leik. Þórður átti stóran þátt í fyrra marki sinna manna sem Ísraels- maðurinn Vahid Hashemian skoraði á 68. mínútu og Hashemian var svo aftur á ferðinni sex mínútum fyrir leiks- lok þegar hann skoraði sig- urmarkið. Þórður var tvívegis ná- lægt því að skora, í fyrra skiptið varði Hans Jörg Butt og rétt á eftir átti hann þrumuskot rétt yfir mark- ið. Þórður, sem var mjög duglegur í leiknum, kom sínum mönnum til bjargar í síðari hálfleik en þá tókst honum að bjarga á marklínunni. Eyjólfur Sverrisson var ekki í leikmannahópi Herthu Berlin sem vann góðan sigur á Schalke, 4:2. Þórður í stuði gegn Leverkusen SKÍÐAFRAMLEIÐANDINN sem styður við bakið á Norðmanninum Kjetil André Åamodt hefur notað rúmlega 55 milljónir ísl. kr. á ári í rannsóknir og hönnunarvinnu á skíðunum sem kappinn notar í brunkeppnum. „Við höfum notað um 55 milljónir til þess að þróa skíði sem henta einum keppanda,“ sagði Hans Krassnitzer, talsmaður Nordica við Verdens Gang en und- irbúningsvinnan hófst fyrir tveimur árum eftir Heimsmeistarakeppnina í St. Anton og var markmiðið að búa til „hröðustu skíði veraldar fyr- ir Ólympíuleikana í Salt Lake City. Þrír starfsmenn fyrirtækisins undir stjórn fyrrum skíðamannsins Pat- rik Wirth gera ekkert annað en að búa til skíði fyrir Norðmanninn. „Þetta teymi framleiðir um 100 skíðapör á ári og þar af fær Åamodt 20-25 pör sem eru þau bestu,“ segir Hans Krassnitzer. JASON Richardson frá Golden State Warriors sigraði í troðslukeppninni NBA-deildarinnar sem fram fór á laugardag í Atlanta í Bandaríkjunum og eru bandarískir fjölmiðlar afar hrifnir af einvígi hans og Desmonds Masons. Keppnin hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár en að þessu sinni minnti einvígi þeirra félaga á einvígi Dominique Wilkins og Mich- ael Jordan í Chigaco árið 1988. Rich- ardson sigraði einnig í keppninni í fyrra og í lokatroðslu sinni fékk hann „fullt hús“ eða 50 stig frá dóm- nefndinni sem var skipuð gömlum meisturum á þessum vettfangi, Dom- inique Wilkins, Michael Jordan, Spud Webb, Julius Erving og Dee Brown. Richardson stökk þá hátt í loft upp, setti knöttinn á milli fóta sér áð- ur en hann tróð knettinum aftur fyr- ir sig í körfuna. Margir telja að Rich- ardson hafi þar með skotið mörgum þekktum köppum fyrir aftan sig í þessum hluta leiksins. „Ég var sannfærður um að sigra ef ég fengi síðasta tækifærið í keppn- inni. Í svona keppni reynir maður alla þá hluti sem maður fær aldrei tækifæri né tíma til þess að gera í leikjum NBA-deildarinnar. Að þessu sinni fær maður að láta sköpunargáf- una í ljós án þess að eiga á hættu að einhver reyni að stöðva mann,“ sagði Richardson Richardson með „fullt hús“ í Atlanta Reuters Jason Richardson fékk fullt hús stiga frá dómurunum. 57. ÁRSÞING Knattspyrnu- sambands Íslands var hald- ið á Hótel Loftleiðum um helgina. Engar breytingar urðu á aðalstjórn KSÍ en Kjartan Daníelsson var kjörinn í varastjórn í stað Einars Friðþjófssonar. Ein- ar var kjörinn landshluta- fulltrúi Suðurlands og tek- ur þar sæti Jóhanns Ólafssonar, sem setið hefur í stjórn KSÍ allar götur frá árinu 1975. Helstu niðurstöður þings- ins voru þær að tillaga frá ÍBV um sérstakan jöfn- unarsjóð vegna ferðakostn- aðar í landsdeildum karla og kvenna var samþykkt með breytingum og þá var önnur tillaga frá ÍBV sam- þykkt en hún hljóðaði upp á að leikirnir í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ skuli fara fram á heimavelli þess liðs sem dregið er á undan en ekki á Laugardalsvellinum eins og samþykkt var á síð- asta ársþingi. Þessi breyt- ing mun þó ekki taka gildi fyrr en á næsta ári. Þá var samþykkt með breytingatillögu að heimila félögum að senda varalið til keppni á Íslandsmótinu en varaliðin verða ávallt að leika tveimur deildum neð- ar en aðallið viðkomandi fé- lags. Undanúrslit aftur á heimavelli „Rann of langt á lélegum vellinum og strangt til Gullskíði Åamodt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.