Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 6
KÖRFUKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HEIÐURSGESTIR á leik Kefla- víkur og ÍS voru Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Valdi- mar Örnólfsson íþróttafrömuður. Hrannar Hólm, formaður körfu- knattleiksdeildar Keflavíkur, og El- ínborg Guðnadóttir, formaður ÍS, kynntu þá fyrir leikmönnum.  SÍÐASTLIÐIN fimm ár hafa sig- urvegarar í bikarkeppninni orðið Ís- landsmeistarar. Keflavík er að vísu með góða stöðu í deildinni en má gæta sín – sérstaklega ef litið er til bikarleiksins við ÍS.  STÚDÍNUR eru hinsvegar í fall- baráttu neðstar í deildinni, tveimur stigum á eftir næsta liði og sex stig- um á eftir þarnæsta.  ALDA Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, hampaði bikarnum eftir sigur á Keflavík. Hún hefur einnig orðið bikarmeistari með Keflavík – eftir sigur á ÍS.  NOKKUR vandræði voru með stigatöfluna í upphafi leiks Keflavík- ur og Snæfells þar sem stig liðanna voru ekki í samræmi við það sem stóð á stigatöflunni. Nöfn liðanna höfðu víxlast og því var Snæfell „yf- ir“ í leiknum megnið af fyrsta leik- hluta en starfsmenn ritaraborðsins náðu að greiða úr flækjunni áður en fyrri hálfleik lauk.  SELWYN Reid var ekki í leik- mannahópi Snæfells að þessu sinni en hann gekk til liðs við Snæfell í upphafi ársins eftir að Georgi Buj- ukliev lét ekki sjá sig eftir jólafríið. Reid hefur hins vegar ekki látið mik- ið á sér bera í leikjum Snæfells það sem af er í þremur leikjum og leikið samtals í 14 mínútur og skorað 2,3 stig að meðaltali í leik.  FJÓRIR leikmenn Keflavíkur höfðu leikið bikarúrslitaleik áður. Damon Johnon (1997 og 1999), Falur Harðarson (1990, 1991, 1997 og 1999), Guðjón Skúlason (1990, 1993, 1994, 1995 og 1997) og Gunnar Ein- arsson (1997 og 1999). Enginn leik- manna Snæfells hafði tekið þátt í bikarúrslitaleik áður.  SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki (1990, 1991, 1993 og 1994) og stýrt liði 5 sinnum til sigurs í bikarkeppninni sem þjálf- ari (3 kvennatitlar og 2 karlatitlar).  BÁRÐUR Eyþórsson, þjálfari Snæfells, hefur leikið í tveimur bik- arúrslitaleikjum (1987 og 1993), í hvorugt skipti sigrað og aldrei áður stýrt liði í bikarúrslitaleik áður sem þjálfari.  KEFLVÍKINGAR hafa unnið 4 bikarmeistaratitla, árin 1993, 1994, 1997 og 2003. Liðið hefur alls komist 6 sinnum í bikarúrslitaleikinn. Fyrsti sigurinn var fyrir 10 árum er liðið lagði einmitt Snæfell í úrslita- leik. Það er í eina skiptið sem Snæ- fell hefur komist í úrslitaleikinn. FÓLK „VIÐ töluðum um það allan tím- ann að nú skyldum við taka þær, pressan væri öll á þeim en samt vorum við hikandi þegar við komum inná og gerðum ekkert af því sem við ætluðum í byrjun leiks, eflaust verið einhver tauga- titringur í okkur,“ sagði Hafdís Helgadóttir úr ÍS eftir leikinn. „Við höfðum enga trú á okkur sjálfum, vorum hikandi, héldum okkur fyrir utan vörnina og þorð- um ekki að keyra inn að körfu Keflvíkinga en þetta kom allt saman í fjórða leikhluta. Þá gerð- um við okkur grein fyrir því að við hefðum bara þennan eina möguleika, nú eða aldrei,“ bætti Hafdís við en hún á 17 ára feril með ÍS og einu sinni unnið bik- armeistaratitil með liðinu, árið 1991. „Ég man ekki hvenær ég vann síðast í bikarúrslitum, það er langt síðan, en þetta er eflaust sætasti bikarsigur hjá mér. Nú erum við að reyna að vinna okk- ur upp úr fallsæti og það hefur gengið vel eftir áramót. Þessi sig- ur er góður fyrir hópinn og gefur okkur eitthvað sjálfstraust.“ Hikandi fyrst en svo small þetta saman höndla ef lið ná að halda jöfnu því þá tekur enginn af skarið hjá þeim. Það kom sér vel fyrir okkur í dag.“ Eingöngu er hægt að hrósa ÍS- stúlkum lítillega fyrir vörnina fram að fjórða leikhluta. Fram að því áttu þær frekar í vök að verjast en vitað að þær gætu mun betur. Í fjórða leikhluta og framlenginu var allt annað upp á teningnum – kjarkur og áræði, sem braut á bak aftur mót- spyrnu Keflvíkinga. Svandís A. Sig- urðardóttir var best hjá ÍS, spilaði allan leikinn, vann vel fyrir liðið, nýtti færin vel og tók 19 fráköst. Meadow Overstreet var einnig drjúg en fékk lítið svigrúm hjá mótherj- unum. Hafdís Helgadóttir var einnig góð, dugleg undir körfunni og tók 5 fráköst. Hvað er hægt að segja um Kefla- víkurliðið? Hvernig getur það hrunið svona gersamlega? Öll stigin í fjórða leikhluta og framlengingu komu úr vítaskotum. Fátt er um svör! Nokkur taugatitringur var í leik-mönnum beggja liða til að byrja með og því mest áhersla lögð á varnir. Fljótlega náði Keflavík góðu forskoti, sem varð mest 18 stig á fyrstu sekúndum fjórða leikhluta. Þá urðu endaskipti á hlut- unum. Í stað þess að halda sínu striki ótrauðar gerðust Keflavíkur- stúlkur afar varkárar og reyndu frekar að halda boltanum en sækja að körfunni. Leikmenn ÍS-liðsins skynjuðu hvað var að gerast – gengu á lagið, hrelltu leikmenn Keflavík- urliðsins, og hófu að saxa á forskotið, sem minnkaði í sama hlutfalli og kjarkur háttskrifaðra Keflvíkinga. Um tíma virtist örla á mótspyrnu en það stóð stutt yfir og með þriggja stiga körfu Stellu Rúnar Kristjáns- dóttur tókst ÍS að jafna 48:48 og fá framlengingu. Baráttuvilja ÍS-stúlkna, þegar þær tóku skrefinu meira og teygðu sig aðeins betur en Keflvíkingar, fylgdi lukkan og flest fráköst rötuðu í hendur ÍS. Í framlenginu náðu stúdínur að fylgja eftir frábærum fjórðungi og Keflavík minnkaði muninn í tvö stig rúmri mínútu fyrir leiksloka, 53:51. Hvort félag fékk tvær tilraunir til að breyta einhverju en fleiri urðu stigin ekki. „Við vorum lengi að komast inn í leikinn því Keflavíkurstúlkur komu grimmar til leiks,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, eftir leikinn en hún vissi um veikleika mótherj- anna. „Við vorum í miklum vandræð- um og ekki með hugann við leikinn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta ákváðum við að það væri ekki hægt að enda leikinn svona. Þær hafa unn- ið næstum allt í vetur en í báðum tapleikjum þeirra ná þær ekki að Taugar Keflavíkurstúlkna brustu þegar bikarinn blasti við þeim Magnaður lokasprettur færði stúdínum sigur Morgunblaðið/Jim Smart Stúdínur höfðu ríka ástæðu til fagna eftir sigurinn á Keflavík í Laugardalshöllinni á laugardaginn. EF nokkur hefur efast um að bikarúrslitaleikir séu öðruvísi en aðrir leikir eru þær efasemd- ir líklega úr sögunni eftir sigur ÍS á Keflavík í úrslitum bik- arkeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. Eftir þrjá góða fjórðunga höfðu Keflavíkingar afgerandi forystu en þá hrundi leikur þeirra. Stúdínur gengu á lagið, knúðu fram framlengingu og höfðu tveggja stiga sigur er upp var staðið í rimmunni, 53:51. Nokkuð óvænt því Kefla- víkurstúlkur á toppi deild- arkeppninnar hafa í vetur unnið alla fjóra viðureignir sínur við stúdínur, sem berjast við að bjarga sér frá falli – eru í neðsta sæti deildarinnar. Stefán Stefánsson skrifar B b e v H o l u m é h v l V n B l a s u b e f h h a e u a a u s i ÍVAR Ásgrímsson, þjálf- ari ÍS, var í sjöunda himni eftir bikarsigurinn. „Við vorum búin að spila þrjá leikhluta mjög illa þar sem við erum logandi hrædd um að láta loka á skotin okkar auk þess að vörnin var heldur ekki góð en í fjórða leikhluta var eins og stelpurnar ætluðu sér allar að bjarga andlitinu. Við ætluðum ekki að tapa, í það minnsta ekki stórt, en unnum svo leikinn. Við fórum að sækja af meiri krafti í sókninni og feng- um þá auðveldari skot. Við vorum búin að spila margar tegundir af varn- arleik en ekkert gekk fyrr en í lokin þegar við skiptum í 2–3 svæðis- vörn,“ sagði Ívar og taldi lið sitt ekki óvant svona spennuleikjum enda í mikilli fallbaráttu. „Það var engin pressa á okkur og hver einasti leikur okkar eftir áramót hefur verið úrslitaleikur svo að við erum vön svona leikjum.“ Ætluðum ekki að tapa stórt Morgunblaðið/Jim Smart Hafdís Helgadóttir og Alda Leifa Jónsdóttir gera sig líklegar til að hefja bikarinn á loft. „ÉG veit ekki hvað er hægt að segja nema að við töpuðum þessum leik með klaufaskap í lokin, ég veit ekki hvort við héldum að leikurinn væri bú- inn eða hvað,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, eft- ir bikarúrslitaleikinn. „Við bjuggum okkur undir að pressan væri á okkur eins og í þessum leikjum og við vorum tilbúnar fyrir það enda byrj- uðum við mjög vel og spil- uðum vel í þrjá leikhluta. Svo hættum við að spila og sjálfs- traustið hvarf, enginn þorði að skjóta á körfuna en ef ein- hver gerði það fór boltinn ekki ofan í. Auk þess voru lykilleikmenn að klikka og það réðum við ekki við. Það er samt ekki hægt að setja út á vörnina heldur bregst sókn- in algjörlega. Við ætluðum að nota stóru leikmennina okkar inni í teig en þegar enginn leikmanna fyrir utan skaut á körfuna gerði það ÍS-liðinu auðvelt með að gæta hinna undir körfunni. Við misstum Sonju Ortega útaf, sem var slæmt en samt á ég ekkert svar við hvað fór úrskeiðis.“ „Ég veit ekki hvað gerðist“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.