Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HEIÐMAR Felixson skoraði 7 mörk og var markahæstur í liði Bidasoa sem tapaði fyrir Ademar Leon, 30:27, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bidasoa er í 10. sæti deildarinnar af 16 liðum.  RÚNAR Sigtryggsson var ekki í leikmannahópi Ciudad Real sem sigraði Granollers, 27:22. Ciudad er með 28 stig eins og Portland San Antonio en Barcelona sem sigraði Torriveja, 26:21.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður mátti sætta sig við að horfa á félaga sína úr áhorf- endastúkunni þegar lið hans, Con- versano, burstaði Prato á útivelli, 25:14, í íölsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Aðeins má tefla fram fjórum útlendingum í hverjum leik og þar sem fimm eru í herbúðum Conversano þarf að hvíla og kom það í hlut Guðmundar.  CONVERSANO og Prato voru efst og jöfn á toppnum fyrir leikinn og var reiknað með spennandi leik en liðsmenn Conversano með þjálf- ara heimsmeistara Króata á bekkn- um tóku liðsmenn Prato í kennslu- stund og náðu þar með þriggja stiga forskoti á toppnum.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 1 þegar liðið sigraði FCK, 31:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær.  FRESTA þurfti leik FH og Aftur- eldingar, sem fram átti að fara í Kaplakrika í gærkvöldi. Ástæða frestunarinnar var rafmagnsbilun sem var í tjaldi sem skiptir íþrótta- salnum í tvennt. FÓLK LOGI Gunnarsson og félagar hans í þýska 2. deildarliðinu Ulm eru enn með í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeild að ári en liðið er sem stendur í þriðja sæti s-riðils með 16 sigra og þrjú töp það sem af er vetrar. Logi hefur skorað 17,4 stig að með- altali í leik og sagði í samtali við Morgunblaðið í gær erfitt verkefni væri framundan hjá liðinu. „Við töpuðum á heima- velli í síðustu umferð gegn Karlsruhe, 101:105, eftir fram- lengdan leik en þeir eru nú í efsta sæti en við í því þriðja,“ sagði Logi en hann skoraði 21 stig í leiknum og tók 4 fráköst. Um 3.000 áhorfendur voru á leiknum og sagði Logi að mikil barátta væri í hverjum leik þar sem engin úrslitakeppni væri í 2. deildinni. „Það eru tveir sautján liða riðlar í annarri deild og aðeins efstu liðin komast í úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Tímabilið er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt. Hlut- verk mitt hjá liðinu hefur vaxið jafnt og þétt en að undan- förnu hef ég verið að skora mun meira en í upphafi tímabils- ins,“ sagði Logi. LEMGO er með sex stiga forskot á Flensborg og Magdeburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir leiki helgarinnar. Lemgo mætti Göppingen á heimavelli og innbyrti sigur, 35:32. Markus Baur, fyrirliði þýska landsliðsins, fór á kostum og skoraði 11 mörk og Florian Kehrmann, hornamaður Lemgo og landsliðsins, skoraði 8. Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Wallau Massenheim sem vann góðan útisigur á Lübbeceke, 30:28. Gylfi Gylfason skoraði einnig 2 mörk fyrir Wil- helmshavener en þau dugðu skammt því liðið beið lægri hlut fyrir Pfullingen á heimavelli, 33:25. Gústaf Bjarnason komst ekki á blað fyrir Minden sem tapaði Gross- wallstadt, 26:25. Leikjum Flensborg á móti Magdeburg og Essen gegn Wetzlar var frestað. Við erum einfaldlega að berjast umsæti í úrslitakeppninni. Mér sýn- ist sem við verðum að ná að minnsta kosti tíu stigum úr þeim leikjum sem eftir eru til þess að það takist, við ætlum okkur í úrslitakeppn- ina en til þess verðum við svo sann- arlega að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Páll sem var virkilega ánægður með baráttuna í liði Gróttu/KR í gær og mátti svo sannarlega vera það. Gríðarlega barátta og dugnaður var í liðsmönnum Gróttu/KR að þessu sinni. Þeir börðust sem ljón frá fyrstu mínútu og slógu vopnin algjör- lega úr höndum Hauka í sókninni auk þess sem Hlynur Morthens, mark- vörður Gróttu/KR, fór hamförum í markinu og varði sem berserkur, ekki síst úr opnum færum. Heima- menn voru ævinlega skrefinu á undan að skora og náðu mest fjögurra marka forskoti. Sóknarleikur Hauka var hægur, boltinn gekk illa út í horn- in og línuspil var takmarkað og ef ekki hefði komið til einstaklingsfram- tak Robertas Pauzoulis, sem skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik, hefði staða Hauka verið enn verri en raun bar vitni um í hálfleik. Haukar héldu áfram að leika fram- liggjandi 3/3 vörn í upphafi síðari hálfleiks og tókst ágætlega til að byrja með. Grótta/KR brá hins vegar á það ráð að taka Pauzoulis úr um- ferð. Varð það ekki til að auka á fjöl- breytileika sóknarleiks Hauka sem borin var uppi af Aroni Kristjánssyni og Halldóri Ingólfssyni. Halldór var seinn í gang og skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 35. mínútu. Haukar voru ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og þegar við bættist að Páll Þórólfsson fékk fjögurra mínútna brottvísun fyrir brot og munnbrúk færðu leikmenn Hauka sér það í nyt. Þeir jöfnuðu og komust yfir, 20:19, í fyrsta sinn í leiknum og síðar, 22:20. Virtust gestirnir vera að brjóta leik- menn Gróttu/KR á bak aftur. Heima- menn neituðu að gefast upp, með gríðarlegri baráttu í vörninni, frá- bærum leik Hlyns í markinu, sem varði alls 28 skot í leiknum, og útsjón- arsemi í sókninni tókst þeim að hafa Haukana undir á nýjan leik og halda þeim í fasataki allt til leiksloka. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægur þessi sigur var liðsmönnum Gróttu/KR og með sanni má segja að þeir hafi svo sann- arlega unnið fyrir honum. Leik- mannahópur liðsins er ekki stór, en víst er að hver og einn leikmaður leggur sig fullkomlega fram. Leikmenn Hauka voru talsvert frá sínu besta að þessu sinni, einkum var sóknarleikurinn fábreyttur og virtist sem baráttugleði andstæðinganna hafi komið Haukum úr jafnvægi. Víkingar knésettir í Víkinni Leikmenn Víkings gengu bognir íbaki af leikvelli eftir heimsókn Valsmanna í gærkvöld. Heimamenn áttu aldrei möguleika gegn toppliði deildar- innar og voru liðin hvort í sínum gæða- flokknum. Valsmenn fögnuðu örugg- um sigri með 14 marka mun, 20:34, og virtust samt eiga svolítið inni. Ljóst var á fyrstu mínútunum hvernig leikurinn myndi þróast, Vík- ingar voru mistækir í aðgerðum sín- um og fóru fjölmargar einfaldar sendingar forgörðum. Við það urðu leikmenn pirraðir og náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit. Valsmenn nýttu sér það til fullnustu og náðu yfirhönd- inni snemma í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson, fyrirliði Vals, fór fremst- ur fyrir sínum mönnum og skoraði að vild. Roland Eradze lokaði svo marki sínu og varði alls 19 skot í leiknum. Lítið var um ljósa punkta í liði Vík- ings og virtust leikmenn fegnir þegar flautað var til hálfleiks – þá var stað- an orðin 11:17. Víkingar munu vilja gleyma síðari hálfleiknum sem fyrst, hver mistökin á fætur öðrum meðan Valsmenn skoruðu úr öllum sínum sóknum. Á tíu mínútna kafla skoruðu gestirnir sjö mörk á móti engu marki Víkinga, þá tóku Valsmenn að hvíla lykilmenn sína og leyfa öllum að spila. Heima- menn komust samt sem áður ekkert áleiðis og gáfust upp um miðjan hálf- leikinn. Lítið sem ekkert gerðist svo á lokamínútunum og lauk leiknum með öruggum sigri Valsmanna, 20:34. „Leikurinn fór eins og ég átti von á og vonaði. Við förum að sjálfsögðu í hvern leik til að vinna og annað kom ekki til greina nema að gera það vel,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals- manna, glaðbeittur á svip. „Boltinn rúllaði fínt á milli manna og ég gat leyft öllum að spila. Ég er sáttur með stigin tvö, en nú tekur alvaran við. Við eigum bikarleik næst og ætlum okkur einnig stóra hluti í þeirri við- ureign.“ Mikilvægur sigur Þórs Þórsarar virðast koma sterkir tilleiks á nýju ári. Á föstudaginn lögðu þeir Aftureldingu á útivelli og í gær unnu þeir sætan sigur á hinu sterka liði ÍR. Lokatölur urðu 24:21 eftir að Þórsarar höfðu haft frumkvæðið allan leikinn, ekki síst í byrjun þegar liðið komst í 6:1 og 8:2. Með þessari frammistöðu vænkast hagur liðsins um sæti í úrslitakeppn- inni en vissulega getur margt gerst ennþá. „Þetta var frábær sigur og ég er mjög ánægður með baráttuna í strák- unum. Nú er hver leikur sem úrslita- leikur fyrir okkur því ef við eigum að ná settu marki verðum við að halda áfram að hala inn stig,“ sagði Sigur- páll Árni Aðalsteinsson, þjálfari Þórs. Heimamenn byrjuðu með látum og voru komnir í 8:2 eftir 10 mínútna leik. Gestunum tókst að saxa á for- skotið og gekk það ekki síst vel eftir að Þórsarar týndu tölunni á vellinum. Tveir leikmenn fengu reisupassann á skömmum tíma og Hörður Flóki markvörður fann hjá sér hvöt til að mótmæla og fór þá sömu leið. ÍR minnkaði muninn í eitt mark, 9:8, en staðan í leikhléi var 14:12. Aigars Lazdins skoraði 8 mörk fyr- ir Þór í fyrri hálfleik og var tekinn úr umferð í upphafi seinni hálfleiks. Engu að síður náðu Þórsarar að rífa sig upp í 18:14 en síðan skoruðu þeir ekki mark í rúmar 9 mínútur og ÍR jafnaði í 18:18. Staðan var 22:21 þeg- ar rúmar 6 mínútur voru eftir en gestirnir komust ekkert áleiðis og Þórsarar tryggðu sér öruggan sigur. ,,Við vorum alltaf á eftir þeim og þótt við næðum að jafna vantaði herslumuninn. Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður. Við getum spilað betur en þetta var erfiður leikur gegn góðu liði,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Vörn Þórs var afar sterk og mark- varslan þokkaleg. Lazdins var afger- andi í sókninni í fyrri hálfleik en Sig- urður Sigurðsson átti mjög góða innkomu í seinni hálfleik. ÍR-ingar náðu hvorki að nýta sér góða mark- vörslu Hreiðars Guðmundssonar né býsna tíðar brottvísanir Þórsara. Vörnin var allgóð en leikmenn mis- tækir í sókninni. Guðlaugur Hauks- son var ógnandi í seinni hálfleik en at- hygli vakti að atkvæðamestu menn liðsins í fyrri hálfleik, Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Sigurjóns- son, vermdu bekkinn í seinni hálfleik þótt lítið gengi hjá liðinu. Auðveldur sigur Fram Fram gjörsigraði slaka Selfyssinga36:22 í tilþrifalitlum leik í gær. Selfoss skoraði fyrsta mark leiksins en í kjölfarið fylgdu átta mörk í röð hjá Fram. Sóknarleikur gestanna var fálm- kenndur og ómarkviss gegn ákveð- inni vörn heimamanna og þau skot sem rötuðu á mark heimamanna varði Sebastian Alexanderson. Um miðjan fyrri hálfleikinn komst jafn- vægi í leikinn og skiptust liðin á að skora. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu Framarar sex stiga forystu, 17:11. Heimamenn völtuðu hreinlega yfir gestina í seinni hálfleik. Héðinn Gils- son sem ekkert hafði leikið í fyrri hálfleik og Hjálmar Vilhjálmsson röðuðu inn mörkunum við litla mót- spyrnu Selfyssinga. Ramunas Mik- aelonis var sá eini í liði gestanna sem einhver ógn var í, annars var enginn broddur í sóknarleik þeirra. Framar- ar juku forystu sína jafnt og þétt og þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 14 mörk, 36:22. Sebastian Alexandersson átti mjög góðan leik og varði 24 skot í leiknum. Héðinn átti líka mjög góða innkomu í seinni hálfleik. Leikmenn Selfoss áttu heldur dapran dag, Mikaelonis var eini leikmaður gestanna sem var Fram erfiður. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, er sáttur við leik liðsins eins og það hefur verið að spila undanfarið eftir lélega byrjun á mótinu: „Við vissum að framan af vetri myndi þetta verða erfitt, við misstum þrjá góða leikmenn frá í fyrra, en við feng- um nýja leikmenn í staðinn. Þetta hefur verið að smella saman undan- farið og vonandi verður framhald á því.“ Dugnaður og baráttugleði „VIÐ vissum að það þurfti ekki á kraftaverki að halda til þess að vinna Hauka, heldur urðum við einfaldlega að eiga mjög góðan leik og það tókst okkur,“ sagði Páll Þórólfsson, aðstoðarþjálfari og leik- maður Gróttu/KR, eftir að lið hans lagði deildarmeistara Hauka á Seltjarnarnesi í gærkvöld, 28:25, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 17:13. Sigurinn lyfti Gróttu/KR upp í 8. sætið með 21 stig, einu stigi á undan FH sem á leik til góða. Haukar eru í 5. sæti með 25 en þeir misstu HK upp fyrir sig í leikjum gærdagsins. Haukar eiga einnig leik til góða á HK. Ívar Benediktsson skrifar Andri Karl skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Ulm er enn með í baráttunni Lemgo stendur vel að vígi Einar Örn Jónsson IHF sagði ekki alla söguna STEFAN Alfelt blaðamaður sænska dagblaðsins Afton- bladet segir að Alþjóðahand- knattleikssambandið, IHF, hafi klúðrað hlutunum hressi- lega þegar króatíski leikmað- urinn Igor Vori féll á lyfja- prófi eftir leik Króata og Argentínumanna á HM í handknattleik í Portúgal. IHF gaf Vori leyfi til þess að nota lyf sem er á bannlista meðan á keppninni stóð en hinsvegar fékk hann ekki leyfi til þess að taka þátt í leikjum á meðan hann tók inn lyfin! Vori var sendur heim til Króatíu eftir að þetta kom í ljós en liðið tapaði ekki stigum á HM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.