Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 B 5 ÞEGAR Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hafði samband við hinn 17 ára gamla framherja Everton, Wayne Rooney, og tjáði hon- um að hann hefði valið hann í enska landsliðið hélt Everton- leikmaðurinn að um væri að ræða U-21 árs landsliðið en ekki A-landsliðið. Þegar Eriksson sagði honum að hann væri í A-landsliðinu trúði Rooney vart því sem hann heyrði enda verður hann þá yngsti leikmaður A-landsliðs- ins í 124 ár þegar enska liðið leikur vináttulandsleik gegn Ástralíu nk. miðvikudag á Upton Park. „Ég var ánægður að heyra það að ég væri í lið- inu og þegar ég spurði Eriks- son hvenær U-21 ársliðið þyrfti að mæta á svæðið kom svarið mér í opna skjöldu. Það var hlátur á hinum enda lín- unnar og síðan sagði hann að ég væri í A-liðinu, ekki U-21 árs liðinu eins og ég hafði haldið. Ég get varla beðið eftir því að fá að vera í hópi með reyndum landsliðsmönnum og það eitt verður ómetanleg reynsla,“ sagði Rooney sem bætir met James Prinsep sem var 141 degi eldri en Rooney þegar hann lék fyrir Englend- inga gegn Skotum árið 1879. Rooney verður 17 ára og 111 daga gamall á miðvikudaginn. Rooney trúði vart orðum Eriksson Wayne Rooney LUKE Chadwick, hinn 22 ára gamli miðju- og framherji Manchester United, hefur ver- ið lánaður til 1. deildarliðsins Reading í einn mánuð. Nokkur lið voru á höttunum eftir Chad- wick, þar á meðal Stoke og Cardiff en Chadwick ákvað í samráði við forráðamenn Unit- ed að taka tilboði Reading sem er í fimmta sæti deildarinnar. Chadwick hefur fengið fá tækifæri með stjörnu prýddu liði Manchester United á leik- tíðinni. Hann hefur komið við sögu í aðeins fimm leikjum. ,,Ég er ánægður að vera kominn til Reading. Ég átti nokkra valkosti en mér leist best á Reading sem er stór klúbbur og gengur vel í 1. deildinni. Ég get vonandi látið gott af mér leiða hjá félaginu,“ segir Chadwick. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Chadwick er lánaður frá Manchester United. Fyrir tveimur árum var hann hjá belgíska liðinu Antwerpen þar hann gerði góða hluti og var sárt saknað af stuðnings- mönnum félagsins þegar hann yfirgaf liðið. United lánaði Chadwick HERMANN Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich unnu dramatískan sigur á Sheffield United, 3:2, á Portman Road. Það leit ekki vel út hjá Ipswich í upphafi síðari hálfleiks. Sheffield United komst í 2:0 á 50. mínútu og leik- manni færri eftir að Pablo Counago var vís- að að velli á 20. mínútu virtist leikurinn tapaður fyrir heimamenn. En leik- menn Ipswich neituðu að gefast upp og á hreint ótrúlegan hátt tókst þeim að snúa töpuðum leik í sigur og skoraði Darren Bent sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Hermann lék allan leikinn og fékk að líta gula spjaldið. Stoke tapaði fyrir Grimsby í miklum fall- slag, 2:0, og er komið í fallsæti á nýjan leik. Brynjar Björn Gunn- arsson lék allan leikinn fyrir Stoke, Bjarni Guð- jónsson lék síðustu 25 mínúturnar en Pétur Mar- teinsson sat á bekknum allan tímann. Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Wat- ford sem tapaði óvænt á heimavelli fyrir Rother- ham, 2:1. Mögnuð endur- koma Ipswich Hermann Hreiðarsson UPPSELT er á bikarleik Stoke City og Chelsea sem fram fer á Britannia-leikvanginum í Stoke næstkom- andi sunnudag. Gífurleg ásókn var í miðana og var bú- ið að ráðstafa þeim öllum áður en eiginleg miðasala átti að hefjast og hefur það aldrei gerst áður hjá Stoke, að sögn framkvæmdastjóra miðasölunnar hjá félaginu. Stuðningsmenn Stokes voru ekki lengi að tryggja sér þá 23.000 miða sem í boði voru þegar ljóst var að andstæðingar þeirra í 5. umferð bikarkeppn- innar væru Chelsea en stuðningsmenn Chelsea fengu í sinn hlut 5.000 miða. Það verða því 28.000 manns á bikarleiknum sem gefur Stoke góðar tekjur í kassann en áætlað er að þær verði 50 milljónir króna. Þá verð- ur leiknum sjónvarpað beint á Sky og fyrir það fær Stoke dágóðan skilding svo ekki verður annað sagt að Íslendingaliðið hafi dottið í lukkupottinn þegar liðið var dregið á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hans í Lundúnaliðinu. Uppselt á Britannia  STÓRSTJÖRNURNAR í liði Real Madrid voru allar á skotskónum þegar Evrópumeistararnir unnu auðveldan sigur á Real Betis, 4:1, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Raul, Luis Figo, Ronaldo og Zined- ine Zidane skoruðu mörk Madrid- arliðsins sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum.  REAL varð fyrir áfalli í leiknum. Fernando Hierro, 34 ára, fór af leikvelli meiddur á hné á 74 mín., eftir samstuð við Brasilíumanninn Denilson. Hierro verður frá keppni í fjórar vikur og mun missa af tveimur leikjum við Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Hierro er einn af lykilmönnum Real og er afar slæmt fyrir liðið að vera án hans.  MOHAMMED Kallon skoraði tvö af mörkum Inter gegn Reggina á Ítalíu, 3:0, eftir að Christian Vieri hafði skorað fyrsta markið.  TVEIR af bestu leikmönnum Int- er fóru meiddir af leikvelli og verða frá keppni í nokkrar vikur – það eru markahrókurinn Christian Vieri og Tyrkinn Emre. Sigur Inter var því dýrkeyptur.  JAPANANUM Naohiro Takah- ara tókst að sigra Oliver Kahn, markvörð Bayern München, þegar honum tókst að jafna metin fyrir Hamburger á lokamínútu leiksins, 1:1. Kahn hafði haldið marki sínu hreinu í 805 mínútur – nýtt persónu- legt met, áður en Japaninn skoraði. FÓLK Frakkinn Thierry Henry kom Ars-enal í forystu á 35. mínútu með sínu 24. marki á leiktíðinni, þegar hann afgreiddi á snyrtilegan hátt sendingu landa síns Sylvains Wilt- ords í netið en Laurens Roberts jafn- aði metin fyrir heimamenn á 53. mín- útu. Roberts hafði ekki sagt sitt síðasta orð í leiknum því fimm mín- útum eftir markið fékk hann að líta sitt annað gula spjald og var vísað af leikvelli. Manni færri börðust liðs- menn Newcastle af krafti og tókst að halda fengnum hlut og áframhald- andi spennu í toppbaráttunni. „Ég var að mestu leyti ánægður með spilamennsku minna manna. Lið Newcastle varðist vel og það var mik- il seigla í leikmönnum liðsins. Ég held að dómarinn hafi ekki átt annarra úr- kosta völ en að reka Roberts útaf,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Sir Bobby Robson, sem heldur upp á 70 ára afmæli sitt síðar í mánuðin- um, fannst harður dómur að reka Ro- berts að velli.; „Mér fannst þetta strangur dómur og vissulega hafði það áhrif á leik liðsins að spila manni færri í hálftíma. Ég held að við höfum sýnt og sannað að við erum með gott lið. Leikurinn var góður og það eina sem skyggði kannski á hann var að dómarinn var ekki alveg með á nót- unum,“ sagði Robson. Jafnt í grannaslagnum Shaun Goeter, framherji Man- chester City, er ekki vinsæll maður í huga stuðningsmanna Manchester United þessa dagana. Fyrr á leiktíð- inni skoraði hann tvö af mörkum City þegar liðið skellti United á Maine Road og í gær jafnaði hann metin á Old Trafford fimm mínútum fyrir leikslok. Goeter kom inná sem vara- maður og 20 sekúndum eftir að hann steig inná leikvanginn skallaði hann knöttinn í netið. Þetta var 100. mark Goeters fyrir City en hann var á yngri árum í herbúðum United en fékk ekki samning við félagið. Ruud Van Nistelrooy kom United yfir á 18. mínútu með sínu 26. marki og þrátt fyrir ágæt tækifæri tókst lið- inu ekki að bæta við fleiri mörkum. „Þegar á heildina er litið held að ég geti sagt að Manchester City hafi verðskuldað náð stigi,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Hann var hins vegar ósáttur við að ekki skyldi hafa verið dæmd vítaspyrna þegar David Beckham var felldur innan teigs rétt fyrir leikhlé. „Ég er búinn að sjá atvikið aftur í sjónvarpi og það er engin spurning um að þetta var vítaspyrna.“ Reuters Dennis Bergkamp, framherji Arsenal, og Andrew O’Brien, varnarmaður Newcastle, eigast hér við í leik liðanna á St. James Park. Jafntefli var niðurstaðan og Arsenal er með þriggja stiga forskot. Shaun Goeter gerði United annan grikk TOPPLIÐIN í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal, Manchester United og Newcastle, uppskáru öll eitt stig í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær og þar með breyttist staðan á toppnum ekki neitt. Ars- enal er með þriggja stiga forskot á United en meistararnir gerðu 1:1 jafntefli við Newcastle á St. James Park síðdegis í gær. Tveimur klukkustundum áður missti United af möguleika á að komast upp að hlið Arsenal þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við granna sína í Man- chester City. ÍVAR Ingimarsson skrifar í dag undir eins mánaðar leigusamning við enska 1. deildarliðið Brighton en for- ráðamenn Wolves, sem Ívar er á mála hjá, urðu við beiðni Steve Coppell, stjóra Brighton, um að fá ís- lenska landsliðsmanninn. Nokkur töf var á að gengið yrði frá samn- ingnum en forráðamenn Wolves vildu ekki ganga frá honum fyrr en eftir leikinn við Brighton. „Ég ætti að geta náð sex leikjum með Brighton á þessum tíma og það ætti að hjálpa mér að komast í leik- form. Ég get vonandi hjálpað eitt- hvað til hjá Brighton. Ég þekki vel til Coppells og það verður gaman að spila undir hans stjórn aftur. Ég reikna með að spila minn fyrsta leik um næstu helgi sem er útileikur á móti Bradford,“ sagði Ívar við Morg- unblaðið í gær en Coppell keypti Ív- ar á sínum tíma frá ÍBV þegar hann var við stjórnvölinn hjá Brentford. Ívar til liðs við Brighton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.