Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 4
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Chelsea og lagði upp annað þegar Lundúnarliðið gerði góða ferð til Birmingham og sigr- aði heimamenn á St. Andrews, 3:1. Gianfranco Zola skoraði fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eiði en áður en markið kom bjargaði Ítalinn Carlo Cudicini, markvörður Chelsea, í þrígang meistaralega. Eiður bætti við öðru markinu og sínu 9. á leik- tíðinni þegar hann skallaði fyrirgjöf Danans Jesper Gronkjærs í net- ið á 49. mínútu og Jimmy Floyd Hasselbaink, sem kom inná í hálfleik fyrir Zola, skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu sem dæmt var eftir að hann var felldur innan teigs. Birmingham náði svo að klóra í bakk- ann á lokamínútunum þegar Robbie Savage skoraði úr vítaspyrnu. KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HELGI Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Peterbrough sem gerði markalaust jafntefli við Chesterfield í ensku 2. deildinni í knattspyrnu.  ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dundee United í leik liðsins gegn grönnum sínum í Dundee í skosku úrvalsdeildinni í gær.  DANNY Mills varnarmaður Leeds United hefur ákveðið að framlengja samning sinn við liðið um fimm ár. Mills er 25 ára gamall og hefur verið í herbúðum Leeds frá árinu 1999 þeg- ar hann var keyptur frá Charlton. Hann er annar lykilleikmaður Leeds sem ákveður að framlengja samning sinn en framherjinn Alan Smith gerði nýjan þriggja og hálfs árs samning í síðustu viku.  EMILE Heskey meiddist á hné í leik Liverpool á móti Middlesbrough og var af þeim sökum ekki valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Áströlum á miðvikudaginn.  MANCHESTER United fær til liðs við sig í sumar belgíska varnarmann- inn Daniel van Buyten. Sunday Mirror greinir frá því að Alex Fergu- son, stjóri United, hafi ákveðið að kaupa Belgann sem er 24 ára gamall og leikur með Marseille í Frakklandi.  ALIOU Cisse franski miðjumaður- inn í liði Birmingham verður frá æf- ingum og keppni næstu vikurnar en hann meiddist illa á ökkla á æfingu Birminghams-liðsins á föstudaginn.  DAVID Moyes knattspyrnustjóri var mjög óhress með frammistöðu Jeff Winters dómara í leik Charlton og Everton á laugardaginn. Moyes sagði að Winter hefði hiklaust átt að sýna Scott Parker rauða spjaldið þegar hann braut illa á Alan Stubbs. Stubbs varð að fara af leikvelli og er óttast að hann sé fótbrotinn. Parker fékk ekki einu sinni að líta gula spjaldið og Moyes átti ekki orð í eigu sinni hvernig brotið gat farið framhjá dómara leiksins.  SÆNSKI framherjinn Henrik Larsson sem leikur með skoska úr- valsdeildarliðinu Celtic gekkst undir aðgerð í gær vegna kjálkabrots sem hann hlaut í 2:1 sigurleik liðsins gegn Livingston í gær. Larsson lenti í samstuði við varnarmanninn Gust- ave Bahoken og fór af leikvelli að því virtist lítilega meiddur en eftir nán- ari athugun var hann fluttur á sjúkrahús í Glasgow þar sem gert var að brotinu, en kjálki hans var brotinn á tveimur stöðum.  MARTIN O’Neill knattspyrnu- stjóri liðsins sagði í gær að áfallið væri mikið fyrir liðið þar sem Lars- son væri í hópi bestu framherja heims en hann vonaðist til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn eftir um sex vikur. FÓLK TRYGGVI Guðmundsson, fram- herji íslenska landsliðsins og norska úrvalsdeildarliðsins Sta- bæk, segir að liðið eigi ekki eftir að blanda sér í keppni þeirra bestu um gullið í norsku deildinni á næstu leiktíð. Til þess sé leikmannahópur liðsins of veikur. „Við værum bara að plata okkur ef við segðumst ætla að setja mark- ið á þrjú efstu sætin líkt og við stefndum á í fyrra,“ segir Tryggvi við staðarblaðið Budstikka í Bær- um í Ósló. „Á síðustu misserum höfum við misst frá okkur marga lykilleik- menn án þess að fá aðra sterka í staðinn. Þrátt fyrir að leikmenn Stabæk hafi metnað til þess að ná langt verðum við að líta raunsætt á hlutina. Við erum með marga unga leikmenn og það væri óraunhæft að ætla þeim stærri hluti en þeir geta staðið við á næstunni,“ segir Tryggvi, en þjálfari liðsins Gaute Larsen er ekki sammála ummælum íslenska landsliðsmannsins og vill stefna hátt að venju en Stabæk end- aði í 5. sæti á sl. leiktíð. „Að mínu mati eigum við að setja stefnuna á efstu sætin líkt og í fyrra. Ég tel að við getum fengið meðbyr þetta árið og þá getum við einnig ætlað okkur stóra hluti. Það er hinsvegar of snemmt að spá í hvar við endum í haust enda eru um 90 dagar þar til deildarkeppnin hefst,“ sagði Lar- sen og taldi leikmenn og þjálfara Stabæk vera að vinna með sömu markmið. Tryggvi og Larsen eru ósammála Tryggvi Guðmundsson í leik með Stabæk í norsku 1. deildinni. Rooney verður 17 ára og 111 dagagamall á miðvikudaginn en yngsti leikmaðurinn sem leikið hefur fyrir Englendinga er James Clapham sem var 17 ára og 253 daga gamall þegar hann lék með Englendingum á móti Skotum fyrir 124 árum eða árið 1879. Eriksson er greinilega farinn að hugsa til framtíðarinnar því marg- ir ungir og efnilegir leikmenn eru í hópnum en nýliðarnir sjö eru: Paul Robinson, Paul Konchesky, Matthew Upson, Jermaine Jenas, Sean Davis, Scott Parker. Wayne Rooney og James Beattie. Eriksson hyggst tefla fram sterk- asta liði sínu í fyrri hálfleik á móti Áströlum en í síðari hálfleik ætlar hann að gefa yngri mönnunum tæki- færi og stilla upp yngsta landsliði Englendinga frá upphafi. Hópurinn sem Eriksson valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: David James (West Ham), Paul Robinson (Leeds), Rich- ard Wright (Everton). Varnarmenn: Gary Neville (Man Utd), Ashley Cole (Arsenal), Danny Mills (Leeds), Paul Konchesky (Charlton), Rio Ferdinand (Man Utd), Sol Campbell (Arsenal), Ledley King (Tottenham), Wes Brown (Man Utd), Matthew Upson (Birmingham). Miðjumenn: David Beckham (Man Utd), Paul Scholes (Man Utd), Frank Lampard (Chelsea), Owen Hargreaves (Bayern München), Kieron Dyer (Newcastle), Jermaine Jenas (Newcastle), Sean Davis (Ful- ham), Scott Parker (Charlton), Danny Murphy (Liverpool), Joe Cole (West Ham). Framherjar: Michael Owen (Liv- erpool), Wayne Rooney (Everton), James Beattie (Southampton), Dar- ius Vassell (Aston Villa), Francis Jeffers (Arsenal). Wayne Rooney einn sjö nýliða SVEN Göran, Eriksson landsliðseinvaldur, Englendinga í knatt- spyrnu valdi sjö nýliða í 27 manna hóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Áströlum sem fram fer á Upton Park, heimavelli West Ham, á mið- vikudaginn. Meðal leikmannanna sem fengu náð fyrir augum Eriks- sons var hinn 17 ára gamli Wayne Rooney hjá Everton og komi hann við sögu í leiknum verður hann yngsti leikmaðurinn til að klæðast ensku landsliðstreyjunni frá upphafi. Eiður Smári átti fínan leik og varvalinn maður leiksins hjá Sky- sjónvarpsstöðinni. Hann spilaði allan leikinn og var mjög ógnandi í fram- línu Lundúnaliðsins. Guðni Bergsson lék allan tímann í vörn Bolton sem gerði 1:1 jafntefli við WBA á útivelli í sannköllum fallslag. Daninn Henrik Pedersen skoraði fyr- ir Bolton í fyrri hálfleik en Andy Johnson jafnaði metin fyrir WBA í uppbótartíma. Lárus Orri Sigurðsson sat á bekknum hjá WBA. Ekki unnið deildarleik á Anfield í þrjá mánuði Liverpool varð að láta sér lynda 1:1 jafntefli við Middlesbrough og þar með missti Liverpool endanlega af möguleika á að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn. Kamerúninn Geremi kom Boro í forystu í fyrri hálfleik með fallegu marki beint úr aukaspyrnu en þung sókn Liverpool skilaði loks árangri 20 mínútum fyrir leikslok þegar Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði með föstu skoti úr teignum. Liverpool hefur ekki tekist að vinna deildarleik á heimavelli í þrjá mánuði. „Þessi leikur var í hnotskurn fyrir okkar tímabil.Við höfðum undirtökin allan tímann en tókst ekki að færa yf- irburðina okkur í vil. Ég var ánægður með spilamennsku liðsins en einhvern veginn falla hlutirnir ekki fyrir okkur. Ég trúi samt ekki öðru en að gæfu- hjólið farið að snúast með okkur,“ sagði Phil Thompson, aðstoðarstjóri Liverpool, eftir leikinn. Seth Johnson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Leeds og það mark dugði lið- inu til að leggja West Ham að velli á Elland Road. West Ham, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu 16 leikjum sínum, lék manni færri síðustu 20 mín- úturnar eftir að Frakkanum Frederic Kanoute var vikið af leikvelli. „Þetta voru kærkomin stig og þau voru verðskulduð. Mér fannst liðið leika vel og vonandi eru bjartari tímar fram undan hjá mér og stuðnings- mönnum félagsins,“ sagði Terry Venables, stjóri Leeds, eftir leikinn. Gömlu mennirnir í liði Tottenham, Teddy Sheringam og Gustavo Poyet, skoruðu báðir tímamótamörk þegar Tottenham tók Sunderland í bakaríið og sigraði, 4:1. Sheringham skoraði sitt 300. mark á ferlinum og Poyet sitt 50. í ensku knattspyrnunni. Blackburn tókst loks að innbyrða þrjú stig þegar liðið lagði Southamp- ton, 1:0, en fyrir leikinn hafði liðið leikið átta leiki án sigurs. Sigurmark- ið skoraði David Thompson. Reuters Kamerúnmaðurinn Njitap Geremi hjá Middlesbrough fagnar hér, ásamt félaga sínum, Jonathan Greening, markinu sem hann skoraði gegn Liverpool á Anfield. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10 Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Birmingham. Níunda mark Eiðs S áram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.