Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ vinnuhorfur hefðu ekki verið eins slæmar síðan í kreppunni. „Margir af útskriftarnemunum límdu forsíðuna aftan á hempuna,“ segir hann. „Ég ákvað að þreifa fyrir mér í Bandaríkj- unum eftir útskrift, en náði ekki að festa rætur. Þá bauðst mér markaðs- starf hjá Vikingbrugg heima á Ís- landi.“ – Þá var faðir þinn fram- kvæmdastjóri; varstu ekkert tvístíg- andi að fara að vinna svona náið með honum? „Jú, ég leiddi hugann að því,“ játar Björgólfur Thor. „Þetta var nú ekki það sem ég stefndi að með því að fara utan í háskóla. En tækifærið bauðst og ég ákvað að grípa það. Svo kom á daginn að við áttum mjög gott með að vinna saman, en þegar frá leið reyndi lítið á það dags daglega. Það voru að- allega ég og Magnús, því við fórum saman til Rússlands.“ Millibilsástand á Íslandi Björgólfur býr í London með unn- ustu sinni, Kristínu Ólafs. „Við höfum reyndar eytt óvenju miklum tíma á Íslandi frá því í sumar,“ segir Björg- ólfur Thor og finnst greinilega nóg um. „Allt frá því Landsbankamálið kom upp höfum við verið hér og hún haft ýmislegt fyrir stafni, m.a. er hún framleiðandi heimildarmyndar. Þetta hafa verið sex til átta mánuðir. En núna reikna ég með að við flytjum okkur aftur til Englands. Þar líður okkur vel og þar á ég betra með að sækja vinnuna. London er líka mið- punktur míns athafnasvæðis. Ég er ekki nema þrjá tíma með flugi til Ís- lands, Búlgaríu eða Rússlands, sem er mun þægilegra.“ Hann segist ætla að sinna ákveðnum þáttum í starfsemi Pharmaco og Landsbankans í Eng- landi. „Við vinnum að því að skrá Pharmaco í Englandi í lok næsta árs eða árið eftir það. Svo hefur Lands- bankinn með Heritable-bankanum töluverða möguleika á að stækka við sig í Englandi. Mitt verksvið er að leita uppi tækifæri og finna leiðir til að byggja þau inn í langtímastefnu fyrirtækisins.“ – Þannig að þið eruð ekki fyrst og fremst að leita að tækifærum í Aust- ur-Evrópu, þótt þið hafið öðlast mikla þekkingu á þeim markaði á und- anförnum árum? „Nei, ég myndi segja að skiptingin í Pharmaco sé til helminga á milli Austur- og Vestur-Evrópu; í það minnsta hvað varðar tekjur og hagn- að. Ég vil halda því þannig. Og Landsbankinn er ekki að fara í stór mál í Austur-Evrópu,“ segir hann og hlær við tilhugsunina. „England er mun vænlegra og nýtist betur fyrir Landsbankann.“ – Þú kannt greinilega vel við þig í London. „Já, mér finnst gott að búa þar. Ég er líka vanur að búa erlendis. Ég fluttist út tvítugur og hef búið árum saman í Bandaríkjunum, Englandi og Rússlandi. Ég lít því á þennan tíma á Íslandi sem millibilsástand og nú vil ég fara að komast í mitt venjulega form.“ Samræðuhæfur á rússnesku Það yljar blaðamanni um hjarta- rætur að horfa á Svejk spígspora eft- ir einum veggnum á skrifstofunni. Björgólfur Thor þýðir rússnesku áletrunina á plakatinu fyrir blaða- mann og kemur upp úr dúrnum að það er til kynningar á tékkneskri bíó- mynd. Og það kemur upp úr dúrnum að Björgólfur Thor talar rússnesku. „Ég tala ekki afburða fallega rúss- nesku,“ segir hann. „En ég er sam- ræðuhæfur og get lesið rússnesku, þótt ég velji mér ekki lesefni eins og Tolstoj á frummálinu. Ég get alveg bjargað mér og það nýtist mér vel. Þetta er nokkuð sem ég lærði í framhjáhlaupi. Ég hef aldrei sótt tíma í rússnesku. Hún lærðist á því að búa svona lengi á staðnum og ég lít á það sem aukabónus, því þetta er fal- legt mál sem talað er af á þriðja hundrað milljónum í Vestur-Evrópu. Að því leyti er það praktískt.“ – Verðurðu áfram ræðismaður Ís- lands í Rússlandi? „Ég mun reyna að sinna því eins og ég get. Við Magnús skiptum því með okkur. Svo lengi sem við eigum fyr- irtæki í Rússlandi, þá höfum við þá innviði sem þarf til að sinna því sóma- samlega. Svo gæti ég vel hugsað mér að ráðast í eitthvert verkefni í Rúss- landi í framtíðinni. Ég er búinn að skjóta ákveðnum rótum þar eftir að hafa búið þar í tíu ár.“ – Það er mikið talað um rússnesku mafíuna. „Ég hef eiginlega heyrt mest talað um hana á Íslandi,“ segir Björgólfur og hlær. „Hver einasti blaðamaður sem ég hef talað við nefnir hana. Þeg- ar ég hitti Íslendinga á förnum vegi fyrstu árin og sagði að ég byggi í Rússlandi, þá var ég ekki spurður út í þjóðina eða menninguna. Ég fékk bara að heyra: „Vá, er ekki mafían al- veg svakaleg?“ En hún er ekki eins umsvifamikil og fólk heldur. Á ár- unum 1992 til 1995 var hún um- svifamikil eða öllu heldur fyrirferð- armikil. Allt í einu mættu einhverjir gaurar í Mercedes Benz-bílalest með farsíma og í Versace frá toppi til táar. Og maður hugsaði með sér: „Hvernig komust þessir apakettir í þessar áln- ir?“ Svo komu þeir í fylkingu inn á veitingastaðina og borðsiðirnir voru eins og hjá Rómverjum til forna.“ Tímabil í sögu þjóðar Að sögn Björgólfs Thors sést þetta ekki lengur. „Þetta var ákveðið tíma- bil í sögu þjóðar, ámóta langt og ástandið var á Íslandi. Ég efast ekki um að það hefur verið skrautlegt fyr- ir útlendinga að koma til landsins á þeim tíma. Ætli þróunin hafi ekki verið sú í Rússlandi að glæpagengin hafi murrkað lífið hvert úr öðru á fyrstu árunum. Svo gerðist það líka að pólitískum föngum var sleppt og þá fylltust fangelsin af glæpamönn- um eins og tíðkast í öðrum löndum.“ Hann veltir því upp hvort spilling sé ekki óhjákvæmileg þegar eitt auð- ugasta ríki í heimi sé berstrípað á fá- einum árum. Allt hafi verið í ríkiseign í Rússlandi við fall járntjaldsins en sé nú í einkaeigu. Vissulega hafi fjöl- margir hákarlar verið á sveimi í því gullfiskabúri. „En við komum aldrei nálægt neinni einkavæðingu í Rúss- landi,“ segir hann. „Við vorum blessunarlega lausir við það. Og höfum aldrei verið í bransa sem mafían tengist, hvorki vodka né tóbaki. Við höfum verið til- tölulega litlir á rússneskan mæli- kvarða, selt mikið magn af gosi en með lítilli framlegð á hverja einingu. Svona hyski hefur ekki áhuga á neinu sem krefst mikillar vinnu. Það vill komast í peningakú sem hægt er að mjólka.“ – En þetta hefur verið frum- skógur, sem þið hafið lært ýmislegt af. Mér skilst t.d. að þú viljir að öll samskipti í samningaviðræðum séu skjalfest. „Jú, ég hef brennt mig á því að fólk segir eitt og gerir annað. Ég er mikið fyrir að negla hluti niður eins og hægt er. Það er ekki bara það að ég treysti ekki fólki. Ég er að fást við svo margt í einu. Hvernig á ég að muna alla skapaða hluti? Það borgar sig að hafa allt skjalfest til að geta hent reiður á öllu. Þá kemur það ekki upp að menn muni hlutina á ólíkan hátt. Það býður bara upp á vandræði.“ – Þú hefur verið búsettur erlendis um langa hríð. Hvernig kemur ís- lenskt samfélag þér fyrir sjónir? „Þegar ég fór héðan tvítugur þá fannst mér gegnumgangandi í þjóð- félaginu að enginn mætti vera stærri en aðrir. Við erum með risastóra millistétt hérna og það má enginn fara upp eða niður fyrir hana. Ef ein- hver skarar fram úr, þá finnst fólki það athyglisvert til að byrja með og svo eru allir komnir með hrakspár eftir smátíma. Ég vona að það sé að breytast. Þegar ég fór út til Bandaríkjanna gerði ég það upp við mig að ég vildi frekar vera lítill fiskur í stórri tjörn, en stór fiskur í lítilli tjörn. Menn eru alltaf að rekast á það sama á Íslandi; við erum ekki nema tæplega 300 þús- und og það mótar samfélagið. Návíg- ið er mikið og allir með nefið ofan í hvers manns koppi. Persónulega finnst mér þægilegra að þekkjast ekki úr fjöldanum. En smæðin er líka mesti kosturinn við Ísland. Ef maður kemur til Ís- lands, þá tekur það einn dag að setja sig inn í allt sem máli skiptir hjá fjöl- skyldunni, vinum og í þjóðfélaginu. Maður þarf bara að hlusta á tvo fréttatíma. Ég held ég sé kominn í þá stöðu sem hentar mér best, að búa erlendis en sækja Ísland heim. Flest- ir vinir mínir eru hér og fjölskyldan og þar af leiðandi hef ég mikinn áhuga á því hvað er að gerast í þjóð- félaginu. Ég fylgist með á Netinu. Það breytti miklu fyrir Íslendinga er- lendis.“ Viðskipti og pólitík – Hvað finnst þér um pólitíkina og viðskiptalífið? „Ég blanda mér ekkert inn í pólitík og er mjög ópólitískur. Ég hef alltaf lagt áherslu á það. Þess vegna angr- aði það mig í einkavæðingarferlinu að við vorum alltaf bendlaðir við einn flokk. Það var fáránlegt, ekki síst vegna þess að við vorum þrír, þar af tveir í sínum flokknum hvor og ég sem stend alveg fyrir utan. En ég hef gaman af því að fylgjast með pólitík- inni og horfa á Silfur Egils – hann er með góða viðmælendur. Þetta verða spennandi kosningar í vor og ég lít svo á að ég sé að skoða þetta með gests augum.“ Hvað finnst þér um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um afskipti forsætisráðherra af við- skiptalífinu? „Það hefur verið mikið rætt um það. Ég hef ekki fundið fyrir því og skil ekki þessa umræðu. Mér finnst frekar að fyrirtækin séu að troða sér inn í pólitíkina og halda því fram að þau séu skotspónn eða fórnarlömb stjórnvalda. Ég næ þessu ekki. Ég hef ekki séð neinn stíga upp í pontu og gagnrýna fyrirtæki og allar stofn- anirnar fylgja í kjölfarið. Ég er ekki fyrir svona samsæriskenningar. Þetta er meira í æsifréttastíl. Ef talað er nógu mikið um eitthvað, þá er það orðið mál. Og núna er búið að búa til mál með því að tala mikið um það. Svo ætla menn að segja: „Ókei, hérna er mál. Hver er afstaða þín til þess?“ Mér finnst þetta ekki ganga upp.“ – Máli sínu til stuðnings vitnaði Ingibjörg Sólrún í viðtal við þig þar Gengið var frá sölu á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands fyrir 12,3 milljarða króna til Samsonar ehf. á gamlársdag. Hér svara Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson spurningum blaðamanna. Morgunblaðið/Kristinn Björgólfur Thor á leið í Þjóðmenningarhúsið á gamlársdag ásamt Jóni Sveins- syni hrl., Björgólfi og Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans. Morgunblaðið/Kristinn hann gæti keypt það miklu ódýrara frá Kína. Af hverju hann brygðist ekki við því. Hann sagðist hreinlega ekki nenna því. Við spurðum út í hagnaðinn. „Hann er bara þar sem hann er,“ sagði hann. „Sjáum bara til.“ Og var alls ekki að reyna að selja fyrirtækið heldur þurfti að toga út úr honum allar upplýsingar.“ Það var Björgólfur Thor sem opnaði ábyrgð og setti saman kaupin. Með því eignaðist Pharmaco 45% í Balk- anpharma, Deutsche Bank 45% og búlgarskir fjárfestar 10%, en Pharmaco ræður þeim atkvæðum. Með pálmann í höndunum „Þetta voru góð kaup, ekki síst vegna þess að margir fjárfestar héldu að sér höndum vegna stríðsins í Kos- ovo og ástandsins á Balkanskaga,“ segir hann. „Þegar lánanefndirnar tóku málið fyrir heyrðu þær fréttir um krísu á Balkanskaga. Og einhvern veginn varð ekki eftirsóknarvert að fjárfesta í fyrirtæki sem héti Balkanpharma,“ segir hann og hlær. „Við þurftum ekki að fara í gegnum neitt skrifræði og vorum því fljótari og ákveðnari. Við sögðumst vera tilbúnir og að við gæt- um gert þetta innan ákveðins tíma- ramma; hvort við ættum ekki bara að kýla á þetta.“ Fljótlega eftir að kaupin gengu í gegn vildi Deutsche Bank selja sinn hluta og taka út ágóðann, að sögn Björgólfs Thors. „Ég gerði þeim grein fyrir því að ég sæi mikla möguleika í rekstrinum. Því varð úr að við keyptum helminginn af hlut Deutsche Bank, sameinuðum Pharmaco og Balk- anpharma og skráðum Pharmaco á markað til að Deutsche Bank gæti selt hinn hlutann. Þá höfðum við einnig keypt hlut Búnaðarbankans í Pharma- co hér heima og vorum því með pálm- ann í höndunum eftir sameininguna.“ Björgólfur Thor segir mikla mögu- leika blasa við hjá Pharmaco. Fyr- irtækið sé á samheitamarkaðnum og þar gildi annarsvegar hraði – að koma lyfjum fljótt á markað eftir að einkaleyf- ið á þeim rennur út. Hraðinn sé fyrir hendi á Íslandi og unnið sé að því að ná meiri hraða í öðrum verksmiðjum, m.a. með viðamikilli starfsþjálfun. Hinsvegar skipti framleiðslugeta sköpum, semsé til staðar í Búlgaríu og víðar, þar sem hægt sé að framleiða lyf á ódýran hátt. Sóknarfærin á lyfjamarkaðnum fel- ast m.a. í því að fólk verður sífellt eldra, sem þýðir að þörfin fyrir lyf er að aukast, að sögn Björgólfs Thors. Þá á krafan um ódýr lyf eftir að verða æ meiri frá ríkisstjórnum sem þurfa að greiða þau niður. „Það er einnig mik- ilvægt að enginn risi er á sam- heitamarkaðnum, sem getur kæft alla samkeppni. Það eru mörg miðlungsstór fyrirtæki og það á eftir að verða meiri samruni. Pharmaco hefur tekið þátt í þeirri þróun, m.a. með því að kaupa fyr- ir skemmstu verksmiðjur í Serbíu og á Möltu.“ Tillitssemi skiptir mestu máli Björgólfur Thor er þakklátur fyrir það hversu heppinn hann hefur verið með starfsfólk í gegnum tíðina. „Við gerum ekki allt sjálfir,“ segir hann. En hvernig gengur að reka alþjóðlegt fyrirtæki í tólf löndum með 7.500 starfsmenn? „Sinn er siður í hverju landi og ég legg mig fram um að fara ekki of mikið ofan í saumana á því hvernig hlutirnir eru gerðir,“ segir hann. „Ég reyni að átta mig á helstu kennitölum, því tölur og bókhald tala alltaf sínu máli. Annars gerir þetta þá kröfu að maður sé dálítill diplómat, kunni að setja sig í spor ann- arra og einskorði ekki heiminn við eitt sjónarhorn. Þegar maður aðlagar sig mismunandi menningu, þá skiptir tillits- semi mestu máli. Svo er markviss starfsmannastjórnun í hverju landi, sem rekin er út frá ákveðinni grunn- stefnumótun Pharmaco.“ Það var eiginlega dálítið skondið,“segir Björgólfur Thor þegarhann rifjar upp hvernig á því stóð að hann eignaðist ráðandi hlut í Pharmaco hf. ásamt Björgólfi Guð- mundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni. „Við Magnús fórum út til Rússlands á vegum Pharmaco, sem átti Viking- brugg, og komum til baka sem eigendur að fyrirtækinu,“ segir hann og hlær. Kaup á Balkanpharma Það sem réð úrslitum var þegar nokkrir bankamenn frá Deutsche Bank komu á fund Björgólfs Thors í Péturs- borg og sögðu honum frá frábæru tækifæri í Búlgaríu – lyfjafyrirtæki sem ætti að einkavæða. Það væri skemmti- leg tilviljun að tveir Búlgarir á svipuðum aldri og þeir, sem bankinn væri tilbúinn að veðja á, væru með málið. „Það sló mig strax að þá langaði sjálfa til að taka þátt í fjárfestingunni og þetta voru bankamenn. Ég sagðist þekkja fólk í lyfjageiranum sem gæti haft áhuga, bað þá um að afhenda mér gögnin og ég skyldi sjá hvað ég gæti gert,“ segir Björgólfur Thor. Það varð úr að Björgólfur Thor stofn- aði fjárfestingarsjóð ásamt Pharmaco og fór til samningaviðræðna við búlg- örsku einkavæðingarnefndina. „Þegar ég skoðaði verksmiðjurnar þrjár var ég í rútu með öðrum fjárfestum, m.a. frá Grikklandi og Ísrael,“ segir hann. „Ég hlustaði mest og var með minnst læti. En á endanum náði ég samningnum.“ Sama um einkavæðinguna Það vekur kátínu hjá Björgólfi Thor þegar hann lýsir fundinum með fráfar- andi forstjóra Balkanpharma: „Hann vissi að honum yrði sagt upp störfum um leið og fyrirtækið seldist,“ segir hann. „Honum var því alveg sama þótt einkavæðingin færi út um þúfur. Við spurðum hann af hverju hann væri með risastóra c-vítamínverksmiðju þegar Enginn risi á markaðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.