Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 B 15 ferðalög Ísland Kynningarfundur Næsta sunnudag, 23. febrúar, halda Göngu-Hrólfur og Úrval- Útsýn kynningarfund í Víkingasal Hótels Loftleiða. Fundurinn hefst klukkan 15 og verða gönguferðir ársins kynntar. Gengið verður um fjallastíga Mall- orka, Toscana, Pýrenía-fjalla, Krít- ar og Dólómítaalpanna. Í frétta- tilkynningu frá Göngu-Hrólfi kemur fram að um sé að ræða vikuferðir um stórbrotið landslag og fjölbreytta náttúru. Jafnframt er lögð áhersla á menningu og mannlíf hvers svæðis. Í flestum göngunum er gengið 5–7 klukku- stundir á dag en einnig eru í boði léttari gönguferðir með meira menningarívafi. Dólómítafjöllin eru nýr áfangastaður en einnig verður bryddað upp á nýjung á Mallorka með Margréti Jónsdóttur lektor í spænsku. Aðgangur, kaffi og kökur kr. 600. Bretland Landsleikurinn í Glasgow ÍT-ferðir bjóða ferð á landsleikinn gegn Skotum í Glasgow laugardag- inn 29. mars. Flogið er til Glasgow 28. mars og komið heim 30. mars. Kenny Moyes, Tony Asghar og fé- lagar verða skemmtanastjórar föstudags- og laugardagskvöld. Helstu skemmtistaðir heimsóttir og hápunkturinn er ferð á lands- leikinn. Ferðin kostar frá 47.900 krónum með sköttum en án miða á leikinn. Innifalið er flug til Glasgow, góð þriggja stjarna gisting í miðborg- inni, morgunverður, flugvall- arskattar, akstur, íslensk far- arstjórn og skosk skemmtanastjórn. Miði á leikinn kostar um 30 pund eða nálægt 4.000 krónum. Hvaða ferðaskrifstofur með sólar- landaferðir bjóða upp á hótel fyrir fimm til sjö manna fjölskyldur? Salou og Portúgal Daníel Antonsson hjá Terra Nova-Sól segir að Terra Nova-Sól bjóði upp á gistingu fyrir 5–6 manna fjölskyldur í Salou á Spáni og á Algarve í Portúgal. Í Salou er boðið upp á Larimar íbúðirnar, sem eru stórar tveggja svefnher- bergja íbúðir, staðsettar í rólegu hverfi steinsnar frá fjörugu mann- lífinu og því kjörnar fyrir fjöl- skyldufólk. Salou er á Costa Dor- ada ströndinni, um það bil 100 km fyrir sunnan Barcelona. Terra Nova-Sól býður upp á vikulegt flug í sumar til Barcelona. Í Portúgal segir Daníel að Terra Nova-Sól hafi upp á að bjóða stórar tveggja svefnherbergja íbúðir á Paraiso De Albufera hótelinu fyrir 5–7 manna fjöldskyldur. Einnig eru í boði rúmgóðar tveggja svefnherbergja íbúðir á Cantinho Do Mar hótelinu fyrir 5–6. Krít, Portúgal, Mallorca og Benidorm Laufey Jóhannsdóttir fram- kvæmdastjóri Plúsferða segir að á Krít bjóði Plúsferðir íbúðir á Ant- onis sem taka 5 manna fjölskyldur og ungabarn að auki. Þá er svefn- aðstaða í stofunni og að auki 2 svefnherbergi. Í Portúgal eru Plúsferðir með íbúðir á Sol Dorio fyrir allt upp í átta manna fjölskyldur og þá er svefnaðstaða í stofunni og að auki 2 eða 3 svefnherbergi. Laufey segir að á Mallorca sé boðið upp á íbúðir fyrir 5 manna og 6 manna fjöl- skyldur, þ.e. ef yngsti fjölskyldu- meðlimurinn er ungabarn. Svefnaðstaða er í stofunni og að auki 2 svefnherbergi. Að lokum bendir hún á að á Benidorm séu á boðstólum íbúðir sem taka 5 manna fjölskyldur. Svefnaðstaða er í stofunni en að auki tvö svefn- herbergi. Mallorca, Costa del Sol og Benidorm „Við bjóðum upp á stórar íbúðir á Costa del Sol, Benidorm og Mall- orca svo og í strandbæjum fyrir ut- an Barcelona,“ segir Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða. „Í flestum tilfellum er um að ræða íbúðir með tveimur svefnher- bergjum, svölum, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Fimmti og sjötti aðili gista þá iðulega á svefnsófa í stofu. Nýjar íbúðir skara framúr á Mallorca en þær eru á hótelinu BenHur. Þetta eru nýjar íbúðir og mikið lagt í vandaðar innréttingar. Einnig má benda á íbúðir á Costa del Sol sem heita Flatotel. Á báð- um stöðum eru íbúðirnar vel búnar með loftkælingu, síma og sjónvarpi og á Costa del Sol fylgir einnig uppþvottavél og þvottavél.“ Benidorm og Albír Helgi Jóhannsson forstjóri Sum- arferða segir að á Benidorm bjóði Sumarferðir upp á góða gistingu fyrir 4–6 farþega á Paraiso Centro og á glænýju hóteli, Gemelos 22. Í Albír er hægt að fá gistingu á hóteli sem nefnist Alborada Golf fyrir allt að 8 manns í íbúð sem er með þremur svefnherbergjum, stofu og þvottahúsi. Krít, Portúgal, Mallorca, Benidorm og Costa Brava Hjá Úrvali-Útsýn hafa að sögn Páls Þórs Ármanns sölu- og mark- aðsstjóra sjaldan verið jafnmargir möguleikar í boði fyrir stórar fjöl- skyldur og nú. „Íbúðir með tveim- ur og þremur svefnherbergjum henta þessum fjölskyldum og eru fjölmargir gististaðir okkar með slíkar íbúðir í boði. Framboðið er á hinn bóginn takmarkað og því borgar sig að vera snemma á ferð- inni. Á Krít erum við t.d. með tveggja herbergja íbúðir á Ikaros sem rúma allt að 6 manns, á Golden Bay er tveggja herbergja íbúð sem rúmar 6 manns og á Helios tveggja herbergja íbúð sem rúmar 5 manns. Í Portúgal er gististaður- inn Club Albufeira með rúmgóðar tveggja herbergja íbúðir sem rúma allt að 8 manns og Ondamar er með tveggja herbergja íbúðir sem rúma 6 manns. Á Mallorca er Iris raðhúsagarð- urinn með tveggja herbergja íbúð- ir sem rúma 6 manns en einnig er þar í boði þriggja herbergja íbúð sem rúmar 8 manns.“ Páll segir að á Benidorm sé La Colina með tveggja herbergja íbúðir sem rúma 6 manns og á Alborada Golf eru bæði tveggja og þriggja herbergja íbúðir sem rúma allt að 8 manns. Gististaðurinn Alva Park á Costa Brava er með tveggja herbergja íbúðir sem rúma 6 manns. Costa Brava Hjá ÍT-ferðum er á boðstólum gisting á hótelíbúðum á nokkrum stöðum á Costa Brava ströndinni Að sögn Hjördísar Hilmarsdóttur standa til boða íbúðir með tveimur svefnherbergjum í Playa d’Aro, Lloret de Mar og einnig á Tossa Park í Tossa de Mar. Íbúðirnar eru yfirleitt ekki með loftkælingu en hálft fæði getur fylgt a.m.k. sums staðar. Flórída Að sögn Helgu Árnadóttur sölu- stjóra Flugleiða á Íslandi stendur til boða hótelgisting á Parc Corn- eche í Orlandó fyrir stórar fjöl skyldur. Þá stendur einnig til boða gisting á Summerfield Suites. Auk þessa er hægt að leigja íbúð eða hús í gegnum Flugleiðir hjá Holi- day Homes of Orlando. Þar rúma húsin allt að tólf manns. Spurt og svarað um ferðamál Meira framboð á hótelgistingu fyrir stórar fjölskyldur LaVilla er nafnið á gistihúsi í Kaup- mannahöfn sem Vilborg Ingvalds- dóttir rekur. Það er á Amager, rétt við háskólann og fjögur ár síðan það var opnað. „Ég hef með hléum verið búsett í Danmörku síðastliðin 25 ár og fyrir fjórum árum létum við byggja við húsið okkar og nú búum við á efri hæðinni en rekum gistihús niðri.“ Vilborg segir að ein svíta sé á gisti- húsinu sem er svefnherbergi og stofa með baðherbergi og geti rúmað sex manns. Síðan eru fjögur herbergi sem rúma fjóra hvert, eldhús og borðstofa. Hún segir að við húsið sé skemmti- legur garður þar sem gestir geta set- ið úti Svo er húsdýragarður á móti þar sem börnin geta leikið sér að vild. Á öllum herbergjum er sjónvarp og myndbandstæki og hægt að velja úr myndum til að horfa á. Þá er hægt að fá barnarúm. Ekki er boðið upp á morgunverð en öll aðstaða er í eld- húsi fyrir gesti og þeir sjá sjálfir um að fá sér morgunverð eða elda. Versl- unarmiðstöð er á móti gistihúsinu og veitingastaður við hliðina. Vilborg segir að meirihluti gesta séu Íslendingar á sumrin og hún er ánægð með það, þannig segist hún halda íslenskunni við en hún er gift manni frá Marokkó. Hversu lengi er fólk að komast nið- ur í miðbæ? „Bærinn er í göngufæri en það tek- ur ekki nema 3 mínútur með nýju lestinni. Hún gengur allan sólarhring- inn á sex mínútna fresti og stoppar rétt hjá okkur. Þeir sem vilja eru sótt- ir á flugvöllin en það kostar 80 krónur danskar eða um 900 krónur. Þá er líka stutt á ströndina frá gistihúsinu. Gestir Vilborgar geta fengið nudd, svæðanudd, alnudd, ilmolíunudd eða heilunarnudd en hún er lærður nudd- ari og segir að margir nýti sér þjón- ustuna. Þegar hún er að lokum spurð hvað kosti að gista hjá henni segir hún að gisting fyrir tvo kosti 400 danskar krónur sem er um 4.600 ís- lenskar og 100 krónur fyrir hvern gest í viðbót eða um 1.150 krónur. Svítan kostar 500 krónur danskar fyrir tvo eða um 5.700 íslenskar og svo 100 krónur aukalega á gest. Ókeypis er fyrir ungbörn sem sofa í sama rúmi og foreldrarnir. Íslenskt gistihús í Kaupmannahöfn Síðan eru fjögur herbergi sem rúma fjóra hvert, eldhús og borð- stofa. Vilborg segir að ein svíta sé á gistihúsinu sem er svefnherbergi og stofa með bað- herbergi og geti rúmað sex manns. LaVille gistihús Røde Mellemvej 16 2300 Kaupmannahöfn Sími 0045 3297 5530 GSM: 0045 2848 8905 Tölvupóstfang: la- villa16@hotmail.com Vefsíða: www.gistingla- villa16.com Ný 7 vikna enskunámskeið hefjast 5. mars Skráning í síma 588 0303 - www.enskuskolinni.is - Faxafeni 8  Áhersla á talmál  Kennt á morgnana og kvöldin  Námskeið metin hjá flestum stéttarfélögum  Frítt kunnáttumat og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.