Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                            !                     "   # ALLIR viðskiptabankarnir fyrir utan Búnaðarbanka, það er Íslandsbanki, Landsbanki og Kaupþing, eru nú með starfsstöð í London. Íslandsbanki opnaði skrifstofu fyrir rúmu ári, Lands- banki starfar í London í gegnum Heritable Bank og Kaupþing stofnaði Kaupthing Limited nú fyrr í mánuðinum, með því að kaupa breskt fjármálafyrirtæki og breyta nafni þess. Búnaðar- bankinn á aftur á móti banka í Lúxemborg, líkt og Kaupþing. Þetta er auðvitað til marks um aukna sókn íslenskra fjármála- fyrirtækja á erlendri grundu. Íslenski markaðurinn er afar smár, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, og því er eðlilegt og sjálfsagt að leitað sé á erlend mið til að auka umsvif og ná meiri arði út úr rekstrinum. Sumir myndu jafnvel halda því fram, að stjórnendur stórra fyrirtækja hefðu ákveðna skyldu gagnvart hluthöfum til að gera það, eða að minnsta kosti skoða málið í fullri alvöru og meta hvort slík útrás hámarkaði hag hluthafanna. London hefur oft verið kölluð fjármálamiðstöð Evrópu og er því ákjósanlegur staður fyrir bækistöðvar. Vægi borgarinnar hefur jafnvel aukist eftir hryðjuverkin í New York. Staðsetningin er auðvitað afar hentug, bæði til að tengjast efnahagslífi heimsins og ekki síður til að fá aðgang að breska markaðnum. Landsbanki Ís- lands hélt veglegan og vel sóttan kynningarfund í London á mánudaginn. Þar kom meðal annars fram að Landsbankamenn stefna að því að auka umsvif sín í Bretlandi í gegnum Heritable Bank, sem þeir eignuðust meirihluta í árið 2000. Gaman verður að fylgjast með þeim tilraunum á næstunni. Áhættudreifing Útrásin hefur áhættudreifingu í för með sér. Íslenska hagkerfið er, svo dæmi sé nefnt, viðkvæmt fyrir sveiflum í fiskistofnum. Hentugt er að stór hluti starfsem- innar sé óháður þeim sveiflum. Eng- ilsaxneski málshátturinn „ekki geyma öll eggin í sömu körfunni“ lýsir þessu vel. Þá eru tækifærin á hinum stóra al- þjóðlega markaði nánast endalaus, en á móti kemur að samkeppnin er mun vægðarlausari og harðari en hérna heima. Á stórum markaði borgar sig að sérhæfa sig og svigrúm til þess er mun meira en á Íslandi, þar sem smæð efnahagslífsins kemur í sumum tilfellum í veg fyrir að það sé með góðu móti hægt. Til dæmis verður fyrirtæki sem sér- hæfir sig í lánveitingum til mjög sérhæfðs hóps ekki líklegt til at- hafna á Íslandi en kannski frekar erlendis. Það sem gerir fyrirtækjum erfiðast fyrir í London er reglu- verkið, en það er töluvert. Reglurnar geta verið íþyngjandi og fyr- irtækjunum fjötur um fót, en í flestum tilfellum er ef til vill um að ræða kröfur sem metnaðarfull fyrirtæki ættu að standast af sjálfsdáðum. Þá er það augljós kostur að menningarmunur er ekki mjög mik- ill milli Íslands og Englands, því þótt fæstir íbúar London séu heimamenn, ríkir þar ensk menning. Íslendingar tala almennt góða ensku og eiga auðvelt með að koma sér vel fyrir í borginni. Innherji skrifar Bankarnir koma sér fyrir í London Tækifærin eru nán- ast endalaus, en á móti kemur að samkeppnin er vægðarlausari og harðari. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● ÍSLANDSBANKI hf. keypti í gær hlutabréf í Opnum kerfum hf. fyrir 150 þúsund krónur að nafnverði. Eignarhlutur Íslandsbanka hf. eftir kaupin er 5,04% eða 11.962.771 króna að nafnverði en var áður 4,98% eða 11.812.771 króna að nafnverði. ● RAUNÁVÖXTUN á árinu 2002 hjá Lífeyr- issjóði sjómanna var 0,63%. Ávöxtun inn- lendra skuldabréfa og hlutabréfa var góð á árinu, að því er fram kem- ur í tilkynningu, en nei- kvæð ávöxtun erlendra hlutabréfa dregur heildar- ávöxtun sjóðsins niður. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins sl. 5 ár er 3,58%. Raunávöxtun skuldabréfa í eigu sjóðsins var 5,94%, ávöxtun innlendra hlutabréfa var 27,4%, en til samanburðar hækkaði úrvals- vísitala Kauphallar Íslands um 16,7%. Ávöxt- un erlendra hlutabréfa sjóðsins var neikvæð um 31,3% í íslenskum krónum, en heims- vísitala hlutabréfa var neikvæð um 38,4%. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 47.062 millj. kr. í árslok 2002 og hækkaði hún um 4,9% frá fyrra ári. 74% af eignum sjóðsins eru í innlendum skuldabréfum, 14% í inn- lendum hlutabréfum og 12% í erlendum verðbréfum. Eignir sjóðsins í árslok 2002 námu 1.151 milljón króna umfram áfallnar skuldbind- ingar eða sem nemur 2,3% af skuldbind- ingum, en uppá vantar 6.261 milljón til þess að eiga fyrir heildarskuldbindingum, eða sem nemur -7,0% af heildarskuldbindingum. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að á árinu hafi 636 launagreiðendur greitt iðgjöld til sjóðsins, samtals að fjárhæð 2.240 millj- ónir króna, fyrir 5.476 sjóðfélaga. Sjóð- félagar í árslok voru 38.130. Lífeyris- greiðslur námu 1.160 milljónum króna og heildarfjöldi þeirra sem fékk greiddan lífeyri á árinu var 3.366. Jákvæð raunávöxtun hjá Lífeyrissjóði sjómanna ◆ ◆ ● TALSMAÐUR skoska athafnamannsins Tom Hunter, sem gerði árangurslaust yf- irtökutilboð í bresku smásölukeðjuna House of Fraser (HoF), hefur skorað á stjórn HoF að upplýsa um gang mála hjá fyrirtækinu. Orð- rómur hefur verið í gangi um að stjórnendur, með forstjórann John Coleman í fararbroddi, hyggist kaupa fyrirtækið. Baugur-ID studdi sem kunnugt er yfirtöku- tilboð Hunters, en samanlagt eiga Hunter og Baugur um 15% í fyrirtækinu. „Þeir þurfa að útskýra, hvort eitthvað sé hæft í þessum sögusögnum,“ sagði talsmaður Hunters. „Við teljum okkur eiga rétt á að vita hvað sé í gangi, enda erum við stór hluthafi.“ Hunter krefst skýringa frá HoF ● ÞÝSKU bílaverksmiðj- urnar Volkswagen, þær stærstu í Evrópu, greindu í gær frá því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta hafi verið um 10% minni á árinu 2002 en árið áð- ur. Greint var frá því á vefsíðu BBC að hagnaður VW fyrir skatta á síðasta ári hafi numið um 3,9 milljörðum evra, jafnvirði um 330 milljarða íslenskra króna. VW hefur ekki birt áætlun fyrir yfirstand- andi ár en að því er BBC greinir frá stefna verksmiðjurnar að því að selja a.m.k. fimm milljónir bíla. Salan á síðasta ári var um 4,98 milljónir bíla, sem er um 1,9% sam- dráttur frá fyrra ári. Minni hagnaður hjá Volkswagen ICELANDAIR hefur gert samning við MBNA-bankann um útgáfu Icelandair-greiðslu- korts í Bandaríkjunum. MBNA- bankinn er einn stærsti banki Bandaríkjanna með höfuðstöðv- ar í Delaware. Bankinn hefur gefið út yfir 50 milljón greiðslu- kort og á ári hverju hafa um 11 milljón nýrra korthafa bæst við. MBNA er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem gefur út sammerkt greiðslukort en þetta er í fyrsta sinn sem Icelandair gerir samning um slík greiðslu- kort á markaði utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Félagar Vildarklúbbs Ice- landair vestra munu fá punkta fyrir alla veltu á kortinu. Þeir sem sækja um kortið fá 5.000 bónuspunkta í byrjun. Miklu verður varið til markaðssetning- ar á kortinu með auglýsingum, markpósti og kynningu á Net- inu. Útgefandi kortanna er Mastercard og verða bæði gefin út almenn greiðslukort og plat- ínukort. Í tilkynningunni segir að Icelandair og MBNA hyggi á nánari samvinnu á öðrum mark- aðssvæðum Icelandair í framtíð- inni. Icelandair- greiðslukort í boði í Bandaríkjunum ◆ ÓPRÚTTNIR aðilar virðast sífellt vera að færa sig upp á skaptið í svokölluðum sjóræn- ingjaútgáfum af DVD-myndum. Í frétt Reuters segir að samtök bandarískra kvikmynda- framleiðenda hafi nú blásið til sóknar gegn „sjóræningjum“ en talið er að Hollywood þurfi að sjá af þremur milljörðum doll- ara árlega í glötuðum tekjum vegna ólöglegrar útgáfu- starfsemi í Asíu. Samtök banda- rískra kvikmyndaframleiðenda hafa lagt til hliðar 150 þúsund dollara til að geta launað þeim sem koma upp um „sjóræningja“ í Bangkok, en þar eru taldar vera heilu verksmiðjurnar sem sér- hæfa sig í ólöglegri útgáfu DVD-diska. Að sögn forsvarsmanns samtakanna er ætlunin að starfa til lengri tíma með þeim sem hugsanlega geta veitt upplýsingar um verksmiðjur eða grúppur sem stunda ólöglega útgáfu kvikmynda. Þegar hafi fólk, sem talið er geta nálgast upplýsingar um starf- semina, verið ráðið sérstaklega til að reyna að hafa upp á og fylgja eftir lögbrjótum í Bangkok. Ólögleg útgáfa DVD er afar stórt vandamál í Asíu. Í Taílandi nemur sala á ólöglega útgefnum DVD- myndum um 70% heildarsölu og í Indónesíu er sama hlutfallið um 90%. Aukinn útflutningur á DVD-myndunum ólöglegu til Evrópu og Bandaríkjanna er sérstakt áhyggjuefni fyrir kvikmyndaiðn- aðinn í Hollywood og er átakinu ætlað að sporna við því. Hollywood berst gegn „sjóræningjum“ Morgunblaðið/Golli STÆRSTA hugbúnaðarnet- verslun heims, Tucows, gefur EMCO EventLog Audit frá ís- lenska hugbúnaðarfyrirtækinu EMCO ehf. hæstu einkunn. Þetta er í annað skipti sem hug- búnaður frá EMCO fær hæstu einkunn, en áður hafði EMCO RemoteAudit 2.0 fengið sömu einkunn. EMCO var stofnað í mars 2001 af Þórarni Óskarssyni og Emil Þór Jónssyni en báðir hafa þeir mikla reynslu sem kerfisstjórar hjá VÍS, Símanum og Anza. „EMCO hefur einbeitt sér að þróun hugbúnaðar fyrir kerfis- stjóra meðalstórra og stórra fyr- irtækja,“ segir í tilkynningu. Fyrirtækið hóf sölu hugbúnað- ar á Netinu í nóvember 2001 og hefur selt til 40 landa. Slóðin á vef fyrirtækisins er www.- emco.is. Meðal viðskiptavina eru Boeing, General Electric, Siem- ens, Philips og Xerox. Unnið er að því að koma á fót neti umboðs- manna og hefur fyrirtækið notið til þess stuðnings Útflutnings- ráðs og aðstoðar ráðgjafarfyrir- tækisins European Consulting Partners. Mest áhersla er lögð á hug- búnað sem skannar hvaða hug- búnaður er uppsettur á tölvum fyrirtækja, ásamt upplýsingum frá stýrikerfi og vélbúnaði en for- ritið EMCO Network Inventory 3.0 er þriðja kynslóð þess hug- búnaðar. Annar hugbúnaður frá EMCO er EMCO Network Manage- ment 2.0, EMCO Remote Desk- top 1.0, EMCO EventLog Audit 1.0, EMCO RemoteAudit 2.0 og EMCO Webtext Notifier 1.0. Íslenskur hugbúnað- ur fær hæstu einkunn ◆ ◆ Íslandsbanki kaupir í Opnum kerfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.