Morgunblaðið - 20.02.2003, Side 12

Morgunblaðið - 20.02.2003, Side 12
12 C FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NSJÁVARÚTVEGUR  TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrifstofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. miðju síðasta ári fyrirtækið Maran Seafood í Hirtshals í Danmörku sem sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á ferskum skelfiskafurðum, heit- og kaldsjávarrækju í legi, vatnahumri og surimi. Sigurður Ágústsson ehf. hefur verið aðili að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna alla tíð og rak einnig um tíma eigið sölufyrirtæki, Royal Ice- land, í Bandaríkjunum til sölu á hörpudiski. Hugnast ekki sameiningar Miklar breytingar hafa þannig orðið í afurða- framleiðslu fyrirtækisins á þessum sjö áratug- um. Vinnsla bolfisks í salt, herslu og frost var lögð af árið 1992 og lögð áhersla á hörpudisks-, rækju- og kavíarvinnslu. Rakel Olsen segir breytingar á rekstrarumhverfi og leikreglum sjávarútvegsins hafa þannig haft mikil áhrif á SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Sigurð- ur Ágústsson ehf. í Stykkishólmi fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. Fyrirtækið hefur frá fyrsta degi verið í eigu Sigurðar Ágústssonar og fjölskyldu hans og er því elsta einkafyrirtæki í vinnslu sjávarfangs á Íslandi í dag. Stofnun fyrirtækisins má rekja til þess dags, 18. febrúar 1933, er Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang og Riis á uppboði í Stykkishólmi, síðustu leifar danskrar selstöðuverslunar á Ís- landi. Faðir Sigurðar, Ágúst Þórarinsson, hafði þá verið verslunarstjóri í dönsku versl- uninni um árabil og vann Sigurður um skeið í versluninni. Verslunarsvæðið var víðfeðmt, bændaverslun mikil og samhliða rekið slátur- hús og verkaður þurr- og saltfiskur sem fluttur var út ásamt kjöti, gærum, skinnum og æð- ardún. Útibú og sláturhús voru starfrækt í Dölum og víða um Snæfellsnes. Verslunin var seld 1967. Saltfiskvinnsla var starfrækt í 60 ár og mest urðu þau umsvif í Rifi frá 1970. Hraðfrysti- húsið reisti Sigurður 1942 og var unninn þar bolfiskur í hálfa öld, samhliða var síldarsöltun, salt og skreiðarverkun og fiskimjölsverk- smiðja sem reist var 1948. Frá upphafi hefur verið samfelld útgerð fiskiskipa, ásamt eign- araðild í öðrum útgerðum, sem sáu vinnslunni fyrir hráefni. Nú gerir fyrirtækið út einn bát, Kristin Friðriksson SH. Sigurður hafði um sína daga mörg járn í eld- inum, starfrækti m.a. í áratugi stærsta refabú landsins, rak netagerð, brauðgerðarhús og bif- reiðastöð í samvinnu við aðra. Sigurður Ágústsson lést árið 1976. Ágúst, sonur Sigurðar, kom að fyrirtækinu árið 1958, en árið 1969 voru að hans frumkvæði hafnar veiðar og vinnsla hörpudisks við Breiðafjörð, brautryðjandastarf sem hefur skapað mikil verðmæti víða og verið burðar- ásinn í rekstri Sigurðar Ágústssonar ehf. síð- an. Fyrirtækið rekur nú skelverksmiðju í Stykkishólmi í 6 til 7 mánuði á ári. Fullkomin rækjuvinnsla var tekin í notkun 1993 og sam- hliða henni var tekin í notkun pökkunarverk- smiðja með áherslu á neytendapakkningar. Kavíarverksmiðjan Björg, síðar Nora, var byggð 1986 og var Sigurður Ágústsson ehf. 50% eigandi til ársins 1998 er fyrirtækið eign- ast verksmiðjuna alla. Ágúst Sigurðsson lést árið 1993 og hefur eiginkona hans, Rakel Ol- sen, stýrt fyrirtækinu síðan. Hún er nú for- maður stjórnar fyrirtækisins en sonur hennar, Sigurður, gegnir stöðu framkvæmdastjóra ásamt Ellerti Kristinssyni. Dóttir þeirra Ágústs og Rakelar, Ingibjörg, starfar einnig hjá fyrirtækinu. Alls starfa nú um 80 manns hjá fyrirtækinu á Íslandi en Sigurður Ágústsson ehf. keypti á starfsemi fyrirtækisins. Þannig hafi verið tekin ákvörðun um að hætta bolfiskvinnslu eftir mik- inn niðurskurð á þorskveiðiheimildum í upp- hafi 10. áratugar síðustu aldar. „Eftir tilkomu kvótakerfisins varð okkur ljóst að aflaheimild- irnar voru í raun ekki til skiptanna, þorskkvót- inn hafði verið skorinn niður og samkeppnin um hráefnið mikil. Við ákváðum því að snúa okkur að annars konar vinnslu og höfum skipt hluta af bolfiskkvóta okkar fyrir rækju- eða skelveiðiheimildir.“ Sigurður Ágústsson ehf. hefur eins og áður segir verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upp- hafi en ekki tekið þátt í þeirri sameiningar- bylgju sem riðið hefur yfir sjávarútveginn síð- ustu misseri. Rakel segir sameiningarumræð- una oft hafa komið upp á yfirborðið en stjórnendur fyrirtækisins ætíð verið fráhverfir slíkum umleitunum. „Okkur hefur sýnst að þessi rótgrónu fjölskyldufyrirtæki, sem tekið hafa þátt í stærri sameiningum, hafa í mörgum tilvikum verið skilin eftir í þróun og vexti sam- einaðs fyrirtækis, kvótinn jafnvel færður frá viðkomandi byggðarlögum sem síðan eru skilin eftir slypp og snauð. Við höfum ekki viljað standa fyrir slíku.“ Stöndum af okkur mótbyrinn Eins og kunnugt er hefur rækjuiðnaðurinn gengið í gegnum töluverðar þrengingar á und- anförnum árum. Þá hefur hörpudiskstofninum í Breiðafirði hrakað mjög síðustu árin. Rakel segir að vissulega hafi þessar aðstæður komið mjög við rekstur Sigurðar Ágústssonar enda rækja og hörpudiskur tvær af meginstoðunum í starfsemi fyrirtæksins. Hún segir fyrirtækið þó standa af sér þessa vinda, líkt og ætíð áður. „Ég tel að rækjumarkaðurinn hafi náð botn- inum og að hann muni snúast til betri vegar. Það er hins vegar öllum ljóst að ástand hörpu- diskstofnsins í Breiðafirði er alvarlegt og við höfum aldrei séð viðlíka ástand í þessum veið- um frá því að þær hófust fyrir um þremur ára- tugum. Markaðssveiflur á hörpudiskafurðum voru mun tíðari og það er slæmt að þessi staða skuli koma upp nú, einmitt þegar markaðir fyr- ir hörpudisk eru nokkuð góðir. Ég hef þannig meiri áhyggjur af þeim skaða sem þetta ástand hefur á markaðina, því ég er sannfærð um að stofninn mun rétta úr kútnum. Við stöndum vissulega frammi fyrir erfið- leikum um þessar mundir er ég er sannfærð um að þeir eru tímabundnir. Við höfum oft haft vindinn í fangið í sjötíu ára sögu fyrirtækisins og ég veit að við munum vinna okkur út úr þessum erfiðleikum eins og ætíð áður,“ segir Rakel Olsen. Starfsfólki Sigurðar Ágústssonar og öðrum gestum verður boðið til afmælisfagnaðar í Stykkishólmi nk. laugardag. Höfum oft haft vindinn í fangið Sigurður Ágústsson fyrir framan frystihúsið í Stykkishólmi sem tekið var í notkun árið 1942. Stykkishólmur árið 1941. Nýtt frystihús Sigurðar Ágústssonar í smíðum. Sigurður Ágústsson 70 ár eru liðin frá stofnun sjávarútvegs- fyrirtækisins Sigurðar Ágústssonar ehf. Sigurður Ágústsson ehf. var brautryðjandi í hörpudisk veiðum og -vinnslu hér á landi. Þó erfiðleikar steðji að fyrirtækinu á 70 ára af- mælinu stendur það enn styrkum fótum. AFLI dragnótabáta frá Ólafsvík hefur verið fremur tregur að undanförnu, en þó hefur einn og einn bátur fengið reytings- afla. Að sögn Sigurðar Ragnars Lúðvíks- sonar, hafnarvarðar í Ólafsvík, hafa afla- brögð netbáta hins vegar verið að glæð- ast, og sömuleiðis hafa línubátar fengið ágætis afla að undanförnu. Mikil ótíð framan af vetri hefur gert sjómönnum á minni bátum erfitt fyrir og þeir lítið getað sótt sjóinn. Áhöfnin á dragnótabátnum Friðriki Bergmann SH frá Ólafsvík var að draga dragnótina niður af spiltromlunni þegar ljósmyndara bar að garði á dögunum. Spiltromlan hefur létt sjómönnunum lífið talsvert um borð í dragnótabátum, en fyr- ir ekki svo mörgum árum urðu sjómenn á dragnótabátum að notast við sérstaka blökk til að ná dragnótinni inn fyrir borð- stokkinn, með tilheyrandi streði. Reytingsafli hjá drag- nótabátum Ljósmynd/Alfons Finnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.