Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NTÆKNI BANDARÍSKU kvikmynda- framleiðendurnir MGM Studios, Paramount Pictures, Sony Pictures Entertainment, Universal Studios og Warner Bros. Studios kynnti und- ir lok síðasta árs sameiginlega þjón- ustu á Netinu þar sem fólki í Banda- ríkjunum gefst kostur á að hlaða kvikmyndum þessara framleiðenda niður í tölvuna hjá sér og horfa á. Verkefnið, sem tók tvö ár í smíðum, heitir movielink.com og er sett til höfuðs ólöglegum aðferðum við að komast yfir kvikmyndir á Netinu í gegnum svokallaðan „file sharing“ hugbúnað þar sem notendur hlaða niður myndum og sækja á hvert ann- ars tölvur. Forstjóri Movielink, Jim Ramo, sagði í samtali við CNET news.com þegar þjónustunni var ýtt úr höfn að aðstandendur teldu að þar sem nú væru 25 milljón aðilar með breið- bandstengingu í Bandaríkjunum væri markaðurinn tilbúinn fyrir þessa tegund þjónustu. Það eru þó margar hindranir í veginum, m.a. sú að eftirspurn eftir því að horfa á kvikmyndir í tölvu er lítil í samanburði við að hlusta á tón- list með sama hætti. Þar koma til tæknileg atriði, eins og hraði nið- urhals og burðir tölvunnar til að skila myndinni til notenda á við- unandi hátt. Verð á myndum sem í boði eru er á bilinu 2,99$ til 4.99$, eða 240 kr.–400 kr. Eftir að hafa val- ið mynd og borgað með greiðslu- korti, hlaða notendur myndinni á harða diskinn þar sem hún getur verið í 30 daga. En um leið og ýtt er á PLAY verður notandinn að horfa á myndina innan 24 tíma og þá eins oft og hann vill. Í nýjasta hefti bandaríska tíma- ritsins Fortune segir pistlahöfund- urinn Stewart Alsop í grein sem ber yfirskriftina Hollywood́s Latest Flop, eða Síðustu stóru mistök Hollywood, að kvikmyndaframleið- endur séu ekki réttu aðilarnir til að fara út í slíkan rekstur, þeirra hæfi- leikar liggi í framleiðslu kvikmynda, ekki að selja þær á Netinu. Eftir að hafa lýst draumi sínum um að geta sest niður við há- tæknivætt sjónvarp, valið mynd af Netinu, ýtt á play, borgað, náð í poppkornið og byrjað svo að horfa á myndina lýsir Aslop reynslu sinni af því að kaupa efni í gegnum Movie- link: „Ég valdi Braveheart úr þeim 200 myndum sem í boði voru og vissulega tókst mér að horfa á myndina í gegnum tölvuna mína. En það var meira en að segja það og í öllu erfiðinu við að koma þessu í kring spurði ég mig: Af hverju halda þessi kvikmyndaver að þau séu best í að veita svona þjónustu?“ Aslop segir notendaviðmótið mis- heppnað og þjónustuna slæma. Hann talar um að skjölin (myndirnar á stafrænu formi) séu mjög þung, 925 megabæt, og að það hafi tekið Braveheart um fimm klukkutíma að skila sér yfir veraldarvefinn og inn í tölvuna hans, þrátt fyrir að vera með háhraða DSL-tengingu. Á þeim tíma hefði hann getað verið búinn að fara margoft út á vídeóleigu og horfa á tvær til þrjár bíómyndir. Aslop segir að kvikmyndaverin hafi gleymt að gera Movielink not- endavænt og spáir því að þjónustan verði ekki langlíf. Hann útilokar þó ekki að aðrir sem hafi meira vit á sölu um Netið nái góðum árangri í þessum efnum, en það er þó trú margra að það verði aldrei hægt að græða peninga á að selja stafrænt efni um Netið, í það minnsta ekki á meðan nægt framboð er á sama efn- inu, ókeypis á Netinu. Bíó beint í tölvuna AP Myndir eru oft mjög þungar og getur tekið langan tíma að hlaða þeim inn á tölvuna. EIGANDI leitarvélarinnar Alta- Vista ríður ekki feitum hesti frá sölu hennar sem gengið var frá nýlega. Hugbúnaðarsjóðurinn CMGI greiddi 2.400 milljónir dollara fyrir leitarvél- ina fyrir fimm árum en hefur nú selt hana markaðsfyrirtækinu Overture fyrir 140 milljónir dollara. AltaVista var um tíma vinsælasta leitarvélin á Netinu en Google og Yahoo hafa nú tekið forystuna. AltaVista var í upphafi ætluð til að kynna vélbúnað fyrirtækisins Digital Equipment en varð fljótlega ein besta og vinsælasta slóðin til leitar á Net- inu. Digital-fyrirtækið var síðar selt til Compaq sem nú er runnið saman við Hewlett-Packard. Á tímabili gat AltaVista-leitarvélin státað af 65 milljón notendum á mánuði. CMGI keypti AltaVista árið 1998 og hugðist setja hefja sölu hlutabréfa í fyrirtæk- inu í apríl árið 2000. AltaVista fór þó ekki á markað þar sem hin alræmda netbóla var um það bil að springa á þeim tíma. Lífgunartilraunir á leitarvélinni voru reyndar sl. haust þegar nýtt útlit var kynnt. Það skilaði litlum árangri og nú hefur AltaVista, sem er með um 250 starfsmenn, verið selt til Over- ture fyrir upphæð sem nemur innan við 6% af kaupverðinu frá árinu 1998. AltaVista seld fyrir smáaura

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.