Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Sennilega má telja Singer-fyrirtækjasamsteypuna einn fyrsta auð- hringinn í viðskiptalífinu. Rækjuveiðar eru nýjasta skotmark um- hverfisverndarsinna, sem segja veiðarnar mikinn skaðvald. Auðhringir eiga sér langa sögu eins og rækjusamlokan Á BREIDDINNI í Kópavogi hefur BYKO verið að byggja upp starfsemi sína svo eftir er tekið. Fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim 40 árum sem það hefur starfað og er nú ekki við eina fjölina fellt. Að sögn Jóns Helga Guðmundssonar, for- stjóra, stjórnarformanns og sonar stofnandans, er BYKO með starfsemi í þremur löndum utan Íslands. Hann segir fyrirtækið hafa vaxið jafnt og þétt í gegnum árin, en BYKO er í eigu hans sjálfs og móður hans, Önnu Bjarnadóttur, auk félags í hans eigu. Jón Helgi segist aldrei hafa verið beinlínis ráðinn í starf forstjóra en hann hefur verið afgerandi í stjórn fyr- irtækisins í ríflega þrjá áratugi og aldrei skort tilbreytingu í starfið. Opna verslanir á Reyðarfirði og Selfossi Hjá BYKO-samstæðunni, sem nú skiptist í fjögur félög undir móðurfélaginu Norvik, starfa nú um 600 manns. Þar af er BYKO-LAT í Lettlandi með tæplega 200 manns í vinnu. „Við breyttum starfsemi okkar fyrir nokkrum ár- um. Þá var eignarhaldsfélagið Norvik stofnað, en það er eins konar hattur yfir fyrirtækinu. BYKO er með bygg- ingavörurnar, ELKO sér um raftækin, BYKO- LAT er með starfsemina í Lettlandi og svo er Axent sem sér um ullarútflutning til Rússlands. Á síðasta ári opnuðum við nýtt vöruhús í Sundahöfn og gátum eftir það endurhannað Breiddina hérna og opnað nýja og stærri verslun. Henni hefur verið tekið geysilega vel. Í vor ætlum við að opna verslun á Reyðarfirði, það er ýmislegt sem kallar á okkur þar. Margir af okkar kúnnum eru að færa sig þangað. Það er mikill hugur í Austfirðingum og það á að byggja heil- mikið af íbúðarhúsnæði þarna og fara út í ýmsar aðrar framkvæmdir. Einnig ætlum við okkur að opna verslun á Selfossi á næsta ári,“ segir Jón Helgi. Fyrirtækið hefur skilað hagnaði öll 40 árin „Ég hef starfað við stjórnun á þessu fyrirtæki frá því upp- úr 1972. Ég er líklega búinn að vera góð 20 ár hér í þessum stól. Hjá fyrirtækinu er ég búinn að vera frá byrjun, í fullu starfi í um 30 ár. Það voru tvær fjölskyldur sem komu að þessu upphaflega en nú er það bara mín fjölskylda sem á og rekur fyrirtækið. BYKO hefur verið rekið með hagnaði hvert einasta ár sem það hefur starfað. Það hefur verið hægur stígandi í þessu og hagnaðurinn hefur auðvitað ver- ið misstór. En fyrirtækið hefur verið að byggja sig upp á því sem það hefur skapað. Við höfum haft það að stefnu að taka aldrei stærra upp í okkur en við höfum talið okkur ráða við hverju sinni. Þetta hefur vaxið gífurlega mikið hjá okkur á síðustu árum. Veltan hefur ríflega tvöfaldast á fimm árum og er nú á tíunda milljarð króna. Það jafngildir um 15% vexti að meðaltali á ári. Þetta er allt saman innri vöxtur, engin aðkeypt velta heldur allt á okkar eigin for- sendum.“ Vinalegt framleiðsluumhverfi í Lettlandi Á síðasta ári var velta BYKO-LAT í Lettlandi um fimmtungur veltu samstæðunnar. Að sögn Jóns er ætlunin að auka enn við framleiðsluna þar, enda umhverfið þar hagstæðara en hér. „Við byrjuðum að byggja okkur upp í Lettlandi fyrir um 10 árum og áætlum að velta hátt í tveimur milljörðum króna á þessu ári. Á síðasta ári og þessu höfum við verið í töluverðum fjárfestingum þarna úti. Við settum upp einingaverksmiðju þar sem við erum að framleiða girðingarhluta sem við flytjum út víða um lönd. Auk þess höfum við verið að setja upp glugga- og hurðaverksmiðju,“ segir Jón Helgi. Verksmiðju BYKO í Njarðvík var lokað nýlega en til stendur að flytja þá starfsemi alfarið til Lettlands. „Gluggaverksmiðjunni er búið að loka. Sá rekstur gekk einfaldlega ekki upp, markaðurinn hefur verið erfiður hér þannig að við ákváðum að leggja þetta niður og færa verk- smiðjuna til Lettlands. Þar getum við fengið betri nýtingu, bæði á vélum og mannskap. Þar getu fyrir stærri markaðssvæði og unnið í framleiðsluumhverfi, sem við getum e landi. Við ætlum okkur að nýta þessi t fleiri vörutegundum úti í Lettlandi en Starfa á þremur stöðum í Rúss Þegar lagt var af stað til Lettlands fy Jón Helgi markmiðið hafa verið að timburútflytjenda landsins. BYKO-LA stærstu útflytjenda á unnu eða hefluðu stærstu í útflutningi á timbri frá Lettl „Í tengslum við framleiðsluna í Lett ið að vinna að því að tryggja frekar h framtíðina. Það höfum við gert með þv í Rússlandi ásamt þarlendum samsta erum við með þrjár starfsstöðvar sem hráefni og flytja frá Rússlandi til Le vaxið verulega mikið síðustu 2–3 árin við erum að gera í Lettlandi.“ Eru með söluskrifstofu í Bretla Að sögn Jóns Helga byggist starfið í L lendum samskiptum þar sem nær öll BYKO Umsvif BYKO hafa aukist verulega að undanförnu og hefur velta fé- lagsins tvöfaldast á síðustu fimm árum. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri BYKO, sagði Eyrúnu Magn- úsdóttur frá landvinningum félags- ins í Lettlandi, Rússlandi og Bretlandi. Næst verður Austurland numið en BYKO hyggst með vorinu opna verslun á Reyðarfirði.           !  " # $ %      &  '( )%  &*  +% ,  - & &  %,&      % - 01 Byggingavöruverslun Kópavogs er orðin fertug en núverandi ll VIÐTAL Umsvif í viðskiptalífinu ÞAÐ FER misjöfnum sögum af auðhring- um. Reyndar virðist af ræðu eða riti ekki alltaf vera ljóst hvaða merkingu leggja ber í fyrir- bærið, en yfirbragðið ber það yfirleitt með sér að um stór fyrirtæki sé að ræða og/eða fyr- irtæki sem teygja arma sína víða. Af nógu er að taka. Einn verðugur auðhringakandídat, og jafnvel sá fyrsti, er Singer-saumavélaframleið- andinn. Nú um stundir þegar menn tala hver í kapp við annan um alþjóðavæðingu og alþjóða- fyrirtæki hlýtur Singer-mönnum að bregða að- eins í brún. Fyrir einni öld voru vörur fyr- irtækisins seldar til afskekktustu staða og fyrirtækið var með verksmiðjur í fjölda landa, t.d. í Skotlandi. Ef til vill hefur staðsetningin þótt heppileg vegna lágs framleiðslukostnaðar, góðrar nýtingar fjármuna eða nálægðar við markaði. Enn þann dag í dag þykir aðhalds- semi Skota í frásögur færandi og að sögn hefur skoska lögreglan í einstaka tilfellum leyst upp mótmælagöngur með því að ganga um með söfnunarbauka. Í einhverjum tilvikum gætu menn hafa safnast saman til að amast við starf- semi og starfsháttum Singer-saumavélaauð- hringsins. Saumavélar hafa e.t.v. verið hættu- leg tæki. Konusuke Matsushita byrjaði að vinna á reiðhjólaverkstæði þegar hann var tíu ára. Frekari skólaganga varð að sitja á hak- anum enda afar þröngt í búi á heimilinu. Eftir fimm ára puð hugleiddi hann að fara aftur í skóla en faðir hans réð honum frá því og taldi að sú færni sem hann væri að tileinka sér myndi tryggja bjarta framtíð. Hann ætti að ná árangri sem frumkvöðull og ráða svo skóla- gengna menn í vinnu ef svo bæri undir. Mats- ushita stofnaði nokkrum árum seinna eigið fyr- irtæki, einhvers konar auðhring þegar horft er tilbaka. Almenningur víða um heim þekkir flestar afurðir auðhringsins undir vörumerkj- unum Panasonic og National, starfsmenn fyr- irtækisins eru hátt í 300.000 og það rekur verk- smiðjur í um 100 löndum, m.a. löndum sem standa þeim þróaðri nokkuð að baki í lífskjör- um, og veitir þar tugþúsundum manna at- vinnu. Að margra mati var Matsushita merk- asti frumkvöðull síðustu aldar á viðskipta- sviðinu og ekki verður séð að honum hafi orðið meint af því að vera stofnandi og stjórnandi auðhrings til margra áratuga. Auðhringir þurfa ekki að vera frá merkilegum löndum. Amerískur auðhringur hljómar yfirleitt best í eyrum, a.m.k. betur en danskur auðhringur. Í ríki Margrétar Þórhildar er þó fyrirtæki sem getur gert tilkall til nafngiftarinnar, þ.e. A.P. Møller fyrirtækið sem er m.a. mjög umsvifa- mikið á sviði gámaflutninga á sjó, auk sjóflutn- inga af öðru tagi. Það hlýtur þó að standa í mönnum að til sé eitthvað sem flokka má sem danskan auðhring sem hafa mætti uppi hávær mótmæli gegn af einhverjum ástæðum, enda Danir almennt ekki þekktir fyrir að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Það tók ekki lang- an tíma fyrir Gillette fyrirtækið að slíta barns- skónum og verða auðhringur með umsvif um allan heim. Á 25 ára afmæli fyrirtækisins árið 1926 var aðalvara fyrirtækisins, rakhnífurinn, orðinn útbreiddur í flestum heimsins kimum. Af því tilefni nefndi stofnandi fyrirtækisins sérstaklega sem dæmi að rakhnífurinn væri jafnvel orðinn þekktur í nyrstu bæjum Noregs, líkt og varla væri unnt að komast nær hjara veraldar. Þegar um fyrirtæki á neytendavöru- markaði er að ræða er auðvelt fyrir neytendur að láta verkin tala, ef starfshættir auðhringa þykja ekki til fyrirmyndar. Svo tekið sé ímynd- að dæmi þá gætu menn hætt að raka sig í til- viki Gillette fyrirtækisins. Langvinn mótmæli í garð auðhringsins gætu jafnvel skapað ís- lenskum karlmönnum tækifæri í aukahlut- verkum í þriðja og síðasta hluta Hringadrótt- inssögu. Þannig yrðu ekki einungis íslenskar konur frægar í útlöndum, heldur loksins einnig íslenskir karlmenn. Ekki þó sérstaklega fyrir sjáanlegan fríðleika. Auðhringa- drottnunarsaga ll HRINGAMYNDUN Loftur Ólafsson loftur@ru.is RÆKJUVEIÐAR eru nýjasta skotmark umhverfisverndarsinna, sem segja veiðarnar mikinn skaðvald á öðru lífríki hafsins. Bresk umhverfissamtök, The Environmental Just- ice Foundation, hafa nýverið birt skýrslu um rækjuveiðar en samkvæmt henni ógna rækju- veiðar „vistfræðilegum heiðarleika og mat- vælaöryggi heimsins“. Í niðurstöðum skýrsl- unnar er m.a. fullyrt að með hverju kílói af rækju sem dregið er úr sjó, komi allt upp í 20 kíló af öðrum afla eða meðafla sem síðan sé hent aftur í hafið. Rækjusjómenn eru þannig, samkvæmt skýrslunni, ábyrgir fyrir þriðj- ungi þess brottkasts sem stundað er í fisk- veiðum heimsins í dag. Þannig drepa rækju- togarar um 150 þúsund sjávarskjaldbökur á ári og töluvert af sæhestum. Bretar borða mikið af rækju og rækjusam- lokan er nánast þjóðarréttur þar í landi. Þeir flytja inn tugþúsundir tonna, m.a. frá Íslandi, en Bretland er langstærsti markaður fyrir ís- lenska rækju. Samtökin hafa hvatt breska neytendur til að sneiða hjá rækju uns stór- markaðir geri grein fyrir hvar rækjan sem þeir selja sé veidd og sýni fram á að hún sé veidd án þess að valda skaða á umhverfinu. Umhverfisverndarsamtök hafa á síðustu misserum í auknum mæli beint spjótum sín- um að lífríki hafsins. Þekkt er barátta þeirra gegn hvalveiðum og nú að undanförnu þorsk- veiðum. Erfitt er að meta hversu mikil áhrif málflutningur þeirra, sem oft á tíðum er afar vafasamur, hefur á útflutning íslenskra sjáv- arafurða. Fullyrðingar þeirra um skaðsemi rækjuveiða eiga ekki við hér við land en um- ræðan sem slík getur skaðað. Gott orðspor ís- lensks sjávarútvegs og skynsamleg nýting fiskistofnanna hefur væntanlega dregið úr slíkri skaðsemi en ljóst er að leggja þarf stöð- uga rækt við að upplýsa hinn almenna neyt- anda um uppruna vörunnar og ástand fiski- stofna. ll SJÁVARÚTVEGUR Helgi Mar Árnason Skaðsemi rækjusamlokunnar hema@mbl.is ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.