Morgunblaðið - 24.02.2003, Page 7
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 B 7
ARNAR Freyr Reynisson, mark-
vörður HK, og Reynir Þór Reynis-
son, markvörður Aftureldingar, eru
bræður og mættust þeir í úrslitaleik
bikarkeppninnar á laugardaginn.
Þetta var í fyrsta skipti sem bræður,
sem standa í markinu, mætast í bik-
arúrslitaleik.
ARNAR Freyr var á undan bróður
sínum að verja skot í úrslitaleiknum.
Hann varði sitt fyrsta skot frá Daða
Hafþórssyni, Aftureldingu, eftir
1,10 mínútu eftir fyrstu sókn Mos-
fellinga.
REYNIR Þór varði fleiri skot þeg-
ar upp var staðið, hann varði 21 skot
en Arnar Freyr 18. Það kom hins
vegar ekki í veg fyrir að yngri bróð-
irinn, Arnar Freyr fagnaði sigri í
leikslok.
ÞÁ má geta þess til gamans að
systir þeirra bræðra, Elsa Hrönn
Reynisdóttir, er framkvæmdastjóri
HK.
ÓLAFUR Víðir Ólafsson, leik-
stjórnandi HK, skoraði fyrsta mark
úrslitaleiksins eftir 40 sekúndna leik
í fyrstu sókn HK.
JALIESKY Garcia varð annar
leikmaður HK til að komast á blað
yfir markaskorara er hann skoraði
með langskoti eftir 13,30 mín., leik.
Fram til þess tíma hafði Ólafur Víðir
séð um að skora mörkin fyrir HK, en
hann gerði fimm fyrstu mörk liðsins.
SVERRIR Björnsson skoraði
fyrsta mark Aftureldingar þegar
6,13 mínútur voru liðnar af leikn-
umm og í fjórðu sókn liðsins í leikn-
um. Sverrir skoraði eftir hraðaupp-
hlaup.
ALLIR leikmenn HK fengu kjúk-
ling að gjöf frá leikmönnum Aftur-
eldingar fyrir viðureignina í bikar-
úrslitunum.
JÓN Andri Finnsson, hornamaður
Aftureldingar, vann fyrsta vítakast-
ið í bikarúrslitaleiknum eftir 7,47
mín. Valgarð Thoroddsen skoraði
úr vítakastinu og var það eina mark
Valgarðs í leiknum.
BJÖRGVIN Gústafsson, vara-
markvörður HK, kom aðeins tvisvar
inn á í úrslitaleiknum, bæði skiptin
freistaði hann þess að verja vítið.
Það tókst honum í fyrra skiptið þeg-
ar hann varði frá Jóni Andra, sem
náði frákastinu og skoraði.
EINN leikmaður hvors liðs var
kallaður í lyfjapróf í leikslok, Ólafur
Víðir Ólafsson úr HK, og Jón Andri
Finnsson, úr Aftureldingu.
AÐEINS þrír leikmenn Aftureld-
ingar í úrslitaleiknum við HK léku
með liðinu í úrslitum bikarkeppninn-
ar fyrir fjórum árum þegar félagið
komst í úrslit bikarkeppninnar í
fyrsta sinn, þeir eru, Bjarki Sigurðs-
son, Haukur Sigurvinsson og Jón
Andri Finnsson.
FÓLK
„ÞAÐ er skemmtilegt að taka þátt í
því að vinna loks eitthvað með fé-
laginu, ekki síst þar sem það er far-
ið að síga á seinni hluta keppnisfer-
ilsins,“ sagði einn leikreyndasti
leikmaður HK-liðsins, Jón Bersi
Ellingsen, í leikslok á laugardag-
inn. Jón Bersi hefur gengið í gegn-
um súrt og sætt með HK á und-
anförnum árum og er einn margra
leikmanna liðsins sem eru uppaldir
innan raða Kópavogsliðsins.
„Í gegnum tíðina hefur okkur
gengið vel gegn Aftureldingu og
því var gott sjálfstraust í liðinu fyr-
ir leikinn. Síðan bættist við barátta
og leikgleði og þá var ekki að sök-
um að spyrja. Málið var að hleypa
Bjarka [ Sigurðssyni] ekki inn í spil-
ið hjá Aftureldingu og taka síðan
vel á hinum leikmönnum Aftureld-
ingar, þetta heppnaðist,“ sagði Jón
og bætti því við að leikmenn hefðu
verið reynslunni ríkari eftir úrslita-
leikinn í bikarnum við Hauka fyrir
tveimur árum, þá varð HK að lúta í
lægra haldi.
„Þetta er stór stund fyrir HK og
alla Kópavogsbúa því nú var félagið
vinna fyrsta stóra mótið í bolta-
íþróttum í fullorðinsflokki karla,
það er ekki lítill áfangi,“ sagði bar-
áttujaxlinn Jón Bersi Ellingsen,
leikmaður HK.
Mikið sjálfs-
traust í liðinu
„ÞETTA er stærsti dagur í sögu
HK og að þessu erum við búnir að
stefna í mörg ár,“ sagði baráttu-
jaxlinn Alexander Arnarson við
Morgunblaðið skömmu eftir að
HK-ingar höfðu verið krýndir bik-
armeistarar 2003.
„Það hefur haldist ákveðinn
kjarni í HK sem hefur byggt þetta
sterka lið upp og nú erum við að
uppskera. Ég held að tapleikurinn
á móti Haukum fyrir tveimur ár-
um hafi hjálpað okkur talsvert í
þessum leik. Þá var mikil gleði að
vera kominn í úrslitaleikinn en
núna var ekki bara gleði heldur
gífurlegt hungur í að vinna bik-
arinn og það tókst. Óli kveikti
neistann í okkar liði. Hann ætlaði
að eiga leikinn og hann gerði það
svo sannarlega ásamt Arnari Frey
en ég tek samt ekkert af því að
sigurinn var liðsheildarinnar.“
Árni þjálfari stappaði heldur
betur í okkur stálinu á Hótel Nes-
búð kvöldið fyrir leikinn. Ég get
ekki sagt hvað hann sagði en fyrir
mér er hann snillingur og eftir að
hafa hlustað á hann þá vissi ég að
við mundum vinna. Við erum ekk-
ert orðnir saddir. Við eigum Val á
miðvikudaginn og síðan Hauka og
ef þessir leikir vinnast erum við í
góðum málum í deildinni. Stefnan
er að reyna að ná heimaleikja-
rétti. Við megum alls ekki slaka á
klónni og verðum að sýna að við
erum sannir meistarar. HK er
komið á kortið og nú höfum við
opnað dyrnar.“
Gáfum aldrei færi á okkur
„Við vorum einfaldlega betri frá upp-
hafi og leikmenn Aftureldingar áttu
aldrei neinn möguleika í okkur,“ sagði
Arnar Freyr, markvörður HK. „Það
kom aldrei neitt annað til greina en að
vinna leikinn. Eftir að við skoruðum
fyrsta mark leiksins þá horfðum við
aldrei um öxl, gáfum ekkert færi á okk-
ur,“ sagði Arnar og viðurkenndi að hann
hefði verið örlítið taugaspenntur fyrir
leikinn. „En um leið og ég varði fyrsta
skotið þá var spennan á bak og burt.
Ég reyndi að halda hugsunum vegna
leiksins eins lengi frá mér og hægt var
og það var ekki fyrr en ég fór að sofa á
föstudagskvöldið sem ég fór sjá leikinn
fyrir mér. Þegar ég vaknaði í morgun
hélt ég áfram að velta vöngum og mesta
spennan var í hádeginu, eftir það fjaraði
hún út þar til að leiknum kom,“ sagði
Arnar en bróðir hans Reynir Þór stóð í
marki Aftureldingar og var besti maður
liðsins. Arnar segist ekki hafa velt sér
mikið upp úr þeirra staðreynd.
„Þetta var fyrst og fremst leikur við
Aftureldingu þótt bróðir minn hafi verið
einn andstæðinga minna. Hann var
þeirra besti maður, hélt þeim inni í
leiknum og án hans frammistöðu hefð-
um við örugglega unnið tíu marka sig-
ur,“ sagði Arnar Freyr.
Morgunblaðið/Árni Torfason
nn ungi og efnilegi í liði HK, lék vörn Aftureldingar oft grátt og hér beita
nsson og Haukur Sigurvinsson öllum brögðum til að stöðva Ólaf.
úrslitaleikir
fjögur töp
ureldingar, varð að sætta sig við að
með þremur félögum. Hann var í liði
Víkings sem tapaði fyrir KA 1996, í
ks nú.
a að því að ég standi uppi sem sig-
gunblaðið eftir ósigurinn á móti HK.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, er hér faðmaður af
stuðningsmönnum Kópavogsliðsins.
Að þessu
höfum við
stefnt í mörg ár
nisson markvörður Aftureldingar
Arnar Freyr Reynisson, HK, 18 (þar af
4 til mótherja); 9 (1) langskot, 4 (2) eftir
gegnumbrot, 2 (1) eftir gegnumbrot, 3 úr
horni.
Björgvin Gústafsson, HK, 1/1 (þar af
1/1 til mótherja); 1 (1) vítakast.
Reynir Þór Reynisson, Aftureldingu,
21/1 (þar af 6 til mótherja); 8 (1) langskot,
3 (2) eftir gegnumbrot, 2 (1) eftir hraða-
upphlaup, 2 (1) úr horni, 5 (2) af línu, 1
vítakast.
Þannig vörðu þeir
!"
#"
$
%
$&
'