Morgunblaðið - 24.02.2003, Page 12
Sunna vann 200 m hlaupið, kom áundan danska meistaranum
Sofíu Albitrup sem bætti danska
metið í hlaupinu, hljóp á 24,33.
„Ég vissi fyrir hlaupið að ég átti
talsvert inni og málið var bara að
töfra það fram.“
Sunna lét ekki þar við sitja heldur
vann tvær aðrar greinar á mótinu,
60 m hlaup og langstökk. Hjó hún
nærri Íslandsmeti Geirlaugar B.
Geirlaugsdóttur, Ármanni, í 60 m
hlaupinu, hljóp á 7,58 sek., sem er
aðeins 4⁄100 úr sekúndum frá metinu.
Þá stökk hún 6,09 metra í lang-
stökki sem er þriðji besti árangur
hennar innanhúss, en tveggja vikna
gamalt Íslandsmet hennar er, 6,28
metrar.
„Það styttist í metið í 60 metra
hlaupinu. Ég geri atlögðu að því á
sænska meistaramótinu innanhúss í
Stokkhólmi um næstu helgi. Þá ætla
ég að keppa í sömu greinum og um
helgina, í 60 og 200 m hlaupi, og
langstökki.
Ég er mun sterkari en nokkru
sinni áður og því er aldrei að vita
hvað gerist í Svíþjóð,“ sagði Sunna.
Um langstökkskeppnina sagði
Sunna að hún hefði verið orðin
þreytt eftir að hafa einbeitt sér að
60 og 200 m hlaupinu. „Það var held-
ur ekki mikil keppni í langstökkinu
og þegar ég náði að stökkva yfir 6
metra þá varð hálfgert spennufall.
En ég er fyrst og fremst ánægð með
að vera orðin örugg með 6 metra í
langstökkinu, það er styrkleika-
merki,“ segir Sunna Gestsdóttir.
Sunna bætir sig jafnt og þétt um
þessar mundir sem greinilega má
sjá af því að hún hefur bætt Íslands-
metið í langstökki í tvígang á síð-
ustu vikum. Þá bætti hún árangur
sinn í 200 m hlaupi á mótinu um
fimmtung úr sekúndum og í 60 m
hlaupi um 5⁄100 úr sekúndu.
Met hjá Ragnari Frosta
Ragnar Frosti Frostason, UMSS,
setti Íslandsmet í flokki 21 til 22 ára
í 800 m hlaupi þegar hann kom
fjórði í mark á 1.54,07 mín. Gamla
metið átti Brynjúlfur Hilmarsson,
1.57,4 og varð það komið nokkuð til
ára sinni. Íslandsmet Þorsteins Þor-
steinssonar í flokki fullorðinna,
1.53,26 stendur þó enn og eru rúmir
þrír áratugir síðan það var sett.
Frábært að endurheimta metið
SUNNA Gestsdóttir úr UMSS setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi á
Opna danska meistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum á laug-
ardag en keppt var í Malmö. Sunna hljóp á 24,30 sek og bætti met
Silju Úlfarsdóttur, FH, um 2⁄100 úr sekúndu, en metið setti Silja 23.
febrúar í fyrra á háskólamóti í Bandaríkjunum, 24,32 sek. „Það er
frábært að endurheimta metið frá Silju,“ sagði Sunna í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hún var afar ánægð með árangur helg-
arinnar. „Ég er í sjöunda himni með að hafa unnið þrjár greinar á
mótinu.“
„ÞETTA er ekki spurningin um hvort heldur hvenær,
það á ekki að vera neitt vandamál fyrir mig að
stökkva hærra,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir, stang-
arstökkvari úr FH, eftir að hún vann stangarstökks-
keppni Opna danska meistaramótsins í Malmö um
helgina, lyfti sér yfir 4,30 metra en felldi naumlega í
þrígang 4,41. Vala Flosadóttir, ÍR, varð önnur með
4,20 sem er hennar besti árangur innanhúss í vetur.
Tvöfaldur íslenskur sigur var þar með staðreynd
en danskur meistari varð Marie Bagger Bohn [áður
Rasmussen] með 4 metra slétta.
Þórey hóf keppni á því að fara yfir 4,10 m í annarri
tilraun og var hátt yfir. „Ég var svolítið sein í gang
því það var svolítið löng bið eftir keppninni, annars
var 4,10 ekki mikið mál og ég var hátt yfir í annarri
tilraun,“ sagði Þórey spurð um fallið í fyrstu tilraun
við 4,10 m.
Hún sleppti síðan 4,20 og reyndi næst við 4,30 og
var hátt yfir í fyrstu tilraun, en 4,41 var henni óyf-
irstíganlegur hjalli að þessu sinni. „Því er ekki að
neita að það voru örlítil vonbrigði að fara ekki yfir
4,41 en ég stefni að því á næsta móti. Getan er fyrir
hendi, spurningin snýst bara um að ná þessu fram,“
sagði Þórey sem keppti þarna á sínum gamla heima-
velli í Malmö þar sem hún æfði um nokkurt skeið fyrir
þremur til fjórum árum. „Þetta var bara eins og að
koma heim, eftir langa útiveru.“
Þórey hefur hæst stokkið 4,40 m innanhúss í vetur
en þriggja ára gamalt Norðurlandamet hennar er
4,51.
Vala bætti sinn fyrri árangur í vetur um tíu sentí-
metra, lyfti sér yfir 4,20 af miklu öryggi í fyrstu til-
raun og er greinilega að sækja í sig veðrið á nýjan
leik eftir að hafa átt erfitt uppdráttar síðasta árið.
Vala hóf keppni á því að stökkva yfir 4 metra slétta í
annarri tilraun. Eftir að hafa stokkið yfir 4,20 reyndi
hún að sauma að Þóreyju með því að gera tilraunir
við 4,30 en þær tókust ekki að þessu sinni.
Stefna á sænska meistaramótið
Þórey og Vala stefna að því að keppa á Opna
sænska meistaramótinu innanhúss í Stokkhólmi um
næstu helgi. Þar fá þær örugglega mikla keppni, m.a.
frá sænska methafanum og Norðurlandameist-
aranum í stangarstökki kvenna utanhúss, Kirsten
Belin, sem hæst hefur stokkið 4,35 innanhúss í vetur.
Þá verður æfingafélagi Völu, Hanna Mia Person,
einnig á meðal þátttakenda ef að líkum lætur en hún
er einnig mjög frambærilegur stangarstökkvari.
Ljósmynd/Göran Len
Sunna Gestsdóttir úr UMSS kemur í mark í 200 metra hlaupi á Opna danska
meistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum á laugardag í Malmö.
Þórey
Edda
vann í
Malmö
FYRRVERANDI heims-
meistari í knattspyrnu, hinn
37 ára gamli Brasilíumaður
Romario, hefur samið við
knattspyrnulið frá Katar, Al-
Sad. Samningurinn er til
þriggja mánaða og fær
framherjinn snjalli og um-
deildi 117 milljónir ísl. kr. í
laun frá félaginu á þessum
tíma eða rétt tæpar 40 millj-
ónir á mánuði. Khaled Jabr
al-Nuaimi talsmaður félags-
ins greindi frá.
Romario mun leika sinn
fyrsta leik með nýja liðinu 9.
mars en gamla liðið hans,
Fluminese í Brasilíu, hefur
samþykkt tilboð frá Katar-
liðinu og er Romario laus
allra mála en hann lék með
Barcelona og PSV Eind-
hoven í Evrópu.
Romario
komst í
feitan bita
í Katar
FÓLK
Ljósmynd/Göran Len
Fríða Rún Þórðardóttir kem-
ur í mark í 3.000 m hlaupi.
FRÍÐA Rún Þórðardóttir, úr ÍR,
sigraði í 3.000 metra hlaupi á Opna
danska meistaramótinu á laugardag.
Kom hún í mark á 9.50,9 mín., og var
5 sekúndum á undan næsta kepp-
anda. Þá hljóp Fríða Rún á 4.39,09
mín., í 1.500 m hlaupi á sunnudag og
hafnaði í 4. sæti.
SVEINN Margeirsson, UMSS,
hafnaði þriðji í 3000 metra hlaupi á
Opna danska meistaramótinu er
hann hljóp á 8.15,18 mín, sem er að-
eins 3,5 sekúndum frá Íslandsmeti
Jóns Diðrikssonar. Þetta er besti ár-
angur sem Sveinn hefur náð í grein-
inni, jafnt innan- sem utanhúss.
Bætti hann m.a. innanhússárangur
sinn um 20 sekúndur.
SVEINN náði einnig athyglisverð-
um árangri í 1.500 m hlaupi þegar
hann kom sjötti í mark á 3.53,53 mín-
útum.
STEFÁN Már Ágústsson, UMSS,
varð sjötti í 800 m hlaupi á mótinu á
1.56,25 mín. Þá hljóp Ragnar Frosti
Frostason, einnig úr UMSS, 400 m á
50,60 sek., og 200 m á 23,58 sek., sem
er aðeins 1/100 úr sekúndu frá meti í
flokki 21 til 22 ára.
KÁRI Steinn Karlsson, líka úr
UMSS, setti met í 3.000 m hlaupi í
flokki 17-18 ára, hjóp á 9.09,56 mín-
útum. Bætti hann met Ólafs Mar-
geirssonar, UMSS, um 17 sekúndur
en metið setti Ólafur á síðasta ári.
ARNDÍS María Einarsdóttir, 16
ára stúlka um UMSS, bætti sig all-
nokkuð í 800 m hlaupi á Opna danska
mótinu. Hljóp vegalengdina á
2.19,41. Þá hljóp hún 400 m á 60,06 á
sunnudag, en 800 m hlaupið var á
laugardaginn. Hún hafnaði í 7. sæti í
800 m hlaupinu.