Morgunblaðið - 03.03.2003, Side 3

Morgunblaðið - 03.03.2003, Side 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 B 3 ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, brá sér til meginlandsins um helgina og sá tvo leiki þar sem íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni. Hann byrjaði á því að sjá Bochum og Hannover í þýsku deildinni á laugardaginn og fór síðan yfir til Belgíu þar sem hann sá Lokeren og Mechelen leika í gær. „Þetta var nú ansi erfitt hjá Þórði [Guðjónssyni] og félögum í Bochum. Þórður stóð sig samt vel, lagði sig allan fram og vann vel. Hann er líka með hættulegar aukaspyrnur en lið Bochum er dálítið opið á miðjunni og Þórður fékk því ekki mikla hjálp þar. Hægri vængurinn hjá þeim er teknískur en hægur og ég hefði viljað sjá Þórð leika þar,“ sagði Atli í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í Þýskalandi. Þórður var í byrjunarliði Bochum en var skipt út af á 74. mínútu. Hann sagði heimamenn í raun aldrei hafa átti möguleika gegn Hannover. „Hannover hefði getað verið þremur til fjórum mörkum yfir í hálfleik, en þeir skoruðu tvívegis fyrir hlé. Heimamenn náðu síð- an að skora fyrir miðjan síðari hálfleikinn og fengu nokkur færi eftir það en þau nýttust ekki,“ sagði Atli. Atli sá Þórð standa sig vel FÓLK  SVEINN Margeirsson úr UMSS, gerði tilraun til þess að bæta Íslands- metið í 3.000 m hlaupi innanhúss á Opna sænska meistaramótinu um helgina. Tilraun Sveins fór forgörð- um. Hann kom í mark á 8.16,76 mín., og hafnaði í 6. sæti. Hann var um 5 sekúndum frá Íslandsmeti Jóns Dið- rikssonar, UMSB. Gauti Jóhannes- son, UMSB, varð í 12. sæti í 3.0000 m hlaupinu á 8.41,70.  RAGNAR Frosti Frostason, úr UMSS, komst ekki í úrslit í 800 m hlaupi á mótinu. Honum tókst ekki að fylgja eftir góðum árangri á Opna danska meistaramótinu á dögunum. Ragnar hljóp nú 1.56,13 mín.  ÓLAFUR Margeirsson, UMSS, keppti einnig í undanrásum 800 m hlaupsins og kom í mark á 2.03,45 mín. Þá hljóp hann 1.500 m á 4.10,90 og varð í 14. sæti af 19 keppendum.  KÁRI Steinn Karlsson, frá UMSS, rak lestina í 1.500 m hlaupinu á 4.20,52 mín. Kári Steinn keppti einn- ig í 3.000 m hlaupi og kom í mark á 9.19,57 mín. – um 10 sekúndum frá eigin Íslandsmeti í flokki 17–18 ára.  ARNDÍS María Einarsdóttir, úr UMSS, varð síðust í undanrásum í 400 m hlaup 60,29 sek. og hljóp 800 m á 2.21,61 mín.  FRÍÐA Rún Þórðardóttir, úr ÍR, sem vann 3.000 m hlaupið á Opna danska meistaramótinu, náði sér ekki á strik í 3.000 m hlaupinu í Sví- þjóð, hafnaði í 6. sæti á 10.10,14 mín., sem er talsvert frá hennar besta. Fríða Rún hafnaði einnig í 6. sæti í 1.500 m hlaupi, kom í mark á 4.41,52 mín.  CHRISTIAN Olsson vann þrístökk karla með yfirburðum á Opna sænska mótinu í Stokkhólmi. Hann stökk 17,37 m sem er aðeins 8 sentí- metrum frá lengsta stökki ársins. Þá fóru þeir Stefan Holm og Staffan Strand á kostum í hástökki karla, stukku báðir yfir 2,32 og ljóst er að þeir gera báðir tilkall til gullverð- launa á HM eftir hálfan mánuð.  ÞAÐ sama á við löndu þeirra, Kajsu Bergqvist í hástökki kvenna. Hún vann þá grein í Stokkhólmi með yfirburðum, stökk 2 metra og hefur ekki verið sigruð í greininni í vetur.  STACY Dragila endurheimti í gær heimsmetið í stangarstökki kvenna þegar hún stökk 4,78 m á bandaríska meistaramótinu. Gamla metið, 4,77 átti Svetlana Feofanova frá Rúss- landi. Þær mætast á HM innanhúss í Birmingham eftir hálfan mánuð.  GAIL Devers bætti bandaríska metið í 60 m grindahlaupi er hún hljóp á 7,74 sekúndum á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum í Boston á laugardagskvöldið. Devers átti sjálf gamla metið, 7,78 sek. ska meistaramótinu í Stokkhólmi Morgunblaðið/RAX Ljósmynd/Göran Len Sunna Gestsdóttir varð önnur í langstökki á sænska meist- aramótinu í frjálsíþróttum innanhúss um helgina. Þrátt fyrir annað sæti á Opna sænska meistaramótinu í gær var Þórey Edda Elísdóttir nokkuð frá sínu besta. Ég er mjög ánægður með aðþessar deilur skuli endanlega vera til lykta leiddar og vil þakka það sérstaklega Kristni Kjærne- sted, stjórnarmanni í KR-Sport, fyrir hans stóra þátt í því máli, sem og þann mikla stuðn- ing sem leikmenn KR hafa sýnt mér á undanförnum vikum og átti mikinn þátt í þessari ánægjulegu lausn,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur, sem er 28 ára gam- all, hefur leikið með KR-ingum frá 1995 og var kjörinn leikmaður árs- ins í úrvalsdeildinni 1999. Hann átti í erfiðleikum vegna meiðsla á síðasta tímabili og var aðeins tvisvar í byrjunarliði KR í úrvals- deildinni en tók þó alls þátt í 14 leikjum í deildinni. Í desember gekkst hann undir aðgerð á hné, eina af mörgum á ferlinum, og hef- ur verið að byggja sig upp síðan. Sér fram á nýja tíma á nýju gervigrasi „Ég hef ekkert þorað að sparka bolta ennþá, hef fyrst og fremst æft sjálfur í lyftingasal, en held að ég geti farið að byrja hvað úr hverju. Hingað til hef ég helst ekki viljað spila fótbolta á gervigrasi á veturna vegna þess hve slæm áhrif það hefur haft á hnén á mér, en með tilkomu nýja gervigrassins í Egilshöll og Fífunni sé ég fram á aðra og skemmtilegri tíma fram- undan. Nú vildi ég vera 10 ára á ný og geta æft við slíkar aðstæður. Mér líst mjög vel á leikmannahóp- inn hjá KR sem hefur stækkað frá því í fyrra, samkeppnin verður harðari og vonandi verður liðið enn sterkara í framhaldi af því,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Guðmundur með nýjan samning við KR GUÐMUNDUR Benediktsson knattspyrnumaður skrifaði á laug- ardaginn undir nýjan samning við KR-Sport og leikur því með KR- ingum í sumar. Samningurinn gildir út þetta tímabil, og með honum lýkur langvinnum deilum milli Guðmundar og KR-Sport. Félagið sagði upp launalið fyrri samningsins við hann, Guðmundur leitaði í framhaldi af því til lögfræðings, og í ársbyrjun var honum bannað að æfa með KR-ingum. Morgunblaðið/Golli Guðmundur Benediktsson í leik með KR gegn Fylki í fyrra. Eftir Víði Sigurðsson ÍSLENDINGARNIR fjórir og félagar þeirra í Lokeren voru ekki í neinum vand- ræðum með að sigra botnliðið Mechelen, 5:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Rúnar Kristinsson skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu strax á 8. mínútu, með lúmsku skoti í gegnum varn- arvegginn. Arnar Grétarsson skoraði tvö næstu mörk, það fyrra úr vítaspyrnu á 29. mínútu og það síðara með gullfallegu skoti, rétt innan vítateigs í bláhornið í byrjun síðari hálfleiks. Rúnar lagði síðan upp fjórða markið fyrir De Beule og Ban- goura innsiglaði stórsigur Lokeren. Með mörkunum tveimur hefur Arnar Grét- arsson nú skorað 11 deildamörk fyrir Lokeren í vetur. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, var mættur til Lokeren til að fylgjast með Ís- lendingaliðinu og sagði við Morgunblaðið að það hefði verið sérlega gaman að sjá fjóra Íslendinga leika með einu af efstu liðum Belgíu. „Öxullinn í mjög sterku liði er byggður upp á íslensku leikmönnunum. Það kemur mér ekki á óvart að Arnar Þór Viðarsson sé í stóru hlutverki á miðjunni, ég vissi að hann ætti eftir að leika þar þeg- ar fram liðu stundir. Hann er mikill for- ingi í liðinu og vel til þess fallinn að vera fyrirliði þótt hann sé ungur að árum. Það var mjög gaman að sjá Rúnar leika svona framarlega á vellinum en hann hélt bolt- anum gífurlega vel og er með frábært auga fyrir því að opna fyrir samherja sína með góðum sendingum.“ Atli hreifst einnig af leik Arnars Grét- arssonar á miðjunni. „Arnar hefur greini- lega breytt leik sínum til hins betra því hann er farinn að stinga sér framar á völl- inn þegar tækifæri gefast. Hann skilaði hlutverki sínu frábærlega auk þess að skora þessi tvö mörk. Marel Baldvinsson er í nýrri stöðu sem vinstri vængmaður og sinnti varnarskyldunum betur en í öllum leikjum samanlagt sem ég hef séð hann í til þessa. Hann hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá til hans þarna í framtíðinni,“ sagði Atli Eðvaldsson. Arnar skoraði tvö og Rúnar eitt í stórsigri Morgunblaðið/Golli Arnar Grétarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.