Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 12
INGI Sigurðsson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum,
leikur með ÍBV í úrvals-
deildinni í knattspyrnu í
sumar. Útlit var fyrir að
hann myndi leggja skóna á
hilluna eftir síðasta tímabil
en Magnús Gylfason, þjálfari
ÍBV, sagði við Morgunblaðið
í gær að Ingi væri byrjaður
að æfa. „Hann kemur inn í
þetta hjá okkur þegar hann
er tilbúinn og verður okkur
örugglega mjög mikilvægur,
enda með mikla reynslu sem
verður dýrmæt fyrir okkar
unga lið,“ sagði Magnús.
Ingi, sem er 34 ára, er
leikjahæsti leikmaður ÍBV í
efstu deild með 198 leiki og
verður því að öllu óbreyttu
fyrsti Eyjamaðurinn til að
fara yfir 200 leiki með félag-
inu í deildinni. Hann og hinn
38 ára gamli Birkir Krist-
insson verða langelstu leik-
menn Eyjaliðsins í sumar.
Bæjar-
stjórinn
tekur fram
skóna
FÓLK
DAÐI Lárusson, markvörður
knattspyrnuliðs FH, fór meiddur af
velli eftir aðeins 20 mínútna leik
gegn Grindavík í deildabikarnum á
laugardaginn. Daði fékk slæma
byltu og haltraði út af, meiddur á
mjöðm.
HELGI Valur Daníelsson lék all-
an leikinn með Peterborough sem
vann óvæntan útisigur á Crewe, 1:0,
í ensku 2. deildinni í knattspyrnu á
laugardaginn. Peterborough komst
með sigrinum í fjögurra stiga fjar-
lægð frá fallsæti deildarinnar sem
er besta staða liðsins í vetur.
VIKTOR B. Arnarsson lék allan
leikinn með TOP Oss sem tapaði,
1:0, fyrir Haarlem í hollensku 1.
deildinni. Jóhannes Harðarson lék
allan leikinn með Veendam sem
tapaði 1:3 heima fyrir Helmond
Sport í sömu deild.
HELGI Kolviðsson var varamað-
ur og kom ekki við sögu hjá Kärnt-
en þegar lið hans tapaði, 0:1, heima
fyrir Pasching í austurrísku úrvals-
deildinni á laugardaginn. Austur-
ríska knattspyrnan hófst þá á ný
eftir langt vetrarfrí.
EYJÓLFUR Sverrisson var ekki í
leikmannahópi Herthu Berlín sem
tapaði, 1:0, fyrir Hamburger SV í
þýsku 1. deildinni í gær.
STJÓRN spænska knattspyrnu-
stórveldisins Barcelona ákvað á
laugardag að liðið tæki þátt í Int-
ertoto-keppninni næsta sumar ef
það ynni sér ekki Evrópusæti með
öðrum leiðum. Barcelona hefur tek-
ið vel við sér undir stjórn Radomirs
Antics en þarf að eiga góðan loka-
sprett til að komast nógu ofarlega í
1. deildinni til að ná inn í UEFA-
bikarinn.
KLEBERSON, miðjumaður bras-
ilísku heimsmeistaranna í knatt-
spyrnu, hefur mikinn hug á að leika
með Newcastle og nýtur þar með-
mæla frá sjálfum Ronaldo, landa
sínum.
RONALDO lék undir stjórn
Bobbys Robsons, knattspyrnustjóra
Newcastle, bæði hjá PSV Eind-
hoven og Barcelona, og hælir hon-
um á hvert reipi. „Heiðursmaður
sem veit allt um leyndardóma
knattspyrnunnar,“ sagði Kleberson
og vitnaði í félaga sinn.
Eins og síðustu 2 ár þarf aðvinna 11 bolta til að vinna lotu
en samt verður að muna tveimur
stigum og því getur
teygst úr lotunni.
Síðan vinnur sá sem
fyrr vinnur fjórar
lotur leikinn. Þetta
fyrirkomulag þykir mörgum bjóða
uppá meiri spennu því augnabliks
slökun getur kostað lotu.
Fyrirfram var búist við að Guð-
mundur myndi verja titla sína í
einliðaleik, tvíliða og tvenndarleik.
Sú varð raunin enda kappinn æft
og keppt erlendis síðustu ár. Í ein-
liðaleik mætti hann Kjartani Briem
úr KR í undanúrslitum og hafði 4-0
sigur eins og á móti félaga sínum
Markúsi Árnasyni úr Víkingi í úr-
slitum. Markús þurfti að hafa mik-
ið fyrir að komast í úrslitaleikinn
því í undanúrslitum þreytti hann 7
lotu leik við Víkinginn Sigurð Jóns-
son. Markús var kominn með væn-
lega stöðu með þrjár lotur gegn
einni en Sigurður sýndi mikla bar-
áttu þegar hann jafnaði 3-3. Í
oddalotunni skiptust þeir á um að
komast yfir en Markús vann loks
14:12. Guðmundur og Markús unnu
Kjartan og Sigurð Jónsson úr Vík-
ingi í úrslitum í tvíliðaleiknum. Þar
urðu í 3. til 4. sæti kapparnir Krist-
ján Jónasson og Bjarni Bjarnason
en þeir unnu einmitt Guðmund og
Markús í úrslitum 1994.
Spennan var öllu meiri í meist-
araflokki kvenna. Þar háði Hall-
dóra harða glímu við Guðrúnu G.
Björnsdóttur úr KR og vann 4-1 en
Aldís Rán Lárusdóttir úr KR lagði
stöllu sína Kristínu Ástu Hjálm-
arsdóttur í hinum undanúrslita-
leiknum. Í úrslitum vann Halldóra
fyrstu lotuna naumt en Aldís
næstu. Þá spýtti Halldóra í lófana,
sigraði næstu með herkjum en
fjórðu örugglega og staðan 3-1 en
Aldís vann næstu lotu 11:8. Vinna
þarf fjórar lotur til að vinna leikinn
og í æsispennandi leik vann Hall-
dóra 12:10. „Ég átti alls von á að
vinna hana, ekki vegna þess að ég
hef ekki unnið hana áður heldur
vegna þess að hún er búin vera úti
í Svíþjóð og æft þar af krafti,“
sagði Halldóra eftir leikinn. „Ég
var því ekkert búin að spila við
hana síðan í október og hélt að hún
væri ennþá betri. Það var mikil
spenna í mér í undanúrslitunum en
þegar úrslitaleikurinn sjálfur var
byrjaður var allt í lagi.“
Morgunblaðið/Stefán
Fyrsti sigur
Halldóru
■ Tvítugur / B2
Stefán
Stefánsson
skrifar
FASTIR liðir voru á dagskrá á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram
fór í TBR um helgina en einnig var bryddað upp á nýjungum. Guð-
mundur Eggert Stephensen vann meistaraflokkinn í tíunda árið í
röð en Halldóra Ólafs sigraði í fyrsta sinn í meistaraflokki kvenna
og saman unnu þau tvenndarleikinn. Rúmlega hundrað þátttak-
endur frá tíu félögum voru skráðir til leiks, þar á meðal tveir frá
íþróttafélaginu Dímon frá Hvolsvelli.
Íslandsmeistararnir
Halldóra Ólafs og
Guðmundur E.
Stephensen.
Hjálmar Þórarinsson, sóknarmað-urinn efnilegi sem er nýorðinn
17 ára, skoraði þrennu fyrir Þrótt í
leiknum, á aðeins 20 mínútna kafla í
fyrri hálfleik. Þar með hefur Hjálmar
gert þrjár þrennur nú þegar á tíma-
bilinu en hann skoraði tvær slíkar í
Reykjavíkurmótinu. Sören Her-
mansen, hinn danski félagi hans í
framlínunni, skoraði tvö markanna
og hefur því gert 5 mörk í fyrstu
tveimur leikjum sínum fyrir félagið
en hann gerði þrennu gegn FH.
Birkir magnaður þegar níu
Eyjamenn lögðu Víking
Birkir Kristinsson fór á kostum í
marki ÍBV sem vann Víking, 1:0, í
Egilshöll. Tveir þeirra voru reknir af
velli, Hafþór Atli Rúnarsson á 35.
mínútu og Bjarnólfur Lárusson á 51.
mínútu, en Bjarni Rúnar Einarsson
náði samt að skora sigurmark ÍBV úr
snöggri sókn á 60. mínútu. Birkir sá
síðan til þess að Víkingar skoruðu
ekki og varði m.a. vítaspyrnu á glæsi-
legan hátt rétt fyrir leikslok. „Birkir
var frábær, við hefðum aldrei innbyrt
þennan sigur án hans, tveimur mönn-
um færri,“ sagði Magnús Gylfason,
þjálfari ÍBV.
FH-ingar hafa fengið mikið af
mörkum á sig að undanförnu og þeir
lágu fyrir Grindavík, 4:1, í Reykja-
neshöllinni á laugardaginn. Leikur-
inn var þó jafnari en tölurnar segja til
um. Alfreð Jóhannsson kom Grinda-
vík yfir í byrjun leiks en Guðmundur
Sævarsson jafnaði fyrir FH-inga.
FH var sterkari aðilinn lengi vel en
gaf eftir þegar á leið og Grindvíking-
ar skoruðu þrívegis á síðustu 23 mín-
útunum.
Sprækir Keflvíkingar
skelltu Skagamönnum
Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö
mörk fyrir Keflvíkinga og Magnús S.
Þorsteinsson eitt þegar þeir lögðu
Skagamenn, 3:2, í Fífunni. Hjálmur
Dór Hjálmsson og Garðar B. Gunn-
laugsson svöruðu fyrir ÍA. Keflvík-
ingar verða greinilega sterkir í 1.
deildinni í sumar. „Ég tel að þetta
hafi verið mjög sanngjarn sigur í góð-
um leik tveggja mjög ungra liða og
við hefðum getað skorað fleiri mörk.
Þórður Þórðarson varði frábærlega í
marki Skagamanna,“ sagði Zoran
Daníel Ljubicic, fyrirliði og langelsti
leikmaður Keflvíkinga.
Framarar voru snöggir að afgreiða
Stjörnuna, 4:0, í Fífunni. Þeir skor-
uðu öll mörkin á fyrsta hálftímanum
og gerði Kristján Brooks tvö þeirra.
Talsverð forföll voru í liði Framara
vegna meiðsla, marga lykilmenn
vantaði en það kom ekki að sök.
Þriðja þrenna
Hjálmars í ár
ÞRÓTTARAR, nýliðarnir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, héldu sann-
kallaða markaveislu þegar þeir mættu Haukum í Reykjaneshöll á
laugardaginn. Þróttarar sigruðu, 8:2, og hafa þar með gert 12 mörk
í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildabikarnum en þar lögðu þeir
FH-inga að velli, 4:2, í fyrsta leiknum.
■ Úrslit /B10
Sjötíu og
tveggja
ára í úr-
slitum
SEXTÍU og tvö ár voru
á milli kappanna í úr-
slitaleik 1. flokks á Ís-
landsmótinu í borð-
tennis um helgina.
Emil Pálsson keppti
bæði í meistaraflokki
og fyrsta flokki, í
meistaraflokki vann
hann leik áður en Guð-
mundur Stephensen
lagði hann að velli en í
1. flokki hlaut hann
silfur eftir tap fyrir
Magnúsi K. Magn-
ússyni úr Víkingi. Emil
er 72ja ára og Magnús
fimmtán. „Ég vildi auð-
vitað komast lengra en
var ekki alveg með ein-
beitinguna á hreinu,“
sagði Emil eftir mótið.
„Ég hef oft spilað við
þessa stráka áður og
unnið en Magnús var
nógu yfirvegaður núna
til að vinna mig.“