Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NATHAFNALÍF F ARIÐ var að huga að sigl- ingum á vegum Samskipa á milli hafna erlendis á árinu 1995, að sögn Ólafs Ólafs- sonar. Hann segir að sú starfsemi hafi síðan hafist á árinu 1998 og eigi sér því ekki langa sögu. Uppbygg- ingin hafi bæði verið hröð og gengið vel. „Til þessa hefur starfsemi Samskipa er- lendis mest beinst að löndunum sem liggja að Norðursjó og Eystrasalti,“ segir Ólafur. „Með samruna dótturfélagsins Samskip AS í Bodö í Noregi á síðasta ári og Silver Sea, sem er með aðsetur í Bergen, eru Samskip orðin mjög öflug í flutningum á sjávarfangi á Norður-Atlantshafi og komin með eitt stærsta kerfið í Evrópu á þessu sviði. Samskip hafa ávallt farið þá leið að opna skrifstofur til að þjóna viðskiptavinum fyr- irtækisins á viðskiptasvæði þeirra. Þannig hefur verið reynt að eiga viðskipti beint við eigendur þeirra vara sem fyrirtækið flytur. Slík uppbygging tekur hins vegar lengri tíma en er öruggari.“ Ólafur segir að þær sjávarafurðir sem fluttar eru um Norður-Atlantshafið séu hátt í 15% af sjávarafurðum heimsins. Í mjög aukn- um mæli sé verið að flytja þessar vörur til Asíulanda. Asía hafi verið og muni verða mjög mikilvægur heimshluti fyrir neyslu á ákveðnum tegundum af fiski. Þessu til við- bótar hafi breytingar verið að eiga sér stað í fiskvinnslunni í heiminum. Aukið magn verði væntanlega framleitt í Asíu og því komið á markað í Evrópu og Ameríku. „Því höfum við hjá Samskipum ákveðið að opna skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu, næst- stærstu borg landsins, sem jafnframt er mið- stöð sjávarútvegsins í Asíu. Þá opnum við skrifstofu í Qingdao og Dalian í Kína, sem verður stýrt frá Pusan. Auk þess er stefnt að því að síðar á þessu ári verði opnuð skrifstofa í Bangkok á Taílandi. Ástæðan fyrir því að verið er að opna þess- ar skrifstofur er sú að það eru mjög miklir flutningar á fiski frá Suður-Kóreu og Kína til Evrópu. Þetta er fiskur sem rússnesk fiski- skip landa í miklum mæli og einnig kóresk og japönsk skip. Mestu er landað í Pusan en einnig töluverðu í Kína. Tilgangurinn með því að opna skrifstofur í þessum heimshluta er að þannig geta Sam- skip þjónað viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur en hingað til, annars vegar evrópskum útflytjendum og hins vegar austurlenskum framleiðendum. Útrás Samskipa til Asíu er rökrétt fram- hald af því sem fyrirtækið hefur byggt upp í Evrópu. Með þessum hætti náum við að byggja upp samfellt þjónustunet sem byggist á þekkingu okkar og samskiptum við við- skiptavini fyrirtækisins.“ 28 skrifstofur í 13 löndum Samskip eru með 25 skrifstofur í 11 löndum auk skrifstofanna í Suður-Kóreu og Kína eða samtals 28 skrifstofur. Þessi lönd eru auk framangreindra, Norðurlöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð, Holland, Þýskaland, Bretland, Rússland, Bandaríkin og svo Ís- land. Ólafur segir að engir Íslendingar verði á skrifstofum fyrirtækisins í Suður-Kóreu og Kína heldur eingöngu Kóreubúar og Kínverj- ar. Hann segir að þegar Samskip hófu rekstur erlendis hafi stjórnendurnir verið íslenskir. Eftir því sem þeir hafi hætt eða flust til hafi í mörgum tilfellum verið ráðið starfsfólk af viðkomandi svæði. Ástæðan fyrir því sé sú að í byrjun hafi viðskiptavinirnir flestir verið ís- lenskir. Í dag séu skrifstofurnar erlendis hins vegar mest að þjóna fyrirtækjum frá viðkomandi löndum. Staðarþekking stjórn- endanna skipti því miklu máli. Hann segir að það sé erfitt að flytja Íslendinga og þjálfa þá til að læra á atvinnugreinina á viðkomandi stað, og því sé reynt að ráða starfsmenn með mikla reynslu og þekkingu frá viðkomandi svæði og úr atvinnugreininni. Það hafi gengið ágætlega. Áhugaverður samningur „Samskip sigla ekki sjálf til Ameríku, heldur eru í samstarfi við önnur skipafélög Við töldum á sínum tíma að viðskipti milli Íslands og Ameríku myndu minnka, jafnt það sem snýr að hernum, bif- reiðaiðnaðinum, neyt- endavörunum og öðru. Það hafa átt sér stað miklar breytingar á ýms- um sviðum, svo sem varðandi erfðabreytt matvæli, sérmerkt mat- væli, mengunarstaðla á bílum o.s.frv. Þetta töld- um við að myndi hafa áhrif á flutninga milli Ís- lands og Ameríku. Við höfum hins vegar gert áhugaverðan samning um flutningamiðlun í Bandaríkjunum sem gef- ur okkur möguleika á að efla þjónustuna og höfum mikla trú á því samstarfi. Meginsvæði Samskipa hefur því verið frá Murmansk í Rússlandi, meðfram strönd Noregs niður í Norðursjó og inn í botn Eystrasaltsins svo og til Hjalt- landseyja, Færeyja og Íslands.“ Hagnaður 242 milljónir í fyrra Hagnaður Samskipa á árinu 2002 nam 242 milljónum króna eftir skatta, sem er um hálfs milljarðs króna bati frá árinu áður. „Við er- um að sjá að afkoman af flutningunum er að batna þrátt fyrir veikingu krónunnar og þrátt fyrir minna flutningsmagn. Inni í töl- unum fyrir árið 2001 var auk þess um 300 milljóna króna söluhagnaður. Batinn er því verulegur milli ára,“ segir Ólafur. Velta Samskipa dróst saman í fyrra frá árinu áður, var 14,2 milljarðar króna en rétt rúmir 14 milljarðar árið 2001. Segir Ólafur að samdráttur milli ára stafi fyrst og fremst af genginu, en öll velta fyrirtækisins sé um- reiknuð í íslenskar krónur. „Miðað við aðstæður sættum við okkur við afkomu félagsins. Afkoman er hins vegar ekki viðunandi sem varanleg staða. Við þurf- um einnig að halda áfram að lækka rekstr- arkostnað félagsins. Okkur tókst að lækka rekstrarkostnaðinn ágætlega á síðasta ári og ætlum að halda áfram á þeirri braut. Launakostnaður lækk- aði til að mynda um rúmlega 103 milljónir króna milli ára, þrátt fyrir að þjónustuein- ingum hafi verið bætt við. Staðan og framtíðin er sæmilega björt. Samkeppnin hefur verið mjög hörð, enda er það hlutverk okkar að halda uppi eðlilegri sam- keppni. Hún hefur hins vegar verið mjög óvæg- in.“ Hann segir að afkoma flutningafyrirtækja á Ís- landi hafi ekki verið við- unandi. Efnahagslífið í Evrópu hafi verið í lægð og útflutningsatvinnu- vegirnir í álfunni hafi ekki gengið vel. Þetta hafi haft áhrif á flutn- ingastarfsemina, sem fylgir heimsviðskiptun- um. Þetta ástand hafi hins vegar skapað ný tækifæri fyrir Samskip. Þau tækifæri felist m.a. í því að ná flutningskerf- unum betur saman. Vegna þessa hafi Sam- skip til að mynda náð nýjum samstarfsaðilum, því fyrirtæki séu að skoða hvernig þau geti hagrætt og breytt starfsemi sinni. Þeir sem séu að gera eitt- hvað sérstakt nái árangri. „Við hjá Samskipum höfum haft það að leiðarljósi að gera ekkert nema það sé hluti af einhverri samlegð sem við erum að gera annarsstaðar. Við höfum aldrei tekið upp starfsemi sem tengist ekki kerfunum okkar. Því er útrásin til Asíu rökrétt framhald af því sem gert hefur verið.“ Áhætta í eignarhaldi á skipum Ekkert af þeim skipum sem sigla á vegum Samskipa er í eigu félagsins. Þau eru öll tek- in á leigu. Ólafur segir að skipamarkaðurinn hafi sveiflast mikið á undanförnum árum og það sé ákveðin áhætta fólgin í eignarhaldi á skipum. Skip séu eins og hver önnur flutn- ingatæki, þau endist kannski í 20 ár en henti aðstæðum fyrirtækisins jafnvel einungis í þrjú eða fjögur ár. Oft þurfi að breyta sigl- ingaleiðum eða taka inn nýja viðskiptavini. Þá sé einfalt að skila skipum sem tekin séu á leigu og fá önnur í staðinn ef því sé að skipta. Á þeim skipum sem sigla á vegum Sam- skipa er 41 sjómaður á starfsmannaskrá og 37 starfsmenn í ferjurekstri. Þetta eru allt Íslendingar. Erlendis voru 19 sjómenn á leiguskipum í fastri leigu á vegum Samskipa. Þá eru ótaldir starfsmenn leiguskipa sem voru í tímaleigu eða ferðaleigu hjá félaginu. Frá skipafélagi til flutningafélags „Flutningastarfsemin hefur breyst mikið á undanförnum árum. Samskip voru skipafélag en eru nú flutningafélag. Félagið hætti öllum siglingum hér innanlands en býður þess í stað alhliða flutningaþjónustu með bílum og hefur þannig komið til móts við kröfur mark- aðarins um hraða og sveigjanleika. Auk þess stendur viðskiptavinum til boða allskyns við- bótarþjónusta eins og geymsla og dreifing. Hluti af því að eiga ekki skip er að vera ekki bundinn við stálið. Við getum þess vegna boðið þær lausnir sem henta okkar viðskipta- vinum. Skipin sjálf eru ekkert aðalatriði heldur þjónustan. Þjónusta Samskipa gagnvart viðskiptavin- um sínum hefur gjörbreyst. Við geymum vörur fyrir viðskiptavinina, erum með vöru- dreifingarmiðstöð, greiðum tollana fyrir þá, tollafgreiðum, sendum vörurnar heim og er- um með umtalsverða flugþjónustu. Aðgangur viðskiptavinanna að upplýsingum um vörurn- ar hefur einnig tekið miklum breytingum. Nú fá þeir að vita hvar vörurnar eru á hverjum tíma. Hlutverk flutningafyrirtækjanna hefur gjörbreyst. Viðskiptavinurinn hefur stundum lítið meira en skrifstofu, tölvu, síma og fax- tæki. Við sjáum um allt, þar með talið allan flutning, geymslu og dreifingu. Viðskiptavin- urinn þarf ekkert að hugsa um það. Þetta er hluti þeirra breytinga sem átt hafa sér stað hér á landi. Breytingarnar erlendis eru þær helstar að í stað umboðsmanna sem unnu fyrir okkur stofnuðum við okkar eigin skrif- stofur, sem þjónusta Ísland, en hafa síðan farið í það að þjóna einnig öðrum mörkuðum. Svo hafa komið til siglingarútur sem tengja þessar skrifstofur saman, þannig að nú er meirihlutinn af starfseminni erlendis algjör- lega óháður Íslandi. Frystar afurðir eru stærsti hlutinn af því sem Samskip flytja. Það hefur verið okkar styrkur og við höfum gert út á hann. Þannig er Asía komin til sögunnar. Og ég er sann- færður um að útrásin muni halda áfram,“ segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, segir að með opnun skrifstofa í Asíu nái fyrirtækið að byggja upp samfellt þjónustunet fyrir viðskiptavini sína. Hefja starfsemi í Asíu Starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á nýja skrifstofu Samskipa í Suður-Kóreu og á tvær skrifstofur félagsins í Kína Undirbúningur að opnun skrifstofa Samskipa í Asíu hófst fyrir rúmu ári. Ólafur Ólafsson, forstjóri félags- ins, segir að útrás í austur- átt sé eðlilegt framhald á þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í Evrópu á und- anförnum árum. ...................... Á s t æ ð a n f y r i r þ v í a ð v e r i ð e r a ð o p n a þ e s s a r s k r i f s t o f u r e r s ú a ð þ a ð e r u m j ö g m i k l i r f l u t n i n g a r á f i s k i f r á S u ð u r - K ó r e u o g K í n a t i l E v r ó p u . Þ e t t a e r f i s k u r s e m r ú s s n e s k f i s k i s k i p l a n d a í m i k l u m m æ l i o g e i n n i g k ó r e s k o g j a p ö n s k s k i p . ......................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.