Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR MARORKA hefur gefið út hönn- unarhugbúnaðinn Maren EDT (Energy-System Design Toolbox) sem ætlaður er skipahönnuðum, skipasmíðastöðvum, vélaframleið- endum og útgerðarmönnum. Samið hefur verið um sölu á hugbúnaðinum til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækis- ins Clearwater Seafoods. Maren EDT byggir á stærðfræði- líkönum af búnaði og kerfum skipa. Stærðfræðilíkönin eru nýtt til að herma og besta samsetningu orku- kerfa skipa sem eina heild. Áætlað er að Maren EDT geri hönnuðum mögulegt að hanna allt að 7% spar- neytnari skip en hefðbundnar aðferð- ir skila nú, án þess að skerða afkasta- getu þeirra. Clearwater Seafoods í Kanada hef- ur samið við MarOrku um kaup á hönnunarhugbúnaðinum Maren EDT og jafnframt um úttekt orkubú- skapar tveggja rækjutogara í eigu fé- lagsins. MarOrka mun gera nákvæm stærðfræðilíkön af orkukerfum tog- aranna og skilgreina sóknarfæri í rekstri skipanna í samvinnu við tæknistjóra Clearwater Seafoods. Þá hefur MarOrka veitt York Refrigeration í Danmörku ráðgjöf við hönnun kælikerfa um borð í skip á undanförnum mánuðum með góðum árangri og er fyrirhugað að auka samstarf fyrirtækjanna á komandi mánuðum. Haldið verður námskeið fyrir lykilstarfsmenn York Refrig- eration í hönnun kælikerfa með Mar- en EDT í lok mars. MarOrka vinnur nú af fullum krafti að þróun Maren EMT, raun- tíma orkustjórnunarkerfis, í sam- starfi við Hraðfrystihús Eskifjarðar, VSÓ Ráðgjöf, Fjölás, VSÓ Rann- sóknir, Rannís og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Hraðfrystihús Eski- fjarðar hefur ákveðið að setja Maren EMT kerfið um borð í fjölveiðiskipið Jón Kjartansson. Væntur ávinningur verkefnisins er 9% bætt orkunýting án skerðingar á afkastagetu skipsins. Rannís hefur ákveðið að veita Mar- Orku sprotastyrk til þróunar og markaðssetningar Maren EMT. MarOrka semur við Clearwater Gunnar Gaukur Magnússon, frá Clearwater Seafoods, og Arnar Hallsson, markaðs- stjóri MarOrku, undirrita kaupsamninginn. Hönnunarhugbúnaðurinn Maren EDT getur leitt til allt að 7% orkusparnaðar í útgerð fiskiskipa MARITECH ehf. er eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins, með sér- staka áherslu á Navision viðskipta- lausnir. Fyrirtækið, sem er einnig með starfsemi í Noregi, N-Ameríku, og Bretlandi, þróar og selur WiseFish hugbúnaðinn sem er í notkun í flest- um stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er aðal útflutningsvara fyrirtækisins. Einnig býður Maritech upp á fjölbreyttar hugbúnaðarlausnir fyrir sveitarfélög, almenn fyrirtæki og stofnanir. Þrjú alþjóðleg verkefni Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi, segir að Maritech standi nú í þremur stórum alþjóðleg- um verkefnum sem rekin séu frá Ís- landi. Verið sé að innleiða WiseFish hugbúnaðinn hjá Fiorital á Ítalíu sem sé eitt stærsta ferskfisksölufyrirtæki í Evrópu. Einnig er verið að innleiða WiseFish í nýrri mjög fullkominni verksmiðju fyrir uppsjávarfisk sem Euro Baltic er að reisa í Þýskalandi. Loks er nýfarið af stað verkefni við innleiðingu WiseFish hjá sjávarút- vegsfyrirtækinu Sanford á Nýja Sjá- landi. „Lykillinn að velgengni okkar í útflutningi þekkingar er framsækinn sjávarútvegur á Íslandi og höfum við unnið okkar lausnir í góðu samstarfi við greinina. Það að hafa öflugan, framsækin iðnað á heimamarkaði til samstarfs ásamt þekkingu starfsfólks er forsenda þess að hægt sé að búa til öflugar alþjóðlegar lausnir. Þetta sést líka á þeim öfluga þekkingariðnaði sem hefur myndast hérlendis í kring- um sjávarútveginn. Orðspor íslensks sjávarútvegs alþjóðlega veldur því að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjár- festa í íslenskri sérþekkingu í grein- inni,“ segir Jón. WiseFish hugbúnaðurinn nær yfir alla virðiskeðju sjávarútvegsfyrir- tækja, frá veiðum til vinnslu, sölu og dreifingar. Einnig heldur kerfið utan um rekjanleika hverrar framleiðslu- einingar sem er mjög mikilvægt í framleiðslu matvæla. „Sjávarútvegs- sviðið er umfangsmesti þátturinn í starfsemi Maritech og lausnir fyrir sjávarútveg okkar útflutningsvara. Viðskiptavinir okkar á Íslandi eru flest stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins og erlendis erum við einnig með mjög stóra viðskiptavini s.s. Fjord, Panfish og Clearwater.“ Fjölbreytt starfsemi á Íslandi Maritech á Ísland býður einnig lausn- ir fyrir aðra geira atvinnulífsins en sjávarútveg. Starfsemi félagsins á Ís- landi er þrískipt; í sjávarútvegssvið, sveitarfélagasvið og almennt við- skiptasvið. „Sókn okkar inn á aðra markaði en sjávarútveg hefur verið að aukast jafnt og þétt. Þegar kemur að viðskiptahluta lausna okkar nýtast þær lausnir og þekking óháð starfs- grein viðskiptavinar. Fyrirtækið hef- ur þróað staðlað upplýsingakerfi fyrir sveitarfélög, sem kallast Sveitar- stjóri. Það kerfi samanstendur af fjár- hagskerfum auk fjölda sérkerfa fyrir þarfir sveitarfélaga. Öll stærri sveit- arfélög landsins eru í hópi viðskipta- vina Maritech.“ Jón segir að Maritech á Íslandi bjóði einnig hefðbundnar viðskipta- lausnir fyrir almenn fyrirtæki. „Við byggjum í grunninn á stöðluðu fjár- hagsbókhaldi en bjóðum síðan sér- lausnir sem uppfylla viðbótar þarfir viðskiptavina sem viðskiptahugbún- aður nær ekki að uppfylla óbreyttur. Við eigum stóran og fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr flestum geirum at- vinnulífsins utan sjávarútvegs og sveitarfélaga, t.d. fjármálafyrirtæki og stofnanir, stór framleiðslufyrir- tæki, þekkingar fyrirtæki og ýmis þjónustufyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum því viðskiptalausn- ir sem henta flestum íslenskum fyr- irtækjum,“ segir Jón. Sögu Maritech má rekja til þess þegar stofnað var sjálfstætt fyrirtæki út frá viðskiptalausnasviði Tölvu- Mynda sem í dag eru stærsti hluta- hafinn. Maritech rekur í dag þrjú dótturfyrirtæki, Maritech ehf. á Ís- landi, Maritech í Kanada og Maritech í Noregi. Auk þess á Maritech hlut í fleiri hugbúnaðarfyrirtækjum s.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hjá Maritech samstæðunnar starfa um 170 manns, þar af rúmlega 50 á Ís- landi. Forstjóri móðurfélagsins Mari- tech International er Halldór Lúð- vígsson. Sóknarfærin eru mörg „Við lítum svo á að sóknarfæri okkar séu víða. Hér heima lítum við á sam- þjöppun í íslenskum sjávarútvegi sem tækifæri þrátt fyrir að viðskiptavin- um fækki. Öflugur sjávarútvegur er forsenda fyrir þróun upplýsingakerfa fyrirtækjanna og við horfum bjart- sýnir á þá möguleika sem þetta getur skapað. Einnig stefnum við á að ná betur til minni eininga í sjávarútvegi. Sveiganleiki kerfanna býður upp á að sinna bæði stórum og smáum aðilum. Það felast alltaf sóknarfæri í stöðugri vöruþróun og við höfum náð góðum árangri í að sníða okkar kerfi að sér- þörfum fyrirtækja óháð hvaða mark- aði þau tilheyra. Einnig liggja tæki- færi í viðbótum við viðskiptahluta lausna okkar sem geta nýst öllum okkar viðskiptavinum. Loks má nefna með nýrri tækni opnast ýmsir mögu- leikar. Erlendis höfum við lagt töluverða áherslu á markaðssetningu í Dan- mörku þar sem eru öflug sjávarút- vegsfyrirtæki og markaður sem hent- ar okkur vel. Við sjáum fram á að sækja enn frekar inn á fiskeldismark- aðinn og höfum meðal annars horft til Chile í því sambandi. Til að ná yfir alla virðiskeðju fiskeldis hefur Maritech tekið að sér sölu og þjónustu á fiskeld- iskerfinu FarmControl. Þrátt fyrir að hugbúnaðargeirinn hafi gengið gegnum erfiða tíma höf- um við náð góðum árangri, bæði hér- lendis sem erlendis. Það hefur náðst með skýrum markmiðum, góðu starfsfólki og samstarfi við okkar við- skiptavini,“ segir Jón Kristjánsson. Sóknarfæri víða um heim Tækifæri í útflutningi byggja á framsæknum heimamarkaði – Starfsemi Maritech á Íslandi teygir anga sína víða um heim Maritech er nú að inn- leiða WiseFish hug- búnað sinn í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki víða um heim. Helgi Mar Árnason tók hús á Jóni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og for- vitnaðist um starfsem- ina heima og erlendis. Morgunblaðið/Sverrir Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Maritech. Fyrirtækið stendur nú í þremur stórum alþjóðlegum verkefnum sem rekin eru frá Íslandi. VÍKINGUR AK, hið fengsæla uppsjávarveiðiskip Haralds Böðv- arssonar hf., landaði á dögunum fullfermi af loðnu í heimahöfn sinni á Akranesi. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að skipið hefur þá borið yfir 800 þúsund tonn af uppsjávarfiski á land frá því að það hóf veiðar hér við land. Aflinn jafngildir ríflega þeim kvóta sem íslensku loðnu- skipunum var úthlutað á yfirstand- andi vertíð. Víkingur AK var smíðaður í Bremerhaven árið 1960 og kom til heimahafnar á Akranesi í október það sama ár. Á fyrstu árunum stundaði Víkingur ýmist karfaveið- ar eða þorskveiðar við Grænland en árið 1967 var honum breytt í síldarskip og var á þessum tíma stærsta síldarskipið í N-Atlants- hafi. Þegar síldin hvarf nánast af Íslandsmiðum fór skipið aftur að stunda bolfiskveiðar á ný, allt til ársins 1976. Loðnuveiðar fóru að aukast hér við land upp úr 1974 og árið 1977 var Víkingur yfirbyggður í Noregi með hliðsjón af því. Á árunum 1978 til 1980 stundaði hann kol- munnaveiðar og nokkur sumur var Víkingur á rækjuveiðum, en að öðru leyti hefur uppistaða í afla skipsins verið loðna og síld allt frá 1977, sérstaklega loðna, og hefur skipið jafnan verið með aflahæstu skipum hverrar loðnuvertíðar. Þess má geta að Víkingur AK er aflahæsta skip yfirstandandi loðnuvertíðar, hefur borið á land um 36.400 tonn. Burðargeta Vík- ings er um 1.450 tonn af uppsjáv- arfiski. Skipstjórar á Víkingi í dag eru þeir Viðar Karlsson og Sveinn Ís- aksson. Viðar fór með skipið á síldina árið 1967 og frá þeim tíma hefur Viðar verið skipstjóri á Vík- ingi meira eða minna og samfleytt frá 1977. Áhöfn Víkings AK fékk rjómatertu þegar 800 þúsund tonna múrinn var rofinn. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, afhenti skipstjórunum, Sveini Ísakssyni og Viðari Karlssyni, góðgætið. 800 þúsund tonna múrinn rofinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.