Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 11

Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 C 11 Styrkir Auglýsing um starfsstyrki Hagþenkis 2003 Óskað er eftir umsóknum um starfsstyrki Hagþenkis vegna ritstarfa árið 2003. Til úthlutunar eru 6.250.000 kr. Umsóknareyðublað er að finna á vefsíðum félagsins: www.mmedia.is/hagthenk en einnig má fá það sent frá skrifstofu félagsins, sími 551 9599. Umsóknir eiga að berast fyrir 10. apríl 2003. Auglýsing um starfsstyrki vegna gerðar fræðslu- og heimildarmynda Til úthlutunar eru 600.000 kr. Umsóknareyðublað má sækja á vefsíður Hagþenkis www.mmedia.is/hagthenk eða fá það sent frá skrifstofu félagsins, sími 551 9599. Umsóknir eiga að berast fyrir 10. apríl 2003. Þóknanir vegna ljósritunar o.fl. Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera skólaárin 2001 og 2002 og vegna blaðagreina eftir félaga í Hagþenki, sem kunna að hafa verið notaðar af IMG-Fjölmiðlavaktinni ehf. árið 2002. Til úthlutunar eru 3.200.000 kr. Umsóknareyðublað er á vefsíðum félagsins, www.mmedia.is/hagthenk en einnig má fá það sent frá skrifstofu félagsins, sími 551 9599. Umsóknir eiga að berast fyrir 10. apríl 2003. Auglýsing um þóknanir til rétthafa fræðslu- og heimildarmynda Hér með er auglýst eftir umsóknum handrits- höfunda, sem eru rétthafar fræðslu- og heim- ildarmynda og -þátta, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna Innheimtumiðstöðvar gjalda af myndböndum og myndbandstækjum. Til úthlutunar eru allt að 300.000. kr. Umsóknir eiga að berast fyrir 10. apríl 2003. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði Varnargarðar á Brún Útboð nr. 13221 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Seyðis- fjarðarkaupstaðar óskar eftir tilboðum í gerð snjóflóðavarnargarða. Verkefnið felst í að byggja tvo snjóflóðavarnargarða. Um er að ræða 200 m langan leiðigarð og rúmlega 400 m langan þvergarð. Garðarnir verða 20 m háir. Vinnusvæðið er uppi á Brún undir Bjólfinum í Seyðisfirði og er vinnusvæðið í rúmlega 650 m hæð yfir sjávarmáli. Efstu 10 m garðanna eru byggðir upp með netgrindum sem verk- kaupi mun afhenda. Garðarnir skulu hlaðnir úr lausum jarðefnum fengnum af vinnusvæð- inu. Í verkinu felst einnig að leggja vegslóða inn á garðsvæðið frá núverandi vegslóða sem lagður var árið 2002 upp að væntanlegu vinnu- svæði. Einnig felst í verkinu að grafa framræslu- skurði og hlaða grjóti í garðtá þvergarðsins hlé- megin hans. Helstu verkþættir og magntölur í verkinu eru eftirfarandi: Gerð vinnuvegslóða Gerð vegar að Hvanneyrarskál. Gröftur á lausum jarðefnum úr skeringum; alls áætlað um 535.000 m³. Sprenginar/fleygun í klapparskeringum; alls áætlað um 40.000 m³. Fyllingar í garða; alls áætlað um 370.000 m³ og þar af sé um 30.000 m³ sem flytja þarf að úr námum. Uppbygging stoðveggjar úr jarðvegshólfum. Frágangur á námum og jarðvegstipp norðan byggðar. Vettvantsskoðun verður haldin að við- stöddum fulltrúa verkkaupa og skal til- kynna þátttöku til jon.s@fsr.is fyrir 20. mars 2003. Reiknað er með að framkvæmdir við þetta verk geti hafist í maí 2003. Miðað er við að verkið sé unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfangi verks- ins er bygging nyrstu garðanna nr. 5 og 6 og skal þeim áfanga ljúka um sumarið 2004; áður en framkvæmdir við upptakastoðvirki í Gróu- skarðshnjúk hefjast. Annar áfanginn er bygging miðgarðs nr. 4 og skal honum lokið árið síðar eða um mitt sumar 2005. Þriðji og síðasti áfang- inn er síðan bygging syðstu garðanna nr. 1, 2 og 3 og er miðað við að framkvæmdum sé að fullu lokið haustið 2006. Uppgræðsla svæðisins er ekki hluti þess verks. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu frá og með þriðjudeginum 18. mars á kr. 6.000 hjá Ríkis- kaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þann 10. apríl 2003, kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heilsu- og sundmiðstöðin Laugar Útleiga rýma — rekstrarleyfi Heilsu- og sundmiðstöðin Laugar er samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar og fasteignafélags- ins Laugahúss ehf., sem mun eiga og reka heilsumiðstöðina. Í heilsumiðstöðinni mun World Class starfrækja heilsurækt og baðstofu en auk þess verða gerðir samningar um útleigu rýma og um rekstrarleyfi í um 2.000 fermetr- um. Auglýst er eftir aðilum sem áhuga hafa á að leigja rými í Heilsumiðstöðinni. Einkum er sóst eftir læknum, sjúkraþjálfurum, nuddur- um, sólbaðsstofu, lyfsölu, íþróttavöruverslun, hvers kyns heilsutengdri þjónustu og verslun og veitingaþjónustu. Nánari upplýsingar er að finna í kynningar- bæklingi fyrir væntanlega leigjendur. Hann má nálgast á heimasíðu Nýsis hf. www.nysir.is. Einnig er hægt að senda tölvup- óst sigfus@nysir.is og óska eftir að fá bæklinginn sendan í pósti. Frestur til að leggja inn umsókn- ir er til 10. apríl nk. og skulu umsóknir sendar til skrifstofu Nýsis hf. á Flatahrauni 5a, 220 Hafnarfirði, sími 540 6380. Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Þorlákshafnar er óskað eftir tilboðum í PEX- hitaveitupípur og pípuefni fyrir Gríms- nesveitu, 5. áfanga. Útboðið nær til afhendingar á for-einangruðum PEX-pípum í eftitöldum stærðum: PEX22/77 mm 2.000 m PEX28/90 mm 1.800 m PEX32/90 mm 1.500 m PEX40/110 mm 1.500 m PEX50/125 mm 3.000 m PEX63/140 mm 1.400 m PEX75/160 mm 2.400 m PEX90/1600 mm 2.700 m alls 16.300 m ásamt lokum, greini- og tengi- búnaði, samsetningarbúnaði o.fl. Afhending fari fram í tveimur áföngum maí-júní. Útboðsgögn fást á skrifstofunar Innkaupastofn- un Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með 18. mars 2003 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 1. apríl 2003 kl. 14:00 á skrif- stofu Innkaupastofnunar. Útboð Árvakur Gatnamálastjórinn í Reykjavík Árvakur hf. og Gatnamálstjórinn í Reykjavík óska hér með eftir tilboðum í jarðvinnu og gatnagerð við Hádegismóa í Reykjavík. Verkið felst í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar prentsmiðjubyggingar Árvakurs og gerð aðliggjandi gatna. Helstu magntölur eru : - Byggingargirðing: 570 lm - Sprengingar: 11.300 m3 - Gröftur og brottflutningur: 13.000 m3 - Tilfærsla efnis innan lóðar: 11.000 m3 - Fyllingar: 2.700 m3 - Púkk: 2.100 m2 - Lagnir í götur: 200 m - Verklok 25. júní 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar í Borgartúni 20 frá og með miðviku- deginum 12. mars 2003. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. mars kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem það kjósa. Tilboð óskast í 3ja herb. íbúð í hús- inu númer 64 við Hvanneyrarbraut á Siglufirði 13262 3ja herbergja íbúð á Hvanneyrar- braut 64, Siglufirði. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt geymslu í kjallara. Heildarstærð íbúðar er 67,5 fermetrar og geymslu 13,9 fermetrar. Brunabótamat íbúðar er kr. 8.181.000 og fast- eignamat er kr. 1.925.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Konráð Karl Baldvinsson á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar í síma 897 6963. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 hinn 26. mars 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Útboð Íslandspóstur hf óskar eftir tilboðum í þjónustu landpósts frá Egilsstöðum. Dreifing mun fara fram fimm sinnum í viku. Gert er ráð fyrir 3 ára samningi og að nýr verktaki hefji störf 1. maí 2003. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvar- stjóra, Íslandspósts hf, Egilsstöðum frá og með 20. mars 2003, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en miðvikudaginn 2. apríl 2003 kl. 1000. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 1010 í húsakynnum Íslandspóst að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.