Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skólaskrifstofa Austurlands Lausar skólastjóra- og kennarastöður Við eftirtalda grunnskóla á svæði Skólaskrifstofu Austurlands eru lausar stöður næsta skólaár með umsóknarfresti til 22. apríl 2003: Grunnskólinn á Bakkafirði: Almenn kennsla yngri barna, íþróttakennsla, myndmennt, hannyrðir, heimilisfræði, upplýsingamennt, enska og danska. Vopnafjarðarskóli: Almenn kennsla, kennsla yngri barna, náttúrufræði, myndmennt og verkgreinar. Brúarásskóli: Enska og íslenska fyrir eldri nemendur. Fellaskóli: Staða aðstoðarskólastjóra. Almenn kennsla og a.m.k hálf staða í sérkennslu. Hallormsstaðaskóli: Íþróttir, heimilisfræði, textílmennt og sérkennsla. Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum: Almenn kennsla, tónmennt, náttúrufræði og smíðar. Deildarstjóri sérkennslu við grunnskólana á Austur-Héraði: Starfið felur í sér umsjón með sér- og stuðningskennslu og ráðgjöf til kennara við Grunnskólann á Egilsstöðum og Eiðum og Hallormsstaðaskóla auk kennslu. Stjórnunar- hlutfall starfs er 50%. Þar sem um nýtt starf er að ræða verður það nánar mótað í samráði við væntanlegan starfsmann. Grunnskóli Borgarfjarðar: Tungumál og raungreinar. Seyðisfjarðarskóli: Almenn kennsla, íþróttir, handmennt, myndmennt, upplýsingamennt, heimilisfræði, íslenska, enska, danska, samfélagsfræði og raungreinar. Grunnskóli Mjóafjarðar: Almenn kennsla 50% staða frá 1. ágúst til 31. desember 2003. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Íþróttakennsla, upplýsinga- og tæknimennt. Grunnskólinn á Eskifirði: Byrjendakennsla, almenn kennsla á miðstigi, íslenska og danska á unglingastigi, heimilisfræði og íþróttir. Nesskóli í Neskaupstað: Almenn kennsla á yngsta- og unglingastigi, smíðar, handmennt, heimilisfræði og íþróttir. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Almenn kennsla og umsjón á mið- og unglingastigi, kennsla yngri barna, myndmennt, handmennt, heimilisfræði og danska. Grunnskólinn á Stöðvarfirði: Almenn kennsla, danska, náttúrufræði og sérkennsla. Grunnskólinn í Breiðdalshreppi: Almenn kennsla og íþróttir. Nánari upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. Forstöðumaður. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði Nýr og glæsilegur fjögurra deilda leikskóli verður opnaður í ágúst nk. við Hauka- hraun 2 í Hafnarfirði þar sem áður var leikskólinn Hraunkot. Óskað er eftir áhugasömum leikskólakennurum, sem vilja taka þátt í að byggja upp skapandi starf með áherslu á hreyfingu og slökun. Lausar stöður: · Aðstoðarleikskólastjóra frá 15. júní. · Leikskólakennara m/deildarstjórn. · Leikskólakennara. Nánari upplýsingar veitir Oddfríður Jónsdóttir, leikskólastjóri, í símum 555 3493 og 664 5837. Ennfremur veita leikskólafulltrúi og leikskólaráðgjafi upplýsingar í síma 585 5800. Umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarleikskólastjóra er til 15. apríl. Umsóknarfrestur um stöður deildarstjóra og leikskólakennara eru til 15. maí en ráðning samkvæmt samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og FÍL/STH. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Nýr leikskóli - leikskólakennarar óskast Bessastaðahreppur Sumarstörf Bessastaðahreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar árið 2003: Flokkstjórar: Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Vélamenn: Æskilegt er að umsækjendur séu með réttindi til að aka dráttarvél. Verkstjóri: Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Umsjónarmenn námskeiða: Um er að ræða umsjón með matjurtagörðum, kofaborg og leikjanámskeiðum og þurfa umsækjendur að vera 20 ára og eldri. Umsóknareyðublöð liggja frammi í íþrótta- miðstöð Bessastaðahrepps og á skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Bessastaðahrepps, slóðin er: bessastadahreppur.is Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2003. Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og tómstundafulltrúi Bessastaðahrepps í sím- um 565 2428 og 863 5985, netfang: stefan@bessastadahreppur.is SUMARSTÖRF 2003 Kópavogsbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar: Vinnuskóli Leiðbeinendur (flokkstjórar) til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og að starfa með unglingum. Umsækjendur skulu vera 21 árs eða eldri. Skólagarðar Leiðbeinendur (garðstjórar) sem hafa um- sjón með skólagörðum. Æskilegt er að um- sækjendur hafi reynslu og áhuga á ræktun og að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 21 árs eða eldri. Aðstoðarfólk til aðstoðar leiðbeinendum. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á að starfa með börnum.Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri. Sundlaug Afleysingafólk. Góð sundkunnátta áskilin. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Leikjanámskeið Aðstoðarfólk til aðstoðar leiðbeinendum. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og áhuga á að starfa með börnum. Umsækj- endur skulu vera 18 ára eða eldri. Íþróttavellir Flokkstjórar og verkafólk í almenna hirð- ingu og gæslustörf. Gæsluvellir Afleysingafólk í 81% starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri. Áhaldahús Flokkstjórar og verkafólk í garðyrkjustörf, grasslátt og almenn verkamannastörf. Æskilegt er að flokkstjórar hafi reynslu í verkstjórn og / eða garðyrkjustörfum. Hægt er að sækja um sumarstörf á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi í Áhaldahúsi Kópavogs, Álalind 1. Upplýsingar eru veittar í síma 564-1580 kl. 8.00-17.00 Umsóknarfrestur er til 16. apríl 2003. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.