Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 C 7 P & Ó Eftirlitsdýralæknir Eftirlitsstofnun EFTA Eftirlitsstofnun EFTA er alþjóðastofnun staðsett í miðborg Brussel. Starfsmenn eru um 60 frá 13 ríkjum. Boðið er upp á laun og starfsskilyrði sambærileg við það sem gerist hjá öðrum alþjóðastofnunum. Meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja að EFTA-ríkin, Ísland, Liecht- enstein og Noregur, standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samning- num um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Eftirlitsstofnunin óskar eftir að ráða, helst frá og með 1. ágúst 2003, eftirlitsdýralækni við það svið stofnunarinnar sem fer með málefni hins innri markaðar. Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára, með mögu- leika á einni endurnýjun ráðningarsamnings ef stofnunin leggur það til. Viðkomandi starfsmaður mun sinna eftirliti varðandi öryggi matvæla og heilbrigði dýra í EFTA-ríkjunum og verkefnum við matvælaöryggis- og umhverfisdeild á Innri markaðs sviði. Ábyrgð á verkefnum getur tekið breytingum í samræmi við stefnu og áherslur stofnun- arinnar á hverjum tíma. Matvælaöryggis- og umhverfisdeild ber ábyrgð á verkefnum við eftirlit með lögfestingu og beitingu löggjafar um öryggi matvæla (heilbrigði dýra, matvæli og fóður), sáðvöru, áburð, snyrtivörur, eiturefni og hættuleg efni, öryggi vöru, hugverka- og auðkennarétt og umhverfismál. Hæfniskröfur eru háskólapróf í dýralækningum og viðeigandi starfsreynsla, þ.m.t. ábyrgð á málefnum varðandi öryggi matvæla og þekking á lagaramma Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Fullkomið vald á munnlegri og skriflegri ensku og góð kunnátta í íslensku, norsku eða þýsku. Góð tölvuþekking, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum. Kunnátta í frönsku er æskileg. Upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir starf 04/03 er hægt að nálgast á: www.eftasurv.int Nánari upplýsingar í síma +32 (0) 2 286 1860. Umsóknir skal senda til: EFTA Surveillance Authority - Administration Rue de Trèves 74, B-1040 Brussels, Belgium eða símbréf +32 (0) 2 286 18 00 eða application@eftasurv.int Umsóknarfrestur: 28 April 2003. Lausar stöður við grunnskóla og tónlistarskóla á Hornafirði Nesjaskóli, 1.—3. bekkur. Laus staða íþróttakennara. Skólastjóri (478 1445/478 1939/ thorvaldurj@nesjaskoli.is). Hafnarskóli, 4.—7. bekkur. Lausar stöður umsjónarkennara og heimilis- fræðikennara. Skólastjóri (478 1004/478 1817/ 863 4379 / dadda@hafnarskoli.is). Heppuskóli, 8.—10. bekkur. Lausar stöður umsjónarkennara. Kennslugreinar íslenska og enska. Skólastjóri (478 1348/478 1321/ gudmundur@heppuskoli.is). Hrollaugsstaðaskóli, 1.—7. bekkur, samkennsluskóli. Laus staða umsjónarkennara. Skólastjóri (478 1057/478 1073/ tharn@eldhorn.is). Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu Laus er ein staða málmblásturskennara og ein staða þverflautu-/tréblásturskennara. Skólastjóri (478 1520/ 478 1484/ tonskoli@hornafjordur.is). Sjá nánar á http://www.hornafjordur.is/ks . Umsóknarfrestur er til 11. apríl. Skólaskrifstofa Hornafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.