Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ aftur við sér hafði FH 14:12 þegar blásið var til hálfleiks. Eftir hlé náðu heimamenn að jafna, 17:17, með ærinni fyrirhöfn en tókst ekki að láta kné fylgja kviði og FH hélt undirtökunum. Það bætti ekki úr þegar Magnús Sigmundsson í FH varði vítaskot og hraðaupp- hlaup, skotið var í stöng úr opnu færi og liðinu tókst ekki að nýta sér þegar þeir voru tveimur fleiri í rúma mín- útu. Undir lokin tók Aleksandr Pet- ersons við sér en Hafnfirðingar voru komnir á skrið. „Við byrjuðum ekki með góða vörn en hún varð betri eftir því sem leið á leikinn og sóknarleikurinn var svo sem í lagi en þegar dró að leikslokum var hvorki vörnin né markvarslan nógu góð og því fengum við engin mörk úr hraðaupphlaupum. Það fengu FH-ingar og það er dýrt í svona leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Gróttu/KR eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur en við vorum ekki að tapa sæti okkar í úrslita- keppninni núna. Við vorum ósáttir með að vinna ekki Þór í síðasta leik, sem hefði getað tryggt okkur svo að þetta var okkar síðasta hálmstrá. Við erum með fámennan hóp og höfum lent í vandræðum á tímabilinu, svo að allir þurftu að spila góðan leik en því miður gerðu það ekki allir.“ „Fyrst og fremst réðust úrslit á mikill einbeitingu ásamt góðum und- irbúningi auk þess að skotin féllu betur hjá okkur,“ sagði Þorbergur þjálfari FH eftir leikinn. „Það gekk vel að koma mínum mönnum í rétta stemningu fyrir þennan leik, eina sem hægt var að gera var að ýta und- ir einbeitinguna sem fyrir er því við vorum að fara í úrslitaleik og skemmtilegra getur það ekki verið. Það gefast ekki mörg svona tæki- færi.“ Hann getur verið sáttur við ár- angurinn. „Við höfum sýnt mjög góða kafla í leikjum okkar en dottið niður þess á milli en stigin hafa skil- að sér og það skiptir öllu. Þetta var sjö leikja verkefni og við þurftum að vinna sex af þeim til að komast í úr- slitakeppnina því við höfðum betur í innbyrðis viðureignum gegn Fram.“ FH-ingar uppskáru eins og þeir sáðu, börðust vel allan leikinn. Logi og Arnar Pétursson voru atkvæða- miklir í sókninni. Bragðdaufur Þórssigur Áhugaleysi var ráðandi þegarStjarnan tók á móti Þór frá Ak- ureyri. Stjörnumenn höfðu aðeins um heiðurinn að keppa og fyrir leik- inn voru gestirnir svo gott sem komnir í úrslitakeppnina – kom það sannarlega niður á gæðum leiksins. Leikurinn var jafn framan af en undir lokin voru Þórsarar sterkari og sigruðu 24:28. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en gestirnir voru ívíð sterk- ari, þeir náðu þó aldrei afgerandi for- ystu og munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 11:13. Svo virtist sem leikmenn væru ekki alveg með hug- ann við efnið því leikurinn var hægur og mikið var um tapaða bolta. Síðari hálfleikur var aðeins líflegri en sá fyrri en liðin spiluðu þó ekki nema á hálfum hraða. Þórsarar héldu sínu tveggja marka forskoti en náðu ekki að hrista heimamenn af sér fyrr en undir lok leiksins. Þá gáf- ust leikmenn Stjörnunnar hreinlega upp. Jafnt í Víkinni Víkingar lögðu sig sannarlegafram í síðasta leik sínum fyrir sumarfrí í 1. deild karla í handknatt- leik, en í gær mættu þeir Fram í lokaum- ferðinni. Víkingar hafa ekki riðið feit- um hesti frá leikjum sínum í vetur, höfðu fram til þessa aðeins unnið einn leik og gert þrjú jafntefli. Það var því fyrst og fremst stolt liðsins og leikmanna sem var að veði í leiknum gegn Fram, sem þegar hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Eftir spennuþrungnar lokamínútur skildu liðin jöfn, 31:31. Víkingar áttu satt að segja miklu meira skilið en eitt stig eftir þennan leik. Jón Traustason markvörður, Þórir Júlíusson, Eymar Kruger og Björn Guðmundsson léku best í liði Víkinga en hjá Fram léku þeir Björgvin Þór Björgvinsson og Har- aldur Þorvarðarson best. Það er al- veg ljóst að ætli Framarar sér að gera deildarmeisturum Hauka skrá- veifu í úrslitakeppninni verða þeir að leika miklu mun betur en þeir gerðu í þessum leik, að öðrum kosti eiga þeir aðeins tvo leiki eftir fram að sum- arfríi. Öruggur KA-sigur KA sigraði ÍBV, 33:25, á Akureyrií leik sem skipti engu um sæta- röðun liðanna. Jafnt var lengi vel en smám saman sigu heimamenn framúr en þeir höfðu þriggja marka forskot í hálf- leik. Viktor Gigov markvörður Eyjamanna var þá bú- inn að verja ellefu skot og halda sín- um mönnum inní leiknum. Gigov hélt áfram að verja eins og berserkur í upphafi seinni hálfleiks og héldu Eyjamenn í horfinu fram í hann miðjan. Egidius Petkevicius mark- vörður KA tók þá við af Gigov og varði átta skot á tíu mínútna kafla og juku KA-menn muninn í níu mörk. Eftir það leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu en KA landaði öruggum sigri. Gigov, Davíð Þ. Ósk- arsson og Róbert Bognar voru bestir í liði gestanna en Hilmar Stefánsson, Jónatan Magnússon og Andreus Stelmokas hjá KA. Spenna á Selfossi HK-menn tryggðu sér fimmtasætið þegar þeir lögðu Selfyss- inga á Selfossi, 33:31. Þetta er jafn- framt besti árangur HK-manna í deild- inni. Eftir gærdag- inn var ljóst að HK- ingar fá KA í úrslita- keppninni, og er Árni Stefánsson, þjálfari HK-manna, að vonum spenntur eftir þeirri viðureign en hann var þó ekki sáttur við leikinn gegn Selfossi en heimamenn sýndu einn sinn besta leik á tímabilinu. „Ég er ekki sáttur við hvernig við spiluðum þennan leik og í raun hund- fúll. Ég er hins vegar sáttur við fimmta sætið sem er okkar langbesti árangur og ég er mjög spenntur eftir að eiga við KA-menn í úrslitakeppn- inni,“ sagði Árni. Í stöðunni 31:31 fékk Selfyssing- urinn Ramúnas Mikalonis tveggja mínútna brottvísun og aðeins 1 mín- úta og 50 sekúndur eftir. Þann tíma nýttu gestirnir til að skora tvö mörk en heimamenn náðu ekki að svara fyrir sig. Gísli Rúnar Guðmundsson varði vel í marki Selfyssinga, var með 19 skot varin. Þá átti Hörður Bjarnason góðan leik í horninu, en hefði getað nýtt hraðaupphlaupin betur. Ívar Grétarsson barðist vel og stjórnaði sókn Selfyssinga af öryggi sem hefur lagast stórum í síðustu leikjum. Ramúnas sannaði mikilvægi sitt í leiknum og eins stóð fyrirliðinn Andri Úlfarsson sig vel. Hjá HK-mönnum var það Samúel Ívar Árnason sem var einna spræk- astur en hann skoraði 9 mörk í gær, þar af ófá úr hraðaupphlaupum. Eins var Vilhelm Gauti Bergsson að standa sína vakt með prýði, sem og Alexander Árnason en leikur HK batnaði stórum þegar hann kom í vörnina. Töluverð spenna og taugaveikluneinkenndi leik liðanna framan af enda deildarmeistaratitillinn í húfi. Haukar stóðu vel að vígi og nægði eitt stig til að hampa titlinum en ÍR-ingar áttu einnig möguleika á að verða deild- armeistarar að því tilskildu að þeir sigruðu Hauka með fjögurra marka mun og að Valsmenn næðu ekki að leggja Aftureldingu að velli. Haukar byrjuðu með miklum lát- um og eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 5:1. ÍR-ingar virtust þrúgaðir af spennu og ekki tilbúnir í átökin gegn Haukum. En seigla og barátta hefur verið einkennandi fyr- ir ÍR-liðið í vetur. Þeir náðu að að koma sér inn í leikinn að nýju og jafna metin í 9:9 eftir 20 mínútna leik. Á þessum kafla létu Haukar slaka dómgæslu fara mjög í taugarn- ar á sér og þeir þurftu að súpa seyðið af nöldri við þá svartklæddu. Fyrst fékk Viggó Sigurðsson tveggja mín- útna brottvísun og fyrirliðinn, Hall- dór Ingólfsson, fór sömu leið og gott betur því hann fékk að kæla sig í fjór- ar mínútur. Sturla Ásgeirsson kom Breiðhyltinum yfir í fyrsta skipti, 11:10, þegar fjórar mínútur voru til leikhlés og allt stefndi í að ÍR-ingar færu til búningsherbergis í hálfleik með yfirhöndina þegar þeir komust í 13:11. En Haukum tókst að jafna metin með harðfylgi og allt útlit var fyrir spennandi síðari hálfleik. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik- inn vel, skoruðu tvö fyrstu mörkin en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Með Bjarna Frostason öflug- an á milli stanganna fyrir aftan sterka 6:0 vörnina áttu ÍR-ingar í basli í sóknarleik sínum og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 17:15. Hauk- arnir létu kné fylgja kviði og þegar munurinn var orðinn fimm mörk, 24:19, og 13 mínútur til leiksloka var ljóst í hvað stefndi. ÍR-ingar reyndu þó að berjast til þrautar. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, en hið reynslumikla lið Haukanna lét það ekki slá sig út af laginu. Þeir héldu fengnum hlut og innbyrtu sig- ur og um leið deildarmeistaratitlinn. Haukar áttu frábæran endasprett í deildarkeppninni og á meðan aðal- keppinautar þeirra um titilinn, ÍR og ekki síst Valur, gáfu eftir unnu Haukarnir átta síðustu leiki sína og tylltu sér í toppsætið. Robertas Pau- zolis átti góðan leik og skoraði 7 mörk, flest með þrumuskotum og Ásgeir Örn Hallgrímsson var sterk- ur, ekki bara í sókninni heldur skilaði hann góðum leik í vörninni. Bjarni Frostason var þó sennilega maður- inn á bakvið sig Haukanna. Birkir Ívar Guðmundsson hóf leikinn í markinu og ekki var hægt að kvarta yfir frammistöðu hans en þegar ÍR- ingar jöfnuðu metin ákvað Viggó Sigurðsson að skella Bjarna inná og þar veðjaði hann á réttan hest. Bjarni varði jafnt og þétt og áttu ÍR- ingar erfitt með að finna glufur framhjá flugmanninum. Til marks um góða breidd í Haukaliðinu kom ekki að sök að Aron Kristjánsson hafði frekar hægt um sig og Halldór Ingólfsson lét sömuleiðis lítið á sér kræla þar til undir lokin. Sturla Ásgeirsson og Einar Hólm- geirsson voru áberandi bestu menn ÍR-inga. Bjarni Fritzson átti ágæta spretti og Hallgrímur Jónasson stóð fyrir sínu í markinu. Vörnin harðlæst hjá Val Það voru algjör stakkaskipti áValsliðinu í gær frá leiknum gegn Fram nokkrum dögum áður. Valsmenn gáfu Mosfellingum aldrei möguleika gegn gríðarsterkri vörn sinni og unnu loka- leik liðanna í deild- inni verðskuldað, 22:14. Það var lítið skorað til að byrja með og staðan var til að mynda 4:2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Afturelding átti erfitt uppdráttar gegn mjög grimmri vörn Valsmanna, sem reyndar kostaði nokkrar brott- vísanir, og Freyr Brynjarsson var til að mynda búinn að fá þrjár slíkar undir lok fyrri hálfleik. En Valsmenn höfðu reyndar nánast gert út um leikinn áður en þeir misstu Frey með því að breyta stöðunni úr 7:5 í 11:6 á lokakafla fyrri hálfleiks. Valsmenn gerðu síðan endanlega út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks með því að skora þrjú fyrstu mörkin og þó að Mosfellingar næðu aðeins að klóra í bakkann þegar Valsmenn gáfu aðeins eftir í vörninni setti það enga spennu í leikinn. Þegar á leið var allur vindur úr leikmönnum og virtust menn hreinlega bíða eftir því að leiktíminn liði. Tilfinningar Geirs Sveinssonar eftir leikinn voru blendnar því þrátt fyrir að hafa unnið þennan leik hafði slæmt gengi í leikjunum á undan kostað þá deildarmeistaratitilinn. „Áður en deildakeppnin hófst hefði ég vel sætt mig við annað sætið en miðað við það að við vorum á toppn- um í 22 umferðum af 26 þá eru það vonbrigði að hafa ekki náð að klára þetta. Við töpuðum hins vegar sex stigum í síðustu fjórum leikjunum og það er dýrkeypt þegar upp er staðið. Í þessum leik held ég að við höfum staðið 70% í vörn og það kallar á mikla þolinmæði og einbeitingu og drengirnir skiluðu því. Mér líst vel á að mæta FH, við töpuðum reyndar illa fyrir þeim síðast en nú er nýtt mót framundan og FH er jafngóður kostur og hver annar,“ sagði Geir. Markús Máni lék vel í gær og Rol- and Eradze varði vel að vanda. En það var fyrst og fremst sterkur varn- arleikur sem skóp sigurinn. Afturelding sá í raun aldrei til sól- ar í leiknum og miðað við þessa frammistöðu lenti liðið ekki ofar í deildinni en það átti skilið. FH-ingar sterkari í einvíginu Sex sigrar í síðustu sjö leikjumundir stjórn Þorbergs Aðal- steinssonar dugðu FH til að komast inn í úrslitakeppn- ina. Sá sjötti var 30:26 sigur á Gróttu/ KR á Seltjarnarnes- inu í gærkvöldi þar sem bitist var um hvort liðið yrði hólpið enda engu líkara en um bik- arúrslitaleik væri að ræða, slík var spennan. Grótta/KR situr því eftir með sárt ennið en FH mætir Val í úr- slitakeppninni. Leikmenn voru meðvitaðir um gildi leiksins og var hart tekist á. Heimamenn lögðu áherslu á halda stórskyttunni Loga Geirssyni í skefj- um en honum tókst samt að skora tvö fyrstu mörk FH. Hinum megin reyndu Hafnfirðingar að halda aftur af Aleksandr Petersons og það gekk betur en þá losnaði um Magnús Agn- ar Magnússon á línunni. Grótta/KR hafði því nauma forystu fram í miðj- an fyrri hálfleik en þá fór að rofa til í sókn gestanna og þegar þeir náðu líka að þétta vörnina náðu þeir undir- tökunum. Fimm mínútum fyrir hálf- leik tók Grótta/KR leikhlé og tókst að virkja vinstri vænginn því fjögur mörk komu þaðan en þegar Logi tók HAUKAR voru krýndir deildarmeistarar annað árið í röð með því að leggja ÍR-inga, 28:26, í miklum baráttuleik að Ásvöllum. Sigur Haukanna var þó öruggari enn lokatölurnar gefa til kynna því ÍR- ingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins eftir að Haukar höfðu náð mest fimma marka forskoti í síðari hálfleik. Haukar mæta Fram í úr- slitakeppninni en ÍR-ingar glíma við Þórsara. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, með deildarbikarinn. Guðmundur Hilmarsson skrifar Hallgrímur Indriðason skrifar Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Einar Sigtryggsson skrifar Helgi Valberg skrifar Þau mætast LIÐIN sem mætast í 8-liða úr- slitum um Íslandsmeistaratit- ilinn í handknattleik eru: Haukar – Fram Valur – FH ÍR – Þór KA – HK Haukar meistarar annað árið í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.