Morgunblaðið - 03.04.2003, Page 3

Morgunblaðið - 03.04.2003, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 B 3 NFRÉTTIR SAMKEPPNISRÁÐ hefur veitt undanþágu frá samkeppnislögum um bann við samstarfi keppinauta í tengslum við kaup Fjölgreiðslumiðl- unar hf. á öllu hlutafé í Netskilum hf. Undanþágan er háð því skilyrði að ákvörðun um sameiginlega gjaldskrá verði aðeins tekin einu sinni, þ.e. í tengslum við kaupin. Segir í ákvörðun samkeppnisráðs að viðskiptabönkum og sparisjóðum, sem eiga Fjöl- greiðslumiðlun hf., sé að öðru leyti með öllu óheimilt að semja eða ræða um sameiginlega gjaldskrá fyrir raf- ræna birtingu reikninga, miðla við- skiptalegum upplýsingum sín á milli eða hafa með sér hvers konar sam- vinnu um verð eða aðra viðskiptaskil- mála. Fram kemur í ákvörðun sam- keppnisráðs að forsvarsmenn og hlut- hafar í fyrirtækinu Netskilum hafi leitað til bankanna vegna bágrar fjár- hagsstöðu fyrirtækisins með hug- myndir um kaup á öllu hlutafé í Net- skilum. Þá segir að í desember síðastliðnum hafi Fjölgreiðslumiðlun farið þess á leit við samkeppnisyfir- völd að þau meti hvort fyrirhugaður samningur um kaup bankanna á öllu hlutafé í Netskilum kunni að fara í bága við samkeppnislög. Verði talið að svo sé fór Fjölgreiðslumiðlun fram á að veitt verði undanþága fyrir kaup- unum á grundvelli 16. greinar sam- keppnislaga. Sama hugbúnaðarkerfi Starfsemi Netskila hefur falist í þró- un á kerfi til rafrænnar birtingar reikninga. Hafa Netskil boðið fyrir- tækjum þann möguleika að birta reikninga eða reikningsyfirlit við- skiptavina sinna í netbönkum við- skiptabanka og sparisjóða í stað þess að senda viðkomandi viðskiptavinum umrædd gögn í prentuðu formi í pósti. Stærstu hluthafar Netskila eru jafnframt stærstu viðskiptavinir fé- lagsins, en meðal þeirra eru Orku- veita Reykjavíkur, Norðurorka hf., Orkubú Vestfjarða, Hitaveita Suður- unesja hf., Sjóvá-Almennar Trygg- ingar hf., Húsasmiðjan hf. og Spakur hf. Fyrirtækið var stofnað í mars 2000. Í júní 2000 stofnuðu viðskiptabank- arnir, sparisjóðir, Seðlabankinn og greiðslukortafyrirtækin tvö, Visa Ís- land og Europay Ísland, fyrirtækið Fjölgreiðslumiðlun hf., sem hefur eins og Netskil unnið að þróun og uppsetningu birtingarkerfis vegna reikninga og reikningsyfirlita. Hefur kerfi Fjölgreiðslumiðlunar grundvall- ast á sama hugbúnaðarkerfi og Net- skil hafa notað. Rekstri Netskila hætt Í erindi Fjölgreiðslumiðlunar til sam- keppnisyfirvalda kemur fram að ekki standi til að rekstur Netskila haldi áfram eftir kaup Fjölgreiðslumiðlun- ar á því. Hins vegar sé ætlunin að tryggja eigendum Netskila og við- skiptavinum þeirra tímabundið þá þjónustu sem Netskil hafa veitt. Með- an á aðlögunartíma standi muni þjón- ustan verða veitt í óbreyttri mynd en sameiginlegt birtingarkerfi bankanna muni fljótlega taka við af kerfi Net- skila. Segir í erindinu að með þessu móti sé unnt að tryggja að samstarf reikningsútgefenda við reiknings- greiðendur haldist órofið og að aðilum gefist tími til að aðlagast nýju um- hverfi eftir brotthvarf Netskila. Fram kemur í erindi Fjölgreiðslu- miðlunar til samkeppnisyfirvalda að gert sé ráð fyrir að greitt verði fyrir hlutaféð í Netskilum með framsali á rétti til rafrænna birtinga reikninga í heimabönkum. Hver hluthafi fái þannig inneign sem svari til hlutafjár í Netskilum á genginu 1,4. Í umfjöllun um þetta mál segir sam- keppnisráð að fram hafi komið að rekstur Netskila hafi frá upphafi verið afar erfiður vegna mikilla fjárfestinga og erfiðleika við að selja þjónustu fé- lagsins. Hafi Netskilum reynst afar erfitt að laða til sín stóra viðskiptavini utan hluthafahópsins. Þar sem bank- arnir hafi lagt í viðlíka fjárfestingu í hugbúnaði þyki stjórnendum og eig- endum Netskila einsýnt að hagsmun- um hluthafa og viðskiptavina sé best borgið með því að bankarnir eða félag í þeirra eigu yfirtaki Netskil. Í niðurstöðum samkeppnisráðs segir að ráðið telji að aðstæður í þessu máli séu með þeim hætti að forsendur séu fyrir því að veita undanþágu frá bannákvæði 10. greinar samkeppnis- laga, á grundvelli 16. greinar laganna. Skilyrði undanþágunnar séu þau að ákvörðun um sameiginlega gjaldskrá, sem gildir eingöngu um þá inneign er núverandi hluthafar Netskila fá sem greiðslu fyrir hlutabréf sín, sé aðeins tekin einu sinni. Að öðru leyti sé við- skiptabönkum og sparisjóðum með öllu óheimilt að semja eða ræða um sameiginlega gjaldskrá fyrir rafræna birtingu reikninga. Telur samkeppn- isráð að með þessu skilyrði sé tryggt að fyrirhugaður samningur feli ekki í sér höft á hlutaðeigandi fyrirtæki sem séu óþörf til að ná settum markmið- um. Jafnframt telur samkeppnisráð tryggt að samningurinn, með um- ræddu skilyrði, veiti hlutaðeigandi að- ilum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta þeirrar þjónustu sem um sé að ræða. Samkeppnisráð veitir undanþágu Kaup Fjölgreiðslumiðlunar hf. á Netskilum hf. heimiluð Morgunblaðið/Golli Samkeppnisráð hefur veitt Fjölgreiðslu- miðlun undanþágu til að kaupa Netskil. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.