Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FJARSKIPTI FJÁRMÁL FISKVEIÐAR Stefnt er að rekstri á þriðju kynslóðar þjónustu víða í Evrópu þegar á þessu ári. Íslensk fyrirtæki standa jafnan frammi fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu í starfsemi sinni. Mörgum þykir uppbygg- ing þorskstofnsins ganga hægt þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. SÍMKERFI/4 VARNIR/5 HITNAR/6 „ÞETTA nýja kerfi verður algjör bylting hér á fiskmörkuðum. Það eru um 200 kaup- endur á innlendum fiskmörkuðum og nú geta þeir boðið í fiskinn á eigin skrifstofu, en þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma í að koma á markaðinn. Þeir geta látið tölvuna sína vita, þegar fiskur sem þeir hafa áhuga verður boðinn upp og gert tilboð í fisk, sem þá vantar, og fá svo bara að vita hvort þeir hafa fengið fiskinn eða ekki,“ segir Ingv- ar Örn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ís- landsmarkaðar hf. Íslandsmarkaður hf. sem rekur tölvu- vinnslu fyrir íslenska fiskmarkaði er um þess- ar mundir að ljúka þróun uppboðskerfisins Fisknets. Fisknet verður starfrækt á Netinu og munu kaupendur því bjóða í fiskinn frá skrifstofu sinni í gegnum Netið. „Á síðasta ári voru seld 89 þúsund tonn af ferskum fiski á íslenskum fiskmörkuðum og þurftu kaupendur að gera sér ferð á fisk- markað til að geta tekið þátt í uppboðum, en það mun nú brátt heyra sögunni til. Ótvírætt hagræði verður af þessu fyrirkomulagi fyrir kaupendur þar sem þeir geta sinnt verkefn- um á skrifstofunni og látið svo tölvuna gefa sér merki þegar fisktegund sem þeir vilja bjóða í kemur til sölu. Þeir geta jafnvel skráð tilboð í fisk og látið tölvuna bjóða í fyrir sig,“ segir Ingvar Örn. Fisknet var hannað í samvinnu við kaup- endur á íslenskum fiskmörkuðum. Íslands- markaður átti í viðræðum við nokkur fyrir- tæki um kaup á kerfi og var gengið til samninga við belgíska fyrirtækið Aucxis Trading Systems (ATS) en þeir hafa afhent yfir 200 uppboðskerfi víðs vegar um heiminn. Þróun og forritun Fisknets hefur staðið yfir í eitt ár en við hönnun kerfisins var sérstaklega horft til þess að hægt yrði að tengja Fisknet við uppboðskerfi sem nú þegar eru uppsett á erlendum fiskmörkuðum, svo sem í Englandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu. „Þetta fyr- irkomulag mun gefa Íslandsmarkaði færi á að bæta stórum erlendum kaupendahópi inn á íslensku fiskmarkaðina í viðbót við þá rúm- lega 200 innlendu kaupendur sem þegar eru virkir,“ segir Ingvar Örn Guðjónsson. S J Á V A R Ú T V E G U R „Bylting á mörkuðum“ Íslandsmarkaður kynnir Fisknet, uppboðskerfi á fiski á Netinu HÆRRI raunvextir en í ná- grannalöndunum og dýrt og óhag- kvæmt bankakerfi svo og miklar gengissveiflur valda ferðaþjónust- unni miklum erfiðleikum. Þetta kom fram í máli Steins Loga Björnssonar, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, á aðal- fundi samtakanna í gær. Hann sagði að sú spurning hljóti að vakna hvernig íslenskir bankar komist í þá aðstöðu að vera óhag- kvæmir en samt eins arðbærir og raun ber vitni. „Er það vegna þess skjóls sem íslenska krónan veitir þeim frá samkeppni við öfluga erlenda banka?“ spurði Sveinn Logi. Þá kom fram í máli hans að það væri afar brýnt, og lífsspursmál fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki, að það takist að draga verulega úr þeim gengissveiflum sem hér hafi verið, annaðhvort með því að tengja íslensku krónuna með trú- verðugum hætti helstu viðskipta- myntum eða með öðrum trúverð- ugum aðgerðum. Steinn Logi sagði að óveðursský hafi hrannast upp fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni með ófriðnum í Írak. Nú þegar sé ljóst að mjög hafi dregið úr bókunum, einkum eftir að fréttir fóru að berast af því að stríðið gengi e.t.v. ekki eins hratt yfir og vonast hafi verið til. „Nú virðist ljóst að ferðamanna- straumur í vor, þ.e. apríl og maí, mun líða fyrir þetta, hvenær sem því lýkur. Hins vegar ef stríðið dregst á langinn, fram í maí, þá má búast við að áhrifanna fari að gæta verulega í sumar líka.“ Hann sagði þó að ef til vill væri einhver von í því að Ísland njóti með einhverjum hætti góðs af ímynd sinni sem frið- samt og öruggt land fjarri skark- ala heimsins. Auka-raunvaxtakostnaður Að sögn Steins Loga nam gjald at- vinnulífsins hér á landi vegna hærri raunvaxta en í nágranna- löndunum um 15–20 milljörðum króna á síðasta ári. Hann sagði þetta gjald slaga hátt í að jafnast á við heildarhagnað fyrirtækja í Kauphöll Íslands í fyrra, að und- anskildum bönkum og trygginga- félögum, sem nam um 25 milljörð- um króna. Þess bæri þó að geta að stór hluti hagnaðar þessara fyrir- tækja sé vegna áhrifa gengis á er- lendar skuldir. Þar að auki séu þessi fyrirtæki að öllum líkindum ekki greiðendur þessara vaxta þar sem þau séu öll stór og burðug og hafi aðgang að alþjóðlegri fjár- mögnun. „Það eru kannski einmitt þau fyrirtæki sem ekki eru í Kaup- höllinni sem eru að greiða þessa háu vexti,“ sagði Steinn Logi. „Fyrirtæki eins og þau sem eru í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Þarf að rýmka markmiðin? Steinn Logi sagði að stjórn ríkis- fjármála verði að taka miklu meira mið af því að draga úr þrýstingi á gengið en verið hefur. Þá hljóti að vera umhugsunaratriði hvort rýmka eigi þau markmið í stjórn efnahagsmála sem Seðlabankan- um séu sett, þ.e. að halda verðlagi stöðugu. Það hafi í för með sér að gengið taki sveiflunum en ekki verðlagið. Þetta sé útflutningsat- vinnuvegunum óhagstætt og megi segja að verðlagssveiflum sé mætt með sveiflum í afkomu eða eigin fé þeirra. Stöðugleiki verðlags komi því niður á stöðugleika í rekstri og afkomu þessara fyrirtækja. Það sé óviðunandi og grafi undan útflutn- ingsatvinnugreinum eins og ferða- þjónustu, sem sé sérstaklega við- kvæm fyrir þessu vegna þess að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu séu með tiltölulega lítið eigið fé sem hlutfall bæði af heildareignum og af veltu. Steinn Logi greindi frá því að SAF hafi leitað til hagfræðinga og annarra sérfræðinga til að fá álit þeirra á því hvort það sé raunhæf og trúverðug tillaga af samtak- anna hálfu að leggja til mynt- bandalag við ESB án aðildar, eða myntbandalag við eitthvert annað ríki. Niðurstaðan af þeirri umræðu virðist að sögn Steins Loga vera sú að slíkt sé hæpið en þó ekki úti- lokað. „En þó að þjóðin vilji ekki ganga í Evrópusambandið, þá er það óviðunandi að þar með þurfi útflutningsatvinnuvegirnir og sér- staklega ferðaþjónustan að sætta sig við að búa við þær sveiflur sem við höfum mátt þola og það óhag- ræði og kostnað sem fylgir því að vera upp á íslenska vexti og banka komin,“ sagði Steinn Logi. Lífsspursmál að draga úr gengissveiflum Formaður SAF segir óviðunandi að ferðaþjónustan þurfi að búa við hinar miklu gengis- sveiflur og þann kostnað sem fylgi því að vera upp á íslenska vexti og banka komin Morgunblaðið/RAX Steinn Logi Björnsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði á aðal- fundi samtakanna í gær, að ferðamannastraumur hér á landi mundi líða fyrir stríðið í Írak, a.m.k. í vor og í sumar líka ef stríðið dregst á langinn.  Miðopna: Hitnar undir þorskinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.